Morgunblaðið - 30.10.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Fyrst eftir að ég byrjaði að dæla
bensíni var venjan að bjóða fólki inn
í kaffi. Líka ókunnugum. Ég gerði
það því alltaf sem barn þegar ég var
búinn að dæla, fannst það tilheyra.
Fann svo að mömmu fannst ekki
alltaf þægilegt að fá ókunnugt fólk
inn,“ segir Davíð Pétursson, fyrrver-
andi bóndi á Grund í Skorradal. Til-
efni ummælanna er að N1 hefur
fjarlægt bensíndæluna sem þar hef-
ur verið frá árinu 1951.
Upphaflega gerðu bændur samn-
ing við Olíufélagið hf. - ESSO um að
hafa bensíndælu á hlaðinu á Grund
og annast bensínafgreiðslu og hann
gilti áfram þótt N1 tæki við rekstr-
inum.
Taka myndir af dælunni
Grund var einn af þeim sölustöð-
um sem Olíufélagið auglýsti og því
var alltaf nokkur bensínsala. Davíð
segir að alltaf hafi verið afgreitt
bensín þegar fólk kom, hvernig sem
á stóð. Það hafi verið þægilegt fyrir
ferðafólk og heimamenn að vita af
bensínafgreiðslunni, líka þá sem eru
með báta á vatninu. Seinni árin hafi
margir erlendir ferðamenn komið
því bensínafgreiðslan hafi verið
merkt inn á kort sem komi upp við
leit á Google. Seldir voru upp undir
10 þúsund lítrar á ári, þar til N1 tók
við. Þá var hætt að merkja Grund
inn á kort sem sýna útsölustaði og
þá minnkaði salan. „Það er eins og
þeir hafi verið búnir að gleyma þess-
um stað, þangað til þeir komu allt í
einu núna til að fjarlægja tankinn,“
segir Davíð. Þau hafi ekki gert nein-
ar kröfur um breytingar, verið sátt
við að hafa gömlu dæluna áfram
enda hafi hún vakið athygli fólks.
Þannig hafi útlendingar oft tekið
myndir af sér við forngripinn.
„Það er ákveðin eftirsjá að þessu.
Dælan hefur fylgt okkur svo lengi,“
segir Davíð.
Merki um verðbólgu
Þegar fyrsta bensínið var afgreitt
á Grund, 13. september 1951, kost-
aði lítrinn 1,58. Þegar dælan var
fjarlægð kostaði lítrinn 220 krónur. Í
millitíðinni hafa tvö núll verið tekin
aftan af krónunni þannig að lítrinn
var í raun kominn upp í 22.000 krón-
ur, samkvæmt gamla gjaldmiðlinum.
Fyrst kom handdæla með rauðri
ESSO-kúlu ofaná en nokkrum árum
eftir að rafmagn kom á Grund, árið
1957, var sett rafdrifin dæla.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Grund Bensíndælan fjarlægð af hlaðinu á Grund enda komin á ellilífeyris-
aldur. 67 ár eru liðin frá því fyrsta bensíndælan kom á Grund.
Var til siðs að
bjóða inn í kaffi
Bensíndælan á Grund fjarlægð
Bóndi Davíð Pétursson, fyrrverandi
bensíntittur á Grund.
Félög á borð við kóra, íþróttafélög
og kvenfélög fá greitt fyrir að mæta
í áhorfendasal í þáttum RÚV, stað-
festir Skarphéðinn Guðmundsson,
dagskrárstjóri RÚV.
Hópum er greitt fyrir að koma ef
ekki næst að fylla salinn af áhorf-
endum og hefur því mæting í áhorf-
endasali orðið að einskonar fjáröflun
fyrir félög í félagsstarfi.
„Þetta á við um fasta dagskrárliði
eins og til dæmis Útsvar og Fjör-
skylduna. Oftast mæta aðstand-
endur þeirra sem eru að keppa en
þegar það þarf að bæta við fleirum
þá byrjum við á að auglýsa eftir
þeim sem hafa áhuga á að vera í sal,
og ef þeir eru ekki til þá hefur sá
háttur verið hafður á að við höfum
boðið hópum.
Meginlínan er að við reynum að
nýta þetta til þess að aðstoða í fjár-
öflun, það er reglan þegar það hefur
þurft að bæta í sal. Það er ríkur hluti
af þættinum að salurinn sé fullur af
áhorfendum,“ segir Skarphéðinn.
veronika@mbl.is
Borgað fyrir að sjá
Útsvar í beinni
Fjáröflun fyrir félög að mæta í RÚV
Skjáskot/RÚV
Útsvar Áhorfendahópar fá gjarnan
greitt fyrir að mæta í salinn.
Málþing með notendum Faxaflóahafna
Þriðjudaginn 30. október 2018, kl. 16:00 í HÖRPU
Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starf-
semina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings þriðjudaginn
30. október kl. 16:00, Björtuloft, 5. hæð, Hörpu.
Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.
og verður sem hér segir:
• 16:00 Setning
Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður
• 16.05 Áætlun um rekstur og framkvæmdir árið 2019
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
• 16:20 Skýrsla um atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni
Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri
• 16:35 Hátíð hafsins
Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Concept Events
• 16:50 Þjónustuhúsin við Ægisgarð
Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi
• 17:05 Skýrsla um atvinnustarfsemi í Sundahöfn
Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstardeildar
• 17:20 Næstu verkefni Sjávarklasans
Þór Sigfússon, eigandi og stjórnarformaður
• 17:35 Skýrsla um atvinnustarfsemi á Grundartanga
Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar
• 17.50 Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri
Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna
sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með
fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir
viðskiptavini.
Gísli Gíslason,
hafnarstjóri
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Til leigu 468 fm. iðnaðar- og lagerhúsnæði á jarðhæð við Stangarhyl í Reykjavík. Stór innkeyrsluhurð og gott
útisvæði. Laust strax. Húsnæðið er mest opið rými. Þeir veggir sem eru til staðar eru léttir og því auðvelt að
taka niður. Kaffistofa og skrifstofa til staðar.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL LEIGU
Stangar ylur 7, 110 Rvk
Gerð: Iðnaðar- og
lage húsnæði
Stærð: 468 m2
Leiguverð: Tilboð
Allar nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur,
löggiltur fasteignasali og
löggiltur leigumiðlari
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is