Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 2

Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lækkun á gengi krónunnar hefur áhrif á kostnaðaráætlanir við nýjan Landspítala til hækkunar. Meðal annars hefur verð innfluttra bygg- ingarefna hækkað í krónum. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH), staðfestir þetta. Breyting- ar á verðlagi, og þar með bygging- arvísitölu, hljóti að hafa áhrif. Munu verða nákvæmari Gunnar segir fullnaðarhönnun sjúkrahússins ekki lokið, en með framgangi hönnunar verða kostnað- aráætlanir sífellt nákvæmari. Nýrri áætlun verði skilað af hálfu félagsins til velferðar- og fjármála- og efna- hagsráðuneytisins í janúar. „Ráðgjafarnir birta okkur nýjar áætlanir fljótlega. Það má ætla að þær taki mið af breytingum á verð- lagi og þróun byggingarvísitölu.“ Tengist fjármálaáætlun Kostnaðaráætlanir í Hringbraut- arverkefninu tengjast vinnu ráðu- neytanna við fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024, sem verður lögð fram næsta vor á Alþingi. Fram kom í svari Svandísar Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns í sumar að kostnaður við meðferðarkjarnann sé áætlaður 55 milljarðar króna, án vsk. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir veikara gengi krónunnar auka kostnað við framkvæmdir. Jafnframt muni verð- bólga aukast og það draga úr vexti kaupmáttar og eftirspurnar. „Hversu mikið kostnaðurinn eykst er erfitt að segja. Undirrótin [að veikingu krónunnar] er breyttar væntingar um þróun efnahagsmála. Sá þáttur er líka að bremsa af fram- kvæmdir. Það bætist við áhrifin af því að búist er við hægari vexti í þessari grein hagkerfisins.“ Ingólfur segir þessa þróun minna enn og aftur á hversu sveiflukennd starfsskilyrði iðnaðurinn og atvinnu- lífið allt býr við hér á landi. „Það er erfitt fyrir okkar fyrir- tæki, sem eru að reyna að fjárfesta og auka innlenda verðmætasköpun í þessu umhverfi, þegar starfs- umhverfið er eins og jójó. Einn dag- inn er fyrirtæki arðsamt og næsta dag ekki, vegna þessa sveiflukennda efnahagsumhverfis. Þetta þarf ekki að vera svona. Hagstjórnina þarf að bæta,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að raungengi krónu hafi að undanförnu verið sögulega hátt. Þótt gengið hafi lækkað sé raungengið enn sögulega hátt. Gerir meðferðarkjarnann dýrari  Kostnaður við nýjan meðferðarkjarna verður endurmetinn til hækkunar vegna veikingar krónunnar  Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir neikvæð áhrif lægra gengis bætast við kólnun í hagkerfinu Tölvumynd/NLSH Við Hringbraut Framkvæmdir við meðferðarkjarna eru að hefjast. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef á tilfinningunni að það sé víða pottur brotinn í borginni,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Björn situr í innkauparáði borgarinnar og hefur þar gert at- hugasemdir við ýmislegt er snýr að bragganum umdeilda við Nauthólsvík og fleiri innkaupum í tengslum við framkvæmdir. Í bókun frá fundi innkauparáðs frá því í september seg- ir Björn að „ískyggilegt“ sé að fara yf- ir yfirlit frá skrifstofu eigna- og at- vinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi innkaup yfir eina milljón króna á öðrum ársfjórðungi í ár. „Athygli vekja m.a. kaup af Verkís hf. vegna Varmahlíðar, Perlunnar, upp á u.þ.b. 27 milljónir kr. Þá eru innkaup af fjölda verkfræðistofa, m.a. upp á 5 milljónir án útboðs keypt af Mannviti vegna breytinga á Umferð- armiðstöðinni. Enn fremur kemur í ljós kostnaður við þróunarverkefni eins og VSÓ – vegna ráðgjafar upp á 23 milljónir kr. og fjölmargt fleira. Enn fremur kemur í ljós að Yrki arki- tektar fá greiðslu vegna sölu bygging- arréttar upp á 18 milljónir kr. og Ark- ís arkitektar vegna sölu byggingarréttar upp á 12 milljónir,“ segir meðal annars í bókun Björns en gerðar eru athugasemdir við að kostnaður sé „óútskýrður“ og „allur án útboðs“. Í samtali við Morgunblaðið segir Björn að yfirlit yfir fyrstu sex mánuði ársins sýni að tæpar 100 milljónir króna hafi farið í braggann án útboðs. „Manni var nóg boðið við það. Svo liggur það fyrir að Reykjavíkurborg er að versla mikið við hönnuði, verk- fræðinga og arkitekta. Rammasamn- ingur við þá rann út fyrir þremur ár- um. Nú skrifa þeir sína reikninga eftir taxta sem felur í sér hærri kostn- að en ef rammasamningur væri fyrir hendi. Við erum búin að fara fram á það í ráðinu að gerður verði nýr rammasamningur og þessi verk fari í útboð. Við því hefur ekki verið orðið.“ Björn furðar sig á þessari meðferð með almannafé og telur hægan vanda að standa betur að framkvæmdum. „Þessi mál hafa öll komið inn á borð borgarstjórnar og borgarráðs. Og auðvitað borgarstjóra. Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar heyrir und- ir borgarstjóra. Ég tel ábyrgðina al- veg skýra.“ »20 Telur borgina of- greiða innkaup  Þrjú ár síðan rammasamningur rann út Björn Gíslason Þorsteinn Ásgrímsson Melén Helgi Bjarnason Framkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi segir fatakeðjuna mjög ánægða með árangur fyrsta ársins á Íslandi. Hann vill þó ekki segja til um hvort verið sé að skoða opnun fleiri verslana hér á landi. „Íslenski markaðurinn er mjög spennandi en við einbeitum okkur nú að þessum þremur búðum,“ segir Dirk Roenne- fahrt sem tók við starfinu fyrir tveimur mánuðum. Verslanakeðjan opnaði í gær verslun á Hafnartorgi og er hún rek- in undir merkjum H&M og H&M Home. Síðarnefnda verslunin er með húsbúnað. Fyrir voru versl- anirnar í Smáralind sem opnuð var í ágúst á síðasta ári og í Kringlunni. Roennefahrt segir að þriðja versl- unin sé mikilvægur áfangi svo keðj- an geti haldið áfram með „velgengn- issögu sína“ á Íslandi. Biðraðir við opnun Nokkur spenningur myndaðist vegna verslunarinnar. Um 100 við- skiptavinir biðu eftir opnuninni á há- degi í gær og streymdu inn þegar dyrnar voru opnaðar. Verslunin er í 2.400 fermetra rými, á tveimur hæðum. Fleiri „spennandi“ verslanir Með verslun H&M er fyrsti áfangi Hafnartorgs tekinn í notkun. Reginn er eigandi alls verslunarhúsnæðis við torgið og leggur áherslu á að skapa þar einstakt verslunar- og þjónustusvæði til framtíðar með ið- andi mannlífi og lifandi göngugötum, eins og segir í tilkynningu fyrirtæk- isins. Tekið er fram að á næstunni muni fleiri „spennandi alþjóðlegar verslanir“ opna dyr sínar á Hafn- artorgi auk þess sem um 1.100 bíla- stæði muni bætast við í kjallara und- ir svæðinu með tengingu við bílakjallara Hörpu. Stefnt er að því að Hafnartorg verði að fullu komið í rekstur um miðjan apríl á næsta ári. Morgunblaðið/Hari Opnað Fyrstu gestirnir storma inn með bros á vör í nýja verslun H&M á Hafnartorgi um hádegisbilið í gær. Íslenski markaðurinn er sagður mjög spennandi  Fyrsti áfangi Hafnartorgs í notkun með verslun H&M Röðin 100 væntanlegir viðskiptavinir biðu í röð við dyr H&M við opnunina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.