Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduósi Haustvindar hafa hrifið með sér fölnuð lauf af flestum trjám en birkið má eiga það að það er fastheldið á sín laufblöð og heldur eins lengi í sumarið og það frekast getur og set- ur sinn á svip á þessa litríku ártíð.    Sumarið sem er við það að kveðja, hefur reynst Húnvetningum ágætlega. En eins og gengur og ger- ist í lífinu þá skiptast á skin og skúr- ir. Skúrirnar hafa að mestu leyti ver- ið í fljótandi formi en sólin og hið vinnandi afl hafa séð um skinið.    Sem dæmi um skin í bæjarlíf- inu má nefna að farið er að byggja íbúðar- og iðnaðarhús í meira mæli en lengi hefur sést. Tvö einbýlishús eru í byggingu og sótt hefur verið um leyfi til að byggja nokkrar par- húsaíbúðir. Iðnaðarhúsnæði hefur risið og er í uppbyggingu. Skemmst er að minnast þess að nýtt þjónustu- hús fyrir mjólkursöfnun í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum var nýlega tekið í notkun að Hnjúka- byggð 34. Í þessu 560 fermetra húsi verður góð vinnuaðstaða fyrir mjólk- urbílstjóra. Í því eru tvö rúmgóð búningsherbergi með baði, ætluð bílstjórum sem sjá um mjólkurflutn- inga milli Selfoss og Norðurlands, kaffistofa, skrifstofa og tvö hvíld- arherbergi með baði, auk geymslu- lofts. Húsinu er ætlað að rúma þrjá til fjóra flutningabíla auk vagna með góðri aðstöðu til að þvo þá inni og geyma.    Uppbygging er líklega orð árs- ins á þessu svæði því auk áður tal- inna framkvæmda er gagnaverið loksins komið. Búið að byggja eitt hús og hús númer tvö er í byggingu. Bygginganefnd bæjarins hefur ný- lega samþykkt umsókn frá fyrirtæk- inu BDC north ehf. um bygging- arleyfi fyrir 4 húsum til viðbótar undir gagnaver ásamt þjónustuhúsi. Húsin eru öll úr límtré klædd með yleiningum á steyptum sökkli.    Menn gæla við þá hugmynd að gamla brúin sem var á Blöndu og var þegar nýja brúin kom, flutt fram að Steiná í Svartárdal verði aftur sett upp til að tengja friðlandið Hrútey í Blöndu við land. Að sögn kunnugra þá er mál þetta statt á fjármögnunarstigi. Búið er að bæta allt aðgengi við Hrútey nú í haust og er núna malbikaður vegur að núver- andi brú. Gamla Blöndubrúin stend- ur nú á búkkum skammt ofan við skeiðvöllinn engum til gagns nema tímans tönn en í þessari brú er fólgin mikilvæg samgöngusaga. Í ljósi framanritaðs þá þarf ekki að undra að íbúum á Blönduósi hafi fjölgað um tæp 5% frá áramótum og eru nú í októberbyrjun 936.    En lífið er ekki bara malbik og steypa. Eina eigum við Blöndu- ósingar grágæs sem ber nafnið Arn- ór. Eins og nafnið segir til um þá er um að ræða gassa sem hefur fengið um háls sér gervihnattasendi. Arnór var merktur við fjölbýlishúsið á Blönduósi um miðjan júlí og hefur síðan þá farið víða um héraðið. Fyrst var hann lengi í Langadal við bæina Glaumbæ og Geitaskarð. Þaðan flaug hann í Vatnsdalinn og dvaldi um hríð við Sveinsstaði. Frá ut- anverðum Vatnsdal flaug Arnór aft- ur í Langadalinn í kornið á Holta- stöðum en síðustu daga hefur gassinn dvalið við bæinn Grund í Svínadal og hefur fram til þessa sloppið fram hjá byssukjöftum skot- veiðimanna. Arnór er þriðja gæsin á Blönduósi sem fengið hefur gervi- hnattasendi á jafn mörgum árum. Árið 2016 var Blanda merkt og komst hún yfir hafið en gaf upp önd- ina í Skotlandi annan dag jóla. Í fyrra var gæsin Linda merkt og féll hún fyrir höglum í Langadal um haustið en fram hjá þeim hafði hún sloppið 17 undangenginn ár. Von- andi kemst Arnór gassi yfir hafið og heim í vor og getur sagt okkur ferða- sögu sína. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sólarlag Októbersólin að hverfa bak við Brekkuna á Blönduósi. Sumarið reyndist Húnvetningum ágætlega. Uppbygging orð ársins Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra hefur lagt fram laga- frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru. Lögin eiga að taka gildi 1. janúar nk. Sigríður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri fyrst og fremst nauðsyn á því að frumvarp af þessum toga yrði að lögum. „Ef það gerist ekki þá tek- ur sig upp aftur ákvæðið í hegn- ingarlögum um heimild til þess að veita uppreist æru. Það þarf að vera annaðhvort við lýði, heimild til þess að veita uppreist æru, eins og var hér áður fyrr, eða þá með þeim hætti sem nýja frumvarpið gerir ráð fyrir, að menn geti öðl- ast á nýjan leik borgararéttindi, sem hafa fallið niður þegar menn fá refsidóma. Að ákveðnum tíma liðnum, frá því að refsingu lauk, öðlast menn réttindin til ákveð- innar atvinnuþátttöku og kjör- gengi á ný. Það er því mikilvægt að þetta nái fram að ganga, með einum eða öðrum hætti,“ sagði Sigríður. Samráð við lögmenn og fanga Ráðherra segir að samráð hafi verið við Lögmannafélag Íslands og Afstöðu, félagi fanga, þegar frumvarpið var samið. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með lögunum og þeirri heildarendurskoðun sem nú fari fram sé horfið endanlega frá því að stjórnvöld taki ákvarðanir um uppreist æru. Lagt er til að horfið verði frá því að skilyrði fyrir starfi eða embætti verði þau að viðkomandi hafi óflekkað mannorð eða hafi ekki gerst sekur um refsivert at- hæfi sem megi telja svívirðilegt að almenningsáliti, en jafnframt að hæfisskilyrði í tiltekin embætti réttarvörslukerfisins og til veit- ingar málflutningsréttinda verði þyngd. Orðrétt segir í greinargerðinni: „Þá verður að öllum líkindum til- efni til þess að endurskoða í kjöl- farið þær kröfur sem gerðar eru til ýmissa annarra stétta og emb- ætta, svo sem endurskoðenda, rík- isskattstjóra og félagsdóms, auk þess sem rétt er að huga að því hvort rétt sé að skilgreina nánar í lögum hæfisskilyrði til dæmis heil- brigðisstarfsmanna eða presta.“ Með 1. grein frumvarpsins er lagt til að 84. og 85. grein al- mennra hegningarlaga sem fjalla um uppreist æru verði felldar brott úr lögunum. Þannig verði horfið frá því að fjalla um missi æru einstaklinga í íslenskri lög- gjöf og endurveitingu æru með stjórnvaldsákvörðun, enda þyki slíkt fyrirkomulag úrelt og ekki í takti við nútímahugmyndir í refsi- pólitík. Í stað tilvísana í lögum til óflekkaðs mannorðs, er lagt til samkvæmt greinargerðinni með frumvarpinu, að kveðið verði á um að einstaklingar, sem ber að hafa óflekkað mannorð, samkvæmt nú- gildandi lögum, til að njóta tiltek- inna atvinnuréttinda, fái ekki að sinna starfinu fyrr en fimm ár eru liðin frá því afplánun lauk að fullu. Fyrirkomulagið sagt þykja úrelt  Afnám ákvæða um uppreist æru Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nauðsyn Ráðherra segir nauðsyn- legt að frumvarpið verði að lögum. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er fyrir löngu orðinn einn vinsælasti staður barnafjölskyldna á landinu. Má þar oft um helgar sjá forvitin börn ásamt foreldrum sínum virða fyrir sér fjölbreytt dýralíf. Meðal þess sem fyrir augu ber eru nokkrir selir, þeirra á meðal sá sem hér sést á sundi, en dýrin þykja heillandi og getur verið mikið fjör í selabúrinu þegar dýrahirð- ar kasta til þeirra fiski og öðru góðmeti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sundgarpur heillar augað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.