Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2018 Þ að geta verið ríkulegar ástæður til að birta fréttir sem byggjast á ónafn- greindum en þó „traustum heim- ildarmönnum“, sérstaklega þegar þannig háttar til að ella lægju þær í þagnargildi öllum til ógagns. En það eitt dugar þó ekki til. Lög landsins bjóða að um til- tekin efni skuli ríkja trúnaður. Iðulega þykja al- mannahagsmunir leiða til þess en friðhelgi persónu- legra upplýsinga er einnig ofarlega á blaði og á að vera það. Þar með gætu þó verið atriði sem meiningarmunur væri um, hvort heima ættu uppi á borði fremur en of- an í læstri skúffu og hvort nokkur hefði raunverulega hagsmuni af því pukri. Flest sem varðar einkahags- muni manna hlýtur þó að falla sjálfkrafa undir trúnað og þarf þá í hverju tilviki að rökstyðja það sem ekki eigi að njóta hans. Því auðvitað getur slík friðhelgi stangast á við önnur gild sjónarmið og jafnvel laga- reglur. Fjölskylda hvers og eins á að vera friðhelg og þá meðal annars gagnvart utanaðkomandi áreitni og jafnvel ónotum. Um það verður varla deilt. Meginregla og undantekningarnar En jafnvel í þeim ranni geta komið til frávik. Til dæm- is þegar haldgóðar vísbendingar berast til réttra yfir- valda um að ekki sé allt með felldu í því skjóli og því sé óhjákvæmilegt og skylt að bregðast við. Þar geta sjónarmið um barnavernd komið til, ofbeldishætta og fleira í þeim dúr. Fái fjölmiðill pata af slíkum málum væri það misnotkun af hans hálfu að velta sér upp úr því enda veruleg hætta á því að vandi þeirra sem veik- astir eru, særindi og sorg myndi aukast en ekki minnka. Í þess háttar tilvikum er fjölmiðill ekki í öðru hlutverki en hver annar og ber að gera réttum aðilum kunnugt um hvers hann hefur orðið áskynja. Verði á hinn bóginn ljóst að yfirvöldin bregðist ekki við gætu aðstæður breyst. Gæðaflokkar heimilda margir Þegar fjölmiðill vitnar í heimild „sem hann telur áreiðanlega“ verður slík yfirlýsing að vera annað og meira en þekktur og handhægur frasi. Hin „trausta og áreiðanlega heimild“ ber enga raunverulega ábyrgð. Hún kemur sínum upplýsingum áfram og er í framhaldinu ósýnileg á hverju sem gengur. (Ómerkir fjölmiðlar skálda upp „heimildarmenn“ eða vitna til „áreiðanleika og trausts“ þótt sú einkunn sé óverð- skulduð.) Það hlýtur að koma til álita að fjölmiðlar, sem þó telja heimildarmenn sína trausta, áskilji sér rétt til að afhjúpa þá ef á daginn kemur að farið var vísvitandi rangt með. Fjölmiðillinn hefur þá verið misnotaður og réttilega tapað trúverðugleika. Það er svo sem nógu vont. En annað er mun verra. Þeir sem komu við sögu í óvandaðri frétt kynnu að standa meiddir eftir og að ósekju og almenningur hefði verið blekktur. Vafalaust er að fjölmiðillinn bakar sér ábyrgð ef frétt frá „traustri heimild“ reynist röng að öllu eða verulegu leyti. Fjölmiðillinn getur þó naumast afhjúpað sína heimild nema hafa áður gert sannanlegan fyrirvara um slíkt. Hitt er annað Önnur sjónarmið eru uppi ef birt frétt er efnislega rétt, þótt þeir sem koma við sögu telji sig hafa haft hagsmuni af því að trúnaður ríki og þá jafnvel lög- varða hagsmuni. Þarna getur þó verið mjótt á mun- um. Því er mjög hampað að þeir sem leki upplýsingum þurfi að hafa sterka lögvarða stöðu. Rök geta vissu- lega staðið til þess, en þar eru einnig álitamál. Verði starfsmaður var við að lögbrot séu framin á hans vinnustað er honum ekki rétt að þegja um það. Öðru nær. Við eðlilegar aðstæður væri réttast að gera for- svarsmönnum á staðnum aðvart, nema þeir eigi hugs- anlega sjálfir hlut að máli, en ella réttum yfirvöldum. En hin tilvikin eru einnig til, að réttlætanlegt sé að koma upplýsingum til þeirra sem treysta má til að lyfta hulunni af þeim. Fjölmiðlar og einstakir starfsmenn þeirra verða iðulega varir við að beint sé til þeirra upplýsingum og margt bendi þá til að eitthvað annað hangi á þeirri spýtu. Þetta á einnig við um fréttir sem snerta ekki þann sem kemur fréttum á framfæri eða hans vinnu- stað. Stundum glittir í eða kemur fljótlega í ljós að samkeppni af einhverju tagi sé undirrótin að upplýs- ingagjöfinni. Fjölmiðlafólk er því vart um sig og þarf að vera það. En um leið er það vakandi og þarf ekki síður að vera það. Það má vel vera að rétt sé, þarft eða eðlilegt að koma frétt á framfæri þótt tilgangur þess sem miðlar upplýsingum sé misgöfugur og jafnvel fast að því ann- arlegur. Þá er reynt að kanna t.d. með því að fá upp- lýsingar annars staðar frá einnig, hvort meiri hags- munir kunni að víkja þeim sem minni eru til hliðar. En það kemur fyrir jafnt hér á landi sem annars staðar að fjölmiðlar gleymi því að þeir eru ekki hlut- lausir dómstólar og hafa ekki þær heimildir sem stundum þarf til að leita megi af sér allan grun. Og umfram allt þá hafa fjölmiðlar eðli málsins samkvæmt oftast nær mjög takmarkaðan tíma. Þeir fínustu féllu á öllum prófum Nýlega sást til fjölda fjölmiðla erlendis, sem löngum hafa talið sig eiga rétt á að teljast virtir og vandaðir, leggja sig alla fram í baráttu fyrir því að sannfæra al- menning um sekt einstaklings þar sem að honum hefði ekki tekist „að sanna sakleysi sitt“ þótt á því hefði hann engin tök. Fjölmiðlarnir báru fyrir sig að sakirnar sem á viðkomandi væru bornar væru ekki til athugunar fyrir almennum dómstóli heldur aðeins hjá dómstóli götunnar. Þar gilti ekki reglan um að sanna yrði sök sem borin væri á mann. Fyrir dómstólunum væri verkefni ákærandans að sanna sök og tækist honum það ekki sæti hann uppi með að hafa borið sak- lausan mann sökum. Þrír aðilar buðu sig fram í krafti þess að hafa orðið fyrir skaða af hálfu þessa ein- staklings. Hvað eina var strax tekið sem þýðingar- mikið innlegg því að væru tilvikin fleiri en eitt og fleiri en einn ásakandi þá væri komið upp „mynstur“ hjá þeim sem ætti í hlut. Fljótlega varð þó ljóst að ekki var heil brú í sakar- giftum tveggja aðila af þremur. Samt töngluðust „virtir fjölmiðlar“ á því áfram af pólitískri blindu að viðkomandi yrði að afsanna ruglið! Allir sem einn sögðu þeir frá fyrsta degi að ásakanir þess ákæranda sem eftir stóð væri mjög trúverðugar og höfðu þá hvorki séð til hans eða heyrt! Skringilegt var að sjá hvernig þessir fjölmiðlar Ásökun er lokadómur. Stytting vinnuviku er gallalaus. Það er líka lokadómur ’ Ekki hafði verið athugað hvað það myndi þýða ef vinnuvikan myndi nú verða stytt í t.d. 30 stundir á viku. Þótt það hafi ekki verið rannsakað má með öllum fyrirvörum giska á að starfsmenn hefðu þá 5 fleiri stundir fyrir sig en þeir hafa með stytt- ingu niður úr 40 í 35. Og auðvitað yrði að gera ráð fyrir óbreyttum launum þrátt fyrir þá styttingu líka „en óbreytt laun eru alltaf forsendan“. Reykjavíkurbréf19.10.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.