Morgunblaðið - 07.11.2018, Side 18

Morgunblaðið - 07.11.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú liggja fyrir úrslití „milli- kosningunum“ í Bandaríkjunum, þegar forsetinn sjálfur er ekki í framboði. Eins og alltaf finna einstaklingar og hópar að því að þeirra mál hafi lítt verið rædd í baráttunni. Demókratar minntust t.d. ekki á sitt stærsta mál; að Rússar reyni að stýra kosninganiður- stöðum vestra. Í tvö ár hafa þeir fullyrt að sama hætta vofði enn yfir. Þeir forðuðust eins og heitan eldinn að nefna að Trump hefði skipað klámhund og nauðgara sem hæstaréttardómara. Enda er nú komið á daginn að ekkert handfast finnst sem styrkir þær hrikalegu ásakanir. Þrjár af fjórum aðalpersónugervingum ásakananna hafa nú játað að ásakanir þeirra hafi verið til- búningur til að ná athygli. Sá ákærandinn sem demókrötum og gjörvallri Me too-hreyfing- unni þótti hafinn yfir allan vafa fullyrti að fjögur áreiðanleg og nafngreind vitni myndu stað- festa minninguna sem sálfræð- ingur dró upp úr dulvitund ákærandans 34 árum eftir meint atvik. Ekkert þessara vitna þekkti haus eða sporð á þessum ásökunum. Nú hafa rannsakendur þingsins stað- festan vitnisburð manns sem telur að lýsing frú Ford geti átt við sig. Hann hefði 19 ára kysst stúlku og myndi það einkum vegna þess að við þá tilburði, sem ekki hefðu náð langt, kom í ljós að stúlkan var í sundfötum undir fatnaði sínum. Þegar sá var yfirheyrður höfðu þær upp- lýsingar ekki komið fram opin- berlega. Demókratar kröfðust þess að sá ásakaði, og veröldin öll, tryðu „framburði“ allra þessara kvenna mótþróalaust, annað væri ósvífið og gerði „glæpinn“ enn verri. Me too-hreyfingin, sem þó er ekki til í áþreifanlegu formi, virtist gera svipaðar dellukröfur. Þingmenn demó- krata sögðust treysta þessum ásökunum „fórnarlambanna“ gagnvart „gerandanum“ efa- semdalaust. Í kosningunum hefur allstór hópur frambjóðenda demókrata verið sakaður um kynferðis- legar misgjörðir af ýmsu tagi og í sumum tilvikum liggja fyrir opinberar skýrslur ásökun- unum til stuðnings. Forsvars- menn demókrata hafa í öllum tilvikum talið áskanir kvennanna gegn sínum fram- bjóðendum fullkomlega ótrú- verðugar. Óverjandi árásir þeirra gegn dómaraefninu og þessi tvöfeldni virðast þó ekki hafa styrkt stöðu þeirra í kosn- ingunum. Lengi vel stefndi í sannkallaðan stórsigur þeirra en þetta offors sló í bakseglin. Fram- ganga fjölmiðla vestra, sem kækur hefur verið að bugta sig fyrir, fylgdi demókrötum alla leið út í forina þar sem hún var dýpst og ösluðu stundum á undan. Trú- verðugleiki þeirra er í sárum. Stundum hafa deilur um skot- vopnaeign verið fyrirferðar- miklar í þessum kosningum. Ekki nú. Það vekur nokkra undrun miðað við lögreglu- skýrslur um seinustu helgina fyrir kosningar: „Sprengja sprengd í stórborg á sunnu- dagskvöldið. Sprengjusveit lög- reglunnar er við störf á vett- vangi. Sl. föstudag sprakk önnur sprengja á nálægum slóðum. Á sunnudag var gerð skotárás í útborg suður af höfuðborginni. Tveir á sjúkrahúsi, enginn handtekinn. Átta særðir eftir skotbardaga í næststærstu borg landsins á laugardagskvöld. Þrettán hand- teknir – Hells Angels viðriðnir málið. Leigubílstjóri skotinn í al- menningsgarði í stórborg í suðurhluta landsins á laugar- dagskvöld. Enginn handtekinn. Skotárás gerð á raðhús í sömu borg á laugardagskvöld. Skömmu síðar var gerð önnur árás á hús í sömu borg. Einn dáinn og annar á slysa- deild eftir skotárás í þekktri há- skólaborg á föstudagskvöld. Enginn handtekinn. Eldri borg- arar þora vart lengur út úr húsi. Lögreglan fiskar upp líkams- hluta myrts manns úr borgar- ánni. Einn handtekinn. Þá var lík fiskað upp úr vatni í þrjú hundruð þúsund manna borg í suðvesturhluta landsins á sunnudag. Þar fyrir utan tilkynningar um ótal nauðganir, vopnuð rán og þar fram eftir götunum.“ Ástæðan fyrir því að þessar óhuggulegu fréttir helgarinnar dugðu ekki til að vopnaeign varð umræðuefni í kosning- unum í gær er sú að þessi helgarskýrsla, að breyttu breytanda, er ekki frá Banda- ríkjunum heldur Svíþjóð, sem forðum var eitt friðsamasta ríki veraldar. Þegar Trump forseti furðaði sig á blaðamannafundi fyrir allnokkru yfir sambæri- legum fréttum frá Svíþjóð sagði sænski forsætisráðherrann að lýsing forsetans á ástandinu í Svíþjóð væri fjarri sanni. For- setinn var þó eingöngu að vitna í fréttir frá virtri alþjóðlegri fréttastofu sem aðrir miðlar höfðu birt án athugasemda. Sú sjálfsafneitun forsætisráð- herrans gæti verið skýringin á því að flokkur hans er nú verr staddur með eigin þjóð en hann hefur verið í rúma öld. Margt er skrítið í kýrhaus kosninga þegar krufið er} Stóru málin hurfu Þ að sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Þetta kemur skýrt fram hvort tveggja í barnalögum sem og lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns. Það er óumdeilt að stjórnvöld bera þessa lagaskyldu, ákvæðin eru skýr og lítið hægt að þvæla þeim með mismunandi lagatúlkunum. Fyrr í vikunni fengum við fregnir af því að lít- ill drengur, Filip Ragnar, sem verður eins árs 24. nóvember næstkomandi, fái ekki dvalarleyfi hér á landi til að njóta samvista við foreldra sína sem hér stunda nám við Háskóla Íslands. Drengurinn er fæddur hér og hefur búið hér undanfarið ár en foreldrar hans hafa búið hér frá árinu 2015 og eru bæði á þriðja ári í sínu námi, hún í íslensku, hann í tómstunda- og fé- lagsmálafræði. Móðirin starfaði áður við að þýða norsku fyrir stjórnvöld, er með grunnnám í Norðurlandafræðum, þekkir vel söguna, bókmenntirnar og menninguna og hafa þau í hyggju að búa hér og starfa áfram. Þau eru þannig hluti af þeim fjölda fólks sem eykur hagsæld okkar, því við þurfum jú á fleiri vinnandi höndum að halda. Við fæðingu drengsins sóttu þau um dvalarleyfi fyrir hann, eins og nauðsynlegt er svo hann njóti sömu þjónustu og önnur börn. Nú, ári síðar, barst synjun frá Útlendinga- stofnun vegna þess að foreldrar hans eru „bara“ í grunn- námi við Háskólann. Þá segir jafnframt í ákvörðun Útlend- ingastofnunar að drengurinn geti fengið umrædd réttindi í heimalandi sínu og geti því bara farið þangað þrátt fyrir dvöl foreldranna hér! En bíðum nú við. Rétt er að dvalarleyfi barna vegna fjölskyldusameiningar nær ekki yfir for- eldra í grunnnámi, en frumvarp til breytinga á því var lagt fram á síðasta þingi en hlaut ekki afgreiðslu. Þrátt fyrir þetta skilyrði laganna er vert að benda á að í sama ákvæði laga um út- lendinga er sagt að heimilt sé að víkja frá um- ræddum skilyrðum um æðra nám eða önnur dvalarleyfisform foreldra ef sérstaklega stend- ur á, enda krefjist hagsmunir barnsins þess. Förum þá aðeins til baka. Í áðurnefndum barnalögum segir skýrum orðum að stjórnvöld- um beri að láta hagsmuni barns ávallt hafa for- gang þegar þau gera ráðstafanir er varða þau. Útlendingastofnun ber að fara eftir þessum reglum. Í þessu tiltekna máli virðist stofnunin hafa horft fram hjá ofangreindu heimildarákvæði þrátt fyr- ir skýr lagaboð um að gera ávallt það sem er barni fyrir bestu. Þá mátti líka beita ákvæði um mannúðarleyfi enda hljóta allir að vera sammála um að það sé ómannúðlegt að senda barn á fyrsta aldursári í burtu frá foreldrum sínum. Væri því best ef stjórnvaldið afturkallaði ákvörðun sína og veitti drengnum dvalarleyfi hér á landi. Látum ekki mánuð- ina líða í rándýru kæruferli heldur má laga þetta án frekari tafa. Helga Vala Helgadóttir Pistill Það sem er barni fyrir bestu Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Veitur ohf. hafa kynntáform um að virkja þrjáreldri borholur í Vatns-endakrikum í þeim til- gangi að auka þar vatnsvinnslu um 110 l/s og um leið dreifa vinnslunni á fleiri svæði þannig að öryggi í af- hendingu á neysluvatni verði tryggt til langrar framtíðar. Frum- matsskýrsla um mat á umhverfis- áhrifum vegna aukinnar vatnstöku í Heiðmörk hefur verið send Skipulagsstofnun, en í lok árs 2016 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í desember 2014 um að aukin vatns- vinnsla í Vatnsendakrikum skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í Vatnsendakrikum er einnig vinnsla Vatnsveitu Kópavogs sem hefur heimild fyrir allt að 350 l/s vinnslu. Tvö aðskilin vatnstökusvæði Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og vöxtur í atvinnulífi samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030 gerir það að verkum að Veit- ur munu þurfa að auka vatnstöku á tímabilinu til að uppfylla skyldur sínar, segir í frummatsskýrslunni. Atburðir í janúar 2018 þar sem takmarka þurfti vinnslu vatns á neðra svæðinu vegna örverumeng- unar sýni þörfina á frekari dreif- ingu vatnsöflunar af svæðinu. Framkvæmdin snýst um nauð- syn þess að hafa til framtíðar tvö aðskilin vatnstökusvæði í Heið- mörk sem hvort um sig geti sinnt vatnsþörf höfuðborgarinnar og þannig tryggt öryggi við afhend- ingu á drykkjarvatni til langrar framtíðar. Annars vegar er um að ræða vatnstökusvæðin við Gvendarbrunna, Jaðar og Myllu- læk á neðra svæði og hins vegar vatnstökusvæðið við Vatnsenda- krika eða efra svæði. Áhrif í Kaldárbotnum Í samantekt skýrslunnar segir m.a.: „Líkanreikningarnir sýna að aukinn niðurdráttur í Kaldár- botnum verði þegar grunnvatns- staða er lág og því geta áhrif þar verið nokkuð neikvæð sé litið til þeirrar staðreyndar að lág grunn- vatnsstaða telst vera tímabundið ástand. Áformað er að nýta vatns- vinnslusvæðið í Vatnsendakrikum sem mest yfir hlákutímann og verður því mest dæling þegar grunnvatnsstaðan er sem hæst, minni á sumrin þegar grunnvatns- borð stendur lægst. Miðað við þær forsendur að vinnsla sé mikil á þeim tíma sem vatnsborð er hátt skapast ekki hætta á erfiðleikum í rekstri Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Ef þörf krefur er hægt að grípa til aukinnar vinnslu á öðrum vatnstökusvæðum ef ástæða þykir að draga úr áhrifum vinnslunnar á vatnsborðsstöðu í Kaldárbotnum. Með auknu samráði við aðrar vatnsveitur á svæðinu má stýra vatnstöku með þeim hætti að tillit sé tekið til framangreindra þátta.“ Það er niðurstaða frummats- skýrslunnar að fyrirhuguð virkjun þriggja borhola í Vatnsendakrikum ásamt aukinni nýtingu grunnvatns Veitna um 110 l/s sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif á grunnvatns- auðlindina né á önnur vatnstöku- svæði í Vatnsendakrikum eða í Kaldárbotnum. Virkar mótvægisaðgerðir Til að bregðast við mögu- legum áhrifum framkvæmdarinnar á vatnstöku Vatnsveitu Kópavogs og Vatnsveitu Hafnarfjarðar hyggjast Veitur beita virkum mótvægisaðgerðum, sem felast annars vegar í stýringu á vinnslu og hins vegar í vöktun. Í skýrslunni er ítarlega fjallað um umhverfisáhrif, aukna vatns- töku, aðrennslissvæði Vatnsenda- krika, vatnsborðslækkun á öllum vatnstökusvæðum á Heiðmerkur- svæðinu og í Kaldárbotnum, grunnvatnsstreymi, hæð grunn- vatns og vatnsverndarsvæði. Meiri og dreifðari vatns- taka til að auka öryggi Veitur hafa ákveðið að hefja lýsingu með útfjólubláu ljósi á vatni frá Gvendarbrunnum, Jaðri og Myllulæk, á neðra vatnstökusvæðimu, þannig að hægt verði að lýsa allt vatn þaðan yfir hlákutímann sem er frá október fram í mars, að því er fram kemur í umhverfismatsskýrslunni. Slíkar ráð- stafanir yrðu þó einungis til vara til að tryggja öryggi á afhendingu á neysluvatni. Áfram verður stefnt að því að gæði drykkjarvatns sem dælt er upp úr jörðinni verði tryggt þannig að engrar meðhöndlunar verði þörf. Gert er ráð fyrir að lýsingarbúnaður á neðra vatnstökusvæði Veitna í Heiðmörk verði tekinn í notkun á næsta ári. Vatnið lýst að vetri til ÚTFJÓLUBLÁTT LJÓS Ljósmynd/Einar Örn Jónsson Aukin vatnstaka Séð í átt að dælustöð í Vatnsendakrikum í Heiðmörk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.