Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 25

Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018 25 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og nýkjörinn formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðviku- daginn 31. október kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stóla jóga kl. 9.30. Gönguhópur kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Línu- dans kl. 13.30. Bíó í miðrými kl. 13.20. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Bónus-bíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar í kvöld kl. 20. Allir velkomnir, Safnaðarfélag kirkjunnar. Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 12.30. Brids og kanasta kl. 13. Teflum saman kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Yngingarjóga kl. 9-9.50, allir velkomnir. Hjúkrunar- fræðingur kl. 11-11.30. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudögum og hefst kl. 12.05 í kirkjunni með hádegistónleikum þar sem okkar ástkæri tenór Kristján Jóhannsson syngur, boðið verður uppá súpu og brauð í safnaðarsal á eftir. Enginn aðgangseyrir. Félagasstarfið heldur áfram og gestur okk- ar á miðvikudaginn er Bjarni Harðarson en fjallar með skemmtilegum hætti um Skálholt á 18. öld. Kaffi eins og vant er. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Félagsstarfið byrjar kl. 13, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson er gestur okkar í dag. Hann leikur á saxa- fón og segir skemmtilegar sögur. Allir hjartanlega velkomnir. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Stólaleikfimi kl. 11. Opin handverks- stofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bútasaumur kl. 9- 12, glerlist kl. 9-12, námskeiðið var að hefjast og enn eru laus pláss. Áhugasamir hafið samband í síma 411-9450, hópþjálfun með sjúkra- þjálfara kl. 10.30-11.15, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16, opin handverkstofa kl. 13-16. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 4119450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bónusrúta fer frá Jóns- húsi kl. 14.45. Tréskurður / smíði kl. 9 / 13 í Kirkjuhvoli. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30 / 14.30. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik-málun kl. 9- 12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Línudans kl. 13-14. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Qigong kl. 10.30-11.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 15 dans. Grafarvogskirkja Í dag er opið hús í Grafarvogskirkju. Dagskráin er hefðbundin og byrjar með kyrrðarstund kl. 12. Brauð og súpa í boði fyrir vægt gjald eftir kyrrðarstundina. Söngstund með Hilmari byrjar kl. 13. Þórey Dögg Jónsdóttir kemur með fyrirlestur og svo verður handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja og stundinni lýkur svo með kaffisopa kl. 15. Verið öll hjartanlega velkomin. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm-/silfursmíði / kanasta, tréskurður kl. 13. Hraunsel Dansleikfimi kl. 9. Qi-gong kl. 10. Föndur í vinnustofu kl. 9- 12. Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um hverfið með Önnu kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Hjá afa kl. 9.30, thai chi kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Z. kl. 9-12, leikfimi kl. 10-10.45, hádegismatur kl. 11.30. Spek- ingar og spaugarar kl. 12.45-11.45. Listasmiðjan er öllum opin frá kl. 12.30, Kríur, myndlistarhópur kl. 13, brids kl. 13-16, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10, enska I kl.13-14.30, kaffi kl. 14.30, enska ll kl. 15. Upp- lýsingar í síma 4112790. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum. Botsía kl. 10 og 16 í dag í Borg- um. Helgistund kl. 10.30 í Borgum. Leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 í dag. Sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug. Heimanáms- kennsla kl. 16.30 í dag. í Borgum. Neskirkja Krossgötur kl. 13, Óskar Guðmundsson sagnfræðingur: Það var fyrir hundrað árum. Fullveldisárið 1918 og sagnir af alþýðufólki. Kaffiveitingar. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 17. Uppl. í s. 4112760. Seljakirkja Menningarvaka eldri borgara verður í kvöld kl. 18. Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, kennari og prestskona flytur erindi og Björgvin Franz Gíslason syngur uppáhalds gömlu lögin sín. Matur á eftir að hætti Lárusar Loftssonar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 5667 0110. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl.10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Helgistund og dagskrá í kirkjunni kl. 14. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 14 verður bingó í salnum á Skólabraut. Skráning hafin á jólahlað- borðið á Hótel Örk sem haldið verður fimmtudaginn 6. desember. Uppl. í síma 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir. Félagslíf  EDDA 6018103019 III   þú það sem     FINNA.is lauk ekki við dauða föður míns, þvert á móti hófst þá mín eigin vinátta við Bárð. Þar var maður sem ég fann að myndi aldrei bregðast. Bárður gat virkað kröfuharður en mestar kröfur gerði hann þó til sín sjálfs. Hann hafði yndi af því að afla sér þekkingar og var mjög vel lesinn á mörgum sviðum, ekki síst tækni, vísinda og þjóðmála. Eftir því sem maður aflaði sér meiri menntunar sjálfur var Bárður ætíð hvetjandi fyrirmynd, bæði vegna lifandi áhuga á viðfangs- efninu í hvert sinn og kröfu um að nálgast það með virðingu og öguðum vinnubrögðum. Þegar Bárður fór að draga úr vinnu vegna aldurs gaf hann sér tíma til að leggja rækt við gam- alt áhugamál sitt, stærðfræði. Hann las sér til mikillar ánægju um talnafræði og las þá jafnt greinar og bækur frumkvöðla greinarinnar á 17. öld og fræði síðari tíma. Hann lék sér síðan að því að glíma við ýmsar þraut- ir talnafræðinnar og reyna við sannanir sumra þeirra, t.d. hvort unnt væri að finna knappari og fallegri sannanir en komið hafði verið fram með á sínum tíma. Ég fékk að kynnast þessari iðju, því hann bað mig oft um að aðstoða sig við að skrifa þetta inn á tölvu með réttri stærðfræðilegri fram- setningu og táknum. Hann sagði mér eitt sitt þegar hann var um nírætt og ég var að aðstoða hann, að glíman við stærðfræð- ina héldi honum við andlega; þegar hann þyrfti að hætta við hana myndi honum hrörna. Bárður sagði þó aldrei skilið við stærðfræðina, við andlát var ein eftirlætisbóka hans á náttborð- inu, bók um talnafræði, „Von Fermat bis Minkowski“. Þegar maður lítur um öxl hálfri öld síðar sér maður hvílík forréttindi það voru að fá sem unglingur og áfram á lífsleiðinni að kynnast manni sem Bárði, gildum hans, umhyggju og mannkostum. Fyrir það mun ég ævinlega vera þakklátur og minnast hans með stakri hlýju. Sigurður Emil Pálsson. ✝ GuðmundaLilja Grétars- dóttir fæddist á Akranesi 5. maí 1970. Hún lést 19. október 2018. Foreldrar henn- ar eru Hólmfríður Gísladóttir kenn- ari, f. 3.11. 1938, og Grétar Jónsson, bóndi að Hávars- stöðum í Hval- fjarðarsveit, f. 8.9. 1938. Lilja átti eina hálfsystur, Sig- ríði Hildu Radomirsdóttur, f. 18.8. 1968, sammæðra. Lilja giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Julio Cesar Gutier- rez, bónda og rúningsmanni, Hávarsstöðum þann 3.9. 2004. Börn þeirra eru: 1) (Jórunn) Narcisa Gutierrez, nemi, f. 23.9. 2001. 2) Emiliano Elvar Gutier- rez, f. 2.2. 2004, nemi. Lilja ólst upp í Ásgarði, Kjós og að Hávarsstöðum og síðar í Hafnarfirði. Ung fékk hún áhuga á land- búnaðarstörfum, tónlist, hesta- mennsku og tungumálum. Síð- ustu árin bættist ljósmyndun við áhugamál hennar og tók hún myndir af náttúrunni, hestum og norðurljósum meðal annars. Hún gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifaðist þaðan stúdent í des- ember 1989. Lilja vann um skeið í Seðlabanka Íslands. Hún hóf nám við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri 1991 og lauk þaðan prófi á rekstrarsviði bú- fræði 1992 og á búfjárræktarsviði 1993. Frá hausti 1993 til vors 1994 vann hún á búgörðum í Argent- ínu og Úrúgvæ. Lilja og Julio kynntust í Úrúgvæ 1994 og hafa verið saman síðan. Lilja hóf framhaldsnám við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri 1994 og lauk þaðan kandídats- prófi 1997. Árið 1997 fluttu Lilja og Julio að Laxárnesi í Kjós og bjuggu þar til ársins 2000. Á þeim tíma vann Lilja í fóðureftirlitinu til ársins 2001. Árið 2000 keyptu þau hálfa Hávarsstaði og fluttu þangað. Árið 2002 hóf hún störf við bókhald Heiðarskóla. Hún hóf síðan störf hjá Tölvumiðlun, síðar Advania árið 2006 og vann þar til dauðadags. Útför Lilju fer fram frá Hall- grímskirkju í Hvalfjarðarsveit í dag, 30. október 2018, klukkan 14. Við komum þrjár að hausti 1994 að Hvanneyri til að nema fræði í búvísindum. Útskrifaðar búfræð- ingar hver á sínu árinu, Lilja elsti búfræðingurinn frá 1992, hún fór á svokallaða 5. önn ári síðar. Það þótti víst öruggast að setja okkur saman í Eldhúsálmuna við heima- vistina á Hvanneyri, sem við nefndum svo Útgarð. Við lifðum í lystisemdum með heitan pott og sundlaug í bakgarðinum. Kynnt- umst við smátt og smátt og margt var skrafað á frystikistunni á ganginum. Lilja hafði farið í mikla ævintýraför til Suður-Ameríku og náði í þennan afbragðsmann sem Julio er. Við vorum með sameig- inlega eldunaraðstöðu og voru oft framandi réttir reiddir þar fram hjá þeim skötuhjúum, með ógleymanlega kryddflösku sem var þeim ómissandi hluti af elda- mennskunni. Ekki má gleyma „mate“ sem þau drukku úr skrítn- um bolla úr náttúrulegum efnum, hvort það var tré eða leður saman í bland, en innihaldið var einhvers- konar te ættað frá Suður-Amer- íku. Julio var að læra íslenskuna, því eina annað erlenda tungumálið sem hann kunni var portúgalska. Honum gekk vel að læra íslensku og var furðufljótt farinn að leika sér með hana enda var Lilja af- bragðsíslenskukennari. Það var gott að geta leitað til hennar með yfirlestur á verkefnum og ritgerð- um því hún var með íslenska mál- fræði á hreinu, tungumál lágu fyrir henni eins og opin bók. Lilja var í lúðrasveitinni Svaninum og hafði unun af þeim félagsskap. Hún hafði klarínettið með sér á Hvanneyri og spilaði oft fyrir okkur í Útgarði. Á 1. des.-hátíð á Hvanneyri settum við upp atriði þar sem Lilja stjórnaði bjórflösk- ublæstri okkar hinna og spiluðum við lagstúf, þar sem hver og ein hafði eina flösku (ein nóta). Ým- islegt var brallað á þessum þrem- ur árum á Hvanneyri, meðal ann- ars skelltum við okkur öll deildin í siglingu niður Hvítá og þá tók hún mömmu sína með og Julio, en hann var hluti af hópnum. Lilja hafði mjög sterkar og ákveðnar skoðanir sem enginn gat hnikað. Hún notaði tölvu sem ekki var pc og ekki apple og mjög fáir könn- uðust við. Hún var mjög klár á tölvusviðinu og þar áttum við ekki séns í hana. Sveitin hennar átti stóran sess í hennar hjarta, dýrin voru henni mikils virði og er ógleymanlegur hesturinn hennar hann Svanur. Svo fór einnig að hún settist að í sveitinni sinni þar sem hún undi hag sínum vel með Julio og börnunum þeirra tveim. Við sendum þeim innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Laufey Bjarnadóttir og Jórunn Svavarsdóttir. Lilja Grétarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.