Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
jazz í Salnum
Marc Copland
14. okt
44 17 500Salurinn.is
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik á
tónleikum hjá Kammermúsík-
klúbbnum, en til samanburðar má
nefna að Bryndís Halla hefur komið
þar fram alls 37 sinnum og Anna
Guðný sjö sinnum frá því Kammer-
músíkklúbburinn var stofnaður árið
1957,“ segir Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari sem ásamt Bryndísi
Höllu Gylfadóttur sellóleikara og
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur
píanóleikara kemur fram á öðrum
tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í
vetur á morgun, sunnudag, kl. 16 í
Norðurljósum Hörpu. Að sögn Ás-
hildar þekkjast þær Bryndís Halla
og Anna Guðný mjög vel úr
tónlistargeiranum og starfi
Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Við
lékum sem tríó saman í Svíþjóð fyrir
nokkrum árum og stefnum á að fara
þangað aftur í tónleikaferð 2020.“
Nútímatónlistarleg uppákoma
Á efnisskrá tónleikanna er, að
sögn Áshildar, áhugaverð blanda
íslenskrar tónlistar og evrópskrar.
„Við leikum tríó í G-dúr eftir Joseph
Haydn sem hann samdi 1792 stuttu
eftir að hann heimsótti England þar
sem flautan var mjög vinsæl,“ segir
Áshildur og rifjar upp að Haydn hafi
samið tvö önnur tríó á þessu tímabili
þar sem flautan kom í stað fiðlunnar.
„Þetta er mjög bjart og skemmtilegt
verk þar sem aðaláherslan er á
píanóið. Svo ætlum við að smella
okkur 100 ár fram í tímann og leika
tríó eftir Johann Nepomuk Hum-
mel,“ segir Áshildur og bendir á að
Hummel hafi verið mikið undrabarn
á sínum tíma og numið píanóleik hjá
W.A. Mozart þar sem hann fékk að
búa frítt í tvö ár meðan hann var
barn að aldri. „Hummel var eitt
margra tónskálda sem féllu í risa-
vaxinn skugga Beethovens en á
seinni árum hafa æ fleiri opnað eyr-
un fyrir vel saminni og frísklegri
tónlist hans,“ segir Áshildur og rifj-
ar upp að tónskáldunum tveimur
hafi verið vel til vina, en að beiðni
Beethovens hélt Hummel minning-
artónleika um hann. „Þriðja erlenda
verkið er Trois aquarelles eða Þrjár
vatnslitamyndir eftir Philippe Gau-
bert,“ segir Áshildur og bendir á að
Gaubert hafi verið virtur flautuleik-
ari og hljómsveitarstjóri í París á
fyrri hluta síðustu aldar. „Sem
flautukennari hafði hann líka mikil
áhrif á komandi kynslóðir,“ segir Ás-
hildur og bendir á að hún noti í sinni
kennslu æfingabækur eftir Gaubert.
„Við flytjum verk eftir þrjú ís-
lensk tónskáld sem eiga eða hefðu
átt stórafmæli á þessu ári,“ segir Ás-
hildur og vísar þar til Jórunnar Við-
ar, Þorkels Sigurbjörnssonar og
Atla Heimis Sveinssonar.
„Eftir Jórunni, sem hefði orðið
100 ára á þessu ári, flytjum við Dans
tunglsins fyrir flautu, selló og píanó
frá 1948 úr leikverkinu Grámanni í
Garðshorni. Eftir Þorkel, sem hefði
orðið áttræður á þessu ári, flytjum
við Skiptar skoðanir frá 1973. Ég
held að hann sé í verkinu að gera
grín að nútímatónlist, tónlistar-
mönnum og æfingaferlinu,“ segir
Áshildur og lýsir verkinu sem nú-
tímatónlistarlegri uppákomu.
„Við höfum allar kynnt Atla Heimi
vel og flutt mikið eftir hann í gegn-
um árin,“ segir Áshildur, en Atli
Heimir varð nýverið áttræður. „Eft-
ir Atla Heimi flytjum við Tempo di
tango úr sónötu fyrir selló og píanó
frá 2007 og hið alþekkta Intermezzo
úr tónlistinni við leikritið Dimma-
limm sem var frumflutt árið 1970.“
silja@mbl.is
Heiðra þrjú tón-
skáld á afmælisári
Kammermúsík Bryndís Halla, Anna Guðný og Áshildur leika í Hörpu.
Tríó fyrir flautu, selló og píanó
Utøya 22. júlí
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 75/100
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 18.00
Bráðum verður
bylting!
Bíó Paradís 20.00
Sorry to Bother You
Metacritic 81/100
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 22.20
Mandy
Metacritic 81/100
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 20.00, 22.30
Kler (Clergy)
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 15.00, 17.30,
20.00
Happy as Lazzaro
Metacritic 82/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 17.40
Undir halastjörnu 16
Smárabíó 20.00, 22.00
Háskólabíó 18.30, 21.30
Borgarbíó Akureyri 21.30
Johnny English
Strikes Again Metacritic 35/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00, 20.00
Sambíóin Álfabakka 12.00,
14.00, 16.00, 18.00, 20.00,
22.00
Sambíóin Keflavík 15.00,
17.00, 19.00
Smárabíó 13.00, 14.00,
15.10, 17.20, 19.50, 22.30
Háskólabíó 15.30, 17.30,
19.30
Borgarbíó Akureyri 15.00,
17.30, 19.30
Venom 12
Metacritic 35/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 19.50, 22.15
Sambíóin Álfabakka 12.30,
14.50, 17.10, 17.30, 19.30,
20.00, 21.50, 22.25
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 17.30,
20.00, 22.25
Smárabíó 14.30, 16.20,
17.10, 19.00, 19.40, 22.00,
22.20
Borgarbíó Akureyri 19.30,
21.50
The Nun 16
Metacritic 46/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
A Star Is Born 12
Metacritic 87/100
IMDb 8,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.30, 22.10
Sambíóin Egilshöll 15.10,
18.00, 20.00, 21.00
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.20
Sambíóin Keflavík 21.00
Peppermint 16
Metacritic 29/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 22.15
The House with a
Clock in Its Walls
Metacritic 57/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 13.00,
15.20
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 14.50,
19.20
Sambíóin Akureyri 15.00
Mission: Impossible
- Fallout 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Kringlunni 21.40
Mamma Mia! Here
We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 14.00, 19.50
Háskólabíó 15.40
Grami göldrótti
Laugarásbíó 14.00, 17.00
Smárabíó 12.50, 15.10,
17.30
Háskólabíó 15.40
Smáfótur Metacritic 58/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 12.00,
13.00, 14.10, 15.20, 17.50
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.00, 15.30, 17.40
Sambíóin Kringlunni 14.20,
15.00, 17.10
Sambíóin Akureyri 15.00,
17.20
Sambíóin Keflavík 15.00
Háskólabíó 16.00
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 14.00
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 12.50,
15.20
A Simple Favor 12
Háskólabíó 20.30
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 81/100
IMDb 7,7/10
Háskólabíó 18.10
Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára
breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim
fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir
þær báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,7/10
Smárabíó 16.30, 19.30, 22.20
Háskólabíó 20.50
Bíó Paradís 15.00, 21.50, 22.00
Borgarbíó Akureyri 17.00
Lof mér að falla 14
First Man 12
Myndin er byggð á ævisögu
James Hansen; First Man: A
Life Of Neil A. Armstrong, og
segir söguna af fyrstu ferðinni
til tungslins.
Metacritic 84/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 17.00, 22.00
Sambíóin Kringlunni 17.10,
20.00
Sambíóin Akureyri 19.30, 22.20
Háskólabíó 18.00, 21.00
Night School 12
Hópur vandræðagemlinga er neyddur til að fara í kvöld-
skóla í þeirri von að þeir nái prófum og klári mennta-
skóla.
Metacritic 43/100
IMDb 5,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Sambíóin Akureyri 17.15
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio