Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Árleg ráðstefna Atlantshafsbanda- lagsins um afvopnunarmál og tak- mörkun á útbreiðslu gereyðingar- vopna var sett á Grand hóteli í Reykjavík í gærmorgun. Þetta er í fjórtánda sinn sem ráðstefnan er haldin og hana situr fjöldi sérfræð- inga og hátt settra embættismanna. Meðal nafntogaðra gesta á ráðstefn- unni eru Rose Gottemoeller, vara- framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, Izumi Nakamitsu, erindreki Sameinuðu þjóðanna í af- vopnunarmálum, William Alberque, sem stýrir sérstakri deild Atlants- hafsbandalagsins um afvopnun og takmarkanir á útbreiðslu gereyðing- arvopna, og Alejandro Alvargozález, aðstoðarframkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins á sviði stjórn- og öryggismála. Við setningu ráðstefnunnar sagði Rose Gottemoeller að endurtekin notkun efnavopna græfi undan þeirri mikilvægu vinnu sem lagt hefði verið í í tengslum við afvopnun og takmörkun útbreiðslu gereyðing- arvopna. Hún kvaðst harma beitingu efnavopna í Sýrlandi, Malasíu og Salisbury. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gottemoeller að hún vænti þess að ráðstefnan hér í Reykjavík skilaði árangri. „Þó að við höfum haldið þessa ráðstefnu oft áður myndi ég segja að þetta væri mikilvægasta árið. Það liggur fyrir að það þarf að takast á við mörg mál, sérstaklega þau er tengjast INF-samningnum. Þetta er mikilvægur tímapunktur fyrir alla sérfræðingana sem hér eru saman komnir. Þeir þurfa að velta fyrir sér mikilvægi þessa samnings fyrir framtíðina og skoða hvaða hug- myndir eru á kreiki og vakna í tengslum við þessa nýju eldflaug Rússanna. Þjóðir Atlantshafs- bandalagsins hafa vaknað við mikil- vægi afvopnunarsamninga sem hafa verið til í langan tíma, nú þarf að laga þá. Þetta er fullkominn tíma- punktur og staður til að ræða hvað þarf að laga.“ „Trump er dauðans alvara“ Hún segir að Bandaríkjamenn hafi frá árinu 2013 haft efasemdir um það hvort Rússar uppfylli skuldbindingar sínar gagnvart INF-samningnum um kjarnorku- afvopnun. Samningurinn var gerð- ur árið 1987, í kjölfar leiðtoga- fundar þeirra Ronalds Reagans og Mikhaíl Gorbatsjovs í Höfða. Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, hótaði því nýverið að rifta INF-samningnum vegna meintra brota Rússa. Er það hluti af því hversu mikilvægur þessi tíma- punktur er að þínu mati? „Það er augljóst að Trump for- seta er dauðans alvara. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og hefur komið skoðun sinni skýrt á framfæri í fjölmiðlum. Ég held að það sé mikilvægt að einbeita sér að samskiptum þeirra Trumps og Pút- íns sem eru fyrir höndum, hvaða vinnu þeir geta sett af stað saman. Ég sá líka í morgun að Lavrov, ut- anríkisráðherra Rússlands, sagði í fjölmiðlum að Rússland væri farið að svara spurningum sem Banda- ríkin hefðu lagt fram um þessar eldflaugar. Þetta er mikilvægt skref. Ég held að Trump forseti hafi komið hreyfingu á hlutina, þar sem ekki hefur verið hreyfing í fimm ár.“ Bjórdrykkja vekur athygli Gottemoeller hélt af landi brott eftir hádegi í gær. För hennar var heitið til Þrándheims þar sem hún fundar í tengslum við NATO- æfinguna Trident Juncture. Þegar talið berst að heræfingunni umtöl- uðu hlær Gottemoeller við og seg- ist einmitt hafa verið að lesa frétt- ir af bjórdrykkju þeirra sem tóku þátt í æfingunni hér á landi. „Þegar ég skoðaði fréttirnar í morgun var mikið þar um það hvernig þátttakendurnir, sérstak- lega þeir frá Bandaríkjunum, hefðu drukkið allan bjórinn í Reykjavík. Þetta var nú í fyrstu bara á einhverjum bloggsíðum en í gær var til dæmis fjallað um þetta í Newsweek. Þetta hlýtur að vera góður bjór!“ segir hún í léttum tón. Aðspurð segir hún að æfingar á borð við Trident Juncture séu afar mikilvægar. „Þetta er tækifæri til að prófa sameiginlegar varnir okkar á stærri skala en við höfum gert í mörg ár. Það er sérstaklega mikil- vægt að geta æft hreyfanleika herafla. Getum við flutt mikið af búnaði og mannskap yfir Atlants- hafið og milli landa? Það hefur mikið áunnist síðasta mánuðinn í að svara þessari spurningu. Við höfum ekki haft svona æfingu lengi og hún er mikilvæg til að sýna bandalagsþjóðunum hvað er hægt og hvað þarf að bæta,“ segir Gottemoeller og tiltekur að sá hluti æfingarinnar sem var á Ís- landi hafi þótt afar vel heppnaður. „Ég hef fengið góðar spurnir af æfingunni hér á landi. Mér skilst að herskipin hafi notið vinsælda hjá almenningi en það var líka mikilvægt að láta skipin vinna saman við þessar aðstæður. Her- skipin hafa ekki þurft að athafna sig lengi hér í Norður-Atlantshafi. Veðuraðstæðurnar voru líka al- mennt mjög gagnlegar til æfinga. Ég sé að það er kominn snjór í fjöllin hér, það er mikilvægt fyrir okkur að sjá hvað þarf til að starfa við erfiðar aðstæður. Og þar getur Ísland sannarlega komið að gagni.“ Mikilvægasti fundurinn til þessa  Rose Gottemoeller, varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sótti ráðstefnu um afvopn- unarmál í Reykjavík  Segir að svara þurfi mörgum spurningum í málaflokknum um þessar mundir Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikilvæg ráðstefna Rose Gottemoeller, varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarpaði gesti í gær. Í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti við upphaf ráðstefnunnar í gær lagði hann áherslu á þýðingu NPT-samningsins fyrir kjarnorkuafvopnun í heiminum á þeirri hálfu öld sem liðin er frá undirritun hans. „Ef takmarkið um kjarnavopnalausan heim á ein- hvern tímann að nást verða þau ríki sem eiga slík vopn að standa við skuldbindingar sínar og þau ríki sem nú standa utan samningsins að undirrita hann. Við núver- andi aðstæður ætti alþjóðasamfélagið fyrst og fremst að einbeita sér að því að gildandi samningar séu virtir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson við þetta tilefni. Gildandi samningar séu virtir RÆÐA GUÐLAUGS ÞÓRS ÞÓRÐARSONAR Guðlaugur Þór Þórðarson Áslaug Árnadóttir Í andlátsfrétt um Árna Ís- leifsson hljóðfæraleikara í blaðinu í gær var ranglega farið með nafn dóttur Árna og Kristínar Axelsdóttir. Hún heitir Áslaug. Er beðist velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT Allt um sjávarútveg fyrir öll tölvurými og skrifstofur Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.