Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 24

Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 ✝ Leifur KristinnGuðmundsson fæddist 19. septem- ber 1934 í Reykja- vík. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 25. september 2018. Foreldrar hans voru Guðmundur Hjörleifsson tré- smiður, f. 1. októ- ber 1890 í Halakoti í Vatnsleysustrandarhreppi, d. 12. september 1982, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 23. júlí 1897 á Lambanesreykjum í Fljótum, Skagafirði, d. 27. júní 1977. Föðurforeldrar Leifs voru Hjörleifur Steindórsson, bóndi á Seli í Grímsneshreppi, og kona hans Kristín Jónsdóttir. Móður- foreldrar voru Jón Halldórsson, trésmiður í Reykjavík, og kona hans Sigurlaug Anna Rögn- valdsdóttir. Leifur gekk í Austurbæja- kólann og síðan Gagnfræða- skóla Austurbæjar sem í fyrstu var til húsa á Lindargötu í Ingi- marsskóla (Franska spítalanum) en fluttist síðar á Skólavörðu- hjá Olíufélaginu hf. 1965-1979, eftir það tjónaskoðunarmaður hjá Könnun hf. og síðustu árin rak hann eigið tjónaskoðunar- fyrirtæki, eða þar til hann varð 70 ára. Leifur kvæntist 22. júlí 1961 Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, f. 6. desember 1939 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Runólfur Ásmundsson, verkamaður í Reykjavík, f. 20. apríl 1894 á Hnappavöllum í Öræfum, d. 8. nóvember 1971, og kona hans Sveinbjörg Pálína Vigfúsdóttir, f. 12. janúar 1904 á Flögu í Skaftártungu, d. 30. janúar 2005. Börn Leifs og Sigrúnar eru Runólfur Birgir, f. 28. september 1958 í Reykjavík, og Hjördís, f. 6. febrúar 1962 í Reykjavík, d. 19. janúar 2003. Leifur fæddist á Unnarstíg 2 í Reykjavík og bjó þar og víðar í bænum með foreldrum sínum og oft frændfólki og ömmu og afa. Leifur og Sigrún hófu búskap árið 1961 í íbúð og í sambýli með móðursystur Leifs í Þingholts- stræti 30. Samhliða hóf Leifur að byggja einbýlishús í Aratúni 4, Garðahreppi (nú Garðabæ) og fluttust þau þangað árið 1962 um haustið. Þar bjuggu þau allt til ársins 2005 þegar þau fluttu í Jökulgrunn 22 í Reykjavík. Þar var heimili Leifs til andlátsdags. Útför Leifs fer fram í kyrrþey að hans eigin ósk. holtið. Hann lauk námi þar 1951. Eftir það fór hann í Iðnskólann í Reykjavík, sem þá var við Tjörnina, og lærði vélvirkjun. Hann var samhliða á samningi hjá Vél- smiðju Kristjáns Gíslasonar við Ný- lendugötu. Eftir það fór hann í Vél- skólann og lauk þar vélstjóra- námi 1958. Hann bætti svo við sig þriðja árinu í rafmagnsdeild- inni og fékk þá aukin vél- stjórnarréttindi og full réttindi til að vinna í raforkuverum. Leifur var mikill námsmaður og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir námsárangur í Vélskól- anum. Hann hóf nám í tækni- fræði við háskóla í Þýskalandi en hætti af fjárhagsástæðum. Það hafði einnig áhrif að hann var kominn með fjölskyldu og hálfbyggt hús í Garðahreppi. Leifur vann um skeið í Vél- smiðju Eysteins Leifssonar, var verkstjóri í Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar til 1965, sölumaður Það er svo óraunverulegt að líf sem hefur gert svo margt, búið til svo margt, lagað svo margt, kennt manni svo margt, alltaf verið til staðar – sé allt í einu slokknað. Horfið, nema minningarnar og löngunin til að halda í það aðeins lengur. Óendanlega sterk löngun til að fá að halda í það sem var og sleppa því aldrei. Þannig líður mér þegar ég kveð elsku pabba minn. Pabbi var mikill hagleiks- maður, allt lék í höndum hans. Þúsundþjalasmiður. Hann hafði gaman af því að skapa og halda hlutum vel við. Hann var vand- virkur fram í fingurgóma. Byggði húsið í Aratúni og sumarbústað- inn í Grímsnesinu. Sífellt að stússa eitthvað í bústaðnum, stækka pallinn, byggja baðhús, breyta baðhúsinu, setja upp heit- an pott, byggja gufubaðshús og stækka bústaðinn. Hann vílaði ekki fyrir sér að skera bústaðinn í tvennt, toga aðra hliðina út og byggja á milli þannig að ómögu- legt var að sjá annað en að húsið hefði alltaf verið svona. Hann gerði upp ófáa bílana, þvottavél- ar, sláttuvélar, alls kyns raf- magnstæki og í raun hvað sem er. Pabbi var fimur með mikinn sprengikraft. Sprettharður eins og vindurinn og hefði orðið góður frjálsíþróttamaður. Lofthræðslu þekkti hann ekki og var því feng- inn til að setja upp örbylgju- mastrið á Landsímahúsinu við Austurvöll. Hann var samt manna hógværastur og vildi aldr- ei trana sér fram. Ég man ekki eftir að hafa heyrt hann flytja ræðu eða slá sér á brjóst. Manna- sættir var hann og valdi alltaf frið í stað bardaga. Hann var náttúru- unnandi og útivistarmaður, gekk á fjöll og gisti í tjaldi á jöklum. Órétt og spillingu þoldi hann illa og taldi mikilvægt að þjóðin fengi nýja stjórnarskrá. Hann vildi ekki láta hafa fyrir sér og kaus að hafa útför sína í kyrrþey. Það var honum líkt. Pabbi kynntist mömmu árið 1956 á balli á Kirkjubæjar- klaustri. Pabbi fór reyndar aldrei á ballið því hann keyrði fyrir fé- laga sína. Mamma kom ásamt vonbiðli í bílinn, en þegar hún sá pabba átti hinn engan séns. Það var ást við fyrstu sín. Hann tuttugu og eins og hún sextán. Þau stofnuðu svo sína kjarnafjölskyldu og árið 1958 fæddist ég og Hjödda systir 1962. Það eru aðeins nokkrir mán- uðir síðan pabbi reif klæðninguna af einni hlið sumarbústaðarins og setti upp nýja. Ennþá styttra er síðan hann var á fullu að hjálpa mér að endurgera baðherbergi. Undir það síðasta var hann að panta alls kyns græjur á netinu og tæpri viku fyrir andlátið fékk hann send tæki frá Amazon sem hann ætlaði að nota til að laga pípulagnir í húsinu þeirra mömmu. Hann vissi reyndar að hann myndi ekki gera það sjálfur en vonaðist til að geta verið til staðar á meðan viðgerð færi fram. Pabbi fagnaði 84 ára afmælis- degi sínum 19. september sl. en hrakaði síðan hratt og lést að- faranótt 25. september. Við fjöl- skyldan vorum hjá honum síð- ustu dagana og þar gafst tækifæri til að þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og kveðja hann fallega. Undir lokin var hann hvíldinni feginn en mik- ið hefði ég viljað hafa hann heil- brigðan hjá okkur lengur. Hvíl í friði, elsku pabbi minn, og takk fyrir allt. Þinn sonur. Runólfur Birgir Leifsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku afi. Það er erfitt að horf- ast í augu við þá staðreynd að við munum ekki fá að njóta þess að hafa þig hjá okkur lengur. Að þurfa að kveðja þetta hlýja hjarta, góðlega andlit og glettna bros er ólýsanlega sárt og erfitt að sætta sig við. Á þessum tímamótum rifjast upp óteljandi minningar sem margar hverjar framkalla óhjá- kvæmilegt bros á varirnar. Þú varst alveg einstakur, afi. Þú gast allt og varst alltaf tilbúinn með útrétta hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á. Það var sama hvort bíll- inn væri bilaður eða þakið farið að leka – þú komst alltaf fyrstur upp í hugann þegar átti að leita lausna. „Afi Leifur veit pottþétt hvernig á að laga þetta.“ Og svo mættirðu á svæðið, rólegur og yf- irvegaður sem endranær, og lag- aðir hlutina í einum grænum. Rétt eins og það væri ekkert mál að skipta út einni eldhúsinnrétt- ingu eða laga heilt ofnakerfi íbúð- ar. Þú varst gæddur óteljandi kostum og fyrirmynd í svo mörgu. Þú varst lítillátur rétt- sýnismaður sem vildi jafnrétti og frið fyrir alla. Þú varst glettinn græjukarl með húmorinn ávallt að vopni. Þú varst hógvær ævin- týramaður sem þeyttist um jökla á vélsleða eða gangandi. Þú varst náttúruverndarsinni og umfram allt varstu góður. Þú lést okkur alltaf líða vel með þinni notalegu nærveru og skemmtilega fasi. Þú varst líka töframaður, bæði þeg- ar þú tókst af okkur nefið og þeg- ar þú sýndir fram á hið ótrúlega – að sami matur geti bragðast ólíkt eftir aðstæðum. Þannig bragðað- ist ristuð brauðsneið með osti og sultu til dæmis aldrei eins vel og þegar þú framreiddir hana. Svo ekki sé minnst á þegar afabrauð- ið barst manni á sérstökum morgunverðarbakka beint í rúm- ið. Að vakna við slíkan lúxus er tilfinning sem lítið afabarn gleymir aldrei. Þú sýndir líka fram á mátt fallegra orða þegar þú kvaddir okkur með því að faðma okkur og segja „mér þykir vænt um þig“. Þú sagðir það þannig að maður vissi að þú meintir það. Minningin um þessa hlýju rödd og fallegu orð mun verma hjörtu okkar um ókomna tíð. Við erum heppnar að hafa fengið að upplifa svo margar góð- ar stundir með þér gegnum tíðina og vegna þeirra lifir þú áfram með okkur. Eins og við höfum sagt langafabörnunum, sem eiga erfitt með að sætta sig við að langafi þeirra sé farinn, getum við alltaf hitt þig aftur gegnum þessar hlýju og góðu minningar sem við eigum um þig. Þær eig- um við alltaf. Takk fyrir allt, elsku afi. Okkur þykir vænt um þig. Kristín, Sigrún og Lilja. Leifur Kristinn Guðmundsson Bárður Daníels- son, verkfræðingur og arkitekt, fæddist 26. október 1918 og er því öld frá fæð- ingu hans. Bárður lést 7. mars 2012, 93 ára að aldri. Faðir minn átti marga vini og kunn- ingja en Bárður var þó einstakur. Þeir voru jafnaldrar, brutust úr fá- tækt til mennta, luku stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri og héldu síðan til frekara náms. Í bernsku minni var Bárð- ur kvæntur fyrri konu sinni, Þorbjörgu Bjarnar Friðriksdótt- ur, og mér fannst engar hindr- anir geta hamlað Bárði. Hann var verkfræðingur en lauk síðar einnig prófi sem arkitekt til að geta fullhannað byggingar. Bárður Daníelsson Hann var með at- vinnuflugmanns- réttindi, átti hlut í flugvél og flugfélagi og flaug út á land til að sinna verkefn- um sínum. Jafn- framt gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum. Á efri ár- um dvaldi hann oft á Spáni með síðari eiginkonu sinni, Öldu Hansen. Mér fannst það dæmigert fyrir Bárð að hann tók sig þá til, lærði spænsku og gerðist áskrifandi að El País. Tímamót urðu þó í kynnum okkar Bárðar þegar faðir minn varð bráðkvaddur, ég var þá tæplega 11 ára. Veröld barnsins tók stakkaskiptum og allir vinir og kunningjar föður míns hurfu, nema einn, Bárður. Vináttu hans ALDARMINNING Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SVEINBJÖRN JÓNSSON húsasmíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ, laugardaginn 27. október. Útförin verður auglýst síðar. Sara Gunnarsdóttir Þorkell Jóhannsson Bergur Gunnarsson Hrönn Arnarsdóttir Ólöf Gunnarsdóttir Ragnar Þór Jörgensen Auður Gunnarsdóttir Gunnar Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra, STEINUNN EYSTEINSDÓTTIR, sem andaðist á heimili sínu í Brákarhlíð, Borgarnesi, sunnudaginn 14. október, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstudaginn 2. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar, sjá heimasíðu www.brakarhlid.is. Hanna K.S. Þorgrímsdóttir Þórir Ólafsson Erna Þorgrímsdóttir Hrönn Þorgrímsdóttir Ágúst S. Haraldsson Unnur Þorgrímsdóttir Torfi Halldórsson Elsa Þorgrímsdóttir ömmubörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA EMILÍA FRIÐRIKSDÓTTIR Dalsgerði 7h, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt sunnudagsins 28. október. Fyrir hönd aðstandenda, Guðríður Þórhallsdóttir Hallgrímur Jónsson Stefán Arngrímsson Guðbjörg Theresía Einarsd. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG ELÍSABET RAGNARSDÓTTIR lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki sunnudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 10. nóvember klukkan 14. Ágúst Andrésson Rakel Rós Ágústsdóttir Viðar Ágústsson Rósanna Valdimarsdóttir Ragnar Ágústsson Hanna Rún Jónsdóttir Marín Lind Ágústsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN SKÚLI ÖLVERSSON skipstjóri, lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 27. október. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 2. nóvember klukkan 14. Matthildur Jónsdóttir Kári Hilmarsson Sigfinnur Jónsson Bjarnveig K. Jónasdóttir Jóhanna B. Jónsdóttir Páll Freysteinsson Erla Jónsdóttir Árni J. Óðinsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegi maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, ÓLAFUR INDRIÐASON rafmagnstæknifræðingur, Hagamel 14, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt 19. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorgerður Benediktsdóttir Eygló Björk Ólafsdóttir Eymundur Magnússon Ástkær unnusta mín, sambýliskona, fósturmóðir og amma, MARTA J. GUÐNADÓTTIR, lést á Landspítalanum 18. október. Útför fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 2. nóvember klukkan 13. Skúli Matthíasson Matthías Skúlason Konráð Skúlason Sigurbjörg Tryggvadóttir Tryggvi Konráðsson Skúli Konráðsson Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, THOR THORS Löngulínu 11, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. október. Útför hefur farið fram. Jórunn Friðjónsdóttir Stefanía Thors Helgi Svavar Helgason Thor Thors Áslaug Kristjánsdóttir Snorri Thors Dagbjört Ágústa H. Diego Ólafur Thors Hanna Lind Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.