Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Veiðiklær Ungir og fisknir menn veiða á stöng á bryggju í spegilsléttri Gömlu höfninni í Reykjavík. Höfnin var tekin í notkun fyrir rúmri öld og varð þá þungamiðja atvinnulífs í borginni.
Eggert
Fáum innlendum
stjórnmálafréttum hef
ég orðið fegnari hin
síðari ár en af falli rík-
isstjórnar undir stjórn
míns eigin flokks, falli
ríkisstjórnar Bjarna
Benediktssonar. Ekki
svo að skilja að þar sé
við Bjarna að sakast.
En fallinu fylgdi að
forysta Viðreisnar missti öll áhrif,
vonandi um aldur og ævi.
Meðal almennra flokksmanna
Viðreisnar er margt góðra karla og
kvenna. Ég ritaði góðri vinkonu
dóttur minnar heitinnar langan
tölvupóst þegar hún yfirgaf Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir þennan líka
flokkinn. „Þar fór góð-
ur biti í hundskjaft.“
Allt hefði ég heldur
viljað henni en þessi
örlög (í pólitík). Marg-
ir kynnu að álíta
ástæðuna svik ein-
stakra persóna. Þótt
Þorsteinn og einkum
Þorgerður hafi launað
okkur tryggðina með
sínum hætti er ekki
svo. – En hver eru
málefnin sem fara svo
fyrir brjóstið á okkur
sjálfstæðismönnum og gera okkur
svo andsnúin Viðreisn?
Evrópusambandið
Meðan ég var enn að gera end-
anlega upp hug minn til ESB
spurði ég nokkra málsvara sam-
bandsins (þá) innan míns flokks um
rök fyrir aðild. Einn boðaði þó svör,
en enginn svaraði afmörkuðum
spurningum um áhrifin á Ísland.
Sannleikurinn er sá að innan ESB,
þar sem ég starfa alltaf hálft árið,
öfunda allir Ísland af stöðu sinni,
þ.e. utan embættiselítunnar. Á Ís-
landi fyllist hluti embættiselítunnar
hins vegar öfund til hinna skatt-
frjálsu kollega sinna og þráir Para-
dís á jörð.
Um samanburð á Sovétríkjunum
og ESB, lýðræðið, og skipan vald-
hafanna mætti rita langt mál. Það
er þó óþarft; sama fyrirkomulag
gildir, enda gamlir embættismenn
kommúnista þar vel gjaldgengir
eins og dæmin sanna. Svo er ekki í
þjóðríkjunum. Nú eru Pólverjar að
setja af gamla dómara, skipaða af
kommúnistum og fer hreint ekki
vel í embættismenn ESB.
Frelsið
Viðreisn aðhyllist frelsi án tak-
markana. Frelsi til að flytja inn
salmonellukjúklinga. Innflutnings-
frelsi á kjöti stútfullu af sýklalyfj-
um, að líkindum með hag barnanna
í huga. Ekkert verið að hlusta á
þessa lækna. Hvað vita þeir um
frelsið?
Og það er ekki bara innflutnings-
frelsið sem Viðreisn er hugleikið.
Nú hafa fulltrúar Viðreisnar í borg-
arstjórn greitt atkvæði með frelsi
til að bólusetja börn ekki. Kári
Stefánsson nefnir það réttilega
frelsi til að setja börn annarra í
hættu. Svona er frelsið nú dýr-
mætt; ekkert og enginn skal setja
því mörk!
Evran
Um grísku leiðina, gjaldmiðil
Stór-Þýskalands handa Íslandi,
blessaða evruna, þarf að fjalla sér-
staklega. Enginn skortur er á spá-
mönnum sem dásama hana. T.d.
heldur einn skríbent því fram að
80-90% viðskipta Íslands séu við
evrusvæðið! Sá er alþjóðlegur
kaupsýslumaður, stjórnmálarýnir
og ég veit ekki hvað og skrifar ann-
að veifið um þetta í Morgunblaðið.
Um þá stórkostlegu mynt og kosti
hennar þarf því eiginlega að rita
sérstaka grein þegar tími vinnst til.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
» Viðreisn aðhyllist
frelsi til að flytja
inn salmonellukjúklinga
og kjöt stútfullt af
sýklalyfjum.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Af Viðreisn
Fyrir Alþingi liggur
nú frumvarp um
mannanöfn sem vakið
hefur nokkrar umræð-
ur, að vonum. Sam-
kvæmt frumvarpinu
verða flestar reglur um
mannanöfn afnumdar
með öllu.
Stundum er því hald-
ið fram að manna-
nafnalögin hafi m.a.
þann tilgang að vernda
íslenska tungu, en það eru léttvæg
rök. Málið snýst um réttindi og
skyldur samfélagsins og þegna þess.
Samkvæmt greinargerðinni með
frumvarpinu er „lagt til að ekki verði
gerður greinarmunur á eiginnöfnum
og millinöfnum“. Þar sem millinöfn
og ættarnöfn skarast þýðir þetta í
reynd að „ættarnafna-
leg“ nöfn verða heimil
sem eiginnöfn. Engar
skorður eru heldur
reistar við inntaki,
fjölda eða röð nafna.
Það virðist út-
breiddur skilningur að
nafngiftir barna séu
einkamál foreldra, en
það á alls ekki við um
samskipti barna og for-
eldra að öðru leyti. Hér
eiga þrír aðilar hlut að
máli, barn, forsjármenn
þess og samfélagið. Það
er eðlilegt hlutverk samfélagins að
standa vörð um hagsmuni barna á
þessu sviði sem öðrum. En jafnframt
gildir hin gullna regla að samfélagið
gæti hófs í afskiptum sínum af per-
sónulegum högum almennings.
Í gildandi lögum er ákvæði um
málfræðilegt form og ritun eigin-
nafna, þó með þeirri undanþágu að
hefð helgi frávik í þessum efnum.
Nauðsynlegt er að afnema eða milda
þetta ákvæði. Enn fremur þarf að af-
nema algera kyngreiningu fornafna
(sbr. „Blæ-málið“) en þó stuðla að því
að hefðir séu í heiðri hafðar. Þetta er
einfalt í framkvæmd með klásúlu á
borð við: „Drengjum skal alla jafna
gefa hefðbundin drengjanöfn og
stúlkum hefðbundin stúlknanöfn.
Óski forráðamenn barns þess sér-
staklega er þó heimilt að víkja frá
þessu.“
Það þarf líka að afnema bann við
nýjum ættarnöfnum, en þetta er
flóknara, kallar á skilgreiningu eða
upptalningu á því hvaða nöfn séu
gjaldgeng sem ættarnöfn (eins og
tíðkast í öðrum löndum).
Eftirfarandi skorður eru hins veg-
ar nauðsynlegar (auk ýmissa tækni-
legra ákvæða). Í fyrsta lagi þarf að
aðgreina og skilgreina ólíkar teg-
undir nafna (fornöfn, millinöfn,
kenninöfn). Í öðru lagi þarf að hafa
reglur um röð nafna (fornöfn fyrst,
síðan hugsanleg millinöfn, síðan
kenninöfn). Í þriðja lagi þarf að hafa
reglur um leyfilegan fjölda skráðra
(en ekki endilega gefinna) nafna. Í
fjórða lagi þarf að skilgreina ættar-
nafnarétt. Í fimmta lagi er mikil
nauðsyn á að halda í amaákvæðið,
þess efnis að nafn megi ekki vera
nafnþega til ama eða minnkunar;
þetta er óumflýjanleg skylda sam-
félagsins gagnvart börnum og eðlileg
túlkun á nafnréttinum – réttinum til
að bera sæmandi nafn. Í sjötta lagi
þarf tvímælalaust að hafa úrskurð-
arnefnd um álitamál, eins og tíðkast
á öðrum sviðum stjórnsýslu; það er
afar óskynsamlegt að varpa ábyrgð í
þessum efnum yfir á pólitískt kjörn-
ar og misvitrar barnaverndar-
nefndir.
Loks er nauðsynlegt að hafa
ákvæði þess efnis að fullorðnir ein-
staklingar sem æskja breytinga á
eiginnöfnum sínum eða millinöfnum
séu óbundnir af amaákvæðinu.
Alþingismönnum ætti að vera vor-
kunnarlaust að komast að sam-
komulagi um nauðsynlegar en hóf-
legar breytingar á mannanafna-
lögunum. Þegar alls er gætt er málið
einfalt.
Nauðsynlegar og ónauðsynlegar reglur um mannanöfn
Eftir Halldór
Ármann Sigurðsson » Gera þarf skynsam-
legar breytingar á
mannanafnalögunum en
ýmsar reglur um nöfn
eru þó áfram nauðsyn-
legar.
Halldór Ármann
Sigurðsson
Höfundur er fyrrverandi formaður
mannanafnanefndar.
halldor.sigurdsson@nordlund.lu.se