Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2018, Side 40
SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2018 JAMES La-z-boy lyftistóll. Steingrátt áklæði. og svart leður. St.: H: 105 × B: 103 × H: 109 cm www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Ve rð og vö ru up pl ýs in ga r ía ug lý si ng un ni er u bi rt ar m eð fy ri rv ar a um pr en tv ill ur .Y fir st ri ka ð ve rð sý ni r fu llt ve rð vö ru . LEVI La-z-boy hægindastóll. Dökk- eða ljósgrátt áklæði og svart leður. Stærð: B: 85 × D: 92 × H: 106 cm Áklæði 95.992 kr. 119.990 kr. LA-Z-BOY HELGARTILBOÐ Í HÖLLINNI AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LA-Z-BOY STÓLUM 20% Leður 135.992 kr. 169.990 kr. JAY La-z-boy hægindastóll. Dökk- eða ljósgrátt áklæði. Stærð: B: 97 × D: 94 × H: 107 cm 87.992 kr. 109.990 kr. DREAMTIME Rafdrifinn La-z-boy hægindastóll. Dökk- eða ljósgrátt áklæði. Stærð: B: 96 × D: 103 × H: 109 cm 223.992 kr. 279.990 kr. Áklæði 207.992 kr. 259.990 kr. Leður 239.992 kr. 299.990 kr. Sunnudaginn 30. september verður fjölskyldudagur í Bíó Paradís, þar sem verður lögð sérstök áhersla á myndirnar Phoe- nix, Minding the Gap og The Stran- ger, sem er tilvalið fyrir unglinga og foreldra að sjá saman. Dagskráin er hluti af RIFF sem nú stendur yf- ir en miðasölu og dagskrá má nálgast á riff.is. „Við viljum hafa fjölskyldudag til þess að benda m.a. á að á RIFF megi finna myndir fyrir ýmsa aldurshópa og mér finnst að margar þeirra eigi sérstakt erindi við ungt fólk, unga fólkið getur held ég speglað sig í þeim,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF. „Myndirnar eru sumar þess eðlis að það gæti verið gott að hafa ein- hvern fullorðinn með sér til að ræða á undan eða eftir um efni myndar- innar. Auk þess er bíó ódýr af- þreying og ætti því að henta vel fjöl- skyldum. Það er ekki endilega svo oft sem unglingar fara með for- eldrum eða öðrum í fjölskyldunni út á meðal fólks en nú er lag. Bíó sam- einar kynslóðir og myndir fjalla oft um efni sem eiga erindi, eru skemmtilegar og fræðandi,“ segir Hrönn en þetta er í fyrsta skipti sem fjölskyldudagur sem þessi er hluti af dagskrá kvikmyndahátíðarinnar. Hrönn svarar því aðspurð játandi að kvikmyndir geti verið góð leið fyrir unglinga og foreldra að tengj- ast. Þarna geti verið góð samveru- stund yfir poppi og það þurfi ekki að tala mikið saman á meðan. „En svo er kannski ástæða eftir á eins og við kvöldmatarborðið að ræða um myndina eða efni hennar. Mynd- irnar geta verið góður samræðu- grundvöllur.“ Ylva Bjørkaas Thedin fer með hlutverk Jill, dóttur Astridar sem Maria Bonnevie leikur í norsku kvikmyndinni Føniks. Góður samræðugrundvöllur Sérstakur fjölskyldu- dagur er á RIFF í fyrsta sinn í ár en margar myndanna á hátíðinni eiga sérstakt erindi við ungt fólk. Hrönn Marinósdóttir Gaman er að lesa kvikmynda- dóm Ólafs Sigurðsson um Fjöl- skylduerjur (Love and Kisses) sem birtist í Morgunblaðinu fyrir hálfri öld en rýnir er vægast sagt ósáttur við myndina. „Hér er á ferðinni ein þeirra mynda, sem munu vera ætlaðar unglingum öðrum fremur. Ekki er það upp- örvandi. Það er mjög í tízku að gera það að dyggð að vera ung- ur og vilja í öllu þjóna svokölluðu ungu fólki. Einnig telur unga fólkið sjálfsagt að það hafi leið- togahlutverk með höndum. Ég held að það væri rétt að skoða þessa mynd og velta síðan fyrir sér hvað á að gera við æskuna. Ef þessi mynd er einhver vís- bending um það sem æskan vill sjá er kominn tími til að hækka kosningaaldurinn upp í þrítugt, banna öllum undir tuttugu og eins árs aldri að vera úti eftir klukkan átta á kvöldin, nema í fylgd með fullorðnum, og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda slíka fáráðlinga fyr- ir sjálfum sér. Nú segir einhver vafalaust að ég eigi ekki að taka svona mynd alvarlega. Þetta sé aðeins skemmtun. Ég get ekki annað en tekið þetta alvarlega. Sé þetta það sem æskan vill er hún á svo uggvænlega lágu menningarstigi að þörf er á að veita því athygli,“ skrifar hann. Lokaorðin eru síðan þessi: „Myndin er öll gerð af frábæru kunnáttuleysi og losaraskap. Eins einfaldur og einfeldnings- legur og söguþráðurinn er, verð- ur erfitt að fylgja honum, sér- staklega af því að þrjár sögur eru að gerast samtímis. Þetta er með aumari augnablikum í sögu kvikmyndanna og dapurleg um- sögn um æskuna, að þetta skuli henni ætlað.“ GAMLA FRÉTTIN Hvað á að gera við æskuna? ÞRÍFARAR VIKUNNAR Valur Freyr Einarsson leikari Mads Mikkelsen leikari Viggo Mortensen leikari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.