Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 29

Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinur reynir á þolrifin í þér en bíttu á jaxlinn ef þess þarf. Þú ert í óða- önn við að ganga frá gömlu dóti og þú finnur að þér léttir við það. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu engan koma þér úr jafnvægi í dag, hvað sem á dynur. Nú er tími til að nota þekkinguna og láta ljós sitt skína. Einhver slær þér gullhamra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Samband sem eitt sinn riðaði til falls er nú á traustum grunni. Þú færð óvæntar fréttir af fjölgun í fjölskyldunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að ganga frá óleystum málum sem varða yfirvöld. Til þess að skapa þarf maður fyrst að trúa því að það sé hægt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Öryggið sem kemur með smáum persónulegum sigrum smitast yfir í önnur svæði lífs þíns. Viðgerðir koma við pyngjuna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Frjálslegt viðhorf vinar þíns ergir þig í dag. Gættu þess þó að láta ekki á neinu bera. Ekki vera með of mörg verk- efni í gangi í einu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú græðir á tá og fingri og lætur aðra njóta þess með þér. Kastaðu nú áhyggjunum út í hafsauga og berðu höf- uðið hátt. Framtíðin verður áfram björt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er góður dagur til að velta fyrir sér hvernig eigi að bæta sam- skiptin við aðra, sérstaklega unglinginn á heimilinu. Ræddu við vini sem standa í sömu sporum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Vertu til staðar til að liðsinna þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Þú getur þó ekki bjargað öllum heiminum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þegar þú segir sjálfum þér að gera eitthvað skaltu gera það. Gættu þess að vera ekki of gagnrýninn á fólk, orð særa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekki þannig að þú þurfir öllu að ráða og stjórna þó að þú sért elst/ ur í systkinahópnum. Ástvinir þínir vilja allt fyrir þig gera, þiggðu hjálp ef þú þarft. 19. feb. - 20. mars Fiskar Manneskjan sem þú ert að bíða eftir er líka að bíða eftir þér. Þú þarft að brjótast út úr þínu daglega mynstri. Ekki skrifa undir neina pappíra – bíddu um stund. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-aði á Leir á þriðjudag: Ráðherrar álykta um ofbeldisbann, eflir slíkt friðinn og bætir hvern mann. Sérhver er vill ekki samþykkja það er settur í steglur og barinn í spað. Og bætti síðan tveim limrum við næsta dag: „Ég róast við rússnesku ströndina með refinn og hérann og öndina“ kvað Boris „og frið“ en bætti svo við: „En ísbjörninn át af mér höndina.“ Og: Kvað Cannibal kokkur á Verði „ég kæsi og frysti og herði en skanka og hækla ég sker af og pækla en léttreyki lærin af Gerði.“ „Við haustlok“ er yfirskrift Pét- urs Stefánssonar á þessu erindi: Að fenni á heiðar og fjöllin grá og frysti, er árviss saga. Líflaus blóm og lítil strá liggja dauð í haga. Hér er ég að horfa á haustsins lokadaga. Ingólfur Ómar Ármannsson horf- ir til himnaföðurins: Herra við þig bón upp ber býsna langt er síðan, sendu mér nú sjeniver svo að skáni líðan. „Ekki lýgur Mogginn,“ segir Magnús Halldórsson – „Kattafló fannst á hundi hér á landi“: Ýmsir nú skilið eiga hrós, hjá öðrum lífið hrundi. Kostnaður braggans kom í ljós og kattafló á hundi. Kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich malar: Um heiðurslæðu sæl ég syng söng og tel það mikinn plús að fræg er Pál og firna slyng að fanga milli klónna mús. „Hvellur“ sagði Guðmundur Arn- finnsson á fimmtudag og orti: Leitar heim af fjalli fé, fuglar koma sér í hlé, fjúka lauf um svörðinn sé, sveiflast nakin reynitré. Séra Ólaf Guðmundsson á Sauða- nesi (1537-1609) orti um sjálfan sig: Níu á ég börn en nítján kýr, nær fimm hundruð sauði, sex og tuttugu söðladýr svo er nú háttað auði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af refsingum og ferskum og reyktum mat „ÉG BAÐ UM TRÚÐA Í PARTÍIÐ MITT, EKKI KLÓNA.“ „EF ÞÚ VILT EKKI VERA KYLFUSVEINNINN MINN, ÞÁ ER FULLT AF ÖÐRU FÓLKI TILBÚIÐ TIL AÐ HLAUPA Í SKARÐIÐ!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... elda heima í staðinn fyrir að taka með úti. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann RAKINN LÆTUR HÁRIÐ MITT STANDA ÚT Í LOFTIÐ HVAÐ GERIRÐU ÞÁ? HANN ER AÐ SPYRJA FYRIR VIN ÆTTI ÉG AÐ MIÐA Á ÞAKIÐ? NEI, KLUKKAN ER HÁLF-SJÖ! MIÐAÐU Á BORÐSTOFUGLUGGANN! Þetta var þung helgi fyrir enskuknattspyrnuna, en eigandi Leic- ester City, Vichai Srivaddhanap- rabha, lést í slysi þegar þyrla hans hrapaði fyrir utan heimavöll liðsins, King Power, á laugardagskvöldið. Öfugt við ýmsa eigendur knatt- spyrnuliða var Srivaddhanaprabha vinsæll og vel liðinn meðal stuðn- ingsmanna Leicester enda vann lið- ið mesta afrek síðustu áratuga þeg- ar það varð öllum að óvörum enskur meistari fyrir tveimur árum. Sri- vaddhanaprabha átti að vonum ekki minnstan þátt í þeim árangri. Taí- lenska milljarðamæringnum er lýst sem alþýðlegum og skemmtilegum manni sem setti svip á samtíma sinn. Blessuð sé minning hans! Fleiri vond tíðindi bárust frá Englandi um helgina, en Glenn Hoddle, einn fremsti sparkandi sinnar kynslóðar þar um slóðir, veiktist hastarlega og síðar var staðfest að hann hefði fengið hjarta- áfall. Líðan hans er sögð alvarleg en stöðug. Víkverji hélt mikið upp á Hoddle á sinni tíð enda þótt hann léki með kolröngu liði. Hann var of- boðslega „elegant“ leikmaður með nef fyrir hinu óvænta. Vonandi nær hann bata. x x x Inni á vellinum hélt Mesut Özil,leikmaður Arsenal, áfram að vera ráðgáta. Fyrir nokkrum dögum var hann „yfir heimsklassa“, eins og einhver sparkskýrandinn orðaði það en gegn Crystal Palace á sunnudag- inn sást hann ekki fyrr en honum var kippt af velli. Móðgaðist þá og varð reiður. Kappinn mætti að ósekju sýna þá hlið oftar inni á vell- inum; lítið gagn af því þegar menn eru komnir út af. Raunar leikur Özil yfirleitt vel þegar Arsenal leikur vel og illa þeg- ar liðið leikur illa. Hann dregur ekki vagninn, heldur fylgir með, öfugt við Alexis Sánchez, meðan hann var í herbúðum Arsenal. Hann kveikti oftar en ekki í liðinu með vilja sín- um og skapi. Einmitt þess vegna er grátlegt að horfa upp á hann koðna niður hjá Manchester United um þessar mundir. Þjálfari sem ekki getur mótiverað Alexis Sánchez ætti að finna sér aðra vinnu! vikverji@mbl.is Víkverji Ég er ljós í heiminn komið svo að eng- inn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóh. 12.46)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.