Morgunblaðið - 30.10.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Við hönnun nýja Kringlusvæðisins
er tekið tillit til hugmynda um að
setja Miklubraut í stokk. Þá er gert
ráð fyrir biðstöðvum fyrir borgarlínu
vestan og norðan Kringlunnar.
Fasteignafélagið Reitir fer með
hönnun Kringlusvæðisins. Efnt var
til hugmyndasamkeppni um framtíð
svæðisins og urðu Kanon arkitektar
hlutskarpastir. Greint var frá vinn-
ingstillögunni í nóvember í fyrra.
Friðjón Sigurðarson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reit-
um, segir að vinna við nýtt aðal-
skipulag fyrir svæðið sé í gangi.
Eftir það taki við gerð deiliskipulags
vegna fyrstu áfanga uppbyggingar-
innar. Nú sé miðað við 160 þúsund
fermetra af nýju húsnæði, þar með
talið 850 íbúðir. Til samanburðar var
rætt um 500-600 íbúðir í fyrrahaust.
Meta þörf fyrir bílastæði
Við skipulagsvinnuna hafi verið
haft samráð við fjölda aðila, meðal
annars Vegagerðina, Veitur,
rekstraraðila og fasteignaeigendur.
„Jafnframt hefur verið unnin
greining á umferð svæðisins og bíla-
stæðaþörf. Hvort tveggja er mjög
ákvarðandi varðandi hversu mikið og
hvernig er hægt að byggja,“ segir
Friðjón og upplýsir að þessi undir-
búningsvinna hafi reynst tímafrekari
en áætlað var. Þó sé ekki víst að það
tefji fyrir uppbyggingu á svæðinu.
Meðan rammaskipulagið var í
vinnslu hafi farið fram sveitar-
stjórnarkosningar.
„Þá kemur fram sú hugmynd að
setja Miklubraut í stokk. Það breytir
forsendum verkefnisins. Borgarlínan
hefur jafnframt færst nær veruleika
en þegar lagt var af stað í þetta verk-
efni,“ segir Friðjón.
Hann bendir á að það geti borgað
sig fyrir Reiti að tímasetja uppbygg-
inguna með hliðsjón af þessum nýju
innviðum, jafnvel þótt Kringluverk-
efnið sé alveg óháð slíkum innviðum.
Enginn vilji mislæg gatnamót
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, tekur undir þetta og segir að
með því að aflétta veghelgun við
gatnamót Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar skapist ný tækifæri til
uppbyggingar á svæðinu.
„Þetta verður þá mun meira
gæðasvæði fyrir íbúðir en ef Mikla-
brautin er ofanjarðar. Þarna hefur
frekar verið gert ráð fyrir atvinnu-
húsnæði en íbúðum. Með stokk skap-
ast því færi á nýrri landnotkun.
Fyrir okkur og Kringlusvæðið vilj-
um við gjarnan sjá þennan stokk
verða að veruleika. Ég trúi því ekki
að nokkur vilji byggja mislæg gatna-
mót upp í loftið á mörkum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar,“
segir Guðjón.
Hann segir aðspurður að hug-
myndir um hótelturn til norðurs við
Kringluna hafi verið endurmetnar.
Nú sé til skoðunar að hafa jafnvel tvö
hótel sitt í hvorri byggingunni.
Guðjón segist aðspurður vonast til
að framkvæmdir hefjist að ári gangi
skipulagsvinna og samningar við
hagsmunaaðila eftir og að fyrsta
áfanga ljúki fyrir árslok 2021. Lík-
legast verði byrjað á að rífa gamla
hús Morgunblaðsins og prentsmiðj-
una til að rýma fyrir nýbyggingum.
Raunhæft sé að uppbyggingu á
svæðinu verði lokið árið 2030.
Friðjón segir að jafnframt því sem
ytri forsendur verkefnisins séu að
breytast sé áætluð þörf fyrir at-
vinnuhúsnæði einnig í skoðun.
Um 20% af flatarmáli Kringlunnar
fari nú undir veitingasölu og afþrey-
ingu. Erlendis sé víða miðað við að
hlutfallið sé um 40% í nýjum versl-
unarmiðstöðvum. Horft sé til þess að
netverslun sé að sækja í sig veðrið.
Því sé spáð að til dæmis fataversl-
anir muni ekki þurfa jafn marga fer-
metra og í dag.
Friðjón segir aðspurður að upp-
byggingin miði við um 3.600 bíla-
stæði á svæðinu en stæðin séu nú um
2.400. Svæðið verði afar vel tengt
m.t.t. samgangna. Það skapi tæki-
færi fyrir íbúa til að vera án einka-
bíls. Verði notkun borgarlínu um-
fram spár muni þörfin fyrir einkabíl
minnka að sama skapi.
Teikning/Reitir
Nýtt Kringlusvæði Áformað er að byggja fyrst þar sem gamla Morgunblaðshúsið stendur nú (hægra hornið, niðri).
Hanna nýja Kringlu með
hliðsjón af stokkalausn
Reitir horfa til borgarlínu varðandi fjölda bílastæða
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útlit er fyrir að áhrifin af veikingu
krónunnar séu ekki komin fram að
fullu í verðbólgunni. Bæði á verð inn-
fluttrar vöru eftir að hækka og svo
verð á þjónustu eftir því sem aðföng
verða dýrari í innkaupum.
Þetta segir Jón Bjarki Bentsson,
aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Bankinn spái 3,5% verðbólgu í byrj-
un næsta árs. Gangi það eftir verður
það mesta verðbólga sem mælst hefur
á Íslandi síðan í janúar 2014. Verðbólg-
an hélst samfleytt undir 2,5% mark-
miði Seðlabankans frá febrúar 2014 og
fram í mars 2018. Hún hefur síðan
verið undir og yfir því markmiði en
aldrei yfir 3%. Samkvæmt nýjum töl-
um mældist 2,8% verðbólga á Íslandi í
október. Hún var 2,7% í september.
Jón Bjarki segir aðspurður að þótt
farið sé að hægja á hækkunum hús-
næðisverðs hafi það enn áhrif til hækk-
unar á verðbólgunni. Undanfarið hafi
hækkunin verið borin uppi af hækkun
á landsbyggðinni, einkum í jaðri höfuð-
borgarsvæðisins og á Akureyri og ná-
grenni. „Ég tel að hægari hækkun á
íbúðamarkaði dugi ekki til að vega á
móti áhrifum gengislækkunarinnar og
að verðbólgan verði um 3,5% í byrjun
næsta árs. Til skemmri tíma hefur
gengislækkunin vinninginn.“
Hafa þegar hækkað verð
„Hún kemur hratt inn í ýmsa liði
vísitölu neysluverðs. Það er greinilegt
að innflytjendur og smásalar innfluttra
vara hafa margir þegar hækkað verð,
eða hyggja á það fyrr en seinna. Það
gerist jafnan fyrr en ella ef sú skoðun
er almenn að gengislækkunin sé ekki
sveifla heldur komin til að vera. Þau
áhrif eru hraðari og sterkari til
skamms tíma en breyttur taktur á
íbúðamarkaði.“
Jón Bjarki telur aðspurður horfur á
að verðbólgan muni ekki aftur fara
undir 2,5% markmið Seðlabankans
fyrr en eftir mitt næsta ár.
„Framhaldið veltur þá að miklu leyti
á niðurstöðu kjarasamninga. Þegar
lengra er liðið á næsta ár held ég að
hvorki íbúðaverðið né innflutnings-
verðlag muni ýta upp verðbólgu. Þá
ekki nema krónan veikist frekar.“
Gústaf Steingrímsson, hagfræðing-
ur á Hagfræðideild Landsbankans,
segir mega gera ráð fyrir að áhrifin af
veikingu krónunnar haldi áfram að
koma fram í næstu mælingum. Það sé
tímatöf í áhrifunum.
Verðbólga í viðskiptalöndum
„Við gerum ráð fyrir að verðbólga
muni aukast og að hún fari upp fyrir
3% nú í nóvember. Svo er spurning
hver útkoma kjarasamninga verður.
Ef samið verður um launahækkanir
sem samrýmast ekki verðbólgumark-
miðinu má gera ráð fyrir að verðbólga
fari vaxandi af þeim sökum,“ segir
Gústaf og bendir á að verðbólga í við-
skiptalöndum hafi farið vaxandi, sem
leggist á sveif með veikingu krónunn-
ar. Hann segir aðspurður Landsbank-
ann gera ráð fyrir að fasteignaverð á
höfuðborgarsvæðinu hækki umfram
verðbólgumarkmið á næsta ári.
Raunverð er nú sögulega hátt.
Launaþróun mesti óvissuþátturinn
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir launaþróun geta orðið ráðandi í verðbólguþróun næsta árs
Veiking krónu og húsnæðisliðurinn verði þá ekki ráðandi Landsbankinn spáir meiri verðbólgu
Verðbólguþróun frá janúar 2012 til okt. 2018
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Heimild: Seðlabanki Íslands
Tólf mánaða hlutfallsbreyting
á vísitölu neysluverðs
Verðbólgumarkmið
Seðlabanka Íslands: 2,5%
29. okt.
2,8%
Leiklistarnámskeið
Fyrir alla aldurshópa (ekki undir 16 ára).
Kennsla í góðri raddbreitingu og tali.
Spennandi spuna-leikþættir
sem auka hugmyndaflug og sköpun.
Kennsla hefst þriðjud. 6. nóv. kl. 17.30 og alla þriðjud. út nóv.
Ferðaleikhúsið, Light Nights á Baldursgötu 37, 101 Rvk.
Uppl. og innritun: theatre@vortex.is eða í síma 551 9181.
Kristín G. Magnús, leikkona, leikstjóri og leikritshöfundur.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Arn-
arhrauns 50 íbúðafélags hses, hefur
gengið til samninga við Fram-
kvæmdafélagið Arnarhvol ehf. um
byggingu á 6 íbúða búsetukjarna
ásamt sameiginlegu rými.
Öll sérbýlin eru hönnuð sam-
kvæmt hugmyndafræði algildrar
hönnunar, hönnun fyrir alla – að-
gengi fyrir alla. Í því felst að hanna
góðar lausnir með jafnrétti og vellíð-
an alls fólks í fyrirrúmi og mun verk-
taki skila af sér fullbúnu húsnæði að
utan sem innan að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu. Fram-
kvæmdir hefjast á næstu dögum og
eru verklok áætluð í mars 2020.
Tillaga Arnarhvols byggist á sam-
starfi við Svövu Jónsdóttur arkitekt
og er hér um að ræða 6 íbúða sérbýli
með fullu aðgengi fyrir fatlaða og 1
sérbýli fyrir starfsfólk heimilisins.
Þetta verkefni er liður í áætlun
sveitarfélagsins um fjölgun heimila
fyrir fatlað fólk. „Framkvæmdir eru
loks að hefjast við nýjan búsetu-
kjarna og óhætt að segja að lang-
þráðum áfanga sé náð. Það er
ánægjulegt að hugsa til þess að inn-
an 18 mánaða muni ný og falleg
heimili bíða nýrra íbúa sem þurfa
svo sannarlega á þeim að halda,“ er
haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur,
bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar.
Byggja búsetu-
kjarna í Hafnarfirði
Framkvæmdir hefjast á næstu dögum
Ljósmynd/aðsend
Samkomulag Rósa og Karl Þráins-
son, framkvæmdastjóri Arnarhvols.
„Við fengum 980 tonn í þremur hol-
um. Hvert hol tók um þrjá og hálfan
tíma og við vorum um 17 klukku-
tíma að veiðum,“ segir Runólfur
Runólfsson, skipstjóri á Bjarna
Ólafssyni AK, í frétt á vef Síldar-
vinnslunnar hf. Skipið kom með 980
tonn af norsk-íslenskri síld til Nes-
kaupstaðar í gærmorgun.
Er haft eftir Runólfi að veiðiferð-
in hafi gengið afar vel. „Veiðiferðin
var því vel lukkuð og síldin er góð
og rosalega falleg. Við vorum að
veiðum í Smugunni alveg austur við
norsku línuna. Veiðisvæðið var um
það bil 380 mílur austur af Dala-
tanga.“ Beitir NK fór á miðin í gær
en Börkur NK er enn í höfn eftir að
hafa landað góðum afla fyrir
helgina, að því er fram kemur á vef
Síldarvinnslunnar. Segir þar að ljóst
sé að brátt muni veiði á norsk-ís-
lensku síldinni ljúka hjá skipum út-
gerðarinnar, en síðan muni þau
væntanlega snúa sér að veiðum á ís-
lenskri sumargotssíld.
Fengu 980 tonn af síld í
þremur holum í Smugunni
Veiðum á norsk-íslenskri síld brátt lokið