Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 20

Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Allir keppnis- íþróttamenn kannast við að vera stressaðir fyrir keppni og ef- laust spyrja margir „er alltaf slæmt að vera stressuð/ stressaður fyrir keppni?“ eða „er yfir- höfuð eðlilegt að upp- lifa stress?“ Sumir einstaklingar upplifa stress sem „sönnun“ þess að þeir séu ekki nægilega til- búnir fyrir keppnina og þess vegna séu þeir stressaðir! Stað- reyndin er hins vegar sú að stress er huglægt fyrirbæri þannig það getur verið algerlega órökrétt hjá einstaklingum hvort þeir finna stress eða í hvaða magni. Ég fæ reglulega til mín einstaklinga í við- talstíma og það er alls ekki óal- gengt að heyra að farið sé að hafa verulegar áhyggjur af móti sem á að vera eftir marga daga eða jafnvel vikur. Eins og gefur að skilja þá er upplifun einstaklinga varðandi stress mjög ólík. Sum- ir hugsa mjög mikið um keppnina, hugsa um allt sem úrskeiðis gæti farið eða þessar svokölluðu „hvað ef“ hugsanir, og eiga al- mennt séð mjög erfitt með að hætta að hafa áhyggjur fyrir keppni. Síðan eru aðrir sem hugsa líka mikið um keppni en upplifa líka hræðslu og/ eða hreinlega ótta sem getur vald- ið mjög mikilli vanlíðan. Þessir einstaklingar upplifa sig aldrei sem „tilbúna“ fyrir keppni, finnst alltaf að þau gætu gert meira, gætu æft harðar o.s.frv. Þessir einstaklingar upplifa oft mikinn (keppni)kvíða þar sem þeir upplifa sína eigin getu sem ónÓga fyrir verkefnið (keppnina). Þá eru þess- ar „hvað ef“-hugsanir að yfirtaka huga einstaklingsins, geta valdið sífelldri vöðvaspennu og ef þessir einstaklingar hafa ekki einhverjar aðferðir til að slaka á og ná tökum á stressinu, þá er næsta ómögu- legt að þeir skili sinni bestu frammistöðu í keppni. Það má segja að hver einstaklingur hafi sitt eigið ákjósanlegasta „stress“ sem er hvorki of mikið né of lítið fyrir þann einstakling, sem er til- Stjórna ég stressinu eða stjórnar stressið mér? Eftir Ástvald Frí- mann Heiðarsson » Íþróttamenn þurfa að kljást við alls konar álag þegar kemur að keppnum og fjallar þessi grein um hugar- þjálfun sem aðferð til að kljást við það. Ástvaldur Frímann Heiðarsson Katrín Jakobsdótt- ir, forsætisráðherra, skrifar grein í Frétta- blaðið 23. ágúst sl., þar sem hún vill sýna fram á gott og merkilegt starf ríkisstjórnarinn- ar og „uppbyggingu fyrir almenning“ eins og hún orðar það. Ekki fór þessi inni- haldslitla og litlausa þula vel í undirritaðan, sem þó batt miklar vonir við þátttöku VG í rík- isstjórn undir forystu Katrínar. Þegar borin eru saman stefnumál og fyrirheit VG og þessi úttekt Katr- ínar sjálfrar á starfi og árangri rík- isstjórnarinnar, þá virðist ný Al- mannagjá hafa myndast þar á milli. Í ljósi þess að allir, sem til þekkja, vita að Katrín er væn kona, góðum kostum búin og velviljuð, er sorglegt að sjá hvernig baráttumál hennar og VG hafa þynnst út og leyst upp í tómt loft þá 10 mánuði sem ríkis- stjórn Katrínar hefur setið. Hvernig mátti það líka vera, að það umhverfis-, umbóta- og jafn- aðarafl, sem VG á að vera, gæti náð nokkru fram í samstarfi við full- trúa helstu sérhags- muna- og íhaldsafla landsins, sem einskis svífast í valdabrölti og klíkuskap? Annar þeirra lét sig hafa það að láta skipa dýralækni í embætti vegamálastjóra. Skyldu vegaverkfræðingar líka vera góðir dýralæknar? Auðvitað er þetta stjórnunarstarf, en gott er ef stjórn- endur hafa fagþekkingu líka og virðist þessi starfsskipun langsótt. Hinn styður hvalveiðar með ráðum og dáð, þó þær brjóti klárlega í bága við nútímaleg umhverfissjónarmið og hagsmuni og velferð landsmanna, svo að ekki sé talað um dýravelferð, enda föðurbróðir hans stjórnarformaður hvalveiðimanna. Það var sett fínt ákvæði um dýra-, umhverfis- og náttúruvernd í stjórn- arsáttmálann, og VG samþykkti 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða. Þetta er hvort tveggja grafið og gleymt. Villimannlegar hvalveiðar á fullu – vegna þess, segir Katrín, að vinur dýralæknanna, þá sjávarútvegsráð- herra, gaf út reglugerð 2013 um lang- reyðaveiðar – við allt önnur skilyrði og í samræmi við sérhagsmunamakk inn- an valdaklíku landsins – til 2018, sem nauðsynlegt væri að fylgja, „til að rugla ekki stjórnsýsluna“. Ekki mikil þyngd í þeirri skýringu. Langreyðaveiðar höfðu þó legið niðri í tvö ár, þar sem illmögulegt var að selja afurðirnar, og vægi ferðaþjón- ustu – en hvalveiðar eru eitur í beinum flestra ferðamanna – hafði margfald- ast í millitíðinni. Var því með þessu verið að fórna feikimiklu – líka auðvit- að ímynd og orðspori landsmanna – fyrir lítið eða ekkert, svo að ekki sé nú talað um svik við samþykktir VG. Þessa dagana er líka verið að drepa hreindýrskýr frá 8-12 vikna gömlum bjargarlitlum kálfum þeirra í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Þetta, þrátt fyrir það að Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Austurlands, Hrein- dýraráð og Matvælastofnun hefðu mælt með lengingu griðatíma hrein- dýrakálfa. Auðvitað ber Katrín ekki ein ábyrgð á þessu, aðalábyrgðin liggur hjá Guðmundi Inga, umhverfisráð- herra, en hann á að vera grænn, eins og Katrín, og hennar maður. Litbrigði á þessu eru þó fremur blóðrauð en græn. Lítum nú á „uppbyggingarmál“ Katrínar: Sumir ráðherrar og ráðamenn láta eins og ríkissjóður sé sjóður þeirra sjálfra og að þeir séu af höfðingslund og gjafmildi að úthluta landsmönnum úr eigin sjóði. Telja þeir sumir, að í þessu felist mikill manndómur og vel- vild gagnvart landsmönnum, sem beri að þakka. Nú stenst þetta auðvitað ekki alveg, því það eru landsmenn sjálfir, sem byggja upp ríkissjóð með greiðslum sínum á sköttum og skyldum, og það eru því þeir sem eiga ríkissjóð, ekki ráðherrar. Hlutverk ráðherra er það eitt að miðla fjármunum landsmanna til mál- efna og verkefna í samræmi við loforð og vilja fólksins í landinu. Getur slíkt varla talist til þakkarverðra verka eða afreka, enda allvel borgað fyrir þá þjónustu skv. síðasta úrskurði Kjara- ráðs. Í þeirri upplistun sem Katrín legg- ur fram í nefndri blaðagrein er skv. skilgreiningu undirritaðs alls engin uppbygging. Í skásta falli er verið að halda málaflokkum og þjónustu við; halda í horfinu. „Uppbygging“ hefur allt aðra merkingu. Hún þýðir að verið sé að byggja eitthvað nýtt, skapa nýja og aukna möguleika í þágu landsmanna, bæta hag og afkomumöguleika um- fram það sem var fyrir. Sem dæmi um raunverulega upp- byggingu má nefna útfærslu landhelg- innar, fyrst í 4 mílur, síðan í 12, því næst í 50 og loks í 200 mílur. Þarna var verið að tryggja landsmönnum aukna möguleika til sóknar og bættra lífs- kjara. Það sama má segja um gerð EES- samningsins, þar sem okkur var tryggður frjáls og nær tollalaus að- gangur að stærsta markaði heims með varning okkar og þjónustu, líka toll- frjáls innflutningur frá sömu ríkjum, auk starfs- og ferðafrelsis landsmanna innan 31 lands, öllum til góðs. Fríverslunarsamningur við Kína er líka uppbyggingarskref, en hann tryggir gagnkvæm frjáls og tollalaus viðskipti við það mikla land. Stundum gerist það í höfnum, að litlir bátar og léttir laskast í öldugangi og sjó milli stærri og þyngri skipa. Geta þeir þá líka sokkið. Svo kann að fara fyrir kútternum VG og verður að honum lítill harmur. Engin raunveruleg uppbygging og hvergi mark VG að sjá Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt »Hvernig á umhverf- is-, umbóta- og jafn- aðarafl, sem VG á að vera, að ná nokkru fram í samstarfi við fulltrúa helstu sérhagsmuna- og íhaldsafla landsins? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgun- blaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.