Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018
SONIC VIBRAT
TANNBUR
• Fín burstahárin hreinsa betur án þess að valda ertingu
• Þægilegur titringur veitir djúpa en blíða hreinsun
• Burstahaus og rafhlöðu má skipta út eftir þörfu
• Einstök hönnun á loki fyrir burstahausinn
Rannsóknir sýna að fínu burstahárin á þessum rafmangstannbursta fjarlægja allt að 50%
meira af óhreinindum milli tannanna og hreinsa allt að helmingi dýpra undir tannholdsbrúnina.
Gefur auka kraft í daglega
umhirðu tannanna
Fæst í apótekum og almennum verslunum.
Tannlæknarmæla með
GUM
tannvörum
Nýtt Batterísdrifinn tannbursti
með einstakri hreinsunartækni!
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
VETTVANGUR
Fræg eru ummæli William F.Buckley yngri, eins af hug-myndafræðingum bandarískra
íhaldsmanna, sem sagðist frekar vilja
búa í samfélagi sem stjórnað væri af
fyrstu tvö þúsund einstaklingunum í
símaskránni en tvö þúsund starfs-
mönnum Harvard-háskóla.
Tortryggni í garð „sérfræðinga“ er
orðin nokkuð áberandi, bæði hér á
landi og erlendis. Ein veigamesta
ástæðan er ábyggilega sú skoðun að
þeir bregði gjarnan fyrir sig titlum og
gráðum til að sýnast hlutlausir boð-
berar óvéfengjanlegs sannleika sem
varla megi gagnrýna eða rökræða, en
séu í reynd að þjóna umdeilanlegum
persónulegum sjónarmiðum, sann-
færingu, málstað og jafnvel hags-
munum. Það eru ábyggilega ófá
dæmi um slíkt.
Neistar efans og gagnrýnin
hugsun
Ýmis dæmi um skeikulleika sérfræð-
inga hafa líka veikt tiltrú á þeim, og
því meira sem þeir voru sjálfir sann-
færðari og yfirlýsingaglaðari. Ekki
bætir heldur úr skák þegar hrekkja-
lómum tekst að fá samhengislausar
tilvitnanir í „Mein Kampf“ í bland við
alls kyns merkingarlaust raus sam-
þykkt sem fullgildar og birtingar-
hæfar vísindagreinar í ritrýndum
fræðiritum, eins og nýlega bárust
fréttir um.
Allt þetta minnir okkur á gildi þess
að efast. Og hollt er að muna að sjálf
vísindin ganga jú ekki síst út á að
kynda undir neistum efans og útiloka
aldrei að ný þekk-
ing verði til þess
að aðlaga þurfi
fyrri kenningar
eða að þeim verði
jafnvel koll-
varpað.
Það er nauð-
synlegt gagnvart blindri sérfræð-
ingatrú að minna á gildi almennrar
skynsemi og gagnrýninnar hugsunar
hvers og eins okkar. Ekki síst í ljósi
þess að við höfum betri aðgang að
upplýsingum en nokkru sinni fyrr,
sem gerir okkur kleift að rannsaka
mál, skoða frumheimildir og leita
uppi fleiri sjónarhorn og sjónarmið
en þau sem er haldið að okkur.
Þverpólitísk tortryggni
Vantraust á því sem mætti kalla „við-
tekin skoðun“ í vísindasamfélaginu er
ekki bundið við hægrimenn eða
vinstrimenn. Sumir efast um að hlýn-
un jarðar sé af mannavöldum; ekki er
ólíklegt að hægrimenn séu fjölmennir
í þeim hópi. Aðrir efast um skaðleysi
erfðabreyttra matvæla; vafalaust eru
í þeim hópi margir vinstrimenn.
Hvorugur hópurinn treystir því sem
meirihluti vísindamanna heldur fram.
Og báðir hóparnir geta fundið á inter-
netinu óteljandi vísbendingar um að
þeir hafi rétt fyrir sér.
Málefni sem stendur mér nærri er
tortryggni sumra gagnvart bólusetn-
ingum; tortryggni sem getur stofnað
börnum viðkomandi sem og annarra í
hættu. Ég efast um að hún fari mjög
eftir stjórnmálaskoðunum, en hún er
sannarlega dæmi um vantraust á ráð-
leggingum sérfræðinga.
Bandarískar kannanir sýna að tor-
tryggni í garð sérfræðinga er ekki
bundin við íhaldsmenn eða frjáls-
lynda (eins og þau hugtök eru notuð
þar í landi) en áhugavert er að dregið
hefur í sundur með hópunum. Um og
upp úr 1970 sagðist rétt rúmlega
helmingur bæði íhaldsmanna og
frjálslyndra bera mikið traust til vís-
indasamfélagsins. Um miðjan tíunda
áratuginn byrjaði traustið að minnka
meðal íhaldsmanna og sú þróun hefur
haldið áfram. Árið 2014 sagðist aðeins
rúmlega þriðjungur íhaldsmanna
bera mikið traust til vísindasam-
félagsins en sem fyrr rúmlega helm-
ingur frjálslyndra.
Athyglisvert er að kannanir sýna
að stuðningsmenn Brexit treystu áliti
annarra á því máli miklu síður en þeir
sem studdu áframhaldandi veru
Bretlands í ESB. Skipti þá engu
hvers kyns sérfræðinga var um að
ræða – forystufólk úr viðskiptalífi,
menntamenn,
hagfræðinga, full-
trúa frá seðla-
bankanum, hug-
veitum eða
alþjóðastofnunum
– um hvern ein-
asta hóp gilti að
meirihluti Brexit-sinna vantreysti
honum þegar kom að þessu tiltekna
málefni. Hið gagnstæða gilti um and-
stæðinga Brexit; þeir hneigðust frek-
ar til að treysta en vantreysta hverj-
um einasta af þessum hópum.
Auðveld bráð lýðskrumara?
Þó að við berum virðingu fyrir al-
mennri skynsemi megum við ekki
ganga svo langt að vantreysta sér-
fræðingum eingöngu vegna þess að
þeir eru sérfræðingar. Við eigum
ekki að fallast á að orðið sé gert að
skammaryrði. Almenn skynsemi get-
ur brugðist, rétt eins og álit sérfræð-
inga. Höfum líka hugfast að þeir sem
gera lítið úr sérfræðingum eru oft
sjálfir að reka áróður í þágu eigin
hagsmuna og málstaðar – og eru síð-
an öllum að óvörum tilbúnir að
treysta sínum eigin útvöldu sérfræð-
ingum.
Lykilatriði er að greina á milli
þeirra sem sveipa sig sérfræðititli til
að stunda einskonar trúboð þar sem
ekkert er til umræðu, og hinna sem
eru tilbúnir í rökræðu. Ef við aftur á
móti setjum sérfræðingana hreinlega
út af sakramentinu verðum við auð-
veld bráð lýðskrumara. En sú var
einmitt einkunnin – lýðskrumari –
sem sjálfur William F. Buckley yngri
gaf á sínum tíma tilteknum forseta-
frambjóðanda, sem náði takmörk-
uðum árangri í það skiptið en kom
löngu síðar öllum á óvart.
Sérfræðingarnir
’Ef við aftur á mótisetjum sérfræðinganahreinlega út af sakra-mentinu verðum við auð-
veld bráð lýðskrumara.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dagur Hjartar-
son rithöfundur
tísti: „Það er
hérna maður á
kaffihúsinu sem
biður alltaf um
áfyllingu eða „refill“ eins og hann
kallar það, hmm, má ekki segja að
hann sé lentur á „refilstigum“. Af-
sakið þetta grín, ekki sagt til að
móðga neinn.“
Reykjavíkurdóttirin og sjón-
varpskonan með
meiru, Steiney
Skúladóttir, tísti:
„Prófaði að gúggla
„hjálp“ og það
fyrsta sem kemur
upp er Borgar-
bókasafnið. Eins og þeir segja það
er ekkert sem góð bók getur ekki
bjargað.“
Elísabet Jökulsdóttir rithöf-
undur skrifaði á Facebook: „Mið-
bærinn er myrkvaður, búið að reisa
virki utan um Landssímahúsið,
Nasa, Hótel Vík,
… ég sá keyrt á
túrista í kvöld því
það er slökkt á
Ingólfstorgi …
hann klikkaðist,
eldri maður en ansi er þetta
nöturlegt að sjá menn svona
hrædda við sitt eigið fólk, við for-
seta og skákmeistara og kór-
stjóra … en einsog vindurinn
sagði: Friðrik á eftir að vinna
þessa skák, hann er með tvær
drottningar.“
Og Atli Fann-
ar Bjarkason
fjölmiðlamaður
tísti:
„Slæmar fréttir.
Sýslumaðurinn á höfuðborgar-
svæðinu hefur hafnað kröfu minni
um lögbann á lagið Galway Girl
með Ed Sheeran. Góðu fréttirnar
eru þær að það eru ennþá tíu
mánuðir í tónleikana þannig að
baráttan heldur áfram.“
AF NETINU