Morgunblaðið - 30.10.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2018
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
„Undarlegir erum við mennirnir.
Lifum í dýrlegum, jarðneskum bú-
stað sem við hömumst við að saurga
og tortíma. Með hverri tíð verða af-
leiðingar spellvirkja okkar sýni-
legri. Er þetta ekki sköpunarverk
Guðs? Jafnframt keppast listamenn
heimsins við að fegra tilvist okkar
með nýjum listaverkum. […] Er
verið að reyna að bæta upp spell-
virki manna á móður jörð? Erum
við að reyna að telja okkur trú um
að fegurð mannlegrar sköpunar
vegi upp skemmdarverk okkar í
náttúru og loftslagi? Höfuðlausn
mannskepnunnar?“
Þessum heimspekilegu hugleið-
ingum veltir Þröstur Ólafsson, hag-
fræðingur, upp í formála listaverka-
bókarinnar, Höfuðljóð, sem Hið
íslenska bókmenntafélag gaf nýver-
ið út. Bókin hverfist um tólf höfuð-
myndir Leifs Breiðfjörð og ljóð tólf
ólíkra skálda af báðum kynjum og á
öllum aldri, sem tóku áskoruninni
að semja við þær ljóð.
„Ekki beinlínis,“ svarar Þröstur
þegar hann, í ljósi aðfaraorðanna,
er spurður hvort listin geti bjargað
jörðinni – sé kannski okkar höfuð-
lausn? „Ég bendi bara á þversögn-
ina að á sama tíma og mennirnir
skapa verk til að fegra og gleðja,
eins og listin á að gera, eru framin
stórkostleg og óafturkræf spjöll á
náttúrunni með tilheyrandi lofts-
lagsvá.“
Flokksfélagar og fagurkerar
Myndlistarmaðurinn Leifur
Breiðfjörð, vinur Þrastar og flokks-
félagi í Sundhallarflokknum, er einn
þeirra sem lagt hafa gjörva hönd á
að fegra umhverfið. Stórir, steindir
gluggar og glerlistaverk ýmiss kon-
ar eru hans helsta aðalsmerki og
prýða margar kirkjur og fjölda
bygginga hér heima og erlendis. Ol-
íumálverk og vatnslita- og pastel-
myndir hans eru einnig víðkunnar.
„Höfuðformið, sem myndefni,
hefur fylgt Leifi allan hans feril, og
birtist oft í verkum hans,“ segir
Þröstur og rekur tilurð Höfuðljóða
og aðkomu sína að útgáfunni.
„Leifur bauð mér í kaffi og vínar-
brauð heim til sín síðsumars í fyrra.
Hann sýndi mér lítið, handgert
kver, sem hann nefndi Höfuðljóð og
gaf Sigríði, konu sinni, í jólagjöf ár-
ið 2014. Í bókinni voru 80 höfuð-
myndir Leifs með handskrifuðum
ljóðum, sem hann hafði sjálfur valið.
Þegar Sigríður hvatti hann til að
stækka þessar myndir datt þeim í
hug að gefa út bók. Leifur spurði
hvernig mér litist á og hvort ég
væri fáanlegur að koma með í þá
vegferð. Ég sagði bara strax já.“
Leifur hafði handskrifað öll ljóðin
í kverinu, annaðhvort inn í höfuðin
eða við þau og þannig var upphaf-
lega meiningin að stilla þeim upp í
bókinni. „Við sáum þó fljótlega að
ljóðin hefðu spillt myndunum og öf-
ugt. Ljóðin reyndust enda mislöng
og myndirnar annaðhvort of dökkar
eða ljósar til að prenta letrið ofan í.
Niðurstaðan var sú að birta ljóðin á
vinstri síðunni og höfuðmyndirnar á
þeirri hægri,“ segir Þröstur.
Skorað á tólf ljóðskáld
Það kom í hans hlut að velja ljóð-
skáldin og fara með erindið á þeirra
fund: Að skora á þau að semja ljóð
út frá höfuðmyndum Leifs: tólf
hausar tólf ljóð. Markmiðið var að
stefna með þessum nýstárlega
hætti saman þrettán listamönnum
og leiða saman ólík form. Ljóð-
skáldin tólf eru Anton Helgi Jóns-
son, Einar Már Guðmundsson, Guð-
mundur Andri Thorsson, Kristín
Svava Tómasdóttur, Linda Vil-
hjálmsdótttir, Pétur Gunnarsson,
Sjón, Soffía Bjarnadóttir, Steinunn
Sigurðardóttir, Þorsteinn frá
Hamri, Þórarinn Eldjárn og Þórdís
Gísladóttir.
„Ljóðin eru afskaplega ólík og tjá
mismunandi reynsluheim, enda eru
hausarnir hans Leifs mjög ólíkir og
vekja alls konar hugrenninga-
tengsl,“ segir Þröstur og bætir við
að bókin sé drifin áfram af sköp-
unarástríðu Leifs og ljóðskáldanna,
en sjálfur hafi hann bara verið
verkamaður í öllu því ferli. Hug-
myndin og fyrirkomulagið séu
runnin undan rifjum Leifs, sem
málaði 23 höfuðmyndir, 80 cm x 70,
svo skáldin gætu valið hvert sína
mynd. Hugmyndin gekk einnig út á
að halda sýningu á samstarfsverk-
efninu og var hún opnuð á útgáfu-
daginn í skrifstofuhúsnæði Hins ís-
lenska bókmenntafélags, á jarðhæð
Hótels Sögu við Hagatorg. Að sögn
Þrastar er þar hátt til lofts og vítt
til veggja, og meira að segja svo
stórir gluggar norðanmegin að vel
má skoða sýninguna utan frá.
Síðasta ljóðið?
Spurður hvort sjálfur sé hann
mikill list- og ljóðaunnandi, kveðst
hann vissulega heillaður af listinni
og hafa óskaplega gaman af að
hlusta á tónlist, sérstaklega klass-
íska, lesa ljóð og skáldsögur og allt
mögulegt. Hins vegar hafi hann
ekkert vit á listum. Þess má geta að
Þröstur starfaði árum saman í ná-
vígi við hvort tveggja; bókmenntir
og tónlist. Hann var framkvæmda-
stjóri Máls og menningar í mörg ár
og framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands síðustu tíu ár
starfsferilsins. Á árunum áður var
hann líka framkvæmdastjóri ýmissa
stórfyrirtækja, formaður bankaráðs
Seðlabanka Íslands, formaður
Skógræktarfélags Reykjavíkur og
aðstoðarmaður þriggja ráðherra svo
nokkuð sé nefnt. Auk þess hefur
hann verið í ótal nefndum, þó ekki
sóknarnefndum að eigin sögn.
„Ég er að verða áttræður og ekki
lengur í launaðri vinnu, þótt ég sé
enn þá að dunda mér í stjórnum alls
konar fyrirtækja. Ég hafði því góð-
an tíma til að vinna að útgáfu bók-
arinnar, sinna þessu praktíska eins
og að útvega styrktaraðila, sem eru
Íslandshótel og Eignamiðlun, og
alls konar vafstri.“
Þröstur dregur ekki dul á að
eftirlætisljóð hans í bókinni er
Hvers ég bíð eftir Þorsteinn frá
Hamri, en í formálanum segir hann
frá því þegar hann tók hús á dauð-
vona skáldinu. „Ég held að hann
hafi verið með tvö ljóð í smíðum,
annars vegar fyrir Höfuðljóð og
hins vegar kveðjuljóð til vinar hans
Sigurðar Guðjónssonar frá Kirkju-
bóli. Úr þessu fæst ekki úr því skor-
ið hvort var hans síðasta ljóð.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfuðverk Þröstur og Leifur með eitt höfuðverka Leifs, en höfuð sem myndefni birtist oft í verkum hans.
Hausarnir hans Leifs
Tólf ljóðskáld tóku áskoruninni að semja ljóð út frá höfuðmyndum listamannsins Leifs Breiðfjörð
„Ég sótti [ljóðið] tíu dögum
fyrir andlát hans, með viðfastri
kveðju til mín. Ljóðið er óður
og þökk til lífsins um leið og
spurt er hvers sé að vænta.
Hnitmiðað og gullfallegt,“
skrifar Þröstur í formála bók-
arinnar Höfuðljóð um ljóð Þor-
steins frá Hamri.
Hvers ég bíð
Hvers ég bíð
svo vonglaður, veit ég ekki
en þakka af hjarta
án þess að leita
um langvegu fram eða skemmra
stundina, bið jafnt og starf:
þá góðu gjöf …
Þorsteinn frá Hamri
Höfuðverk sem
Þorsteinn valdi til
að yrkja ljóð við
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 565 0000 | glerborg@glerborg.is
25%AFSLÁTTUR af öllum speglumog sturtuglerjumút október