Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 20

Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rúmt ár er síðan innkauparáð Reykjavíkurborgar óskaði eftir sundurliðun á reikningum varðandi einstök innkaup í tengslum við braggann í Nauthólsvík. Yfirlit frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar yfir einstök innkaup yfir 1 milljón króna var lagt fram á fundi ráðsins 16. júní 2017. Í kjölfarið óskaði inn- kauparáð eftir nánari sundurliðun vegna Nauthólsvegar 100 og að þær kæmi fram númer innkaupaferils ásamt því hvort samningur hefði ver- ið gerður að undangengnu formlegu ferli á grundvelli innkaupareglna. Óskað álits borgarlögmanns Á fundi innkauparáðs 18. ágúst 2017 var lagt fram sundurliðað svar frá skrifstofu eigna- og atvinnuþró- unar. Samkvæmt fundargerð fara fulltrúar ráðsins í kjölfarið fram á álit borgarlögmanns um hvort samn- ingar um framkvæmdina hafi verið gerðir í samræmi við þágildandi regluverk um opinber innkaup. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins voru það upphæðirnar sem fulltrúar innkauparáðs ráku augun í. Sam- kvæmt reikningum vegna fram- kvæmdarinnar á fyrstu þrem mán- uðum ársins 2017 var kostnaður þegar orðinn tugir milljóna króna. Borgarlögmaður hefur ekki enn skilað álitinu sem óskað var eftir 18. ágúst 2017. Þegar Morgunblaðið hafði samband við skrifstofu borg- arlögmanns kom fram að umbeðið álit væri í vinnslu og stefnt væri að því að leggja það fram á næsta fundi innkauparáðs hinn 18. október, þ.e. einu ári og tveimur mánuðum eftir að óskað var eftir áliti. Á þeim tíma þeim tíma hefur framkvæmdin farið úr nokkrum tugum milljóna í yfir 400 milljónir krónur. Hundruð milljóna hér og þar Mestur kostnaður fór í smíða- vinnu, eða um 125 milljónir. Þar af eru tæpar 106 milljónir sem verk- takafyrirtækið Smiðurinn þinn lfs. fékk greitt frá borginni, sem er mesti útlagði kostnaður til eins aðila. Þegar innkauparáð setti spurningar- merki við kostnaðinn sumarið 2017 var kostnaður hjá fyrirtækinu Smið- urinn þinn 13 milljónir króna. Kostnaður við múrverk er 36,4 milljónir, stálbogar sem notaðir voru við uppbyggingu braggans kostuðu tæpar 6 milljónir og þá voru 8,5 millj- ónir greiddar í málningarvinnu. Stálgluggar í braggann kostuðu 4,5 milljónir og barborð um eina milljón. Kostnaður við að smíða bar- borðið var um 2,5 milljónir. Þá var kostnaður við innréttingar, hurðir og borðplötu rúmar 4 milljónir. Þá voru höfundarréttarvarin strá, innflutt frá Danmörku, fyrir tæplega 800.000 krónur. Þegar kemur að ýmiss konar frá- gangi má telja til vinnu við loftræst- ingu sem var um 15 milljónir, 16 milljónir í pípulagnir og rúmlega 35 milljónir í raflagnir. Allar fram- kvæmdir við braggann hafa verið stöðvaðar en mikil vinna er eftir í viðbyggingunni þar sem til stendur að opna frumkvöðlasetur. Saga framkvæmda við Nauthólsveg 100 frá 2008 til 2018 Eldur kemur upp í tveim bröggum í Nauthólsvík og slökkviliðið kallað til. Skipulags- ráð Reykja - víkur samþykkir breytingu á lóða- mörkum í Nauthólsvík að beiðni fram- kvæmda- og eignasviðs borgarinnar. Ekki talin þörf á grenndar- kynningu þar sem breytingin varðar aðeins hagsmuni Reykjavíkurborgar. Ríkið á ennþá braggann en til stendur að borgin eignist hann. Ríkið selur Reykja- víkurborg bragg- ann á 3 milljónir króna. Reykjavíkur- borg óskar eftir samstarfsaðilum og leigutaka vegna endurgerðar á hluta braggans. Borgin mun sjá um endurgerðina en henni verður hagað eftir því sem hægt er í samræmi við kröfur væntanlegs notanda, segir í auglýsingu borgar- innar. Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík skrifa undir samning um að bragginn verði notaður sem félagsaðstaða fyrir nemendur og nýsköpunar- og rannsóknarsetur. Borgin hyggst ráðast í umfangsmiklar endurbætur á húsnæðinu, segir í fréttatilkynningu. Lagt fram svar skrifstofu eigna- og at- vinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi nánari sundurliðun á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Innkauparáð óskar eftir áliti embættis borgarlögmanns á svarinu. Bragginn bistro opnaður. 23. janúar 19. júní September18. ágúst 2008 2009 2010 2014 25. september 2015 Innkauparáð óskar eftir nánari sundurliðun á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Innkauparáð óskar eftir að upplýsingar sem sendar eru beri með sér númer innkaupaferils hafi samningur verið gerður að undan- gengnu formlegu ferli á grundvelli innkaupareglna. 16. Júní 2017 2018 Reykjavíkur- borg sækist eftir leyfi byggingarfull- trúa fyrir fram- kvæmdum. 2016 Í ljós kemur að bragginn hefur kostað yfir 400 milljónir krónur í stað hinna áætluðu 158 milljóna og að Náðhúsið er óklárað. Spurningarmerki sett við samninga í júní 2017  Borgarlögmaður beðinn um álit fyrir ári um hvort samningar vegna braggans væru gerðir samkvæmt innkaupareglum  Ekkert svar borist enn Ljósmynd/Reykjavíkurborg Undiritun Borgarstjóri skrifar undir samning við HR vegna braggans 2015.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.