Morgunblaðið - 30.10.2018, Page 36
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds
hóf í lok september tónleika-
ferðalag sitt um Evrópu til að kynna
nýútkomna plötu, re:member, sem
lýkur með tónleikum í Eldborg í
Hörpu 18. desember. Tónleika-
ferðalagið hófst í Bretlandi og upp-
selt hefur verið á alla tónleika
ferðarinnar hingað til. Eftir áramót
er förinni svo heitið til Asíu, Mið-
Ameríku, Bandaríkjanna og Ástra-
líu.
Uppselt á tónleika
Ólafs í Evrópu
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
„Leicester City varð að fjölskyldu
undir stjórn hans,“ sagði í yfirlýs-
ingu frá Leicester City á sunnu-
dagskvöldið þegar það staðfesti að
eigandi félagsins, Taílendingurinn
Vichai Srivaddhanaprabha, hefði
verið einn þeirra fimm sem létust
er þyrla í eigu hans hrapaði fyrir ut-
an leikvang félagsins á laugardags-
kvöld. »4
Varð að fjölskyldu
undir stjórn hans
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Í íþróttablaði Morgunblaðsins í
dag er að finna úrvalslið október-
mánaðar í Dominos-deild karla í
körfuknattleik. Auk þess er töl-
fræði atkvæðamestu leikmanna
birt og rætt við Ægi Þór Stein-
arsson sem hefur byrj-
að vel á nýjum slóðum
í Garðabænum. Ægir
hefur gefið meira
en átta stoð-
sendingar á
samherja
sína að
meðaltali
í leik og
er auk
þess öfl-
ugur í vörn
Stjörn-
unnar. »2-3
Úrvalslið deildarinnar
í októbermánuði
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Hópur íslenskra skákmanna lagði
leið sína til Manar á dögunum og
tefldi við hlið sterkustu skákmanna
heims. Dagur Ragnarsson var með í
för og náði góðum árangri í mótinu.
Eftir mótið hækkar hann á stigum
og fer yfir 2.300 elo-stigamúrinn,
með 2.312 stig. Fyrir um mánuði
vann Dagur skákmótið Västerås
Open í Svíþjóð, svo að óhætt er að
segja að Dagur sé á mikilli sigur-
göngu þessa dagana. Í aðdraganda
mótsins hafði hann lagt áherslu á
aukna æfingu.
„Ég tók mér smá hlé áður í að
keppa og byrjaði að vinna aðeins í
skákinni, byrjaði að hitta Hjörvar
Stein Grétarsson stórmeistara og
stúdera með honum. Svo vann ég
Västerås Open, þannig að æfing-
arnar skiluðu árangri. Síðan hitti ég
Helga Ólafsson stórmeistara nánast
alla föstudaga fram að þessu móti
og ég get sagt að það er hægt að
læra ýmislegt af honum og visku-
brunninum sem hann hefur að
geyma.
Dagur hyggst tefla áfram á næst-
unni en skákin mun þurfa að bíða
lægri hlut þegar hann fer í háskóla
næsta haust. „Ég reyni bara að
koma mér eins hátt og ég get núna,
á meðan ég hef tíma. Skákin er það
sem róar mig, ef ég er pirraður eða
stressaður þá tefli ég bara og þá er
ég góður. Svo er ég líka nörd og
þetta er hobbí fyrir nörda,“ segir
Dagur léttur í bragði.
Mikið ævintýri að tefla
á meðal þeirra sterkustu
Helgi Ólafsson, skólastjóri Skák-
skóla Íslands, skipulagði ferðina til
til Manar en með í för voru 9 nem-
endur Skákskólans.
„Það er ekki langt að fljúga hing-
að til Bretlands og taka svo mót á
Mön. Þetta er mjög skemmtilegt
mót, rólegur staður og gamall stíll
yfir skákstaðnum og umhverfinu.
Ég fór í fyrra og þá vildi svo til að
einn í hópnum, Bárður, tefldi við
heimsmeistarann Magnús Carlsen
og svo fór að við unnum í öllum
flokkum.
Á mótinu mættu sterkir skák-
menn, þar má nefna Kramnik,
Nakamura og Karjakin, sem beið
lægri hlut í heimsmeistaraeinvíginu
gegn Magnúsi Carlsen árið 2016.
Carlsen tefldi á skákmótinu á Mön
árið 2017 en var ekki með þetta ár-
ið.
„Að tefla á móti í grennd við
þessa menn er mikið ævintýri og
lærdómsríkt. Það er gaman og ekki
síður gott fyrir unga skákmenn að
sjá þessa sterku menn og hvernig
þeir bera sig að á mótinu,“ segir
Helgi.
Íslenski hópurinn samanstendur
mestmegnis af ungum og efnilegum
skákmönnum og stóðu sig allir með
prýði. Reynslan af mótinu er eflaust
það verðmætasta sem þeir munu
taka með sér heim.
Ljósmynd/Aðsend
Sikileyjarvörn Dagur stóð sig vel á mótinu, með íslenska fánann sér við
hlið. Hann hækkar um 14 stig á mótinu og rýfur 2.300 elo-stigamúrinn.
Íslendingar fóru mik-
inn á skákmóti á Mön
Dagur Ragnarsson hélt til Manar ásamt 9 öðrum Íslend-
ingum Nokkrir af sterkustu skákmönnum heims í mótinu
ÍSLAND