Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Laugavegur 26 BY MALENE BIRGER ‘S MAX MARA SAMSØE SAMSØE KRISTENSEN DU NORD FILIPPA K GERARD DAREL ZADIG & VOLTARE BLANK MARC JACOBS ROSEMUNDE DIESEL HARTFORD BILLI BI FRUIT STRATEGIA PARAJUMPERS Opið í dag frá 11-15 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Rúllukraga- peysur Kr. 4.990 Str. S-XXL Litir: Lilla, grænt, blátt, svart gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný peysusending Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 DÚNÚLPUR m/hettu kr.29900,- Helgi Bjarnason Anna Lilja Þórisdóttir Orðræða sem hvetur til mismunun- ar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem rektor Háskólans í Reykjavík sendi frá sér í gær vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfslok Kristins Sigurjónsson- ar, lektors við tækni- og verkfræði- deild háskólans. Lögmaður Kristins segir augljóst að rektor sé að minnsta kosti að dylgja um að Krist- inn hafi hvatt til mismununar og mótmælir því harðlega að hægt sé að túlka orð hans þannig, eða hat- ursorðræðu gagnvart konum sem hópur nemenda ræðir um í þessu sambandi. „Rektor er ekki að segja með ber- um orðum að skjólstæðingur minn hafi hvatt til mismununar á grund- velli kyns en ljóst er að þetta er til- efni fréttatilkynningar hans. Í þessu felast að minnsta kosti dylgjur um að skjólstæðingur minn hafi gerst sekur um mismunun. Það er að mínu mati alger fjarstæða. Þetta eru meiðandi ummæli um þennan mann sem starfaði hjá skólanum og er farinn að sæta harðræði með uppsögn úr vinnu og hnýfilyrðum í fréttatilkynningu rektors,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmað- ur Kristins. Beri virðingu fyrir kynjum Allir sem nema og starfa innan Háskólans í Reykjavík þurfa að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu metin af sanngirni, segir einnig í yfirlýs- ingu Ara Kristins Jónssonar, rekt- ors HR, sem send var í gær. Kristni var sagt upp störfum við skólann í kjölfar ummæla sinna í facebook- hópnum Karlmennskuspjallið, þar sem hann sagði m.a. að aðgreina ætti vinnustaði karla og kvenna og sagði það vera vanda að konur „træðu sér inn“ á vinnustaði þar sem karlmenn ynnu. „Og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir karl- mennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerl- ingar, allt annað er áreiti,“ skrifaði Kristinn m.a. í umræddri facebook- færslu. Hópur nemenda við skólann sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. Þar segir að nemendur við HR geri þá kröfu til kennara að þeir beri virð- ingu fyrir nemendum af báðum kynjum og að hægt eigi að vera að treysta því að allir hafi sömu stöðu þegar komi að kennslu og einkunn- um. Hatursorðræða gegn konum eigi ekki að líðast í skólastarfi. „Við viljum að sjónarmið nem- enda komi fram og sem dæmi mynd- um við ekki treysta okkur til að mæta í tíma og fá leiðsögn frá kenn- ara sem hefði opinberlega birt hat- ursorðræðu gegn konum á hvaða vettvangi sem væri. Slík orðræða er ekki „almenn skoðun“ og fengi sem dæmi aldrei stuðning hér á landi ef svona væri talað um minnihlutahóp, t.d. vegna litarhafts. Það flokkast ekki undir málfrelsi að viðhafa hat- ursorðræðu gagnvart konum eða öðrum hópum,“ segir í yfirlýsingu nemendanna og þar er ennfremur lýst yfir ánægju með viðbrögð skól- ans í málinu. Uppsögn verði dregin til baka Staðan í málinu er óbreytt. Kristni voru gefnir tveir kostir, gera samning um starfslok eða verða sagt upp að öðrum kosti. Bæði skjöl- in voru að vísu ófrágengin og óund- irrituð. Hann tók sér umhugsunar- frest en í bréfi sem lögmaðurinn sendi rektor skólans í fyrradag er starfslokasamningi í raun hafnað því skorað er á yfirstjórn skólans að draga áform sín til baka. Jafnframt var minnt á að Kristinn nyti rétt- arstöðu sem opinber starfsmaður og hann hefði ekki fengið áminningu vegna starfa sinna við skólann. Þá er sagt að verði honum sagt upp störfum muni hann leita réttar síns við dómstóla. Rektor hafði ekki svarað bréfinu í gærkvöldi. Morgunblaðið/Eggert Háskólinn í Reykjavík Deilt er um starfslok lektors við skólann. Hafnar því að mismunum felist í orðum lektorsins  Hópur nemenda HR segir hatursorðræðu ekki málfrelsi Vefsíða hefur verið opnuð þar sem veittur er aðgangur gegn gjaldi að upplýsingum um tekjur allra ein- staklinga á árinu 2016 samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra. Fram kemur á vefsíðunni, sem hýst er undir léninu Tekjur.is, að þar séu birtar „upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra fullorðinna Íslendinga, samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Skatt- skráin sýnir skattgreiðslur ein- staklinga, tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt, vegna tekna á árinu 2016.“ Enn fremur segir að um árabil hafi það tíðkast að birta upplýsingar um tekjur valinna skattgreiðenda. Einkum þeirra tekjuhæstu. Tekjur Íslendinga aðgengilegar gegn gjaldi Morgunblaðið/Kristinn Peningar Vefurinn er hýstur undir heitinu Tekjur.is en þar má finna laun fólks. Landsréttur staðfesti í gær 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir karl- manni, en sá hrinti fyrrverandi eig- inkonu sinni á heimili hennar. Við fallið hlaut konan áverka en mað- urinn er einnig sagður hafa hótað konunni lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að konan hlaut ekki alvar- lega áverka, en á hinn bóginn var horft til þess að brot mannsins beindust að fyrrverandi eiginkonu hans á heimili hennar þar sem hann var ekki velkominn auk þess sem ung dóttir þeirra hefði orðið vitni að því sem á heimilinu gerðist. Þá var manninum einnig gert að greiða konunni rúma eina milljón króna í sakarkostnað og máls- kostnað. Morgunblaðið/Hanna Réttur Dómur er kveður á um 45 daga skilorðsbundið fangelsi var staðfestur. Hrinti fyrrverandi eiginkonu sinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.