Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns Úlfur Karlsson myndlistarmaður fagnar 30 ára afmæli sínu í dag.Hann hefur haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum og hef-ur sýnt víða erlendis. Hann verður ásamt fleiri íslenskum lista- mönnum með verk á sýningunni Young Icelandic Art sem verður haldin í nóvember í Kaupmannahöfn, í Bredgade Kunsthandel, í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Málverk Úlfs eru fíguratíf og stór að vöxtum og er hann undir áhrifum frá nýexpressjónismanum sem var í New York upp úr 1980, einnig COBRA-hópnum, t.d. Svavari Guðnasyni og Asger Jorn. Einnig segist hann daðra við popplist í verkum sínum. „Ég er aðeins að fara út fyrir þægindarammann með verkunum sem ég verð með í Kaupmannahöfn. Þau eru núna í portrettstærð en þá þarf að nota aðra tækni en í stóru verkunum. Í stærri verkunum get ég leyft mér fleiri mistök, ef ég get orðað það þannig.“ Áður en Úlfur fór út í myndlistina hafði hann lokið námi við Kvik- myndaskóla Íslands og gert nokkrar stuttmyndir, t.d. myndina Eins- konar Alaska. „Núna er ég bara að taka hreyfimyndir á símann minn, en það er oftast vinnutengt þegar ég er að kynna málverkin mín. Svo fer ég í bíó og fór á nokkrar á RIFF-hátíðinni. Síðan reyni ég að halda mér við, fer í crossfit úti á Granda þar sem vinnustofan mín er og fer líka stundum í Sundhöllina.“ Úlfur ætlar ekki að vera með sérstök hátíðarhöld í tilefni dagsins en fer á opnun á sýningu Errós í Hafnarhúsinu í dag, en Úlfur segist líka vera undir áhrifum frá honum. Sambýliskona Úlfs er Tinna Hallgrímsdóttir, tónlistarkona og nemi í iðnaðarverkfræði. Foreldrar Úlfs eru Karl Kristjánsson, læknir á Reykja- lundi, og Steinunn Helgadóttir, myndlistarmaður og rithöfundur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listmálarinn Úlfur fyrir framan eitt verka sinna. Vinnur að sýningu í tilefni fullveldisins Úlfur Karlsson er þrítugur í dag K ristín Sveinbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 13.10. 1933 og ólst upp í útvarpsstöðinni á Vatnsendahæð. Hún var í Kvennaskólanum í Reykjavík 1947-51 og við nám og störf í Skot- landi og Danmörku á árunum 1951-54. Kristín starfaði hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, var flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands um skeið, starfaði hjá bæjar- fógetaembættinu í Keflavík, í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, var gjald- keri á Hótel Loftleiðum og starfs- maður á lögmannastofu. Kristín vann einnig hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli um langt árabil. Á árunum 1963-82 vann Kristín við þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu og hafði þá m.a. umsjón með þættinum Óska- lögum sjúklinga í 15 ár. Sá þáttur var lengi við lýði hjá Ríkisútvarpinu og var með þekktasta og vinsælasta útvarps- efni síns tíma. Kristín var í stjórn Golfsambands Íslands 1982-85 og er fyrsta konan sem sat í stjórn sambandsins. Hún var sæmd gullmerki GSÍ og silfurmerki ÍSÍ fyrir framlag sitt til golfíþrótt- arinnar. Hún sat í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja 1980-86 en sjálf stundaði hún golfíþróttina um langt árabil frá árinu 1979. Árið 1994 flutti Kristín austur að Iðu í Biskupstungum þar sem henni leið afskaplega vel. Þar bjó hún til 2016 er heilsan fór að gefa sig. Hún flutti þá fyrst á Kumbaravog í nokkra mánuði en fór síðan á Sólvelli á Eyr- arbakka í ársbyrjun 2017 og býr þar enn. Fjölskylda Kristín giftist Sigurði Skúlasyni, f. 15.7. 1932, d. 1996. Þau skildu. Börn Kristínar og Sigurðar eru: 1) Skúli Sigurðsson, f. 19.8. 1955, vél- stjóri en kona hans er Hlíf Matthías- dóttir matreiðslumaður og er sonur þeirra Sveinbjörn, f. 1984, en dóttir Skúla er Helga Kristín, f. 1977, búsett í Svíþjóð og börn hennar eru Noel, f. 2004, Leon, f. 2006, og Magelie Krist- ín, f. 2015, en dóttir Hlífar er Birta Ósk Gunnarsdóttir, f. 1979, og maður hennar er Marc Camprodon, og 2) Kristín Sveinbjörnsdóttir, fv. dagskrárgerðarm. á RÚV – 85 ára Með börnunum Kristín með börnum sínum þremur, Marinó Má, Skúla Sigurðssyni og Venný R. Sigurðardóttur. Sá um þáttinn Óskalög sjúklinga á RÚV í 15 ár Kópavogur Símon Geir Al- bertsson fæddist 11. mars 2018 kl. 14.36. Hann vó 3.110 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Ásdís Geirsdóttir og Albert Gissurarson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.