Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
✝ María Guðna-dóttir tölvu- og
kerfisfræðingur
fæddist á Ísafirði
21. febrúar 1959.
Hún lést á Land-
spítalanum hinn 20.
september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Edda
Magnúsdóttir, f.
5.7. 1937, og Guðni
Jónsson, f. 1.3.
1931, d. 8.10. 2001. Systkini
Maríu eru Dagný, f. 1954,
Selma, f. 1957, Jón Ólafur, f.
1964, og Edda Ýr, f. 1966. Stjúp-
börn Maríu frá hjónabandi
hennar með Guðmundi Þór Guð-
mundssyni (þau skildu) eru
Bergljót Gyða, f.
1985, Kolbrún
María, f. 1990, og
Kristján Páll, f.
1991.
María ólst upp í
Kópavogi frá 1960,
gekk í skóla þar og
varð stúdent frá
Fjölbrautaskól-
anum í Ármúla
1981. Hún nam
tölvu- og kerf-
isfræði við IONA College í
Bandaríkjunum til 1986. Þá
flutti hún heim og starfaði við
fag sitt víða síðan.
Útför hennar fór fram frá Ás-
kirkju 8. október 2018 í kyrr-
þey.
Leiðir okkar Maríu lágu
fyrst saman á Þingvöllum vorið
2002. Þar hitti ég fyrir yngri
son minn, Guðmund Þór Guð-
mundsson.
Hann var ekki einn á ferð en
í för með honum var stúlkan
María Guðnadóttir sem hann
kynnti fyrir mér sem vinkonu
sína.
Þessi vinátta leiddi síðan til
hjónabands. Þau giftu sig í
Dómkirkjunni að viðstöddum
svaramönnum sínum tveimur
en þeir voru við mæður brúð-
hjónanna. Að athöfn lokinni
fórum við fjögur á veitingahús-
ið Jómfrúna, sem er spölkorn
frá Dómkirkjunni, og fengum
þar dýrindis hádegisverð þar
sem ekkert var til sparað. Að
því loknu hlupu brúðhjónin
léttfætt út í bíl og óku sem leið
liggur til Keflavíkurflugvallar
og fóru í brúðkaupsferð beint
til Bandaríkjanna.
Við María urðum góðar vin-
konur og það sem meira var,
hún varð afar góð og náin vin-
kona fyrri eiginkonu Guðmund-
ar, Elínar Davíðsdóttur, og
börn þeirra þrjú urðu líka börn
Maríu. Hún kallað Elínu „móð-
ur barnanna sinna“.
María naut þess að bjóða
gestum heim en hún var afar
gestrisin og afbragðskokkur.
Naut ég góðs af því og var þar
tíður gestur. María var fríð
sýnum og glaðleg, þéttvaxin og
létt á fæti. Hún var mikill
heimsborgari, hafði búið í
Bandaríkjunum um árabil og
talaði því ensku eins og inn-
fædd.
Hún var listunnandi, las mik-
ið, jafnt enskar sem íslenskar
bækur. Hún hafði fallega söng-
rödd og söng í ýmsum kórum
gegnum tíðina. Við þrjár, Elín,
María og ég, sóttum oft tón-
leika saman og vorum fastir
gestir í óperunni. Ég og börnin
vorum tíðir, nánast fastir gestir
við sunnudagsborð þeirra Guð-
mundar.
Það var yfirleitt Guðmundur
sem hringdi og hóf mál sitt
gjarnan með orðunum: „Maja
vildi endilega bjóða þér í mat“.
Það fór því ekki milli mála
hvort þeirra stóð fyrir því.
Þetta voru góðir dagar. En
snögglega syrti yfir, Elín féll
frá langt um aldur fram árið
2014. Var hún harmdauði okkur
öllum, ekki síst Maju. En um-
hyggja Maju fyrir börnunum
þremur var söm allt þar til yfir
lauk.
Maja flutti í Sóltún 28 fyrir
nokkrum árum og bjuggum við
nánast hlið við hlið þar sem ég
bý í Mánatúni. Nýttum við ná-
býlið vel, en mjög hallaði á mig
í gestgjafahlutverkinu. Fyrir
u.þ.b. einu ári tók Maja bylt-
ingarkennda ákvörðun, seldi
íbúðina sína og fluttist búferl-
um til Spánar. Þar virtist hún
una sér afar vel og ekkert benti
til að hún flytti heim á næst-
unni.
Hún kom þó öðru hverju og
hittumst við þá alltaf auk þess
sem hún hagaði ferðum sínum
gjarnan þannig að vera hér á
landi þegar eitthvað var um að
vera eins og stórafmæli, út-
skriftir, andlát o.fl. Ég hafði
sjálf stefnt að því að heimsækja
Maju til Spánar fyrir næstu
áramót og gert ráðstafanir í því
skyni.
Þótt Spánn sé gott og gjöfult
land og gott heim að sækja, þá
er áhugi minn á slíkri ferð
horfinn með öllu, a.m.k. um
sinn.
Ég kveð kæra tengdadóttur
með söknuði og virðingu og
þakka henni samfylgdina.
Blessuð sé minning Maríu
Guðnadóttur.
Bergljót Líndal.
Það er erfitt að ímynda sér
lífið án Maju frænku og hennar
nærveru, hvort sem það var
hláturinn hennar, bros eða
viska. Maja frænka var alltaf
stór hluti af lífi okkar systkina,
hún passaði okkur þegar for-
eldrar okkar fóru utan, var með
okkur á jólum og áramótum
auk þess að borða ávallt með
okkur á miðvikudögum hér á
árum áður.
Það á eftir að taka langan
tíma að venjast þeim raunveru-
leika að Maja frænka sé haldin
á vit nýrra ævintýra, þar sem
erfitt reynist að ímynda sér
næstu skötuveislu, sviðaveislu
og/eða fjölskylduveislu án
hennar.
Maja hafði stóran persónu-
leika sem einkenndist meðal
annars af ákveðni, umhyggju,
gleði og stóru hjarta.
Takk fyrir allar samveru-
stundirnar.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
vo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan
skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og
jörð.
Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perlu-
glit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Þín systkinabörn,
Skarphéðinn, Guðni Karl,
Eydís Ýr og fjölskyldur.
Það var virkilega sárt að
frétta að Mæja frænka væri
farin frá okkur. Þrátt fyrir að
hafa alltaf unnið mikið var hún
samt alltaf til staðar og þó svo
að hún hafi dregið sig sumpart
í hlé síðustu árin þá hélt hún
alltaf sambandi og hrelldi okk-
ur Norðurlandabúana með
snöppum af góðu Spánarveðri
allan síðasta vetur – tvær
myndir ef veðrið var sérstak-
lega vont hjá okkur. Þegar litið
er til baka þá var Mæja alltaf
brosandi og tókst henni alltaf
að njóta sín alveg sama hvað
við vorum að ræða eða hvað var
að gerast. Líf hennar var þó
ekki dans á eintómum rósablöð-
um, greinarnar með þyrnunum
voru líka víða, en allir sem
kynntust Mæju elskuðu hana
og þessa óendanlegu gleði sem
hún dreifði meðal allra sem hún
hitti.
Mæja var öðruvísi en hitt
„fullorðna fólkið“ sem við um-
gengumst. Þrátt fyrir að vera
mun nær foreldrum okkar í
aldri þá virkaði Mæja alltaf
eins og hún væri af okkar kyn-
slóð, þess vegna fannst manni
það eilítið furðulegt þegar hún
sagði að hún myndi eftir sjö-
unda áratugnum og myndi
Mæja eflaust fara að hlæja hér,
ef hún væri að lesa þetta. Hún
Mæja var með ólíkindum
skemmtileg og ung í anda og,
að öðrum frábærum frænkum
ólöstuðum, þá var hún uppá-
haldsfrænka okkar allra. Því
var það mjög sárt að renna í
huganum yfir allt sem hún hef-
ur gefið okkur fá í gegnum ár-
in, bæði gleði en líka verald-
legt, en hún var dugleg að
kynna okkur fyrir svo mörgu
amerísku, meðal annars allar
bækurnar um Gretti og MAD-
blöðin sem hún keypti þegar
hún bjó í Bandaríkjunum. Hún
lét þetta ekki frá sér því hún
var hætt að hafa gaman af
þessu, hún var bara búin að
leggja alla brandarana á minn-
ið.
Elsku Mæja, við munum allt-
af sakna þín.
Ásdís, Ernir og
Ari Brynjólfsbörn.
Við Mæja höfum verið vin-
konur frá því í æsku. Kópavog-
urinn var okkar staður og þar
var margt brallað í áhyggju-
lausri æsku.
Er fullorðinsárin tóku við
héldum við alltaf vináttunni,
ræktuðum hana og styrktum,
allt til enda í lífi Mæju.
Ýmislegt var gert sér til
gleði og hláturs. Við fórum
margar ferðir saman, innan-
lands sem utan og alltaf var
kátínan og gleðin bílstjórinn í
vagninum okkar.
En eins og gengur og gerist í
lífinu þá banka stundum erf-
iðleikar og áhyggjur á dyrnar.
Það gerðist hjá okkur báðum.
Báðar fengum við krabbamein
sem þurfti að meðhöndla. Aldr-
ei gleymdi Mæja mín þó stelp-
unni í sér, gleðinni og hlátr-
inum.
Við tækluðum þennan vágest
báðar með hjálp og stuðningi
hvor frá annarri.
Mæja var ómetanlegur vinur,
bæði í gleði og sorg. Ég á henni
svo margt að þakka. Móður
minni var hún einstakur vinur
sem ég fæ aldrei fullþakkað.
Þær voru miklar vinkonur og
fóru meira að segja í utan-
landsferðir saman.
Mæja og gamla konan og
meira að segja systir mömmu
minnar fékk að fara með þeim.
Þannig var Mæja, góð við alla.
Síðastliðið ár snéri Mæja
mín spilunum sínum við á fram-
tíðarborðinu. Hún pakkaði í
tösku og hoppaði upp í flugvél
og flutti til Spánar. Hún vildi
prufa nýjar slóðir og lifa í hlýju
loftslagi. Þar undi hún sér vel.
Hún elskaði hitann og milda
veðrið þar. Hún gaf vinum sín-
um rapport nánast daglega á
snappinu, hvernig veðrið var
hjá henni þann daginn. Ég
sakna þess.
Í ágúst sl. fór ég út til Spán-
ar á slóðir Mæju og setti mig
strax í samband við hana. Ég
heyrði það strax að Mæja mín
var ekki sú sama og áður. Hún
var orðin veik.
Ég vitjaði hennar heim til
hennar og fékk hana til að
koma til Íslands, að reyna að
frá lækningu þeirra meina sem
hrjáðu hana. Heim til Íslands
komst hún, en þá bara til að
deyja.
Svo mikið veik var hún orðin
að ekkert var hægt að gera.
Fyrst örlög hennar fóru á þann
veg, þá er ég glöð í hjarta mínu
að hún fékk að deyja á Ísland-
inu góða, umvafin sínum nán-
ustu.
Ég gæti skrifað svo margt
og mikið um vináttu okkar
Mæju, sem aldrei bar skugga á,
en ég kýs að eiga þær minn-
ingar í hjartanu. Röddin henn-
ar, hláturinn og söngurinn óma
í gegnum allar þessar minn-
ingar. Fáa þekki ég sem sungu
jafn vel og hún og kunni hún
alla texta. Þar var Mæja mín
fremst í flokki.
Ég vil þakka vinkonu minni
samfylgdina, vináttuna og
styrkinn sem hún hefur gefið
mér í gegnum súrt og sætt í
okkar lífi.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin, en þannig er lífið. Lífið
gefur og lífið tekur.
Gleðin og sorgin eru systur
og þar höfum við Mæja haldið
hvor í hönd annarrar alla tíð.
Megi Guð styrkja ættingja
hennar alla og vini.
Takk fyrir allt, Mæja mín.
Við hittumst síðar.
Þín vinkona,
Kristín Halldórsdóttir
(Stína) og fjölskylda.
Ég og æskuvinkona mín
Þóra höfðum löngum átt okkur
þann draum að skreppa til sól-
arlanda yfir dimmustu og köld-
ustu vetrarmánuðina. Sá
draumur varð að veruleika í
febrúar 2013 en þá skelltum við
okkur í vikuferð til Tenerife. Á
leiðinni út hittum við þrjár eld-
hressar konur, Maríu, Eddu
mömmu hennar og Ellu. Svo
skemmtilega vildi til að við
lentum á sama hóteli og með
okkur tókst mikil og góð vin-
átta, sem hefur haldist alla tíð
síðan.
María stakk upp á við köll-
uðum okkur „Tenerifetrillurn-
ar“, sem við höfum gert allt frá
því að við kynntumst. Þegar
heim var komið hittumst við
oft, borðuðum saman, sögðum
sögur og hlógum mikið. Svo
sorglega vildi til að Ella lést
um aldur fram á vormánuðum
2014. Þá hafði ein bæst við í
hópinn, Elfa, góð og náin vin-
kona Maríu.
María var í alla staði einstök
manneskja, mikill gleðigjafi
sem hugsaði um alla, hvort
heldur sem var fjölskyldu eða
vini.
Hún var börnum Ellu vin-
konu sinnar mikil stoð og stytta
frá því að hún kynntist þeim.
Önnur mamma þeirra og
raunagóð þegar sorgin barði á
dyr hjá þeim öllum. Það voru
alltaf miklir kærleikar á milli
hennar og þeirra.
Það er oft þannig á lífsleið
okkar að við kynnumst nýju
fólki, það tekst mikill vinskapur
og svo skilur leiðir þegar fólk
fer hvað í sína áttina. María,
sem var mjög vinmörg, lét það
ekki gerast. Hún ræktaði sín
vinasambönd, jafnvel frá æsku-
árunum. Þegar ég hringdi í
hana til Torrevieja í vor höfð-
um við ekki hist í langan tíma.
Við töluðum lengi saman og
það var eins og við hefðum hist
í gær.
Þannig held ég að margir
vina hennar hugsi til hennar,
með gleði og þakklæti í huga
fyrir að hafa kynnst þessari
einstöku lífsglöðu konu sem var
með hjartað á réttum stað.
Við Þóra sendum elsku
Eddu, fjölskyldu hennar og öll-
um kærum vinum samúðar-
kveðjur og munum minnast
hennar með kærleiksríkum
hugsunum og góðum minning-
um.
Lóa og Þóra.
María Guðnadóttir
Elsku Berglind.
Við móðursystur
þínar höfum verið í
þínu lífi frá fæðingu
og mikið yljar það okkur að minn-
ast þín.
Þú varst aðeins á fyrsta ári
þegar Þóra passaði þig og Berg-
þóru systur þína sumarið 1969.
Alltaf varstu svo ljúf og góð og
man ég þig aðallega sitjandi á
stofugólfinu að dunda þér. Síðan
liðu árin og þú varst fyrstu ár þín
í Svíþjóð. Þú varst rúmlega fimm
ára þegar þið fjölskyldan fluttuð
aftur til Íslands. Þá urðu samvist-
ir okkar mjög miklar.
Þú fórst með okkur Vilborgu
og Þóru í ýmsar ferðir. Vilborg
fór með þig ótal ferðir á skíði
ásamt Gunnari syni sínum í Blá-
fjöll. Þú fórst með Þóru og Mika-
el syni hennar í viku heimsókn til
Guðfinnu til Akureyrar. Ótalin
eru þau skipti sem Vilborg naut
þess að hafa þig á heimili sínu í
gistingu. Þú varst alltaf tilbúin að
fara með okkur ef foreldrar þínir
sáu sér ekki fært að koma í ferðir
eins og þegar við fórum á Snæ-
fellsnes með afa þínum og ömmu
til að heimsækja heimabæ afa þó
þú værir þá orðin 13 ára.
Um tíma varst þú að vinna hjá
Þóru í Lýsi og var það mjög ljúf-
ur tími. Meðan þú vannst þar átt-
uð þið Geir von á ykkar eldri
dóttur og voruð að festa kaup á
íbúð í Grafarvoginum. Mikið var
gamla frænka stolt af ykkur þá.
Þegar árin liðu og þú búin að
eiga stelpurnar þínar báðar með
honum Geir þínum þá brást það
aldrei að þið komuð okkur með í
árlega haustferð í Munaðarnes.
Elsku Berglind okkar, við
kveðjum þig með söknuði og
þökkum þér fyrir ljúfar og
ánægjulegar stundir.
Við sendum okkar dýpstu og
innilegustu samúðarkveðjur til
Geirs, Lindu Maríu, Freyju og
litlu ömmustelpnanna ykkar.
Foreldrum og systrum sendum
við innilegustu samúðarkveðjur
og megi góðar vættir vera með
ykkur öllum.
Þínar móðursystur,
Vilborg, Guðfinna og Þóra.
Elsku Begga mín, þín verður
sárt saknað.
Það var erfitt símtal sem ég
fékk laugardaginn 29. september
þegar ég var á leiðinni á fótbolta-
leik. Að þú hefðir orðið bráð-
kvödd. Þetta var skrítinn dagur
en samt svo táknrænn. Ég fagn-
aði Íslandsmeistaratitli með syn-
inum en syrgði þig á sama tíma.
Sorglegt en samt svo fallegt því
fótboltinn var það sem tengdi
okkur saman á sínum tíma. Tárin
runnu niður kinnar en á sama
tíma var ég að fagna með syni
mínum.
Það sem við gerðum ekki á
þessum unglingsárum, kæra vin-
Berglind
Guðmundsdóttir
✝ Berglind Guð-mundsdóttir
fæddist 30. janúar
1969. Hún lést 28.
september 2018.
Útför Berglindar
fór fram 11. októ-
ber 2018.
kona. Við vorum
ekki gamlar þegar
við stofnuðum fót-
boltafélag hér á
Álftanesi og fengum
meira að segja
Adidas til að styrkja
okkur um búninga
og fótbolta. Við buð-
um Álftnesingum að
koma í fótbolta með
okkur tvisvar í viku.
Sama ár vorum við
fengnar til að spila leik á 17. júní
þar sem við spiluðum leik sem
hluta af hátíðarhöldunum.
Í kjölfarið á þessu vildum við
fá okkur þjálfara og þá var
ákveðið að leita til Haukamanns-
ins Kidda og fá hann til að þjálfa
okkur og varð þetta grunnurinn
að fótboltaliði Hauka svo í fram-
haldinu.
Við elskuðum fótboltann og þú
varst flottur sóknarmaður. Við
kepptum út um allt land í nokkur
ár. Unnum aðra deildina eftir
bráðabana í leik á Selfossi og
komumst þá upp í efstu deild. Við
hringdum alltaf inn með fréttirn-
ar til að auka líkur á að það væri
fjallað um kvennalið Hauka því á
þessum tíma var lítið fjallað um
kvennafótbolta. Við vorum mjög
uppteknar af því að þarna væri
jafnrétti. Mér varð því oft hugsað
til þessa tíma þegar ég ákvað að
láta fyrirtækið sem ég stofnaði
svara ákalli um bætta umfjöllun
um kvennafótbolta og styrktum
við umfjöllun fotbolti.net og
stofnuðum draumaliðsdeild
kvenna.
Við vorum einnig mjög ungar
þegar við vorum komnar á fullt í
ýmsar nefndir UMFB (Ung-
mennafélag Bessastaðahrepps).
Við stóðum fyrir ýmiss konar
uppákomum, borðtennis-
æfingum, skákæfingum, meira að
segja fjölskyldudegi þar sem for-
setinn mætti á svæðið ásamt
skemmtikröftum. Á þessum tíma
var ekki neinn strætó og því kom
það oft fyrir að við vorum að
„húkka“ far inn í Hafnarfjörð og
til baka með goskassa, nammi og
annað til að selja á þessum uppá-
komum. Það var aldrei vesen á
okkur. Við bara leystum hlutina.
Begga, þú varst svo lífsglöð og
það var svo gaman að vera í
kringum þig. Við létum allt ræt-
ast sem okkur langaði að gera.
Aldrei man ég eftir því að okkur
hafi orðið sundurorða. Svo flutti
ég af Álftanesi í nokkur ár en
flutti til baka 1994 og þá bjuggum
við í húsum hlið við hlið. Eldhús-
gluggar okkar sneru hvor að öðr-
um. Nokkrum árum seinna flutti
ég í næstu götu og þá misstum
við þráðinn þrátt fyrir stutta leið
á milli. Alltaf þegar við hittumst
þá var það svo gott að knúsa hvor
aðra. Þú varst svo góð mann-
eskja. Þín verður sárt saknað en
á sama tíma á ég svo yndislegar
minningar um góða vinkonu sem
ég veit að er komin á nýjan betri
stað. Ég veit líka að þú verður
með mér það sem eftir er. Þú átt
alltaf stað í hjarta mínu, kæra
Begga mín. Ég samhryggist fjöl-
skyldu þinni og aðstandendum
innilega.
Þín vinkona,
Brynja.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar