Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 27
á Húsavík 1979-83. Hann starfaði hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins á ár- unum 1983-89. Þá festi hann kaup á hjólbarðaverkstæðinu Víkurbarðinn á Húsavík og starfrækti það til 1999. Hann tók þá við stöðu útibússtjóra Sjóvár á Húsavík og sinnti því starfi til 2011. Jón Helgi ók, ásamt öðrum, sjúkrabifreið fyrir Rauða krossinn á Húsavík á árunum 1979-89. Hann sat í byggingarnefnd Húsavíkur- bæjar og í umferðar- og öryggis- nefnd bæjarfélagsins. Hann starfaði um árabil í Félagi sjálfstæðismanna á Húsavík. En hvað segir Jón Helgi um áhugamálin? „Þetta hefur verið svolítið basl með þessi svokölluðu áhugamál. Ég var aldrei í íþróttum og gafst hrein- lega upp á golfinu. En ég hef alltaf haft ánægju af því að gera upp gaml- ar íbúðir. Ég hef gert upp tvö heil hús, einhverjar íbúðir og verið að að- stoða dæturnar í þessum efnum. Þetta hefur gengið bærilega og ég hef notið þess að stússa í þessu. Svo má geta þess að við hjónin er- um orðið töluvert á faraldsfæti á efri árunum, erum yfirleitt í útlöndum alveg helminginn af árinu og ferð- umst einnig töluvert hér innan lands. Þetta flandur á okkur hófst eftir Svíþjóðardvölina og má því segja að ferðalög séu helsta áhugamál okkar hjónanna beggja. Í lok nóvember förum við til Kanaríeyja og verðum þar fram í lok mars en það verður 28. ferðin okkar þangað.“ Fjölskylda Jón Helgi kvæntist 31.12. 1968 Halldóru Maríu Harðardóttur, f. 13.9. 1949, húsfreyju og lengst af verslunarkonu. Hún er dóttir Harð- ar Agnarssonar, f. 12.6. 1920, d. 30.1. 1985, eins af stofnendum Norður- leiðar, bílstjóra og verkstjóra á Húsavík, og k.h., Guðrúnar Gunn- þórunnar Þorsteinsdóttur, f. 6.5. 1927, d. 30.9. 2001, húsfreyju á Húsavík. Dætur Jóns Helga og Halldóru Maríu eru Brynja Jónsdóttir, f. 27.5. 1967, verslunarstjóri hjá Sam- kaupum í Grindavík en maður henn- ar er Trausti Sverrisson vélamaður og eru börn þeirra Helga Jóna, f. 1987, og Halldór Guðni, f. 1991; Heiðrún Emilía Jónsdóttir, f. 9.7. 1969, lögmaður í Garðabæ, en henn- ar maður er Jóhannes Sigurðsson, dómari við Landsrétt og eru börn hennar Jón Hallmar Stefánsson, f. 1998, og Heiðveig Björg Jóhann- esdóttir, f. 2005, og Díana Jóns- dóttir, f. 26.5. 1974, hjúkrunarfræð- ingur á Húsavík en maður hennar er Þórólfur Jón Ingólfsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni og eru börn þeirra Sara Dögg, f. 2002, Guðrún Halla, f. 2007 og Jón Helgi, f. 2010. Hálfsystur Jóns Helga, samfeðra, voru Þóra Friðrika Gestsdóttir, f. 16.5. 1929, d. 29.5. 2002, var búsett á Akureyri, og Ninna Kristbjörg Gestsdóttir, f. 19.10. 1932, d. 1.1. 2008, var búsett á Egilsstöðum. Alsystir Jóns Helga er Guðný Heiðveig Gestsdóttir, f. 13.6. 1952, húsfreyja í Múla II í Aðaldal, gift Aðalgeiri Heiðari Karlssyni og eiga þau tvö fósturbörn. Foreldrar Jóns Helga voru Gest- ur Kristjánsson, f. 10.11. 1906, d. 9.8. 1990, bóndi í Múla II í Aðaldal, og k.h., Heiðveig Sörensdóttir, f. 6.5. 1914, d. 3.3. 2002, bóndakona. Úr frændgarði Jóns Helga Gestssonar Gunnar Jóhannsson yfirm. Rannsóknardeildar lögreglunnar áAkureyri Guðrún Sörensdóttir húsfreyja í Víðiholti í Reykjadal Sveinbjörn Sigurðsson b. á Búvöllum Sigurður Sörensson b. á Búvöllum íAðaldal Jón Helgi Gestsson Þuríður Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja í Heiðarbót Sigurður Jónsson b. í Heiðarbót Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Heiðarbót Heiðveig Sörensdóttir húsfreyja í Múla Sören Sveinbjörnsson b. í Heiðarbót í Reykjahverfi Helga Sörensdóttir húsfreyja í Vargsnesi, Hólsgerði og víðar í S-Þing. Sveinbjörn Gunnlaugsson b. á Vargsnesi, Hólsgerði og víðar Þuríður Jónsdóttir húsfreyja á Vaði Jón Sigurðsson b. á Vaði í Reykjadal, S-Þing. Árninna Jónsdóttir vinnukona á Mýlaugsstöðum Tryggvi Snær Hlinason körfu- bolta- kempa á Spáni Heið- björt Jóns- dóttir húsfr. á Hofsá í Svarf- aðardal Hlini Gísla- son b. í Svartár- koti í Bárðar- dal Ás- mundur Krist- jánsson b. í Linda- hlíð Hlini Jóns- on vann á Mýlaugs- stöðum s Jóngeir Hjörvar Hlinason hagfr., deildarstj. hjá Vinnumálastofnun og bæjarfulltr. í Vogum Jón Kristjáns- son b. á Mýlaugs- stöðum Kristján Jónsson b. á Mýlaugsstöðum íAðaldal Anna Jóhannsdóttir húsfreyja á Mýlaugsstöðum Jón blindi Jónsson b. á Mýlaugsstöðum Gestur Helgason rak Foss- hól við Goðafoss Kristbjörg Gestsdóttir húsfr. á Akureyri, síðar Egils- stöðum Pálmi Jakobsson kennari á Húsavík Stefán Svein- björnsson járnsmiður hjá Slátur- húsinu á Húsavík Friðrikka Gestsdóttir húsfr. á Akureyri Gestur Kristjánsson b. í Múla íAðaldal Guðný Heiðveig Gestsdóttir húsfreyja í Múla íAðaldal Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir starfsmaður á leikskóla á Akureyri ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Hallgrímur Jónasson kennarifæddist í Fremrikotum íSkagafirði 30.10. 1894, sonur Jónasar Hallgrímssonar, bónda þar, og k.h., Þóreyjar Magnúsdóttur hús- freyju. Jónas var sonur Hallgríms, bónda í Bólu Jónassonar, bónda í Nýjabæ í Austurdal Jóhannessonar. Móðir Jónasar í Fremrikotum var Vigdís Jónsdóttir, bónda í Litladal Eiríks- sonar, og Oddnýjar Magnúsdóttur. Þórey var dóttir Magnúsar, bónda í Bólu Jónssonar, og Guðrúnar Halls- dóttur. Hallgrímur var albróðir Frímanns Jónassonar skólastjóra. Eiginkona Hallgríms var Elísabet Valgerður Ingvarsdóttir og eignuðust þau þrjá syni, Ingvar fiskifræðing, Jónas bifreiðastjóra og Þóri kennara. Hallgrímur stundaði nám við Al- þýðuskólann á Hvítárbakka í Borgar- firði, lauk kennaraprófi frá Kennara- skólanum, stundaði nám við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn og síðan við skólann í Askov og fór námsferð til Englands og fjölda slíkra ferða til Norðurlandanna. Hallgrímur var kennari við Barna- skólann í Vestmannaeyjum 1921-31 og bókavörður þar 1926-31 og síðan kennari við Kennaraskólann 1931-68. Hann var einn af vinsælustu og virt- ustu kennurum Kennaraskólans um árabil en þegar verið var að koma upp fjölmennri kennarastétt til að stórauka almenna barnafræðslu hér á landi var ævistarf hans einkar mik- ilvægt. Hallgrímur var mikill áhugamaður um ferðalög hér innanlands, marg- fróður um landið, sögu og þjóð, og fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands í 20 sumur frá 1940. Hann sat í stjórn félagsins 1944-72 og var heiðursfélagi þess og Útivistar. Þá hélt hann fjölda útvarpserinda, var prýðilegur hag- yrðingur og sendi m.a. frá sér Fer- hendur á ferðaleiðum, ljóð og vísur, 1950. Hann skrifaði mikið í Árbók Ferðafélagsins og samdi ferðalýs- ingar. Hallgrímur lést 24.10. 1991. Merkir Íslendingar Hallgrímur Jónasson 90 ára Bjarni Hansson 85 ára Anna Þorsteinsdóttir Erna Hallgrímsdóttir Kristinn Þórir Jóhannsson 80 ára Annmar Arnald Reykdal Guðjón Bachmann Karlsson Hörður Ragnar Ragnarsson Jón F. Sigurðsson Lárus Helgason Nikola Racunica Sigurður Fossan Þorleifsson 75 ára Aðalsteinn B. Ísaksson Jón Helgi Gestsson Steinunn Jóhannsdóttir Þórarinn B. Þórarinsson 70 ára Anna Skúladóttir Einar Torfi Ásgeirsson Guðrún Filippusdóttir Hrafnkell Björnsson Jón Guðmundsson Ólafía Sigríður Friðriksdóttir 60 ára Ásgeir Kristinn Lárusson Björn Bergmann Þorvaldsson Elvar Gunnarsson Guðjón Harðarson Guðrún Júlína Tómasdóttir Halldór Höskuldsson Ingvar Guðjónsson Jóhanna Brynhildur Bjarnadóttir Kristjana Björnsdóttir Mundína Freydís Marinósdóttir Oddgeir Magnús Úranusson Ólöf Laufey Sigurþórsdóttir Rannveig Björg Árnadóttir Supattra Teerachai Þorgerður Ragnarsdóttir 50 ára Aðalsteinn Þórhallsson Anna Sigríður Sigurðardóttir Gunnlaugur Kristinsson Kristín S. Konráðsdóttir Magnús Sch.Thorsteinsson Ryszard Adam Stencel Sunna Sveinsdóttir 40 ára Agnieszka J.O.-Piechowska Áki Hermann Barkarson Bjarni Benedikt Björnsson Björn Snorri Rosdahl Edgars Ozols Guðríður Sæmundsdóttir Halla Hrund Arnardóttir Heiður Hreinsdóttir Hildur Halldórsdóttir Hrefna Ósk Þórsdóttir Hubert Lewandowski Izabela Barbara Kalinowska Kristján Magnússon Sandra Mjöll Jónsdóttir Sigríður E. Vilmundardóttir Sigríður Guðmundsdóttir Stephen Jerome O’Mahony 30 ára Hekla Þöll Stefánsdóttir Ingvar Örn Eiríksson Jón Reynisson Karolina A. Zielaskowska Panthida Intaranuch Ragnhildur Gylfadóttir Styrmir Erlingsson Trausti Tryggvason Til hamingju með daginn 30 ára Ingvar Örn ólst upp á Selfossi, er þar bú- settur, lauk rafvirkjaprófi og starfar hjá Árvirkj- anum. Maki: Ragnheiður Páls- dóttir, f. 1989, nemi í sál- fræði við HR. Synir: Eiríkur Ingi, f. 2014, og Kristján Daníel, f. 2016. Foreldrar: Eiríkur Á. Ingv- arsson mjólkurfræðingur og Ingibjörg Eva Arnar- dóttir húsmóðir. Ingvar Örn Eiríksson 30 ára Jón ólst upp í Garðinum, býr þar, út- skrifaðist frá FS og starf- ar hjá Nettó. Systkini: Lena Reynis- dóttir, f. 1975, Sunna Reynisdóttir, f. 1977, og Pálmi Sturluson, f. 1982. Foreldrar: Hanna Birna Jónsdóttir, f. 1962, fv. verkakona, og fisk- verkakona, búsett í Garð- inum, og Jóhann Reynir Arason, f. 1947, vélstjóri og fv. sjómaður. Jón Reynisson 40 ára Hildur býr á Akur- eyri, lauk BSc-prófi í líf- eindafræði og starfar við meinafræðideild Sjúka- hússins á Akureyri. Maki: Jón Ísleifsson, f. 1975, sölumaður. Dætur: Gígja Lillý, f. 2008, og Heiðdís Harpa, f. 2011. Foreldrar: Halla Halldórs- dóttir, f. 1960, endurskoð- andi, og Halldór Gests- son, f. 1956, d. 2014, pípulagningamaður. Hildur Halldórsdóttir VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.