Morgunblaðið - 13.10.2018, Page 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Silica Renew getur grynnkað ör-hrukkur
lagað húðskemmdir af völdum of mikils
ss. geoSilica Renew er sink- og koparbætt,
u tveggja eru lífsnauðsynleg steinefni sem
uðlað að styrkingu nagla og hárs auk þess
nka hárlos og klofna enda. Bætum heilsuna
á með geoSilica.
enew Fyrir húð, hár og neglur
tituteofmineralresearch.org/mineral-elements
www.geosilica.is
15%
afsláttur
af Renew
250 kr. af hverri sölu
renna til Krabba-
meinsfélagsins
geo
og
sólarljó
en hvor
geta st
að min
innan fr
R
*http://ins
GeoSilica kísilsteinefnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum, matvöruverslunum og í vefverslun geoSilica.is
Íslenska kísilsteinefnið
sem slegið hefur í gegn
Það eru flestir
sammála um að ný-
sköpun og tenging við
ferðaþjónustu séu
þættir sem eflt geta
íslenskan landbúnað
til framtíðar. Áður en
ég sneri mér að
rekstri ferðaþjónustu-
fyrirtækis starfaði ég
hjá Matís og kom þar
að mörgum verk-
efnum sem snúa að
vöruþróun og bættri nýtingu af-
urða. Ég leyfi mér að fullyrða að
mjög mikill áhugi er meðal bænda
á vöruþróun og nýsköpun, þ.e. að
breikka tekjugrunn sinn, fram-
leiða nýjar vörur og auka verð-
mæti hráefnis með því að upp-
runatengja vörur og undirstrika
sérstöðu. Mjög margt jákvætt og
spennandi hefur gerst í þeim mál-
um á undanförnum árum en það
er líka margt sem hamlar.
Mikilvægt er að opna á mögu-
leika bænda til að vinna úr sínu
hráefni, það kallar á breytingar á
regluverki, ekki hvað síst á fram-
kvæmd reglna um slátrun. Matís
hefur lagt fram tillögu að skyn-
samlegri leið í þessum efnum um
örsláturhús sem gerir bændum
kleift, uppfylli þeir skilyrði (sem
tryggja matvælaöryggi og dýra-
velferð), að slátra heima á bæ,
vinna afurðir og selja þær. Land-
búnaðarráðherra upplýsti á
áhugaverðum morgunfundi um
verðmætasköpun í
landbúnaði 10. októ-
ber sl. að hann hefði
þegar sett af stað
vinnu til að koma fót
matvælaáhættumats-
nefnd en það er mik-
ilvægt skref til að
hægt sé að opna á
þennan möguleika.
Eins og staðan er í
dag þá er það sem
ekki er leyft bannað
og til að hægt sé að
leyfa örsláturhús þarf
einhver að hafa heim-
ild til að heimila þau að upp-
fylltum skilyrðum.
Um leið og vöruþróun og aukin
verðmætasköpun í landbúnaði er
farsæl leið til að breikka tekju-
grunn bænda hefur hún áhrif víð-
ar. Stundum má skilja á um-
ræðunni að ferðaþjónustan hafi
komið bændum til bjargar og það
er rétt að tekjur bænda af ferða-
þjónustu eru í vaxandi mæli mik-
ilvægur tekjustofn á mörgum bú-
um. Hins vegar er ljóst að
bændur eru nauðsynlegir ferða-
þjónustunni. Án bænda væri
ferðaþjónustan ekki það sem hún
er í dag. Þar kemur margt til,
dreifð byggð um landið er nauð-
synleg forsenda þeirra innviða
sem ferðaþjónustan þarf og notar,
margir bændur eru virkir og leið-
andi í greininni þegar kemur að
afþreyingu og gistingu, auk þess
sem innlend matvælaframleiðsla,
t.d. skyr, lambakjöt og afurðir úr
gróðurhúsum, er órjúfanlegur
hluti af jákvæðri upplifun ferða-
manna af landinu. Það að auka
fjölbreytni og nýsköpun í landbún-
aði mun því ekki aðeins koma
bændum og íslenskum neytendum
til góða heldur líka ferðaþjónust-
unni í heild og dreifa tekjum af
henni í auknum mæli til bænda og
treysta þannig undirstöðu byggðar
um land allt og stuðla að blómlegu
lífi til sveita.
Mikilvægt er að mennta- og
stuðningskerfi styðji við þessa
þróun, það kallar á aukið samstarf
þeirra sem koma að þessum mál-
um, Landbúnaðarháskóla Íslands,
Matís og fleiri aðila. Það er risa-
stórt tækifæri núna til að efla ís-
lenskan landbúnað, gera hann arð-
bærari og framsæknari. Það er
eftirspurn eftir vörum beint frá
búi, kúnnahópurinn hefur aldrei
verið stærri, ef ekki núna þá hve-
nær?
Landbúnaður, frelsi
og ferðaþjónusta
Eftir Sigrúnu
Elsu Smáradóttur »Mikilvægt er að opna
á möguleika bænda
til að vinna úr sínu hrá-
efni, það kallar á breyt-
ingar á regluverki, ekki
hvað síst á framkvæmd
reglna um slátrun.
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri Ice-
land Exclusive Travels og fv. for-
stöðumaður lausna og ráðgjafar hjá
Matís.
sigrun@icextravel.com
Frumvarp til fjár-
laga ársins 2019 var
lagt fram á Alþingi
þann 11. september sl.
Af hálfu ríkisstjórn-
arinnar voru boðaðir
bjartari tímar í heil-
brigðisþjónustunni þar
sem auka ætti veru-
lega framlag ríkisins
til heilbrigðismála
næstu árin. Það er rétt svo langt sem
það nær. Auka á fjárveitingar til
Landspítala, heilbrigðisstofnana og
heilsugæslu. Einnig á að byggja ný
hjúkrunarheimili og dagdvalir. Hins
vegar er staðreyndin sú að fjárlög
ársins 2018 og þau fjárlög sem nú
hafa verið lögð fram fyrir árið 2019
fela í sér niðurskurð á núverandi
rekstri nánast allra hjúkrunarheimila
landsins sem og rekstri margra ann-
arra veitenda heilbrigðisþjónustu
eins og SÁÁ og Sjálfsbjargarheim-
ilisins. Frumvarpið felur einnig í sér
niðurskurð hjá rekstraraðilum dagd-
valarþjónustu í landinu, hvort sem
um er að ræða almennar dagdvalir
eða sérhæfðar dagdvalir fyrir sér-
staka sjúklingahópa eins og alzheim-
er-sjúklinga. Rekstrargrundvöllur
allra þessa aðila var skertur í fyrra
með fjárlögum ársins
2018 og samkvæmt fyr-
irliggjandi fjárlaga-
frumvarpi ársins 2019 á
að halda niðurskurð-
inum áfram.
Óskiljanlegur
niðurskurður
Ekki eru til staðar
neinar forsendur til að
skera niður í rekstri um-
ræddra aðila. Það liggur
fyrir að það vantar 30%
upp á núverandi dag-
gjöld hjúkrunarheimila til að þau geti
staðið undir þeim lágmarksviðmiðum
sem Embætti landlæknis hefur sett
fram um mönnun hjúkrunarfræð-
inga, sjúkraliða og annarra starfs-
manna á hjúkrunarheimilum. Inn á
þetta atriði var beinlínis komið í nú-
verandi stjórnarsáttmála. Þar segir
orðrétt: „Einnig verður hugað að því
að styrkja rekstrargrundvöll hjúkr-
unarheimila.“ Erfitt er að sjá hvernig
boðaður niðurskurður á rekstr-
argrunni hjúkrunarheimila samrým-
ist þessum orðum.
Dagdvalarrýmin standa
ekki undir sér
Í byrjun árs 2018 hófust viðræður
milli Samtaka fyrirtækja í velferð-
arþjónustu, Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Sjúkratrygginga Ís-
Framlög lækkuð
til hjúkrunar-
heimila, dagdvala,
SÁÁ og fleiri
Eftir Eybjörgu
Hauksdóttur
Eybjörg Hauksdóttir