Morgunblaðið - 13.10.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
etta er búið að vera rosa-
lega gaman og frábært
að vinna með þessum
krökkum. Ég hafði sam-
band við þau og fékk
þau til liðs við mig af því ég hafði trú
á að þau hefðu þor til að fjalla um
þessa hluti,“ segir Björk Jak-
obsdóttir leikstjóri leikritsins
Fyrsta skiptið sem frumsýnt verður
í Gaflaraleikhúsinu á morgun
sunnudag. Verkið er samið og leikið
af ungu fólki sem hefur heilmikið
komið við sögu í leikhúsi áður, þeim
Arnóri Björnssyni, Berglindi Öldu
Ástþórsdóttur, Ingu Steinunni
Henningsdóttur, Mikael Emil Kaab-
er og Óla Gunnari Gunnarssyni.
Eins og nafnið gefur til kynna er
viðfangsefnið hin ýmsu fyrstu skipti
í lífi unglinga.
„Þar er innifalið allt sem fylgir
því að hormónin fara að kikka inn og
einstaklingur fer að breytast úr
barni í fullorðinn. Fyrstu blæðingar,
fyrsta sjálfsfróun, fyrsti sleikurinn,
fyrsta ástin og fyrsta stefnumótið.
Okkur dettur stundum bara í hug
kynlíf þegar við heyrum: Í fyrsta
skipti. En þetta snýst um svo margt
annað en kynlífið, það er í raun
punkturinn yfir i-ið þegar krakkar
eru búnir að upplifa öll hin fyrstu
skiptin.“
Þarf líka þor og einlægni
Björk segir að krakkarnir hafi
verið að í allt sumar við handrits-
skrifin. „Ég vildi ekki blanda mér
um of inn í þeirra skrif til að byrja
með, en ég bað þau um að hugsa
ekki of mikið um leikritið á meðan,
heldur bara láta vaða. Að því loknu
hittumst við og bárum saman bækur
okkar og ég bað um meira af þessu
og minna af hinu. Og frá þeim kom
hellingur af efni, enda eru þau skap-
andi snillingar þessir krakkar.“
Björk segir að verkið hafi
þróast heilmikið á sviðinu en mesta
glíman hefur verið að finna jafn-
vægið á milli gríns og alvöru. „Þetta
þarf að vera kómískt og fyndið, af
því að við erum í Hafnarfirði og fólk
þarf að nenna að koma hingað í leik-
hús. Það er gott og nauðsynlegt að
hafa húmor að vopni þegar fjalla á
um vandræðalega hluti. En það þarf
líka að vera ákveðið þor og einlægni.
Og okkur hefur tekist mjög vel
upp,“ segir Björk og bætir við að
fyrir vikið muni hún aldrei þessu
vant ekki bíða með kvíðahnút eftir
því að gagnrýnendur gefi út stóra
dóm og segi henni hvernig leikritið
eigi að vera.
„Þetta er leikrit sem allir ung-
lingar ættu að sjá. Ég sit hér með
gæsahúð og mér finnst þetta gríðar-
lega vel heppnað.“
Stór typpi og sílikonbarmar
Þegar Björk er spurð að því
hvort leikrit um fyrstu skipti eigi er-
indi á tímum þar sem allar upplýs-
ingar er hægt að nálgast á inter-
netinu og hægt að gúggla mynd-
bönd og allt er svo opið sem raun
ber vitni, segir hún að vissulega séu
krakkar mun opnari um þessi hluti
heldur en hennar kynslóð var á sín-
um tíma. „Félagsþroski er meiri og
getan til að tjá sig er mun þroskaðri
hjá krökkum í dag en þegar ég var
unglingur, en á sama tíma er gríð-
arlegt aðgengi að allskonar „skökk-
um hlutum“, um fyrstu skiptin.
Þetta leikrit er innlegg okkar til að
opna umræðuna, því ég held að það
sé til dæmis enn mikil skömmustu-
tilfinning, sem hafi jafnvel aukist,
því nú er svo mikið aðgengi að
myndum af mönnum með stór typpi
og konum með örmjó mitti og síli-
konabarma, sem er rosalega skökk
mynd af líkömum og kynfærum. Ég
held að það auki skömmustutilfinn-
ingu þegar búið er að ýkja þetta í
yfirstærðir. Það er líka miklu meiri
líkamsmeðvitund og meiri spé-
hræðsla núna heldur en þegar ég
var unglingur, við vorum ófeimin við
að rífa okkur úr. Hlutirnir hafa
batnað á ákveðnum sviðum en
versnað á öðrum. Þetta eru mjög
persónulegir hlutir og það var erfitt
fyrir krakkana að tala um þetta
vandræðalega, því allir vilja frekar
segja frá fullkomnu hlutunum. En
það fylgir fyrstu skiptunum ótrú-
lega mikið af drepfyndnum vand-
ræðalegheitum sem við eigum að
hlæja að saman. Krakkarnir byggja
þetta á eigin reynslu og þau vilja að
aðrir unglingar komi í leikhúsið til
að hlæja að þeirra sögum og spegla
sínar eigin sögur í þeim. Þetta er
ekki minna skemmtilegt fyrir full-
orðna, ég get lofað því.“
Ljósmyndir/Mummi Lú
Uppskurður Flott útfærsla er á mörgum atriðum í verkinu. Sleikdans Hér er túlkaður hinn spennandi tungukoss. Begga brjáluð Unglingar með hormón á fullu geta brjálast.
Enn er mikil skömmustutilfinning
Fyrsta sjálfsfróun, fyrstu
blæðingar, fyrsti sleikur-
inn, fyrsta ástin og fyrsta
stefnumótið, eru undan-
fari fyrstu kynlífsreynsl-
unnar. Um allt þetta
fjallar leikritið Fyrsta
skiptið.
Leikstjórinn Björk hefur mikla reynslu af að vinna með ungu fólki.
Allir muna eftir
fyrsta skiptinu.
Ástin og kyn-
hvötin spila stóra
rullu á unglings-
árunum og flestir
muna eftir sömu
óvissunni … Er ég
nóg! nógu sæt
(ur), með nógu
stór brjóst (typpi)
og nógu mörg
like?
Höfundarnir
leika sjálfir í
„Fyrsta skiptinu“
en þau eru ung-
menni sem hafa
skapað sér gott
nafn í íslenskum
leik- og skemmti-
bransa og eru
þekkt andlit hjá
unglingum og
ungmennum.
Margir muna ef-
laust eftir leikritunum Unglingurinn
og Stefán rís, sem voru sýnd við
miklar vinsældir í Gaflaraleikhúsinu.
Björk Jakobsdóttir leikstjóri hefur
sýnt að hún hefur einstakt lag á að
gera frábærar sýningar fyrir ung-
menni. Höfundar og leikstjóri hafa
fléttað saman á grenjandi fyndinn
hátt fjölda af frásögnum af „Fyrsta
skiptinu“ í leik og söng til að sýna
okkur að öll eigum við okkar alls-
konar fyrstu skipti og það er langt
frá því að vera fullkomið.
Stefna Gaflaraleikhússins í nýjum
íslenskum ungmennaverkum hefur
verið að láta ungt fólk skrifa og
leika í verkunum. Það setur allt
annan tón í verkið og hittir betur í
mark þegar jafningjar fjalla um
veruleika ungmenna og leika ung-
linga en þegar fullorðnir gera það.
Frumsýning er á morgun, sunnudag,
14. okt. í Gaflaraleikhúsinu í
Víkingastræti 2 í Hafnarfirði. Sýn-
ingin er ætluð fyrir 12 ára og eldri.
Miðasala á tix.is
Nýjasta leikverk Gaflaraleikhússins: Fyrsta skiptið
Allir muna eftir fyrsta skiptinu
Fjör Hér gefur að líta sprellfjöruga fimmmenningana
sem sömdu leikritið og leika líka öll hlutverkin í því.