Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is Úrval af íslenskri hönnun Unicorn hálsmen frá 5.400,- SEB köttur - gylltur frá 18.600,- Alda hálsmen frá 9.600,- Birki armbands spöng frá 22.400,- Meira til skiptanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nakinn karl- maður sem lögreglan handtók í Kópavogi í fyrrinótt hafi hvorki hlýtt skipunum né aðvörunum og verið mjög ógn- andi. Það leiddi til þess að lögreglan beitti bæði varnar- úða og kylfum til að yfirbuga manninn. Myndskeið af atvikinu var birt á vef Vísis, en þar sést hvernig maðurinn æðir í átt að lögreglumanni sem sprautar varnarúða framan í manninn. Maðurinn hættir ekki og þá sést annar lögreglumaður slá manninn m.a. í lærin með lögreglukylfu og síðan sjást báðir slá manninn í nokkur skipti. Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu vilji taka fram að verklag við slíkar að- stæður sé að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. „Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vett- vangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð.“ Verklagi fylgt í handtöku á nöktum manni Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlkynseiginnafnið Milli og kven- kynseiginnöfnin Abel og Binna og hafa þau verið færð í mannanafna- skrá. Karlmannseiginnafninu Hall og kvenmannseiginnafninu Leah var hins vegar hafnað. Nafnið Leah þykir brjóta í bága við íslenskt málkerfi og þykir stríða gegn íslensku málkerfi að nota þol- fallsmynd í nefnifalli, líkt og í nafn- inu Hall, sem mannanafnanefnd hafnaði. Beiðni um millinafnið Dór var hafnað þar sem það hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla. Millinafnið Steinhólm var samþykkt af nefndinni. Þekktasti Ís- lendingurinn sem ber nafnið Dór er án efa tónlistarmaðurinn Friðrik Dór en ekki fylgir sögunni hvort hann hafi sent erindi til mannanafnanefndar, eða mögulega aðdáandi hans. Já við Milla og Abel en nei við Hall og Dór Friðrik Dór Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ferðum Herjólfs á milli lands og Eyja mun fjölga 30. mars næstkom- andi þegar ný ferja verður tekin í notkun og sigl- ingaáætlun nýs rekstrarfélags Vestmannaeyja- bæjar, tekur gildi. Almenn gjaldskrá hækkar aðeins en afsláttarkjör Vestmannaeyinga aukast. Þeir sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum munu greiða helming af almennu fargjaldi fyrir fólk og ökutæki. Stjórn Herjólfs ohf., félags í eigu Vestmannaeyjabæjar, hefur sam- þykkt siglingaáætlun og gjaldskrá fyrir ferjuna. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri félags- ins, tekur fram að siglingaáætlun og tillaga að gjaldskrá séu lagðar fram með fyrirvara um samþykki Vega- gerðarinnar sem er verkkaupi þjón- ustunnar fyrir hönd ríkisins. Þegar nýja ferjan getur notað Landeyjahöfn er gert ráð fyrir sjö ferðum á dag en ekki er hægt að koma við nema tveimur ferðum þeg- ar siglt er til Þorlákshafnar. Nú eru farnar fimm ferðir fimm daga vik- unnar en sex ferðir á föstudögum og sunnudögum. Byrjað verður fyrr á morgnana samkvæmt nýju áætlun- inni og hætt seinna á kvöldin. „Við erum að reyna að svara kalli samfélagsins um betri samgöngur. Einangrun er aldrei góð og við reynum einnig að tryggja öruggari ferðir en áður og er smíði nýs skips ætluð til að mæta því með siglingum í Landeyjahöfn í lengri tíma,“ segir Guðbjartur. Hann tekur fram að tíminn muni leiða það í ljós hvernig Landeyjahöfn nýtist nýju ferjunni. Farþegi greiðir 1.600 kr. Almenna gjaldskráin gerir ráð fyrir að það kosti 1.600 krónur fyrir farþega í hverri ferð. Nú er gjaldið 1.380 krónur. Fyrir minni ökutæki verður gjaldið 2.300 kr. í stað 2.220 krónur. Nýtt fyrirkomulag verður á afsláttarkjörum. Nú er hægt að kaupa fyrirfram þjónustu og fá af- slátt. Fyrir 34.500 króna afsláttar- kort fæst þjónusta fyrir 57.500 krónur þannig að afslátturinn er 40%. Samkvæmt nýju gjaldskránni fá þeir sem eiga lögheimili í Vest- mannaeyjum helmings afslátt. Hver farþegi þaðan greiðir þannig 800 krónur fyrir ferðina og 1.150 krónur fyrir bíl. Guðbjartur neitar því að mismun- un felist í lægra gjaldi fyrir Eyja- menn. Hann segir að ferjan sé lífæð og þjóðvegur samfélagsins í Eyjum. Telur hann það sanngjarnt að þeir sem nota ferjuna í jafn miklum mæli og þeir fái þjónustuna á öðru gjaldi en þeir sem noti hana lítið og fari eina og eina ferð. „Aðstæður eru sérstakar og eðlilegt að koma til móts við þá sem búa afskekkt og þurfa þennan aðgang að þjóðvega- kerfinu,“ segir Guðbjartur og segir að það sé í samræmi við reglur Evrópusambandsins um stuðning við samgöngur íbúa í jaðarsam- félögum. Guðbjartur bætir því við að af- sláttur hafi verið fyrir, bara í öðru formi, fyrir þá sem nota þjónustuna mikið. Fólk hafi þurft að greiða af- sláttarkortin fyrirfram en nú fái það afsláttinn jafnóðum og það nýti þjónustuna. Stjórn Herjólfs ohf. vinnur að öðrum undirbúningi yfirtöku rekst- ursins 30. mars. Búið er að ráða þrjá skipstjóra og vélstjóra. Eyjamenn fá helmings afslátt  Nýr Herjólfur hefur siglingar í höndum nýs rekstarfélags 30. mars á næsta ári  Ný áætlun gerir ráð fyrir sjö ferðum á dag í Landeyjahöfn  Gjaldið hækkar en heimamenn í Eyjum fá aukinn afslátt Guðbjartur Ellert Jónsson Ljósmynd/Crist SA Í smíðum Gert er ráð fyrir að nýi Herjólfur verði prófaður á sjó í kringum áramót. Eftir að skipið kemur til landsins tekur við undirbúningur siglinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.