Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 43
Venný Rannveig, f. 11.5. 1959, starfs- maður hjá Keili – miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, en maður hennar er Elías Kristjánsson tollfulltrúi og eru synir þeirra Arnar Már, f. 1979, en kona hans er Aldís Hilmarsdóttir og synir þeirra Axel, f. 2007, og Kjartan, f. 2009, Atli, f. 1984, og Alfreð, f. 1990, en sonur Elíasar er Jón Alexander, f. 1974. Annar maður Kristínar var Magnús Blöndal Jóhannsson, f. 8.9. 1925, d. 2005, tónskáld. Þau skildu. Sonur Kristínar og Magnúsar Blön- dal er Marinó Már, f. 5.8. 1971, lengi lögreglumaður og nú starfsmaður Seðlabankans en kona hans er Sonja Kristín Sverrisdóttir flugfreyja og börn þeirra eru Kristján Jökull, f. 2002, og Laufey Kristín, f. 2004, en dóttir Sonju er Elísa Ósk Gísladóttir f. 1991. Kristín var gift Þorgeiri Þorsteins- syni, f. 28.8. 1929, d. 2013, sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Þau skildu 1994. Systkini Kristínar: Agla, f. 16.4. 1935, d. 1965 í Síle; Úlfar, f. 12.3. 1940, trételgja, en kona hans var Kristín Steingrímsdóttir meinatæknir og eignuðust þau þrjú börn, Sveinbjörn, Öglu Rögnu og Gunnar Stein; Helgi, f. 31.1. 1949, fyrrverandi bóndi en kona hans var Hólmfríður Björg Ólafsdóttir sem lést 2002 en börn þeirra eru Egill Óli og Rannveig Góa en sonur Helga er Ívar Örn og dóttir Bjargar Gunnur Jónsdóttir. Foreldrar Kristínar voru Svein- björn Egilsson, f. 28.11. 1907, d. 10.4. 1987, útvarpsvirkjameistari frá Múla í Biskupstungum, og Rannveig Helga- dóttir, f. 2.11. 1907, húsfreyja. Þau bjuggu á Óðinsgötu 2 í Reykjavík allan sinn búskap, til æviloka. Í dag ætlar Kristín að fagna afmæl- isdegi sínum með nánustu ættingjum og vinum á Sólvöllum. Dagskrárgerðarkonan Kristín við þáttagerð á Ríkisútvarpinu á árum áður. Kristín Sveinbjörnsdóttir Marie Katrine Nissen húsfreyja í Rvík Sigurður Jónsson beykir í Rvík, síðar fangavörður Kristín Sigurðardóttir húsfreyja í Rvík Helgi Helgason verslunarstjóri og leikari í Rvík Rannveig Helgadóttir húsfreyja í Rvík Rannveig Sesselja Magnúsdóttir húsfreyja í Móakoti Helgi Guðmundsson b. í Móakoti á Álftanesi Þuríður Þorgilsdóttir vinnukona á Klausturhólum í Grímsnesi Jón Jónsson b. í Stíflisdal í Þingvallasveit Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Rvík Egill Sveinsson trésmiður, fæddur í Múla í Neðradal í Biskupstungum Guðrún Egilsdóttir húsfreyja í Rvík, frá Múla í Biskupstungum Sveinn Jónsson húsb. í Rvík Úr frændgarði Kristínar Sveinbjörnsdóttur Sveinbjörn Egilsson útvarpsvirkjameistari í Rvík Afmælisbarnið Kristín Sveinbjörns- dóttir, fyrrum þáttagerðarkona. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Nýjar vörur Laugardagur 95 ára Kristín Sveinsdóttir Magnús Kristinsson 90 ára Hilmar Þorkelsson 85 ára Árný Sigurlína Ragnarsdóttir Dagur Þorleifsson Helgi Kristmann Haraldsson Jóhanna Rannveig Sigurðardóttir Kristín Sveinbjörnsdóttir 80 ára Brandur Jónsson Elfar H. Þorvaldsson Hanna Gréta Halldórsdóttir Jón Jónsson 75 ára Carl Jóhann Spencer Friðgeir V. Hjaltalín Guðrún Jóna Kristjánsdóttir Sigríður B. Skaftfell 70 ára Auður Marinósdóttir Ármann Ólafsson Guðrún Ása Ásgrímsdóttir Guðrún Lilja Ingvadóttir Gunnar Bergmann Salómonsson Gunnar Guðmundsson Ingvi Árnason Jóna Jónasdóttir Jón Tryggvason Vilborg R. Schram 60 ára Annette Mönster Áslaug Einarsdóttir Edda Maggý Rafnsdóttir Einar Halldór Einarsson Gísli Baldur Hauksson Gunnar Halldór Gunnarsson Gunnhildur Þórðardóttir Inga Dóra Konráðsdóttir Jóhanna Waagfjörð Jónína Waagfjörð Jón Tómas Svansson Katrín Sigmarsdóttir Maria Baranowska Roma Jarmolaviciene 50 ára Bernharð Guðmundsson Bjarney Anna Björnsdóttir Brynjar Kristjánsson Dainantas Satrauskas Elías Ólafsson Erlingur Elías Jónasson Halldóra Þórdís Jónsdóttir Jaroslaw Piotr Jasinski Radoslaw Roman Kobus Steinþór Auðunn Ólafsson 40 ára Alma Olsen Arnar Óskar Egilsson Ágúst Manuel Rivera Berglind Eva Gísladóttir Bjarki Már Árnason Brynjar Sverrisson Davíð Friðgeirsson Davíð Harðarson Hafþór Bjarni Helgason Hildur Bjarnadóttir Hólmfríður Jensdóttir Hrefna Jensdóttir Jón Valdimar Kristjánsson Luzia Elizangela Silva Oliveira Sigurbjörg Erlingsdóttir Þóra Jensdóttir 30 ára Anna Threza Ugay Hubac Arna Reynisdóttir Eyrún Björgvinsdóttir Halldís Hörn Sævarsdóttir Halldór Jónasson Katarzyna Kostucha Kristinn Reyr Þórðarson Ragnheiður Ólafsdóttir Robert Slawomir Waledzik Stella Stefánsdóttir Úlfur Karlsson Vigdís Birta Haraldsdóttir Sunnudagur 90 ára Hulda Axelsdóttir 85 ára Jónatan Þórisson 80 ára Guðni Benediktsson Hörn Harðardóttir Sveina María Sveinsdóttir 75 ára Hlín P. Wium Pétur Stefánsson Solveig Theodórsdóttir 70 ára Björn Sigurðsson Guðfinna Guðlaugsdóttir Hannes Kristjánsson Indiana Jóhannsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Páll Ásólfsson Úndína Bergmann Sveinsdóttir 60 ára Anna Margrét Aðalsteinsdóttir Gunnar Örn Jónasson Ingileif Sigfúsdóttir Jón Gunnar Snorrason Óttar Halldór Sveinsson Sigmundur G. Sigurjónsson Þóra Geirsdóttir Þórunn Linda Beck Þuríður Einarsdóttir 50 ára Anna Kristín Árnadóttir Elvar Hólm Hjartarson Emilía Petra Jóhannsdóttir Hrafnhildur V. Kjartansdóttir Ingi Björgvin Karlsson Ingþór Kristmundur Sveinsson Juan Diego Londono Arias Linda Björk Gunnarsdóttir Ólafur Þór Guðbjörnsson Piotr P. Szlapczynski Sigurður Karl Kristjánsson Sigurlaugur B. Ólafsson Svanur F. Gunnarsson Þorbjörg Kristjánsdóttir Þorkell Lárus Þorkelsson Þorsteinn G. Þorsteinsson 40 ára Andrzej B. Kapszukiewicz Benedikt Jón Sigmundsson Erna Sif Auðunsdóttir Grace Capao Valle Páll Jóhann Úlfarsson Sigurður S. Guðmundsson Sindri Óskarsson 30 ára Antoine Patrice Trota Hjalti Ragnarsson Joaquim M.De O.C. Teixeira Kelly James Clayton Kristjana Pétursdóttir Kristján Sigurólason Magnús Dan Ómarsson Sebastian Goderski Sergejs Bazarovs Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir Sæþór Jóhannsson Tryggvi E. Mathiesen Wioleta Anna Ujazdowska Þráinn Kolbeinsson Til hamingju með daginn Steinn Steinarr fæddist áLaugalandi í Nauteyrar-hreppi 13.10. 1908, þar sem foreldrar hans, Kristmundur Guð- mundsson og Etelríður Pálsdóttir, voru í húsmennsku. Skírnarnafn Steins var Aðalsteinn Kristmunds- son. Eftir hreppaflutninga leystist fjölskyldan upp og Steinn ólst upp hjá vandalausum á Miklabæ í Saurbæ. Steinn naut farkennslu, m.a. hjá Jóhannesi úr Kötlum, en kynntist einnig Stefáni frá Hvítadal sem varð nágranni þeirra í Miklagarði. Stefán og Steinn voru alla tíð miklir mátar. Steinn fór til Reykjavíkur haustið 1926 og var lengi margt á huldu um líf hans þótt úr því sé nú bætt með bókinni Maðurinn og skáldið – Steinn Steinarr, eftir Sigfús Daða- son, útg. 1987, ævisögu Steins í tveimur bindum, Steinn Steinarr – Leit að ævi skálds, eftir Gylfa Grön- dal, útg. 2000, og 2001, og æviágripi Steins eftir Inga Boga Bogason, 1995. Á síðustu æviárunum varð Steinn góður vinur Matthíasar Jo- hannessen en viðtöl hans við skáldið eru dýrmætar heimildir um Stein. Ljóðabækur Steins: Rauður log- inn brann, útg. 1934; Ljóð, útg. 1937; Spor í sandi, útg. 1940; Ferð án fyr- irheits, útg. 1942; Tindátarnir, útg. 1943, og Tíminn og vatnið, útg. 1948. Steinn er öðrum fremur talinn hafa valdið formbyltingu í íslenskri ljóðagerð, en Tíminn og vatnið, sem þá er oft vísað til, er samt afar form- fastur ljóðabálkur. Hann gældi ung- ur við kommúnisma en var snemma rekinn úr flokknum og afneitaði síð- ar kommúnismanum eftir fræga kynnisferð til Moskvu, 1956. Skáldskapur Steins endurspeglar oft lamandi tómhyggju en í miðju svartnætti ljóða hans leiftra oft óræð blik um mannlega reisn og jafnvel hina innstu vitund. Kristján Karlsson sagði réttilega í inngangi að Kvæðasafni Steins: „Trúaður eða trúlaus er hann í flokki hinna mestu trúarskálda vorra.“ Merkir Íslendingar Steinn Steinarr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.