Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. i 20% af hreinsun á sófaáklæðum og gluggatjöldum til 16. nóvember. STOFNAÐ 1953 Á hverju ári halda alþjóðasamtökin WSO (World Stroke Organisation) sérstakan dag til að minna almenning á heilablóðfallið eða slagið og við- brögðin við því. Í Kringlunni í gær voru sérhæfð- ir læknar, hjúkrunarfræðingar og næringar- fræðingar á ferð og fræddu þeir gesti um slagið. Björn Logi Þórarinsson, (til vinstri á mynd) tauga- og lyflæknir, var meðal þeirra sem ræddu við gesti Kringlunnar. Alþjóðlegi slagdagurinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gestir Kringlunnar fengu fróðleik um slagið Magnús Heimir Jónasson Ómar Friðriksson Ný forysta Alþýðusambands Ís- lands (ASÍ), kom saman á fund í gær í fyrsta sinn. „Þetta bara gekk vel og við vorum að skipuleggja framhaldið og ákveða á hvaða málaflokkum við ætlum að byrja á og hvernig við ætl- um að vinna þannig að sem flestar raddir fái að heyrast,“ segir Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ, eftir fundinn með Vilhjálmi Birgissyni, 1. varaforseta, og Kristjáni Þórði Snæ- bjarnarsyni, 2. varaforseta. „Við erum með miðstjórnarfund í næstu viku og ætlum að reyna að vinna í að undirbúa okkur fyrir hann,“ segir hún. Spurð hvort ráða- menn hefðu sett sig í samband við hana eftir kosningarnar um helgina,“ sagði Drífa að hún hefði rætt við Katrínu Jakobsdóttur for- sætisráðherra og að það yrði fundur þeirra á milli í næstu viku. Hún sagði að á næstu dögum yrði farið yfir ályktanir og niðurstöðu þings- ins. Byggja almennar leiguíbúðir Meðal stefnumála sem samþykkt voru á þingi ASÍ fyrir helgina er ít- arleg stefna sambandsins í húsnæð- ismálum. Þar segir m.a. að vinna beri að því í samstarfi við stjórnvöld að skapa skilyrði til afnáms verð- tryggingar og að tryggja beri að fólk geti nýtt sér viðbótarlífeyrissparn- aðarkerfið við kaup á húsnæði til eigin nota hafi það ekki átt íbúðar- húsnæði sl. 5 ár. Fjöldi þingfulltrúa tók þátt í vinnunni og kom þar m.a. fram að meirihlutinn var ekki fylgj- andi því að banna notkun viðbótar- lífeyris til íbúðarkaupa, gegn upp- töku skyldusparnaðar en kaus fremur frjáls sparnaðarúrræði í þessu skyni. „Meirihlutinn taldi einnig að það væri hlutverk ríkis og sveitarfélaga að styrkja samtök leigjenda myndarlega og tryggja þannig að þau gætu komið fram fyr- ir hönd allra leigjenda,“ segir í greinargerð. Í nýrri stefnu ASÍ segir að sam- bandið eigi áfram að vera leiðandi við uppbyggingu almennra leigu- íbúða og mótun hugmynda um sann- gjarnan húsnæðismarkað. Vinna að stofnun húsnæðissamvinnufélaga Þá ætlar ASÍ að ,,Vinna að stofn- un húsnæðisfélaga, sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og sinni vax- andi hópi launafólks sem er með lág- ar meðaltekjur en getur ekki sótt um íbúð í almenna leiguíbúðakerf- inu. Mikilvægt er að slík húsnæðis- félög geti fengið 90% lán frá Íbúða- lánasjóði og byggi leiguhúsnæði um allt land þar sem leiguverði er haldið í lágmarki. Tryggja þarf þeim þol- inmótt eigið fé og kanna hver að- koma lífeyrissjóðanna geti verið að þeim, segir í stefnu ASÍ. Forsetar undirbúa næstu skref  Ný forysta ASÍ kom saman í gær  Funda með forsætisráðherra í næstu viku  Skapa skilyrði til afnáms verðtryggingar  Fólk geti nýtt sér viðbótarlífeyrissparnaðarkerfið við kaup á húsnæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Taka við taumum Nýkjörinn forseti og varaforsetar á lokadegi þings ASÍ. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir eðlilegt að þrýstingur á úrbæt- ur á þjóðvegum aukist í kjölfar al- varlegra slysa en hann segir mikil- vægt að horft sé á stóru myndina. „Í fyrsta skipti höfum við nægi- legt fjármagn til þess að geta sett fram raunverulega áætlun, þó að hún sé til fimmtán ára, um að ljúka við aðskilnað akstursstefna á þeim vegum þar sem alvarlegustu slysin verða,“ segir Sigurður Ingi og nefnir þar Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut. Mikil umræða hefur orðið um nauðsynlegar útbætur á Reykjanes- brautinni í Hafnarfirði í kjölfar banaslyssins sl. sunnudag en þar lést pólskur karlmaður á fertugs- aldri eftir árekstur tveggja bifreiða. Hann var farþegi í öðrum bílnum. Hópurinn Stopp hingað og ekki lengra! hefur þrýst á yfirvöld að klára tvöföldun Reykjanesbrautar. Ætlar hópurinn að loka Reykjanes- brautinni í mótmælaskyni í vikunni. „Eina leiðin til að ná eyrum ráða- manna er að gera eitthvað róttækt,“ segir Guðbergur Reynisson, einn af- forsvarsmönnum hópsins. Forgangur settur í aðskilnað „Það er sérstakur forgangur sett- ur í að aðskilja akstursstefnu og tvö- falda Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi. Af þessum sökum verði til dæmis aðeins ráðist í að- skilnað akstursstefna frá Hvassa- hrauni fyrst en breikkun vegarins síðar. Sigurður Ingi staðfestir að hann hafi sett sig í samband við for- svarsfólk Stopp hingað og ekki lengra! og ætli að hitta það til þess að ræða málin, líklega í næstu viku. Stóra myndin mikilvæg  Þrýstingur á úrbætur í kjölfar slysa eðlilegur, segir sam- gönguráðherra  Tvöföldun Reykjanesbrautar á áætlun Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjanesbraut Alvarlegt banaslys varð á Reykjanesbrautinni í vikunni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst í Vínbúð- unum fimmtu- daginn 15. nóv- ember. Áætlað er að í sölu verði um og yfir 60 teg- undir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara, s.s. jóla- ákavítis, jóla-síders, glöggs og fleira. „Töluvert er beðið eftir jólabjórn- um á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni,“ segir á heimasíðu Vínbúðanna. Í nafnalista yfir bjórtegundir sem verða á boð- stólum kennir ýmissa grasa. Þar má sjá nöfn eins og Blessaður, Fagnaðarerindið, Flibbahnappur, Okkara Jól og Heims um bjór. Um 60 tegundir af jólabjór verða á boðstólum Búist er við hægri suðaustlægri átt og víða skúrum eða éljum í dag en léttskýjuðu norðaustanlands. Fryst- ir víða á landinu og verður frost yf- irleitt 0 til 5 stig skv. Veðurstofunni en frostlaust verður við suður- ströndina. Með kvöldinu má þó bú- ast við slyddu eða snjókomu og síð- ar rigningu og 0-4 stiga hita. Suðaustlæg átt og skúrir og él víða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.