Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 4

Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Veður víða um heim 29.10., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Akureyri 2 léttskýjað Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 4 súld Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki -1 léttskýjað Lúxemborg 3 skýjað Brussel 5 skýjað Dublin 7 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 7 skúrir París 4 rigning Amsterdam 6 alskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 4 súld Vín 19 skýjað Moskva -1 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 9 skýjað Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 17 rigning Aþena 19 léttskýjað Winnipeg 4 alskýjað Montreal 2 rigning New York 11 alskýjað Chicago 7 skýjað  30. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:05 17:19 ÍSAFJÖRÐUR 9:22 17:12 SIGLUFJÖRÐUR 9:05 16:54 DJÚPIVOGUR 8:38 16:45 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Austan 5-13 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma NA-til og hiti nálægt frostmarki. Á fimmtudag og föstudag Norðan og norðvestan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma N-lands. Austlæg eða breytileg átt, 8-15 m/s um hádegi og slydda eða snjókoma með köflum, en hægari SV-lands og úrkomuminna. Dregur úr úrkomu og rofar til norðanlands. Hiti 0 til 6 stig. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari sagði í munnlegum málflutn- ingi sínum í máli Thomasar Møller Olsen sem fram fór í Landsrétti í gær, að sönnunargögn málsins sýndu að enginn skynsamlegur vafi væri uppi um hvort Thomas hefði svipt Birnu Brjánsdóttur lífi. Því bæri Landsrétti að sakfella hann. Sigríður sagði jafnframt að fram- burður hans fyrir héraðsdómi, þar sem reynt hefði verið að varpa sök á saklausan mann, Nikolaj W. Herluf Olsen, hafi verið haldlaus. Sem kunnugt er var Thomas dæmdur í nítján ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar í fyrra og fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Sigríður fór yfir þau sönnunargögn sem til staðar eru í málinu, meðal annars blóði drifinn bílaleigubílinn, lífsýni úr Thomasi sem voru á skóm Birnu sem fundust við Hafnarfjarð- arhöfn, fingrafar Thomasar á öku- skírteini Birnu sem fannst í rusla- tunnu um borð í togaranum Polar Nanoq, auk þess sem Thomas gæti ekki eða vildi ekki gera grein fyrir ferðum sínum að morgni laugardags- ins 14. janúar, jafnvel þegar hann sæi fram á margra ára fangelsisdóm. Lýsandi dæmi um rangan fram- burð Thomasar sagði Sigríður að birtist í því hvernig hann hefði út- skýrt það að hafa eytt þónokkurri stund í að þrífa Kia Rio-bifreiðina þar sem atlagan að Birnu fór fram. Myndskeið sýnir Thomas þrífa bif- reiðina „afar vandlega“, alveg upp á þak hennar, sem er sérkennilegt því að sjálfur lýsti hann því að hann hefði bara séð einn ælublett í bílnum – og voru þeir þó mjög greinilegir. „Í besta falli ólíklegt“ Björgvin Jónsson, skipaður verj- andi Thomasar Møller Olsen fyrir Landsrétti, sagði í munnlegum mál- flutningi sínum að „uppleggið hjá ákæruvaldinu“ og þeim sem rann- sökuðu morðið á Birnu Brjánsdóttur hefði verið að þar sem Thomas hefði eytt tíma í að þrífa Kia Rio-bílaleigu- bílinn, hlyti hann að vera sekur. Hann dró það í efa og sagði það í „besta falli ólíklegt“, að andlát Birnu hefði getað orðið með þeim hætti sem ákæruvaldið vildi meina. Hann bað dóminn um að hugsa sérstaklega um það að blóð hefði hvorki fundist á stýri né gírstöng bílaleigubílsins, þrátt fyrir að það lægi fyrir í gögnum málsins að árásarmaðurinn hlyti að hafa verið blóðugur á annarri hendi, ef ekki báðum. „Hvað segir það okkur? Ákærði getur ekki hafa ráðist að brotaþola. Árásarmaðurinn getur ekki verið sá sami og ók bifreiðinni,“ sagði verj- andinn og hélt áfram að teikna upp þá mynd að Nikolaj Olsen væri mögulega og líklega sekur um að hafa ráðið Birnu bana, eins og sak- borningurinn Thomas hefur reynt frá því í ágúst í fyrra er hann gjör- breytti framburði sínum fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness. Olsen einn veit um ferðir bílsins Leifur Halldórsson rannsóknar- lögreglumaður kom fyrir Landsrétt í gærmorgun. Fyrir Héraðsdómi Reykjaness fjallaði Leifur um akstur rauða Kia Rio-bílaleigubílsins sem Olsen var með á leigu. Hann greindi frá athugun lögreglu, sem sýndi fram á að einungis væri búið að gera grein fyrir um 130 kílómetrum af þeim alls 319 kílómetrum sem bíla- leigubílnum var ekið þann tíma sem Thomas var með hann á leigu. Því væru 190 kílómetrar enn óútskýrðir. Fyrir Héraðsdómi kom fram að óútskýrður akstur bílsins hefði verið að minnsta kosti 140-150 kílómetrar, en nýtt mat lögreglu sýndi að ekki hefði verið gerð grein fyrir um 190 kílómetrum. „Það var algjör ágiskun af minni hálfu á þeim tíma. 319 kílómetrar eru óumdeildir, en hitt verður alltaf ágiskun þar sem ákærði kaus að greina ekki frá því hvernig hann hefði notað bílinn,“ sagði Leifur. Björgvin Jónsson, verjandi Thom- asar, spurði hvort kannað hefði verið í síma Thomasar hvort hann hefði notað Google Maps eða álíka forrit til þess að velja skemmstu leið á milli staða. Gengið var út frá því í mati lögreglu að stysta leið hefði verið far- in, á þá staði sem vitað er að bílnum var ekið. Leifur sagði að það hefði ekki ver- ið kannað, en að það myndi ekki breyta heildarniðurstöðu matsins, nema ef til vill um 10-15 kílómetra, þar sem ekki skipti miklu hvort t.d. farið væri um Reykjavíkurveg og Hringbraut eða Reykjanesbraut og Sæbraut á leiðinni fá Hafnarfjarðar- höfn og niður í miðborg Reykjavíkur. „Það er mitt mat að það muni það litlu að þetta sé ekki neitt sem skiptir máli í raun, 10-15 kílómetrar. „Síðan sitjum við, ég og þú Björgvin, og fabúlerum um það hvert bílnum var ekið á þessum tíma á meðan ákærði situr þarna og hann er sá eini sem veit það,“ sagði Leifur. Staðfesti framburð sinn Thomas Møller Olsen kom fyrir Landsrétt í gær og staðfesti þar þann framburð sem hann veitti fyrir dómi í héraði. Hann sagðist engu vilja bæta við, né breyta. Björgvin Jónsson, skipaður verjandi Thom- asar, rakti framburð hans í meginat- riðum og jánkaði sakborningurinn því að sá framburður sem verjandi hans þuldi upp og dómtúlkur snaraði af íslensku yfir á grænlensku, stæð- ist. Við aðalmeðferð fyrir Héraðs- dómi Reykjaness bar sakborningur- inn upp allt annan framburð en þann sem hann hafði haldið sig við í a.m.k. átta skýrslutökum hjá lögreglu og gerði tilraun til þess að koma sök á skipsfélaga sinn af grænlenska fiski- skipinu Polar Nanoq, Nikolaj W. Herluf Olsen. Sakborningurinn gerði enga tilraun til þess að hylja andlit sitt er hann kom fyrir dóminn í morgun, en það gerði hann við aðal- meðferð málsins í héraðsdómi. Ljós- myndurum var þó gert erfitt um vik að ná af honum myndum í gærmorg- un, dómverðir reyndu að skyggja á þá, auk þess sem svört tjöld voru notuð í því skyni. Þá er sá háttur á að ekki hefur mátt greina frá skýrslutökum í mál- inu „í beinni“ eins og tíðkast hefur í mörgum umtöluðum dómsmálum undanfarin ár. Verjandi Thomasar spurði Leif út í ásakanir sakborningsins á hendur lögreglu, sem Thomas segir að hafi verið vond við sig og andstyggileg í orðavali, auk þess að beita sig þrýst- ingi við skýrslutökur er hann sat í gæsluvarðhaldi. Þessar ásakanir komu fram í framburði Thomasar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Því vísaði Leifur á bug og sagði að verjandi Thomasar hefði fyrir hér- aðsdómi aldrei talað um þetta og þó hefði hann verið viðstaddur allar skýrslutökurnar. Þá væri mynd- bandsupptökukerfi á fangagangin- um og að það hefði verið hægur leik- ur að kalla eftir þeim gögnum, ef ákærði teldi að á sér hefði verið brot- ið. Hann sagði þó að vissulega hefði Thomas verið vakinn og færður til rannsóknar hjá tæknideild og lækni skömmu eftir handtöku og svo vak- inn á ný tvívegis þá sömu nótt til að fara í skýrslutöku. „Vissulega er ver- ið að gera honum ónæði, en svona var þetta bara og tilheyrði rannsókn málsins,“ sagði Leifur. Tekist á um sekt Thomasar Møller Olsen í Landsrétti  Saksóknari segir engan skynsamlegan vafa á sekt  Verjandi dró atburðarás ákæruvaldsins í efa Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsréttur Thomas Møller Olsen mætti fyrir Landsrétt og staðfesti framburð sinn fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Morgunblaðið/Eggert Leitin Jón Ólafsson, dómkvaddur haffræðingur, greindi frá því að líkama Birnu hefði líklegast verið varpað í Ölfusá af Óseyrarbrú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.