Morgunblaðið - 07.11.2018, Page 25

Morgunblaðið - 07.11.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018 25 Fundir/Mannfagnaðir Knattspyrnufélagið Valur Haustfundur Knattspyrnufélagsins Vals vegna kosningar í deildarstjórn knattspyrnu- deildar verður haldinn að Hlíðarenda 15. nóvember kl. 17.00 Dagskrá: 1. Formaður félagsins setur fundinn. 2. Kosinn fundarstjóri. 3. Kosinn fundarritari. 4. Kosinn formaður deildarstjórnar knatt- spyrnudeildar sem jafnframt tekur sæti í aðalstjórn. 5. Kosnir þrír til sex stjórnarmenn í deildarstjórn knattspyrnudeildar. Heimilt er einnig að kjósa allt að 5 varastjórnarmenn. 6. Önnur mál. Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Ráðagerði – Aðalskipulagsbreyting Breytingin gerir ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í frístundabyggð (F) fyrir allt að 8 frístundalóðir. Eyvindarholt – Aðalskipulagsbreyting Breytingin gerir ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í frístundabyggð (F) fyrir allt að 14 frístundalóðir. Guðnastaðir/Skækill – Aðalskipulagsbreyting Breytingin gerir ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í flugbraut/lendingarstaður (FB). Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirfarandi deiliskipulagstillaga í Rangárþingi eystra auglýst. Hvolsvöllur miðbær – Deiliskipulagstillaga Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis sem er beggja vegna þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um Hvolsvöll. Skipulagssvæðið afmarkast til norðurs að aðveitustöð Rariks. Til vesturs afmarkast skipulagssvæðið af beinni línu samhliða langhlið kyndistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Til suðurs afmarkast skipulagssvæðið af Austurvegi 1 og til austurs af Vallarbraut. Stærð skipulagssvæðisins er um 14 ha. Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 24. desember 2018. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason, fulltrúi skipulags- og byggingarmála. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30- 11.30, allir velkomnir. Jóga 60+ kl. 12.30. Söngstund kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni Jökulssyni og góðum gesti kl. 15. Árbæjarkirkja Kyrrðarstnd í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Þar verður boðið upp á leikfimi undir stjórn Öldu Maríu íþrótta- fræðings. Kaffi og með þvi á eftir í boði kirkjunnar. Allir velkomnir Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin kl. 9-15. Harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15. Noon fatasala kl. 12-15.30. Breiðholtskirkja Eldri borgara starfið í Breiðholtskirkju er kl. 13.15 alla miðvikudaga. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja Félagsstarf kl. 13-16. Gestur verður Steinunn Leifs- dóttir sjúkraþjalfi og segir okkur frá sjúkraþjálfun heima. Kaffi eins og vant er og djákni með hugleiðingu og bæn. Hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9-12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30, dansleikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15, Bergmál líknar- og vina- félag með sölu til styrktar starfseminni á setustofu 2. hæðar. Verið vel- komin til okkar á Vitatorg, Lindargötu 59. Síminn er 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13. Smiðja Kirkjuhvoli opnuð kl. 11. Allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / pappa- módel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Velkomin. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Grensáskirkja Samvera eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14. Helgi- stund, fræðsla, bingó og kaffi. Hjartanlega velkomin. Guðríðarkirkja Félagstarf eldri borgara á morgun, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 12. Helgistund og fyrirbænir í kirkjunni. Söngur og lesin smásaga. Ari Trausti Guðmundssson alþingismaður og formaður Þingvallanefndar kemur og fjallar um þingvelli, náttúru, umhverfi, sögu og aðra áhugaverða hluti sem tengjast Þingvöllum. Súpa og brauð kr. 700. Hlökkum til að sjá ykkur. Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komnar kl. 16. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Ljóðahópur Soffíu kl. 9.45-11.45, línudans með kl. 10-11, hádegismatur kl. 11.30. Zumbaleikfimi með Auði kl. 13-13.50, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, tálgun með Valdóri kl. 14.30-17. Allir vel- komnir, óháð aldri. Nánari upp. í s. 411-2790. Korpúlfar Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10, gönguhópar leggja af stað kl. 10 frá Borgum og í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl. 10 í dag. Gaman saman e. h. i dag í Borgum og sýnd verður íslenska kvik- myndin HRÚTAR kl. 13 í dag í Borgum, allir velkomnir. Qigong fellur niður í dag og glerlistanámskeiðið er í fríi og hefst á ný í janúar 2019. Seltjarnarnes Gler kl. 9 og 13. Leir kl. 9. Botsía kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Val- húsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sund- lauginni kl. 18.40. Ámorgun fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt- ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. ENSKA talað mál kl. 14, leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir. Söng- félag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Félagslíf Bæna- og vitnisburðarsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Allir velkomnir. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Sólbaðsstofa Súper sól Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2,109 Rvk. Nýir sól- og kollagen-bekkir beint frá Ítalíu. Opnunartilboð: 7, 10, 11 mínútur, aðeins fyrir 1200 kr. Allir velkomnir frá kl. 10 til 22, sími 5870077. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Smá- og raðauglýsingar fasteignir undirbúa brúðkaupið sitt bauð hún okkur systrum að koma til sín þegar hún var að máta brúð- arkjólinn og brúðarskartið, geislandi af gleði og eftirvænt- ingu. Þetta er okkur ógleyman- legt kvöld og verður vel varð- veitt í minningunni um frænku okkar. Allar þessar minningar eru okkur afar dýrmætar og verður gott að geta leitað í þann fjár- sjóð. Við minnumst hennar með hlýju og kærleika. Englar eins og þú. Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Þorkell Sigurbjörnsson) Edda, börnum, foreldrum, bræðrum og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Megi kærleikurinn leiða ykkur áfram í lífinu. Margrét Guðmunds- dóttir og Kristinn Hólm (Magga og Kiddi). Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem okkur þykir vænt um, enn erfiðara er að kveðja þá sem eru hrifnir frá okkur ungir og fyrirvaralaust. Í dag kveðjum við Elínu Helgu mágkonu okk- ar, sem við höfum ýmist fylgt frá fæðingu eða frá barnsárum. Elín Helga var litla prinsessan sem fæddist inn í stóran bræðrahóp. Elstu bræðurnir ýmist fluttir að heiman eða í þann mund að flytja að heiman, fyrsta barnabarnið komið í heiminn og önnur stutt undan. Elín Helga var því ætíð um- kringd stórum frændgarði, bæði systkinabörnum sem og frænd- systkinum. Hún var virk í fé- lagslífi, hress og lífsglöð og henni fylgdi alltaf líf og fjör, umkringd stórum hópi vina og hláturinn alltaf skammt undan. Við nutum þess að fá að fylgjast með henni vaxa og breytast út barni í ungling og úr unglingi í fullorðinn einstakling og síðar í eiginkonu og móður. Þrátt fyrir erfið veikindi á undanförnum árum, þá var allt- af von um að við fengjum þig aftur til baka. Sú von hafði feng- ið nýja vængi á síðustu mánuð- um þegar allt virtist vera á réttri leið og bjart fram undan. Það voru því óvæntar sorgar- fréttir sem bárust okkur sunnu- daginn 21. október síðastliðinn að þú værir látin. Ótal hugsanir fljúga gegnum hugann, bæði um þær gleðistundir sem við höfum átt saman, en einnig um það hversu ósanngjarnt það er að sjá á eftir þér og hversu sárt það er að yndislegu krílin þín fái ekki að njóta þess að eiga þig að í uppvextinum. En við lofum að hlúa að þeim og halda minningu þinni hátt á lofti í þeirra lífi. Elsku fjölskylda, megi góður guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínar mágkonur, Herdís, Brynja og Björk. Elsku besta Elín mín. Nú ert þú farin í stærsta ferðalag lífsins og ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin. Ég er svo ótrúlega heppin og fegin að hafa fengið að kynnast þér. Í gegnum þig náði ég að kynnast fleiri vinum og mynda við þá bönd sem munu endast að eilífu og er ég þér ævinlega þakklát fyrir það. Ég man þegar vegir okkar lágu saman fyrst. Ég skipti um skóla og ég kom í bekkinn þinn í 6. bekk. Við urðum ekkert vin- konur strax og ég varð meira að segja fúl út í þig því þú „tókst frá mér“ einu vinkonu mína þá. En eftir 7. bekk urðum við óað- skiljanlegar og fólk talar um að í öllum minningum sínum af ann- arri hvorri okkar sé hin með líka. Ég man alltaf þegar þú komst fyrst heim til mín að leika. Þú komst á afar óheppilegri stundu fyrir mig þar sem mamma hafði hent lottómiða sem hún var al- veg viss um að hefði einhvern vinning á, svo hún sendi mig og frænda minn til að leita í rusla- tunnunni úti. Ég gleymi því ekki hvað ég varð skömmustuleg þegar ég var hálf ofan í ruslinu og heyri bíl stoppa fyrir framan húsið. Ég lít upp og þar situr þú fram í hjá pabba þínum, sem hafði skutlað þér til mín og svipurinn á ykkur báðum var óborganlegur! Ég er ekki viss um að minn hafi nú verið neitt betri samt. Ég hefði ekki verið hissa hefðirðu beðið pabba þinn um að bruna í burtu á núll einni, en þú gerðir það ekki. Þú komst út og spurðir hvað við værum eigin- lega að gera. Ég útskýrði fyrir þér að ég væri að leita að lottó- miða fyrir mömmu sem væri sko með vinning á. Og það reyndist rétt, það var vinningur á honum. Alveg heilar 500 krónur! Þessi minning er bara ein lítil af þeim fjölmörgu sem við eig- um saman. Ég mun sakna allra spjall- anna okkar, um allt og ekkert, og jafnvel stundanna þar sem við sátum saman í þögn án þess að finnast það skrýtið eða vand- ræðalegt. Og þess að geta hlegið og verið skrýtnar saman, eitt- hvað sem enginn annar fékk að sjá. Við vorum svo oft inni á heim- ilum hvor annarrar að við eign- uðumst aukafjölskyldu og fyrir það er ég líka alltaf þakklát. Það er skrýtið að ganga hérna um á jörðinni vitandi að þú ert ekki lengur á henni. Ég sakna þín svo að það er sárt og ég mun sakna þín svo óendan- lega mikið, þangað til við hitt- umst aftur. Takk fyrir allar minningar sem við höfum skapað saman, bæði góðu og slæmu. Þær mun ég alltaf geyma í hjartanu mínu. Ég vildi bara óska að við hefðum getað skapað miklu fleiri í við- bót. Takk enn og aftur fyrir allt, elsku Elín mín. Elska þig enda- laust! Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún) Þín Ingibjörg (Inga).  Fleiri minningargreinar um Elínu Helgu Hannes- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.