Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 18

Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Loksins er aðvaknaskilningur á því í Þýskalandi að óhjákvæmilegt sé að taka eitthvert mark á kosningum. Hin skrítna frétta- stofa „RÚV“ sagði frá því grát- klökk að tímamót hefðu orðið í pólitísku lífi Merkel, kanslara Þýskalands, sem af ýmsum hefði verið kölluð leiðtogi hins frjálsa heims eftir að Obama hætti sem forseti í janúar 2017. Tapi demókratar kosningum veita Bandaríkin sem sagt ekki lengur forystu á heimsvísu! Það má tína sitthvað gott til um forsetaferil Obama, þótt hann hafi gengist upp í því að Bandaríkin þyrftu að sýna al- þjóðlega forystu. Vonandi er það ekki að rugla fréttastofu „RÚV“ að norskir kratar veittu Obama friðarverðlaun Nóbels fyrir það eitt að ná kosningu sem forseti. Obama, sem er greindur maður, þótti eins og flestum öðrum, þetta frum- hlaup í besta falli pínlegt. For- setinn launaði yfirvöldum í Osló leikinn með því að tilnefna mann sem sendiherra í Osló sem komst ekki í gegnum stað- festingu í þinginu eftir að hafa sagst þar hlakka til að hitta forseta Noregs. Um það bil sem Obama hætti sem forseti og Merkel varð því óvænt leiðtogi hins frjálsa heims, þá var ESB í uppnámi hvert sem litið var. Bretar stefndu úr sambandinu. Merk- el hefði sennilega getað tryggt að Cameron forsætisráðherra ynni þjóðaratkvæðið. En hún taldi að kannanir sýndu það óhætt að hann kæmi úr við- ræðum við hana og aðra leið- toga ESB með skottið á milli lappanna. Cameron hafði lofað því að næði hann litlum árangri í „samningaviðræðunum“ myndi hann sjálfur mæla með úrsögn úr ESB. Merkel mat réttilega að ekkert væri að marka þær yfirlýsingar. Mat hennar á bresku þjóðinni var hins vegar kolrangt og Bretar eru því á leiðinni út. Spánarstjórn fól Hæstarétti landsins að handtaka alla þá sem verið höfðu í forystusveit fyrir sjálfstæði Katalóníu og geyma þá á bak við lás og slá um ótiltekinn tíma. Grikkland lá sært og blóðugt fyrir fótum ESB. Mörg Austur-Evrópu- lönd höfðu um þetta leyti hafið opinbert andóf gegn ESB með virkum stuðningi kjósenda og þá sérstaklega gegn glanna- legu óðagoti kanslarans í inn- flytjendamálum og kröfum hennar í kjölfarið að það fljót- ræði yrði bindandi fyrir alla Evrópu! Með hverjum degi sem líður aukast líkur á því að Ítalía lendi í hörðum átökum við búrókrata í Brussel með bak- stuðning forseta Frakklands og kanslara Þýska- lands. Hverjir voru það sem töldu að Merk- el hefði tekið við sem leiðtogi hins frjálsa heims? Þýsku stórflokkarnir tveir sem setið hafa í ríkisstjórn töp- uðu báðir miklu fylgi í þing- kosningum í september 2017. Úrslitin urðu til þess að for- maður Sósíaldemókrata hrökklaðist úr sinni stöðu eftir stutta viðkomu þar. Sá lýsti því yfir eftir afhroð flokksins að kratar yrðu að hverfa úr ríkis- stjórn og byggja í stjórnarand- stöðu upp trúverðugleika á ný. Eftir þref um stjórnarmyndun, sem engu skilaði, hurfu þeir frá því og endurnýjuðu stjórnar- samstarf með Merkel. Nýjustu kannanir á landsvísu sýna að fylgið heldur áfram að leka af CDU flokki kanslarans og staða sósíaldemókrata verður sífellt verri. Í kosningunum í Bæjara- landi féllu kratar úr því að vera annar stærsti flokkurinn þar og niður í fimmta sæti og minni en AfD sem kratar tala jafnan um sem óhreinan flokk. Í kosningunum í Hessen um helgina hélt þessi þróun áfram. Flokkur Merkel missti fjórð- ung fylgis síns þar og þá sterku stöðu sem hann hafði haft. Sósíaldemókratar töpuðu enn meir eða þriðjungi fylgis síns og fengu verstu útkomu frá lokum styrjaldarinnar. Merkel kanslari lýsti því yfir á fundi með flokksfélögum sín- um að hún myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs for- manns CDU í desember. Það hlýtur að hafa verið óþægilegt þegar flokksmenn risu úr sæt- um og fögnuðu yfirlýsingunni vel og lengi. Merkel hefur á hinn bóginn sagst ætla sér að sitja sem kanslari út kjörtímabilið eða í þrjú ár. Það felst lítil breyting í því að gefa eftir stól formanns en halda áfram sem kanslari og þar með sem raunverulegur flokksleiðtogi og helsti ráða- maður Þýskalands. Kjósi CDU burðugan for- mann í desember nk. mun sá fljótt taka að knýja dyra á kanslaraskrifstofunni. Verði því illa tekið mun nýi formað- urinn fljótt verða ónýtur fyrir flokkinn. Umræður í sjónvarpi á kvöldi kjördags sýndu að tals- menn krata eru á ný teknir að gæla við að hlaupa burt úr samsteypustjórn með Merkel og CDU/CSU. Vond er þeim vistin þar nú en verri yrði hún með kanslara sem þekkir ekki sinn vitjunartíma. Kosningar til ríkis- þings í Berlín í fyrra og heimaþings Bæj- ara og í Hessen nú valda loks titringi} Veruleikinn seytlast inn N ýverið birti Gallup niðurstöður könnunar á trausti lands- manna til þjóðkirkjunnar. Kannanir af þessu tagi gefa ekki nákvæma mynd en veita ákveðna vísbendingu. Hún er sú að traust al- mennings til þjóðkirkjunnar og á störfum biskups fer ört minnkandi. Fyrir kristni og kirkju í landinu er þetta áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að fyrir fjórum árum réðst þjóðkirkjan í átak í að fjölga meðlimum. Árangurinn blasir við og fækkar í röðum hennar ár frá ári. Á kirkjuþing koma saman leikmenn jafnt sem lærðir og ræða málefni kirkjunnar. Ég tel nauðsynlegt að þar verði málið rætt, skýringa leitað og sett fram áætlun um að snúa vörn í sókn. Mikilvægt er að kirkjuþing ræði stjórnsýslu kirkj- unnar og hvað mætti betur fara í þeim efnum. Stjórn- sýsla hennar hefur birst undanfarin misseri í klæðum, sem alla jafna ætti að forðast, ekki síst í ljósi þess hvað kirkjan stendur fyrir og boðar. Ekki fer vel á að yfir- stjórn kirkjunnar eigi í útistöðum við vígða þjóna henn- ar á opinberum vettvangi. Slíkur háttur fellur ekki að ímynd kirkjunnar og skaðar hana sem trúverðugan boðbera sátta og kærleika. Ætlast verður til þess af æðstu ráðamönnum kirkjunnar að þeir leggi sig fram um friðsamlega lausn ágreiningsmála. Kirkjan þarf að ná betra sambandi við almenning í landinu og tala til samfélagsins á grundvelli fagnaðarerindisins. Þetta er nauðsynlegur þáttur í að byggja upp traust gagnvart fólk- inu. Íslendingar bera góðan hug til kirkj- unnar. Þetta sást glöggt í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir sex árum þar sem skýr meiri- hluti kaus að halda í ákvæði um þjóð- kirkjuna í stjórnarskrá. Hér fékk þjóðin kirkjunni dýrmætt veganesti. Þar gafst kirkjunni tækifæri sem hún hefur ekki nýtt nægilega vel og má ekki láta ganga sér úr greipum. Ég tel að kirkjan þurfi að skoða framsetn- ingu sína á boðskapnum og nútímavæðast gagnvart breytingum í samtímanum. Hún þarf að vera virk í umræðu um íslenskt sam- félag, taka afstöðu og vera staðföst. Kirkjan þarf að hafa skýra stefnu í notkun sam- félagsmiðla, sem gerast æ áhrifameiri. Sýnist sem ein- stakir starfsmenn hennar gætu notið góðs af leiðsögn um tjáningu á opinberum vettvangi. Þar hefur orðið misbrestur sem dregur úr tiltrú. Vanda þarf valið á þjónum kirkjunnar. Gleymum því ekki að biskup, prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar eru andlit hennar út á við. Saltur brunnur gefur eigi ferskt vatn. Birgir Þórarinsson Pistill Þjóðkirkjan og traustið Höfundur er þingmaður Miðflokksins. birgirth@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skjaldkirtilssjúkdómar ogmeðhöndlun þeirra komustí kastljósið eftir að að-standendur Snædísar Gunnlaugsdóttur skrifuðu kveðju- bréf um andlát hennar og aðdrag- anda þess. Hún veiktist alvarlega fyrir tveimur árum. Skjaldkirtillinn var fjarlægður en samt fékk hún ekki lækningu sem linaði þjáning- arnar. Að lokum bugaðist hún. „Allir sem telja sig búa við skjaldkirtilsvanda verða að finna einhvern sem vill og getur hjálpað þeim. Meðferðarúrræðin í fræð- unum eru mörg. Það er læknanna að finna þau réttu. Það ætti að vera þeirra starf. Lesið ykkur til, kynnið ykkur málin, notið reynslu ann- arra,“ segir í kveðjubréfinu. Róbert Guðfinnsson, athafna- maður á Siglufirði, skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardag. Þar kom fram að hann hefði greinst með van- virkan skjaldkirtil en lyfin sem hann fékk hér virkuðu ekki. Hann fór til bandarísks læknis sem útveg- aði honum annað lyf og eftir viku á því fékk Róbert líf sitt til baka. Skjaldkirtilssjúklingar „Undanfarin ár hefur orðið al- ger sprenging í útbreiðslu skjald- kirtilssjúkdóma, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi,“ sagði Þór- dís Sigfúsdóttir, gjaldkeri Skjaldar, samtaka um skjaldkirtilsvanda (skjoldur.wordpress.com). Hún sagði að hætt hefði verið að gefa hér lyf unnið úr skjaldkirtli grísa á síðustu öld. Erfitt hefði verið að staðla þessi lyf og innihald þeirra. Engu að síður væru þau notuð víða um heim og m.a. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum, not- aði lyf úr þurrkuðum grísaskjald- kirtli við skjaldkirtilssjúkdómi að staðaldri. Síðan hætt var að nota lyf unnin úr grísum hér hafi verið gefin verksmiðjuframleidd skjaldkirtils- hormónalyf. „Síðustu tíu árin hefur orðið mikil vakning um að þetta sé ekki fullnægjandi meðhöndlun fyrir marga,“ sagði Þórdís. Hún sagði að talsmenn Skjaldar hefðu rætt bæði við landlækni og heilbrigðis- ráðherra og ætlunin væri að eiga fund með ráðherranum. Einnig er í undirbúningi að skrifa öllum inn- kirtlafræðingum og heimilislæknum landsins bréf um niðurstöður skoð- anakönnunar sem gerð var á meðal skjaldkirtilssjúklinga. Þórdís sagði að svo virtist sem almennt hefðu læknar ekki mikinn áhuga á að kynna sér skjaldkirtilssjúkdóma og meðferð þeirra. „Það hefur verið mun auðveld- ara fyrir mig að fá alls konar geðlyf og kvíðalyf en að fá aðstoð frá lækn- um varðandi skjaldkirtilinn minn,“ sagði Þórdís. Hún sagði að birting- armyndir skjaldkirtilssjúkdóma væru mjög einstaklingsbundnar. „Hver einstaklingur þarf að fá með- höndlun við sitt hæfi og eftir sínum einkennum.“ Þórdís sagði það vera reynslu þeirra sjúklinga sem hún þekkti að það þyrfti að prófa sig áfram með hvaða lyf hentuðu best fyrir hvern og einn. Þórdís greindist með skjald- kirtilssjúkdóm komin yfir fertugt. „Ég hef verið meðhöndluð með T4 og T3 hormónum. Það að fá T3 jók lífsgæði mín um 2⁄3. Ég fékk lífið mitt til baka,“ sagði Þórdís. „T3 er undanþágulyf á Íslandi, þótt hægt sé að kaupa það yfir borðið í apótekum sums staðar í öðrum löndum. Ég borga um 12.000 krón- ur fyrir þriggja mán- aða skammt.“ Mikilvægt að finna rétta meðhöndlun Skjaldkirtillinn er framan á hálsinum og skiptist í tvo hluta sitt hvorum megin við barkann, að því er segir í grein Magnúsar Jóhannssonar pró- fessors á Vísindavefnum (Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?). Skjaldkirtill- inn gefur frá sér hormónið þý- roxín og getur tekið upp á því að losa of mikið eða of lítið af því. Algengasta tegund af of- starfsemi skjaldkirtils er vegna ættgengrar stækkunar á kirtl- inum og er hún mun algengari hjá konum en körlum. Van- starfsemi skjaldkirtils get- ur orðið í kjölfar of- starfsemi og hefur skortur á skjaldkirtils- hormóni áhrif á flest líf- færi. Meðferð við van- starfsemi skjaldkirtils felst í inntöku þýroxíns daglega. Ofvirkur eða vanvirkur SKJALDKIRTILLINN Þórdís Sigfúsdóttir Morgunblaðið/Sverrir Lyf Sjúklingur segir að birtingarmyndir skjaldkirtilssjúkdóma séu ein- staklingsbundnar og að hver og einn þurfi lyf sem honum henti best.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.