Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Síða 16
MISSKILNINGUR
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018
Þýskt aðalsblóð
íslenskra kvenna
F yrir nokkrum árum fór ég að taka eftir þvíað það var alveg þó nokkuð af konum á Ís-
landi með þýsk ættarnöfn,“ segir Anna Mar-
grét Björnsson, blaðamaður Iceland
Monitor.
„Ég hjó eftir þessu í fjölmiðlum
og svo minntist ég einu sinni á
þetta við vinkonu mína: „Það er
alveg merkilegt, ég er búin að sjá
alveg tvær eða þrjár konur í fjöl-
miðlum sem heita svona þýskum
ættarnöfnum.“ Hún skildi ekkert
hvað ég var að tala um og þá
sagði ég við hana að það væru
jú náttúrlega þessi nöfn eins
og „Von eitthvað“ – „Von
Óskarsdóttir og Von Krist-
jánsdóttir“ – og hún horfði á
mig alveg blankó. Þetta bar
ég fram með f-i – Fon, upp á
þýsku.
Sérstaklega varð ég hugsi
þegar kona sem bar milli-
nafnið Von var áberandi í fjöl-
miðlum þar sem fjallað var
um brúðkaup hennar og
þekkts manns í þjóðfélaginu.
Ég velti því mikið fyrir mér af
hverju í ósköpunum hún væri
Von.
Ég áttaði mig
ekki á því fyrr en ég
ræddi þetta við vin-
konu mína að ég
hafði alltaf verið að
horfa á millinafnið
Von, auðvitað borið
fram með v-i en ekki
f-i, en ekki neitt
þýskt aðalsnafna-
forskeyti!
Ég dauðskamm-
aðist mín! Það var bara eins
og ég hefði lent í heilafryst-
ingu, ég bara gat ekki horft á
þetta Vonar-nafn öðruvísi en
sem þýskt aðalsheiti og var
orðin mjög hissa á að þetta
kom milli alíslenskra eigin-
nafna og svo kenninafna. Ég
held að ef maður byrjar að
misskilja eitthvað og bíta eitt-
hvað svona í sig sé í raun mjög
erfitt að koma sér út þeim
misskilningi, þetta verður
hreinlega að einhverri mein-
loku þótt maður eigi að vita
betur.“
Anna Margrét
Björnsson
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kvenmannsnafnið Von er vinsælt í seinni
tíð og oft í þessari samsetningu.
Þ að sem kemur mér í vandræði, mjög oft,er að ég man aldrei neitt,“ segir Svanhild-
ur Hólm Valsdóttir, lögfræðingur og aðstoð-
armaður fjármálaráðherra, sem segir að frá
yngri árum megi nefna að það hafi verið
óþægilega seint sem hún fattaði að borgin
vestanhafs hét ekki Neviork en hún lærði
snemma að lesa og þótti sjálfsagt að bera „y“ í
borgarheitinu fram sem „i“. „Ég hélt líka fram
á fullorðinsár að línan í laginu Pínulitlum karli
í Þursaflokknum væri „Takið af honum stóru
eyrun“ og ég skildi
ekkert hvað málið væri
með þennan pínulitla
karl sem þyrfti að fjar-
lægja eyrun af. Ég var í
alvörunni kominn fram
á fullorðinsár þegar ég
fattaði að þetta væri að
taka á honum stóra
þínum. Það er ekki mér
að kenna að fólk geti
ekki talað skýrt!“
Hér kemur þó játn-
ing játninganna:
„Ég hélt sem sagt í
nærri heilt ár að Páll Valur Björnsson í Bjartri
framtíð væri á þingi fyrir Framsóknarflokk-
inn. Hann var bara eitthvað svo „framsóknar-
legur“.
Alþingi fylltist á þeim tíma, haustið 2013, af
nýjum framsóknarmönnum, mikið til fólki sem
maður hafði aldrei séð áður og fólki sem leit
misjafnlega mikið út fyrir að vera í Framsókn.
Og þarna var þessi gaur sem ég hafði ekki tek-
ið neitt rosalega mikið eftir í þinginu almennt
og hafði einhvern veginn bara sett hann í flokk
með öllum nýju fram-
sóknarmönnunum.
Þangað til það var
komið vor 2014 en þá
var ég í hliðarsal að
spjalla við hann og átt-
aði mig á því í spjallinu
að hann hafði ekki al-
veg sömu afstöðu til
ríkisstjórnarinnar og
ég. Ég hugsaði með
mér að þetta væri nú
eitthvað skrýtið viðhorf
en sagði ekki neitt,
fletti honum svo upp.
Þetta var svolítið vandræðalegt því við vorum
sko í ríkisstjórn með Framsókn. Ég veit. Úff.“
Svanhildur segist mjög slæm með andlit
fólks almennt og taka mun betur eftir mörgu
öðru, hún geti þess vegna munað hvenær allir
þingmenn eigi afmæli og sé stundum glögg á
andlit þegar það skipti engu máli.
„Ég get alveg verið handviss á andlit og
nöfn B-leikara úr amerískum þáttum sem eng-
inn hefur séð. Fólki sem ég sé hins vegar jafn-
vel reglulega get ég átt erfitt með að átta mig
á. Ég er þess vegna mikill fylgismaður þess að
nota nafnspjöld.“
Svanhildur segist löngu hætt að reyna að
kjafta sig út hinum og þessum aðstæðum þar
sem ómanngleggni hennar sé til vansa.
„Þetta er svipað og að vera litblindur. Það
eina sem bjargar mér frá fullkominni örvænt-
ingu yfir því hvað ég er mikið úti að aka er
hvað ég er mikið úti að aka.“
Framsóknarlegi
þingmaðurinn
Svanhildur Hólm
Valsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
É g er úr sveit og þegar ég var lítillsveitastrákur og mokaði hey hlustaði
ég mikið á Metallica sem var uppáhalds-
hljómsveitin mín og þá sérstaklega Mast-
er of Puppets,“ segir Sigtryggur Magna-
son, rithöfundur og aðstoðarmaður
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
„Á þessum tíma í sveitinni las maður
bara Tímann og Dag og ég held það hafi
verið grein frekar í síðarnefnda blaðinu
sem gerði það að verkum að einhver mis-
skilningur fer af stað um að Metallica sé
sænsk hljómsveit. Ég trúði því í nokkur
ár og las nafn James Hetfield og allra
hinna með sænskum framburði sem og
auðvitað nafn hljómsveitarinnar sjálfr-
ar.“
Sigtryggur segir að þrátt fyrir að hann
hlusti minna á Metallica í dag sé hún
ennþá í uppáhaldi en að hún sé ekki
sænsk ætlar seint að fara úr minni hans.
„Þetta hafði mikil áhrif á mig. Enn í
dag heyri ég alltaf sænska tóna í tónlist-
inni og upplifunin af þeim er ramm-
sænsk, ég tengi þá mjög sterkt við Abba
til dæmis. Sem gefur þungarokkinu
reyndar bara smá nýja vídd og ég held ég
njóti tónlistar þeirra á allt annan hátt en
aðrir.“
Metallica með
sænskum hreim
Sigtryggur
Magnason