Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Side 14
MISSKILNINGUR 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 H afandi farið í fyrsta skipti til útlanda til Portúgals þegar égvar tveggja ára skildi ég málin þannig næstu utanlands- ferðir að Portúgal væri það sem við kölluðum að „lenda í útlönd- um“,“ segir Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi og verkefnastjóri, um ýmiss konar misskilning æsku sinnar. „Í forsetakosningunum 1996 var ég mjög veikur en krafðist þess að fara á kjörstað með móður minni, því ég leit þannig á mál- in að ég gæti kosið hana. Þannig virkuðu svona kosningar, var það ekki? Hún var reyndar ekki í framboði en maður lætur svoleiðis ekkert stöðva sig.“ Geir rétt hvíslar því að lok- um, og ætlar að sleppa létt, að hann hafi haldið að börnin kæmu út um munninn. „Jú, það var víst þannig. Ég sá það ljóslifandi fyrir mér að þetta yrði sérstök athöfn, nokk- urn veginn svona: Móðirin kall- ar saman gesti í sínu fínasta pússi og svo gubbar hún barninu úr sér, „tadaaa!““ Börnin koma út um … Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Geir Finnsson E inn helsti síðari tíma misskilningur Stefáns Pálssonarsagnfræðings tengist Feneyjatvíæringnum. „Maður sér alltaf fréttir um Feneyjatvíæringinn. Sem ég gaf mér alltaf að héti eftir einhvers konar báti – tvíæringi, enda Feneyjar allar fullar af einhverjum síkjum og gondólum og svona. Löngu síðar fattaði ég að hann er haldinn annað hvert ár. Í hvert sinn sem ég segi þessa sögu fæ ég við- brögðin: „Ég hélt þetta líka!“ Fyrir utan persónulegan misskilning þá er allt fullt af mis- skilningi okkar sem samfélags. Til dæmis talar allur heimurinn um Ferris Wheel sem herra Ferris bjó til og setti upp í Chicago en einhverjum Íslendingi misheyrðist líklega og þetta varð parísarhjól hjá okkur. Útlendingar borða passion fruit, sem vísaði í píslarsöguna og ætti að vera passíualdin, en við héldum að þetta hefði eitt- hvað með ástríður að gera og bjuggum til fávitalega orðið ástaraldin.“ Ástríðulaust aldin Stefán Pálsson Morgunblaðið/RAX Y ngri var ég talsverð tepra, mjög viðkvæm fyrir öllu og vegnaþessa var ég alltaf í nettu áfalli yfir auglýsingum um nauð- ungaruppboð, sem ég las sem nauðgunaruppboð. Ég bæði skildi ekkert af hverju væri verið birta þetta og var í áfalli yfir því að hvert mál var merkt með einhverjum númerum, fannst sýna hversu al- gengt þetta var. Þetta truflaði mikið þegar fjölskyldan fór í gegnum dagblaðalestur því ég þorði ekki að ræða þetta,“ segir Sólveig Guð- mundsdóttir leikkona um misskilning ýmissa æviskeiða. „Ég hef aldrei verið góð í lagatextum. Þegar Sykurmolarnir voru að meika það í Bretlandi og lagið Hit kom út, þar sem Björk syngur; I lie in my bed,“ hélt ég að hún væri að syngja „I like England best.“ Mér fannst alveg óþarfi að þótt þau væru að meika það í Bretlandi að vera eitthvað að dissa Ísland, ekkert smart hjá þeim. Á svipuðum tíma sat ég í ensku- tíma í Menntaskólanum í Reykja- vík og var búin að hugsa dálítið lengi um BC og AC. Ég orðaði þessar pælingar mínar upphátt: „Ef BC merkir „before Christ“, er þá ekki AD „after Djísus?“ Sam- nemendur mínir sneru sér við í þögn.“ Fyrir og eftir Jesú Sólveig Guðmundsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Þ egar Dóra Jóhannsdóttir leikkona varsex ára hélt hún að tónlistarmaðurinn Michael Jackson væri að syngja um að hann væri rúm og þegar hann söng „You know I’m bad, I’m bad, you know it“ var hún viss um að hann væri að reyna að sannfæra alla um að hann væri rúm. Öllu verri er helsti misskilningur hennar á seinni árum: „Þegar ég var nýflutt að heiman var ég algjörlega vanhæf í eldhúsinu. Ég drakk heldur ekki kaffi. Mágkona mín kom í heim- sókn og ég hugsaði að ég ætti nú að bjóða henni upp á kaffi, án þess að hafa hugmynd um hvernig maður gerir það. Þannig að ég setti hraðsuðuketil úr plasti í samband og svo ofan á hellu sem ég kveikti á. Svo sat ég að spjalli við mágkon- una þegar við fórum að finna mjög skrýtna lykt og sáum alveg bráðnaðan ketilinn ofan á eldavélinni.“ Misskilda uppáhellingin Dóra Jóhannesdóttir Morgunblaðið/Hari É g hélt vandræðalega lengi,fram eftir öllum aldri að djákni og böðull væru sama, hvað á maður að segja, starfið,“ segir Kamilla Einarsdóttir, rithöf- undur og bókavörður. „Ég hef sennilega eitthvað bara verið að rugla út af Djákn- anum á Myrká eða eitthvað slíkt. En alla vega, þá lenti ég svo í því eitt árið í jólaboði að systir pabba var nýskilin við manninn sinn og ég var svona eitthvað að spyrja hana út í hvernig hún væri að takast á við það og hún svaraði mér, alveg grafalvarleg, að hún væri á leiðinni í Háskólann til að læra að verða djákni og ég al- veg hneig niður af hlátri. Mér fannst þetta svo óborgan- lega svartur húmor hjá þessari kær- leiksríku og góðu föðursystur minni og dáðist svo að henni að segja mér svona svip- brigðalaust frá þessu. Svo gekk ég um all- an bæ og sagði fólki þessa að mér fannst ógeðslega fyndnu sögu. Ég fékk samt yfirleitt litlar undirtektir, en ég skrifaði það að sjálfsögðu bara á húmorsleysi hlustenda. Svo í einhverri fermingar- veislu nokkru síðar fer þessi sama frænka svo að segja frá því að hún sé farin að vinna á leik- skóla og þar komi þetta djákna- nám hennar að góðum notum og þá verð ég að viðurkenna að það fóru að renna á mig tvær grímur, því að þó að ég fíli svartan húmor finnst mér það ekkert rosa fyndið að fara að grínast með einhverjar barnaaftökur, það er svona smá yfir strikið. Svo ég fór að gúgla betur. Það kemur í ljós að það er engum kennt að afhausa neinn í djáknanáminu í Háskóla Íslands og ég er með endalausan móral eftir að hafa gert svona grín að námsvali elsku frænku minnar sem hefur alltaf bara viljað láta gott af sér leiða.“ Föðursystir ekki böðull Kamilla Einarsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.