Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Á fjórða hundrað gestir sátu Kötlu-
ráðstefnu sem haldin var í íþróttahús-
inu í Vík í Mýrdal í gær. Í dag er boð-
ið upp á vettvangsferð þar sem
skoðuð verða ummerki Kötlugossins
sem hófst 12. október 1918.
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræð-
ingur og formaður Jarðfræðafélags
Íslands, setti ráðstefnuna og sagði
m.a. að gosið 1918 hefði orðið við að-
stæður sem væru gjörólíkar því sem
við ættum að venjast í dag. „Gosið var
stórt, gerði ekki boð á undan sér og
það stóð yfir í 24 daga. Í þá daga
komu engar hjálparsveitir eða lög-
regla til aðstoðar eða vísindamenn til
að greina stöðuna. Það voru engar
viðvaranir eða rýmingar, fólk þurfti
einfaldlega að standa saman og
bjarga því sem bjargað varð, en mikið
tjón og landbreytingar urðu í þessum
hamförum.“
Vísindamenn og sérfræðingar á
fjölluðu um margt í tengslum við
Kötlu fyrr og síðar. Magnús Tumi
Guðmundsson prófessor fjallaði um
breytingar á Mýrdalssandi samfara
Kötluhlaupum og velti því upp hvað
kynni að gerast í næsta stórhlaupi.
Landbreytingar urðu á Mýrdalssandi
samfara Kötluhlaupinu 1918. Þá
bættust 0,6 rúmkílómetrar ofan á
sandinn suðvestanverðan og Kötlu-
tangi var nærri 0,2 rúmkílómetrar að
stærð. Ströndin gekk fram um að
minnsta kosti tvo kílómetra.
Metið var mögulegt vatnsrennsli
vestur til Víkur og var unnin hermun
hlaups sem færi um farveg Múla-
kvíslar og með Selfjalli og reiknuð
setmyndun samfara því. Samkvæmt
henni gæti sandurinn hækkað um 5-
10 metra í farvegi Múlakvíslar og
ströndin færst utar sem næmi tveim-
ur kílómetrum. Við það myndu líkur á
að hlaupvatn flæddi í átt til Víkur
aukast.
Helgi Gunnar Gunnarsson frá
verkfræðistofunni Vatnaskilum
fjallaði um hermun Kötluhlaups í Mú-
lakvísl og mat á rennsli til Víkur komi
til Kötluhlaups af sömu stærðargráðu
og kom 1918. Fram kom í máli hans
að varnargarður við Víkurklett, aust-
an við Vík, sem nær sjö metra hæð yf-
ir sjávarmáli, myndi koma í veg fyrir
að flóðið færi lengra en að varnar-
garðinum.
Efnahagsleg áhrif Kötlugoss
Uta Reichardt fjallaði um Kötlugos
á þotuöld. Hún greindi frá því að eftir
gosið í Eyjafjallajökli 2010 hefðu evr-
ópsk flugmálayfirvöld sett nýjar regl-
ur sem miðuðu að því að draga úr
kostnaði, án þess að draga úr öryggi,
kæmi upp eldgos sem hefði áhrif á
flugumferð. Nú væri það í höndum
flugrekenda að ákveða hvort þeir
flygju um svæði sem talin væru vera
menguð af gosösku, að uppfylltum
ströngum öryggisskilyrðum.
Uta benti m.a. á að í Kötlugosinu
1918 hefði komið upp um sjö sinnum
meira af gjósku en í Eyjafjallajök-
ulsgosinu 2010 og öskustrókur Kötlu
verið um 14 km hár eða helmingi
hærri en strókurinn úr Eyja-
fjallajökli. Í stóru Kötlugosi geti
strókurinn orðið 20 km hár eða jafn-
vel hærri.
Þrátt fyrir breyttar reglur og
áhættustjórnun fyrir flug má engu að
síður búast við verulegri truflun á
farþega- og fraktflugi komi til ösku-
goss. Samkvæmt rannsókn Utu o.fl.
er líklegt að öskugos í Kötlu muni
hafa áhrif á lágar og miðlungsháar
flugleiðir, sérstaklega flugtök og
lendingar. Það gæti haft áhrif á allt
að helming flugumferðar í Evrópu
innan fárra daga frá upphafi eldgoss.
Ólíklegt væri að flugvellirnir í Kefla-
vík, á Akureyri og Egilsstöðum lok-
uðust allir samtímis. Öskugos í Kötlu
myndi hafa áhrif á íslenskt efnahags-
líf, t.d. ferðaþjónustu og útflutning
ferskfisks með flugi. Einnig gæti
vöruinnflutningur truflast.
Lærdómar dregnir af Kötlu
Mögulega gæti vatn úr Kötluhlaupi leitað í átt að Vík Varnargarður við Víkurklett myndi
varna því Kötlugos á borð við það sem varð fyrir einni öld myndi hafa áhrif á flugumferð í Evrópu
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Fjölmenni Þátttakan í Kötluráðstefnunni í Vík fór langt fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Þar voru haldin 22 erindi um ýmislegt sem tengist Kötlu.
Einnig var fjallað um hvað líklega gæti gerst þegar og ef Katla kæmi, en vísindamenn og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgjast grannt með þróun.
Sýning Sett var upp fjölbreytt veggspjaldasýning í tengslum við ráðstefn-
una og sýnd voru tæki vísindamanna og björgunarsveitarinnar í Vík.
Sena ehf. hefur verið dæmt til þess
að greiða kvikmyndaframleiðslufyr-
irtækinu Virgo 2 ehf. tæpar 3,7 millj-
ónir króna vegna dreifingarsamn-
ings kvikmyndarinnar Grimmdar,
sem tekin var til sýninga árið 2016.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp
þennan dóm í gær.
Málið er nokkuð flókið og snýst
um það að umsamdar greiðslur frá
Senu til framleiðenda myndarinnar
hafi ekki verið í samræmi við samn-
inga þar að lútandi. Félagið Virgo 2
ehf., sem framleiddi myndina og á
höfundarréttinn, er í eigu Antons
Inga Sigurðssonar og Ragnars Þórs
Jónssonar. Félag sem er í eigu föð-
urs Antons Inga, sem skrifaði hand-
ritið og leikstýrði myndinni, keypti
20.000 miða á myndina fyrir 10 millj-
ónir króna.
Í dómnum kemur fram að faðir
leikstjórans hafi viljað styrkja
myndina, þar sem styrkur til gerðar
hennar fékkst ekki hjá Kvikmynda-
sjóði Íslands til eftirvinnslu hennar.
Styrkveitingin var að sögn leikstjór-
ans öðrum þræði höfð með þessu fyr-
irkomulagi til að „láta líta út fyrir að
meiri aðsókn hefði verið á kvikmynd-
ina til að auðveldara yrði að koma
henni á markað erlendis“.
Morgunblaðið/Ómar
Réttur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í gær en þar er Senu gert
að greiða um 3,7 milljónir króna til framleiðslufyrirtækisins Virgio 2 ehf.
Faðir leikstjóra
keypti 20.000 miða
Gert til að ýkja aðsókn á Grimmd
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16
Við eigumAFMÆLI
og þér er boðið!
Kr. 5.990
Kr. 13.990
20%
AFSLÁTTUR
af öllum vörum
og góð tilboð
í gangi