Morgunblaðið - 13.10.2018, Blaðsíða 52
Upplýst hefur verið að höfundar
Áramótaskaupsins í ár eru Ilmur
Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Hall-
dóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arn-
ór Pálmi Arnarson sem einnig leik-
stýrir, annað árið í röð. Segist hann
hæstánægður með hópinn og hand-
ritavinnan gangi vel. Tökur hefjast
um miðjan nóvember.
Höfundar Áramóta-
skaupsins þetta árið
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2018
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Þrátt fyrir góða frammistöðu karla-
landsliðsins í fótbolta gegn heims-
meisturum Frakka í fyrrakvöld er
viðbúið að Erik Hamrén landsliðs-
þjálfari gerir nokkrar breytingar á
liðinu fyrir leikinn við Sviss í Þjóða-
deildinni sem fram fer á Laugar-
dalsvellinum annað kvöld. Hamrén
segir að sér sé ekki létt þrátt fyrir
góð úrslit í Guingamp. »1
Má búast við breyt-
ingum fyrir Svissleik
Í tilefni af aldarafmæli lýðveldisins
Eistlands verður Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands með hátíðar-
tónleika í Menningarhúsinu Hofi á
morgun, sunnudag, kl. 16. „Hinn
virti hljómsveitarstjóri Erki Pehk
frá Eistlandi, stjórnar hljómsveit-
inni þegar flutt verða m.a. meist-
araverkin Spiegel in Spiegel eftir
Arvo Pärt, The Girl and the Dragon
eftir Risto Laur og Kreegi Vihik eft-
ir Tõnu Kõrvits fyrir kammerkór og
strengjasveit,“ segir í tilkynningu.
Kammerkórinn Hljómeyki
syngur, um einsöng sér Tiiu
Laur ogeinleikarar eru
píanóleikarinn
Risto Laur og
sellóleikarinn
Indrek Leivate-
gija.
Heiðra tónlistararf
Eistlendinga í Hofi
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Forvitni barnsins hefur alltaf fylgt
mér og það tel ég mikilsverðan
eiginleika. Listin mun fylgja alveg
fram í rauðan dauðann. Það er mér
bókstaflega meðfætt að teikna og
skapa myndir. Og með því móti dreg
ég upp myndir úr lífinu og reyni að
finna svör. Að finna er vinna og ég
sest oft hér við borðið mitt og dreg
upp skissur þótt mátturinn sé óneit-
anlega orðinn lítill,“ segir Tryggvi
Ólafsson listmálari.
Útlínur og þrykk
Í gær var á Droplaugarstöðum við
Snorrabraut í Reykjavík, hjúkr-
unarheimili aldraðra, opnuð sýning á
16 litografíuverkum eftir Tryggva
og eru þau flest unnin á allra síðustu
árum. „Ég hef alltaf verið starf-
samur. Listaverk verða aldrei til
með því að bíða eftir andanum, ég
dreg upp skissur, þá eftir fyr-
irmyndum til dæmis úr dagblöð-
unum. Mér finnst gaman að sjá ver-
öldina í deiglu myndanna og vinna út
frá þeim. Þegar útlínur myndanna
eru svo komnar eru þær skannaðar
inn í tölvur og litnum þrykkt á papp-
írinn af vinum mínum í prentsmiðju
Guðjóns Ó.; þeim Jóhanni Krist-
inssyni og Ólafi Stolzenwald. Það
eru miklir snillingar,“ segir lista-
maðurinn.
Hormónarnir virka enn
Í áratugi bjó Tryggvi og starfaði í
Kaupmannahöfn en hélt þó alltaf
sterkum tengslum við Ísland, meðal
annars með því að halda sýningar
reglulega. Þá hefur Tryggvi alltaf
haldið góðu sambandi við fólk á
æskuslóðum sínum austur í Nes-
kaupstað. Þar í bæ er starfrækt
myndlistarsafn undir nafni Tryggva,
Tryggvasafn. Það á fjölda mynda
eftir hann og efnt er til reglulegra
sýninga á þeim. Allt hefur þetta og
fleira gert Tryggva að ástsælum
listamanni, og sýningar á verkum
hans eru alltaf í frásögur færandi.
Í kjölfar slyss sem Tryggvi lenti í
árið 2007 fluttu þau Gerður kona
hans heim til Íslands. Fyrir tveimur
og hálfu ári fluttist Tryggvi svo á
Droplaugarstaði. „Ég er í hjólastól
og hendur eru krepptar sem setur
mér takmörk í öllu starfi. Eftir að ég
slasaðist sneri ég mér alfarið að
grafíkinni en auðvitað voru viðbrigði
að geta ekki lengur unnið með pensil
eins og ég hafði svo lengi gert. En að
mörgu öðru leyti er ágætt lífsmark
með mér; hormónarnir virka enn og
fara aldrei í sumarfrí. Skárra væri
það nú,“ segir Tryggvi og brosir. Við
þetta er svo að bæta að í skrá sýn-
ingarinnar á Droplaugarstöðum seg-
ir að mikill skáldskapur sé í verkum
Tryggva og þau ljóðrænni en áður.
„Ekki síst á allra síðustu tímum hef-
ur mátt finna meiri skáldskap í verk-
unum,“ segir í skrá sýningarinnar.
Verkin þar eru öll til sölu og sum
seldust raunar strax í gær.
Morgunblaðið/Eggert
Sýning Listin mun fylgja alveg fram í rauðan dauðann, segir Tryggvi Ólafsson listmálari við opnunina í gær.
Veröld í deiglu mynda
Litografíur á Droplaugarstöðum Sextán myndir og
nokkrar eru seldar Tryggvi er ástsæll listamaður