Morgunblaðið - 30.10.2018, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 255. tölublað 106. árgangur
ÖÐRUVÍSI TILFINN-
ING AÐ SYNGJA
Á ÍSLANDI HÖFUÐLJÓÐ
BYGGT Á STYRK-
LEIKUM HVERS
OG EINS
LJÓÐ VIÐ MYNDIR LEIFS 30 IÐJUÞJÁLFUN 12GARÐAR THÓR CORTES 31
Hlutabréfaverð í
Eimskipafélagi
Íslands lækkaði
um tæp 13% í 58
milljóna við-
skiptum í kaup-
höllinni í gær.
Viðbrögð mark-
aðarins má rekja
til uppfærðrar
afkomuspár fyr-
irtækisins, þeirr-
ar þriðju á árinu, frá því á föstudag.
Þar var vænt afkoma ársins 2018
lækkuð um 15%, úr 57 til 63 milljóna
evra rekstrarhagnaði (EBITDA) í
49 til 53 milljónir evra. Sérfræðingar
segja viðbrögð markaðarins ekki
koma á óvart. Um vonbrigði er hins
vegar að ræða í ljósi þess að lakari
afkomu sé m.a. hægt að rekja til
hægari uppbyggingar á fluttu magni
á tveimur leiðum Eimskips, yfir Atl-
antshafið og á strandleiðum þess, en
magnaukningartölur fyrirtækisins á
fyrri hluta þessa árs bentu ekki til
þess. Tvö ný skip voru tekin í notkun
á leiðunum um áramót. »16
Eimskip
lækkar
um 13%
Þriðja afkomu-
viðvörun Eimskips
Gengi Eimskip
lækkaði um 13%.
Skammdegið nálgast nú óðfluga og sest sólin fyrr með hverjum deginum
sem líður. Sólin var lágt á lofti í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins
var á ferð um höfuðborgina.
Sólarupprás í dag er rétt eftir klukkan 9 og mun sólin setjast um fimm-
leytið. Mun birta hvers dags fara minnkandi alveg fram að vetrarsól-
stöðum í desembermánuði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólin lágt á lofti yfir höfuðborginni
Jón Bjarki Bentsson, aðalhag-
fræðingur Íslandsbanka, segir
áhrifin af veikingu krónunnar eiga
eftir að birtast frekar í verðbólgu.
Þegar þau áhrif séu komin fram á
næsta ári muni framhaldið að miklu
leyti ráðast af kjarasamningum.
Launaþróunin verði ráðandi.
Húsnæðisliðurinn var á tímabili
leiðandi í verðbólguþróun.
„Ég tel að hægari hækkun á
íbúðamarkaði dugi ekki til að vega
á móti áhrifum gengislækkunar-
innar og að verðbólgan verði um
3,5% í byrjun næsta árs. Til
skemmri tíma hefur gengislækk-
unin vinninginn,“ segir Jón. »6
Kjaramálin ráðandi
í verðbólguþróun
Borgarráð hefur heimilað að
gengið verði til samninga um sölu á
Alliance-húsinu á Grandagarði 2 og
tengdum byggingarrétti til Alli-
ance-þróunarfélags. Söluverðið er
900 milljónir króna. Félagið hyggst
byggja upp á reitnum hótel, litlar
íbúðir til útleigu og margvíslega
þjónustustarfsemi.
Í útfærslu þróunarfélagsins á
reitnum er gert ráð fyrir 95 her-
bergja hóteli. Viljayfirlýsing við
hótelkeðju liggur fyrir. Verður það
hótel innan dönsku hótelkeðjunnar
Guldsmeden sem í dag rekur níu
hótel í Danmörku, Noregi, Berlín
og Íslandi (Hótel Eyja Skipholti og
fyrirhuguð opnun 2019 Hótel Von-
ar Laugavegi 55). Að Alliance-
hópnum standa félögin M3 Capital,
eigandi Örn Kjartansson, og Eld-
borg Capital, eigandi Brynjólfur J.
Baldursson. »10
Hótel verður í Alliance-húsinu á Granda
Morgunblaðið/Golli
Alliance-húsið Miklar breytingar eru
framundan á reitnum á Granda.
„Það er augljóst að Trump for-
seta er dauðans alvara. Hann hefur
miklar áhyggjur af stöðu mála og
hefur komið skoðun sinni skýrt á
framfæri í fjölmiðlum. Ég held að
Trump forseti hafi komið hreyf-
ingu á hlutina, þar sem ekki hefur
verið hreyfing í fimm ár,“ segir
Rose Gottemoeller, varafram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, í samtali við Morgunblaðið.
Gottemoeller vísar þar til hótana
Donalds Trumps Bandaríkjaforseta
um að rifta INF-samningnum um
kjarnorkuafvopnun vegna meintra
brota Rússa.
Árleg ráðstefna Atlantshafs-
bandalagsins um afvopnunarmál og
takmörkun á útbreiðslu gereyðing-
arvopna var sett á Grand hóteli í
gærmorgun. „Þó að við höfum hald-
ið þessa ráðstefnu oft áður myndi
ég segja að þetta væri mikilvæg-
asta árið,“ segir Gottemoeller. »14
Segir Trump hafa komið hreyfingu á hlutina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðstefna Rose Gottemoeller var meðal
ræðumanna á Grand hóteli í gærmorgun.
„Undanfarin ár hefur orðið al-
ger sprenging í útbreiðslu skjald-
kirtilssjúkdóma, að minnsta kosti
í hinum vestræna heimi,“ sagði
Þórdís Sigfúsdóttir, gjaldkeri
Skjaldar, samtaka um skjaldkirt-
ilsvanda.
Hún segir að talsmenn Skjaldar
hafi rætt bæði við landlækni og
Svandísi Svavarsdóttur heilbrigð-
isráðherra og ætlunin sé að eiga
fund með ráðherranum um mál-
efni skjaldkirtilssjúklinga.
Einnig er í undirbúningi að
skrifa öllum innkirtlafræðingum
og heimilislæknum landsins bréf
um niðurstöður skoðanakönnunar
sem gerð var á meðal skjaldkirt-
ilssjúklinga. » 18
Fleiri glíma við
skjaldkirtilsvanda
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Við hönnun nýja Kringlusvæðisins
er tekið tillit til hugmynda um að
setja Miklubraut í stokk. Þá er gert
ráð fyrir biðstöðvum fyrir borgarlínu
vestan og norðan Kringlunnar.
Friðjón Sigurðarson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá
Reitum, segir þá hugmynd að setja
Miklubraut í stokk hafa breytt for-
sendum verkefnisins.
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, tekur undir þetta og segir að
með því að aflétta veghelgun við
gatnamót Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar skapist ný tækifæri.
Hentar betur íbúðabyggð
„Þetta verður þá mun meira
gæðasvæði fyrir íbúðir en ef Mikla-
brautin er ofanjarðar. Fyrir okkur
og Kringlusvæðið viljum við gjarnan
sjá þennan stokk verða að veruleika.
Ég trúi því ekki að nokkur vilji
byggja mislæg gatnamót upp í loftið
á mörkum Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar,“ segir Guðjón.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður skipulags- og samgönguráðs,
segir áformað að fyrstu tvær leiðir
borgarlínu verði annars vegar í Ár-
túnshöfða um Suðurlandsbraut og
hins vegar yfir í Kársnesið. Ljúka
þurfi þessum tveimur leggjum áður
en Miklabraut verður sett í stokk.
Gera ráð fyrir stokki
Reitir endurhanna Kringlusvæðið Verði Miklabraut sett í stokk breyti það
forsendum verkefnisins Tveir borgarlínuleggir kláraðir á undan stokknum
MHanna nýja Kringlu … »6
Teikning/Reitir
Áform Stokkurinn myndi liggja
meðfram Framsvæðinu til norðurs.