Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 17

Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Angela Merkel Þýskalandskanslari til- kynnti í gær að hún hygðist ekki sækj- ast eftir endurkjöri þegar núverandi kjörtímabili lyki árið 2021. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að báðir flokkar ríkisstjórnarinnar guldu afhroð í sam- bandslandskosningum í Hessen, en þeir töpuðu samtals um 22% fylgi frá síðustu kosningum. Staða ríkisstjórn- arinnar var í óvissu eftir kosningarnar, sér í lagi þar sem sambandskosningar í Bæjaralandi fyrir tveimur vikum ollu einnig vonbrigðum meðal stjórnar- flokkanna. Sagði Merkel að hún vonaðist til þess að ákvörðun sín myndi lægja öld- ur innan ríkisstjórnarsamstarfsins og gera fólki kleift að einblína á stjórn Þýskalands. „Það er kominn tími til að hefja nýjan kafla,“ sagði hún við blaða- menn þegar hún tilkynnti ákvörðun sína. Merkel mun fyrst stíga til hliðar sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en kosið verður um stöðuna á flokksþingi þeirra í desember. Hún sagði jafn- framt að hún hygðist ekki skipta sér af því hver yrði fyrir valinu sem eftirmað- ur sinn, en fjórir gáfu kost á sér í gær í kjölfar tíðindanna. Merkel hefur verið kanslari Þýska- lands frá árinu 2005 og almennt notið mikillar hylli í Þýskalandi sem tákn- mynd stöðugleika og hagsældar. Inn- flytjendamál hafa hins vegar reynst henni erfið, sér í lagi þegar hún ákvað að halda landamærum Þýskalands opnum árið 2015 þegar flóttamanna- straumurinn frá Sýrlandi og Norður- Afríku var sem mestur, með þeim af- leiðingum að Þýskaland tók á móti meira en einni milljón hælisleitenda. Stígur til hliðar árið 2021  Merkel axlar ábyrgð á afhroði stjórnarflokkanna  Sækist ekki eftir endurkjöri AFP Á útleið Merkel tilkynnti í gær að hún hygðist hætta árið 2021. Þessi kona var á meðal þeirra sem vottuðu fórnar- lömbum skotárásarinnar í Pittsburgh á laugardaginn virðingu sína, en ellefu manns létust þegar byssumaður hóf skothríð í bænahúsi gyðinga. Fjölmenn minningarathöfn var haldin í Pittsburgh á sunnudaginn og er talið að rúmlega þúsund manns hafi fylgst með henni. Hafa samúðarkveðjur borist víða að til aðstandenda. AFP Fórnarlamba skotárásarinnar í Pittsburgh minnst Fjölmenn minningarathöfn Karu Jayasuriya, forseti þingsins í Srí Lanka, varaði við því í gær að sú krísa sem nú einkennir stjórn- mál í landinu gæti endað með „blóðbaði“, eftir að forseti lands- ins, Maithripala Sirisena, rauf þing. Hörð valdabarátta er nú sögð ríkja á milli Ranil Wickremesinghe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og Sirisena, en Wickre- mesinghe var vikið úr starfi for- sætisráðherra á föstudaginn var. Skipaði hann Mahinda Rajapakse, fyrrverandi forseta landsins, sem forsætisráðherra og rauf svo þing. Sagði Jayasuriya að hann hefði beðið Sirisena um að endurskoða ákvörðun sína og leyfa löggjafar- valdinu að greiða úr málum. Einn hefur þegar látist í mótmælum vegna málsins. Þingforsetinn varar við „blóðbaði“ Ranil Wickremesinghe SRÍ LANKA Malusi Gigaba, innanríkisráð- herra Suður-Afríku, greindi frá því á sunnudaginn að hann hefði verið fórnarlamb fjárkúgunar- tilraunar eftir að myndbandi sem sýndi ráðherrann í kynlífs- athöfnum var stolið af snjallsíma hans. Sagðist Gigaba vilja greina frá þessu, þar sem brögð hefðu orðið að því að pólitískir andstæðingar hans reyndu að dreifa myndband- inu til að koma á hann höggi. Bað hann fjölskyldu sína afsökunar á því að myndbandið hefði orðið til og hlotið dreifingu. Þá sagði Gigaba að myndbandið hefði verið notað til þess að reyna að kúga út úr honum fé, en að hann hefði harðneitað að borga. Gigaba varð fjármálaráðherra Suður-Afríku í mars í fyrra og segir hann fjárkúgunartilraun- irnar hafa hafist þá. Hann var gerður að innanríkisráðherra í febrúar á þessu ári. Ráðherra fórnar- lamb fjárkúgunar SUÐUR-AFRÍKA Talið er að allir um borð hafi farist þegar flugvél indónesíska flugfélags- ins Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak í gærmorgun. Áætlað var þó að halda áfram leit að eftirlifendum allan gærdaginn. 189 manns voru í heildina um borð í vélinni, sem var af Boeing-737 MAX gerð, en hún var sögð tiltölu- lega nýleg. Tók hún á loft frá Jak- arta, höfuðborg Indónesíu, en hvarf af ratsjám 13 mínútum síðar. Höfðu flugmenn vélarinnar þá óskað eftir leyfi til að snúa aftur til flugvallarins í Jakarta. Sjónarvottar lýstu því hvernig þeir hefðu fylgst með vélinni missa flugið og steypast í vatnið. Bambang Suryo Aji, yfirmaður leitarsamtaka, sagði við fjölmiðla að hann teldi ólíklegt að nokkur hefði lifað af, þar sem ástand þeirra lík- amsleifa sem fundist höfðu hefði ekki verið gott. Um 40 kafarar voru á svæðinu ásamt um 110 öðrum við leit og björgun, en brak vélarinnar var sagt vera á um 30-40 metra dýpi. Vélin var á leiðinni til borgarinnar Pangkal Pinang, en hún er helsti tengiliður við eyjuna Belitung, sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna í Indónesíu. Að minnsta kosti einn Ítali var um borð í vélinni, en þjóð- erni annarra farþega lá ekki ljóst fyrir í gær. Þá voru um 20 starfs- menn indónesíska fjármálaráðu- neytisins um borð í vélinni. Bandaríska Boeing-fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það harmaði slysið, en vélin hafði einung- is verið í notkun síðan í ágúst síðast- liðnum. Edward Sirait, forstjóri Lion Air, sagði að þurft hefði að gera við vélina stuttu fyrir flugtak, en að það hefðu verið venjubundnar að- gerðir. Fluggeirinn í Indónesíu hef- ur vaxið ört á síðustu árum. Hins vegar hafa flugfélög þar fengið á sig slæmt orð vegna öryggismála. Allir farþegar og áhöfn talin af  Flugvél hrapaði skömmu eftir flug- tak í Indónesíu AFP Flugslys Ekki er talið að neinn muni finnast á lífi eftir slysið. Samgönguráðherrar ESB-ríkjanna virtust flestir vera sammála um það í gær að tillaga framkvæmdastjórnar sambandsins um að hætt yrði að flýta klukkunni vegna sumartíma á næsta ári væri óraunhæf. Jean- Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, tilkynnti í ágúst að hún hygðist leggja til enda- lok þess siðar að flýta klukkunni um eina klukkustund yfir sumarið. Norbert Hofer, samgönguráð- herra Austurríkis, sagði að flest að- ildarríkin væru sammála þeirri stefnu að binda enda á sumartíma. Hins vegar væri of snemmt að gera það á næsta ári. „Það þarf tækni- legan undirbúning á vissum sviðum,“ sagði Hofer. „Til dæmis segja flugfélögin okkur að þau muni þurfa minnst 18 mánuði til að undir- búa sig fyrir breytinguna.“ Þá þyrfti einnig að huga að því hvort ríkin vildu halda sig við sumartímann allt árið eða sleppa því að breyta vetrar- tímanum. Telja ófært að breyta klukkunni  Undirbúa þarf málið betur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.