Morgunblaðið - 07.11.2018, Side 22

Morgunblaðið - 07.11.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 ✝ Pálmi Pálma-son fæddist í Reykjavík 23. apríl 1951. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 25. októ- ber 2018. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Einars Gunnlaugssonar forstjóra, f. 1917, d. 1996, og konu hans Waltraut Carla Maria Alwine Breitzmann, f. 1930, d. 1996. Við skilnað þeirra var Pálmi ættleiddur til hálfbróður Guðmundar, Pálma Sveins Sveinssonar skipstjóra, síðar fiskverkanda, f. 1914, d. 1992, og konu hans, Matthildar Árna- dóttur húsfreyju, f. 1921, d. 2008. Samfeðra Pálma frá Guð- mundi: 1) Hrafnhildur, f. 1962, d. 2004, og 2) Sigrún, f. 1965. Sammæðra Pálma frá Waltraut: 1) Maria Erla Stegemann, f. 1953, og 2) Friðrik Ingvi Jóhannsson, f. 1963. Pálmi ólst upp á Akranesi, gekk í skóla þar og framahalds- deildir skólanna sem síðar urðu Fjölbrautaskóli Vesturlands. Pálmi sinnti margháttuðu fé- lags- og menningarlífi á Akra- nesi, var í KFUM, Skátafélagi, handbolta ÍA, Alþýðuflokks- félagi, Kiwanisfélagi og átti þátt í endurreisn leikhúslífs á og enn frekar frá 2010 hjá Portunus Viet Nam með búsetu um árabil í Asíu. Jafnframt sinnti Pálmi samhliða áfram alla tíð framkvæmdastjórn fyrir Phoenix-fjárfestingar. Pálmi Pálmson og Helga Ólöf Oliversdóttir, f. 18.3. 1954, kynntust árið 1968 og giftust 21. apríl 1973. Börn þeirra eru: a) Oliver, f. 1.2. 1971, maki Nanna Guðbergsdóttir, eiga þau dæturnar Nödju og Sonju. Fyrir átti Oliver dótturina Evu. b) Pálmi Sveinn, f. 26.10. 1976, maki Ana Maria Chacon- Pálmason og synirnir Pálmi Sveinn og Magnús Oliver. c) Matthildur Vala, f. 3.12. 1980, maki Ingólfur Bjarni Sveinsson og dóttirin Helena Kristín. Sumarið 2010 flutti Pálmi bú- ferlum til Víetnam vegna vinnu. Ári síðar, sumarið 2011, greind- ist hann með alvarlegan krabbameinssjúkdóm á háu stigi. Eftir að meðferð hófst hér á landi sneri Pálmi aftur til As- íu til starfa fram til ársins 2013 þegar hann kom heim og sinnti framvegis eingöngu hluta af störfum sínum með fjarteng- ingum. Þegar Pálmi var heim- kominn bjuggu þau Helga bæði í Reykjavík og á Akranesi, þangað sem þau fluttu síðar til að vera sem næst heilbrigðis- þjónustunni. Úförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 7. nóvember 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Akranes- kirkjugarði. Akranesi, þar sem Pálmi var formað- ur Skagaleik- flokksins fyrstu ár- in. Pálmi var feng- inn til að sjá um hátíðahöld og sýn- ingarhald vegna 100 ára skólastarfs á Akranesi á sínum tíma ásamt því að hafa beina aðkomu að og stjórn á viðburðum/hátíðahöldum í bænum um árabil, m.a. 17. júní o.fl. Pálmi hóf störf í Reykjavík 1984 og bætti við sig marghátt- uðu námi í stjórnun, markaðs- fræðum og sölustjórnun með- fram störfum um langt árabil hér og erlendis. Á Akranesi starfaði Pálmi hjá Málningarþjónustunni, Bíl- vangi og Samvinnutryggingum- /Samvinnubanka. Árið 1984 réðst Pálmi sem fulltrúi í Inn- flutningsdeild Sambandsins í Holtagörðum í Reykjavík. Síðan frá 1986 hjá Íslensk Ameríska (ÍsAm) sem sölu- og markaðs- stjóri, þá frá 1996 hjá Þinni verslun sem framkvæmdastjóri og starfaði síðan frá 1998 hjá Globus sem markaðsstjóri. Árið 2005 urðu kaflaskil með störf- um hjá Phoenix-fjárfestingum og dótturfyrirtækinu Laug- arnesi sem framkvæmdastjóri Pálmi minn er farinn í Sumar- landið. Ástin mín eina. Við kynntumst í nóvember 1968. Blómabörnin. 50 ár síðan. Hugsa sér! Það var ást við fyrstu sýn. Heimsmyndin var að breytast. Bítlarnir. Rómantíkin. Ást, frið- ur og fegurð. Kafli í lífinu sem gott er að minnast. Brúðkaup og barneignir. Þrjú heilbrigð börn – hin mestu lífsgæði. Seinna – barnabörnin – Aftur: hin mestu lífsgæði. Þakklæti og auðmýkt. Heyr mína bæn, bára við strönd. Blítt þú vaggar honum við barm, þar til svefninn sígur á brá. Draumheimi í dveljum við þá, daga langa, saman tvö ein. Heyr mínar bænir og þrá. (Ólafur Gaukur) Hvíl í friði, elsku Pálmi. Þín Helga. Ég á erfitt með að skrifa ein- hver orð sem lýsa því hversu erf- itt er að kveðja föður minn. Ég naut þeirra forréttinda að fá að vinna með föður mínum og við urðum ekki einungis faðir og sonur heldur einnig viðskipta- félagar og bestu vinir. Við ferð- uðumst saman út um allan heim og áttum ótrúlega góðar stundir saman sem feðgar, vinir og vinnufélagar. Faðir minn fylgdi öllum börnum sínum út í lífið og gerði sitt besta til að okkar fyrstu skref sem sjálfstæðir ein- staklingar yrðu gæfurík. Hann var alltaf til taks þegar á þurfti að halda og gat alltaf gert erfiða hluti auðveldari. Ég á föður mín- um líf mitt að þakka því án hans veikinda hefði hann aldrei pant- að og heimtað að ég færi í þá læknisskoðun sem bjargaði lífi mínu fyrir sex árum. Þess vegna er þessi kveðjustund ennþá erf- iðari því við vorum að ferðast á sama farseðli feðgarnir en annar okkar þurfti að víkja svo hinn gæti haldið áfram. Ég hefði ósk- að þess að geta leyft honum að sjá strákana mína vaxa úr grasi. Litlu Pálma og Magnús sem elska afa sinn af öllu hjarta. Ég hafði mörg ár til að kveðja föður minn og við áttum góðar stundir saman en þegar lokastundin hef- ur runnið upp er hrá sorgin samt nánast óbærileg og söknuðurinn djúpur og erfiður. Það eru augnablik og stundir í lífi hvers manns sem skapa minningar okkar og arfleifð hans Þau orð, bros og faðmlög sem skapa okkar innri mann byggja upp og styrkja sjálfstæða eigin rödd Þú varst alltaf til staðar hvar í heiminum sem ég var Við bak mitt ávallt studdir sama hvaða stefnu ég tók Nú kveðjumst við að sinni þótt sorgin sé djúp Síðasta baráttan á enda og löngu stríði lokið Við deildum saman sæti á þessum eins manns miða Nú þurfti annar að kveðja svo hinn gæti haldið áfram Ég elska þig af öllu hjarta mínu og sál og mun kenna mínum eigin það sem þú kenndir mér Hvíldu þig nú pabbi og leggðu aftur augun Mynd af þér mun lifa í hjarta okkar allra Pálmi Sveinn Pálmason. Sólin rís. Sólin sest. Himinn- inn er ennþá blár. Samt er allt breytt. Landslagi lífsins hefur verið varpað á hvolf. Gjá þar sem áður voru blóm í haga. Rof í tilveruna. Ég græt yfir söknuð- inum um leið og ég gleðst yfir minningunum. Við Helena ræð- um hvað það er gott að gráta. Leyfa tilfinningunum að flæða, og minnast þess hvað maður átti mikið. Því þegar söknuðurinn og sorgin nísta inn að beini mætir sársaukinn auðmýktinni. Sárs- aukinn er stór af því að skarðið er stórt. Skarðið er stórt af því vináttan var stór og fyrir það er ég auðmjúk. Það fá ekki allir. Elsku pabbi, þú varst minn besti vinur. Ég hef leitað í stuðn- ing þinn og styrk alla tíð og allt- af komið að kofanum fullum af ást og umhyggju. Ávalt tilbúinn að leiðbeina mér í rétta átt, eða bara þegja og hlusta þegar þú vissir ég hefði fundið eigin sann- færingu og þyrfti aðeins stuðn- ing þinn til að fylgja henni. Aldrei reiddumst við hvort öðru. Vorum oft ósammála, en aldrei ósátt. Þvert á móti var okkur einkar lagið að gera góð- látlegt, kaldhæðið grín hvort að öðru og höfðum skoðanir hvort annars í flimtingum þegar á greindi. Enginn hló eins og þú. Máttarstólpinn minn er fall- inn. Ég fell við. En þú kenndir mér vel. Í fallinu rétti ég út höndina fullviss um að finna festu. Ég lofa að grípa hana þéttingsfast og heiðra minningu þína með því að rísa aftur upp og gera þig stoltan þaðan sem þú horfir núna. Eftir að þú fórst fann ég inni hjá þér kort sem ég skrifaði þér þegar ég var ófrísk. Í því stóð hvað ég hlakkaði til að dóttir mín fengi að eiga þig fyrir afa. Þrem- ur árum eftir að ég skrifaði kort- ið virtist kallið vera komið. En þú lifðir í trúnni og með hetju- legri baráttu lagðirðu árið sem þér var gefið við fyrstu grein- ingu þér að baki. Því næst komu rúm sex ár til viðbótar. Með elju- semi, baráttuvilja og trú gafstu okkur aukinn tíma með þér, og Helena Kristín afastelpa mun gleðjast yfir minningunum um afa Pálma um ókomna tíð. Takk fyrir að vera mér allt. Takk fyrir að taka Bjarna, eigin- manni mínum, sem þínum eigin syni síðastliðin 14 ár. Takk fyrir að vera Helenu besti afi sem hugsast getur. Brent biskup sagði um dauðann: „Ég stend á strönd og horfi á skip sigla í morgunblænum út á hafið. Það er falleg smíði og ég stend þar og horfi á það unz það hverfur sjónum mínum úti við sjóndeildarhring. „Það er farið!“ Farið! Hvert? Farið úr minni augsýn. Það er allt og sumt. Það er þó enn jafnstórt í möstrum, bol og siglutrjám og þegar ég sá það og getur flutt jafnmikinn farm og mannfjölda á ákvörð- unarstað. Minnkandi stærð og hvarf þess úr minni augsýn er í huga mér en ekki í því. Og ein- mitt þegar einhver nálægur segir: „Það er farið!“ þá eru aðrir, sem horfa á það koma og aðrar raddir heyrast kalla: „Þarna kemur það!“ Og þannig er að deyja. Kallið kom að lokum. Ég horfi á eftir þér full þakklætis og sam- gleðst endurfundum ykkar ömmu Möllu, afa Pálma og allra þeirra sem nú taka á móti þér, elsku pabbi minn. Þangað til næst, takk fyrir samfylgdina í þessu stríði. Guð geymi þig um alla tíð og alla tíma. Góða ferð. Matthildur Vala Pálmadóttir. Himnafestingin skartaði sínu fegursta, með blikandi stjörnum og fullu tungli, kvöldið sem Pálmi yfirgaf þennan heim og langvar- andi þrautir. Dauðinn kom ekki á óvart eftir margra ára baráttu við krabbamein, sem þó hafði gefið honum fleiri dýrmæt ár með fjöl- skyldu og vinum en í fyrstu var reiknað með. Pálmi hefur tengst innsta ranni fjölskyldunnar um áratuga- skeið. Sem frændi og systursonur afa Árna, fastagestur á Bjarkar- grundinni, í gegnum Skagaleik- flokkinn, hinn einstaka vinahóp „Lampavinafélagið“, en ekki síst fyrir trygga og einstaka vináttu mömmu og Pálma. Skipti þá bú- seta eða landfræðilegar fjarlægð- ir ekki máli. Eftir sjúkdómsgrein- inguna fluttu Pálmi og Helga á Höfðagrundina, í hús foreldr- anna, Möllu og Pálma. Þar réðst Pálmi í endurbætur með það fyr- ir augum að Helga gæti átt þar góða daga, því hann var mjög meðvitaður um í hvað stefndi. Sem karakter var Pálmi dulur en með góða nærveru og húmor. Hann hafði brennandi áhuga og miklar skoðanir á ólíklegustu málum, hvort sem var nærsam- félaginu á Akranesi eða stöðu heimsmálanna. Þá var hann mik- ill smekkmaður á alla gæða- hönnun. Í veikindum sínum á síðustu árum var Pálmi tryggur gestur á Bjarkargrundinni. Hann kom við, oft daglega, spjallaði, las blöðin, lagði sig, en síðast en ekki síst hitti hundavini sina Kófí og Karra. Það var undarvert að fylgjast með, að eftir því sem sjúkdómurinn ágerðist með ým- iss konar skerðingum, hvað nær- vera hundanna og atferli hressti og gaf honum mikið. Það er með ólíkindum hvað Pálmi tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hann bar harm sinn ekki á torg, kvartaði aldrei, þó að kvalir og skerðingar væru sýnilegar. Við getum spurt; Hvað er gott samfélag? Eiga góð samskipti við fjölskyldu og vini og geta fylgt þeim og stutt í gegnum súrt og sætt? Reynslan að fá að fylgjast með veikindum Pálma sem eðli- legum hluta af tilverunni hefur verið gefandi þroskaferli, fyrir mig og strákana mína, Gutta og Axel Mána. Með honum kveður mamma tryggan frænda og sér- stakan vin. Yndiskeðjur frá „Bjarkó stór- fjölskyldunni“, mömmu, mér, Lalla og öllum, til ykkar elsku Helga, Vala, Pálmi Sveinn, Oliver og fjölskyldur. Megi góður Guð vera með ykk- ur í kærleik á þessum erfiðu tímamótum. Helena Guttormsdóttir. Pálmi Pálmason  Fleiri minningargreinar um Pálma Pálmason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Okkar elskaði BRYNJAR BERG GUÐMUNDSSON lést mánudaginn 29. október. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja sýna litlu börnunum hans og unnustu stuðning er bent á styrktarreikning 0326-26-003131, kt. 021283-3399. Kristín Sif Björgvinsdóttir Heiðar Berg Brynjarsson Sara Björg Brynjarsdóttir Anna Einarsdóttir Gísli Gíslason Íris Guðmundsdóttir Soffía Guðmundsdóttir Pétur Þór Guðjónsson Guðmundur V. Guðsteinsson Svava B. Svavarsdóttir Sunna Líf Stefánsdóttir Jón Hall Ómarsson Brynja Gestsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR frá Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Bergi, Bolungarvík, 3. nóvember. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 10. nóvember klukkan 14. Guðm. Sigurður Guðmunds. Ingrid Hill Bracken Pétur Guðmundsson Jóhanna Halldóra Ásgeirsd. Jónína S. Guðmundsdóttir Ólafur Már Guðmundsson Einar Valur Guðmundsson ömmu- og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, dóttir og systir, KRISTRÚN SÆBJÖRNSDÓTTIR, sem lést af slysförum miðvikudaginn 31. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. nóvember klukkan 13. Frank Norman Eyþórsson Safír Steinn Valþórsson Sæbjörn Helgi Magnússon Róshildur Jónsdóttir Eyþór Ingólfsson Björn Sæbjörnsson Anna Sólrún Pálmadóttir Stefán Óli Sæbjörnsson Edda Hrund Halldórsdóttir Ingunn Eyþórsdóttir Nói Steinn Einarsson og fjölskylda Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALBJÖRN HEIÐAR ÞORSTEINSSON, fyrrverandi útgerðarmaður, Skagabraut 42, 250 Garði, lést á Heilsugæslustöð Suðurnesja laugardaginn 24. október og var jarðsettur í kyrrþey laugardaginn 2. nóvember frá Útskálakirkju. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki HSS fyrir góða umönnun. Ingibjörg Anna Gísladóttir Einar Heiðarsson Guðrún Georgsdóttir Þorsteinn Heiðarsson Ásta Kristín Kristinsdóttir Gísli Rúnar Heiðarsson Sigrún Ragnarsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.