Morgunblaðið - 07.11.2018, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2018
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
ICQC 2018-20
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Tveir valinkunnir tenórsaxófónleik-
arar, Chris Speed og Óskar Guð-
jónsson, koma fram á tónleikum
djassklúbbsins Múlans á Björtu-
loftum Hörpu í kvöld klukkan 21.
Ásamt þeim skipa Íslandskvartett
Chris Speeds þeir Skúli Sverrisson
rafbassaleikari og Matthías M.D.
Hemstock á trommur. Meginhluti
efnisskrár tónleikana mun byggjast
á lögum eftir Speed en einnig verða
flutt lög eftir þá Skúla og Óskar.
Skúli og Speed hafa starfað saman
um langt árabil, meðal annars í New
York-hljómsveitunum Yeah, No og
Pachora.
Chris Speed hefur árum saman
verið í hópi umtöluðustu og
athyglisverðustu spunatónlistar-
manna New York-borgar. Hann
stendur nú á fimmtugu og hefur
leikið með fjölda þekktra djass-
manna á ferlinum og tekist á við hin
fjölbreytilegustu verkefni, allt frá
djasstónlist yfir í þjóðlagatónlist,
klassík og rokk. Speed hefur á
undanförnum aldarfjórðungi komið
nokkrum sinnum til Íslands og leik-
ið hér, meðal annars sem gestur á
Jazzhátíð. Hann lék í Mengi á
mánudagskvöldið var.
„Þá lék ég með tríóinu mínu og
þar með lauk tónleikaferð okkar um
Evrópu,“ segir Speed glaðlega þeg-
ar rætt er við þá Óskar um tón-
leikana í Múlanum í kvöld. „Skúli
Sverrisson vinur minn setti þessa
tónleika í Mengi upp fyrir okkur og
það var mjög gaman, fullt hús.“
Óskar segir að þar sem Speed
hafi ákveðið að staldra aðeins lengur
við hér á landi hafi hann stokkið á
þá hugmynd að fá hann til að koma
fram í Múlanum með þeim félögum
Skúla og Matthíasi. „Ég hef verið
gríðarlegur aðdáandi Chris síðan ég
hitti hann fyrst, þegar ég var 17 ára
gamall,“ segir Óskar. „Við höfum
ekki spilað saman að neinu marki
eða á dýptina fyrr og ég hlakka mik-
ið til.“
Speed bætir við að þeir Óskar
hafi þekkst lengi og talað mikið
saman um tónlist. „Skúli er mikill
vinur minn og einn af mínum nán-
ustu meðleikurum árum saman og
ég þekki Matthías líka vel en hann
hljóp í skarðið í tríóinu mínu þegar
við komum hér fram á Jazzhátíð fyr-
ir um fjórum árum.“
Speed segir að tækifærið til að
koma hér fram með þessum góðu fé-
lögum og tónlistarmönnum og að
leika með Óskari félaga sínum á sax-
inn sé „sannkallaður draumur!“
Einstakar pælingar
„Óskar er sannkallaður sálufélagi
minn í saxófónleik, og á svo marg-
víslegan hátt. Til að mynda í því
hvernig hann talar um hljóma og
hljóð og áhrifavalda. Markmiðin
sem við höfum við tónlistarflutning
kunna að vera á einhvern hátt ólík
en mér finnst að þar sé þó um eins
konar bræðrasamband að ræða.“
Þeir blásarabræður hittust fyrst
snemma á tíunda áratugnum þegar
Hilmar Jensson gítarleikari fékk
Speed og trommarann Jim Black til
að koma hingað til lands að leika
með þeim Skúla. „Ég fann strax
hvernig neistaði af Óskari, hann tal-
aði um Wayne Shorter og ólíkar
tónsmíðar og ég velti fyrir mér
hvaða strákur þetta væri,“ segir
Speed og brosir. „Við höfum haldið
sambandi og ég get fyllilega sagt að
Óskar hafi verið mér mikilvægur, til
að mynda í hugmyndum sínum og
nálgun við það hvernig tónlist og
leikurinn getur hljómað; mér finnst
hann vera einskonar tónvísinda-
maður og hann hefur lagst í ein-
stakar pælingar, til að mynda um
uppruna hljóða og hvað myndar
þau. Það hefur veitt mér inn-
blástur.“
Andlegur tvíburabróðir
Félagarnir segjast ætla að leika
nokkur eldri lög eftir Speed og
Skúla og Óskar „hendir inn“ nokkr-
um eftir sig. „Innan djass- eða
spunaramma eins og við munum
bjóða upp á þá verða einhverjar lag-
línur og form og svo spunnið út frá
þeim. Ætli um tuttugu prósent verði
ekki laglínur og hitt spinnum við,“
segir Óskar. „En á æfingu í dag,“
sagði hann í gær, „neglum við niður
hvernig fyrirkomulagið verður …“
Þegar spurt er um hvernig sam-
bandið verði milli þeirra saxófón-
leikaranna á sviðinu í kvöld, hvort
það mótist af samkeppni eða vina-
legum og einlægum samruna, þá
brosa félagarnir. „Keppni blásara á
sviðinu er auðvitað þekkt í djasssög-
unni,“ svarar Speed. „Hjá okkur
verður þetta ekki eins og þekktist
um miðja síðustu öld, þar sem menn
léku kannski blús í tuttugu mínútur,
skiptust á sólóum og reyndu að
kveikja hver í öðrum á sem hressi-
legastan hátt! Við erum meira eins
og tveir söngvarar sem reyna að
tengjast og vinna saman. Hefðin
með tveimur blásurum í djass-
sveitum er orðin löng, Ornette Cole-
man og Dewey Redman eða Cole-
man Hawkins og Ben Webster. Þá
erum við að tala um klassísk stefnu-
mót í djassinum. En við Óskar erum
við Óskar! Við munum byggja á fal-
legum lagasmíðum, til að mynda
gullfallegum laglínum Skúla …“
Óskar bætir við að tónleikarnir
verði melódískir og spennandi á
sama tíma. „Góðar laglínur með fal-
legum hljómi er nokkuð sem mér
finnst gríðarlega eftirsóknarvert,“
segir hann. „Og ég verð að hnykkja
á hvers konar upplifun það er fyrir
mig að geta komið fram með Chris,
því hann hefur verið gríðarlega
mikilvægur áhrifavalduir á mína
tónlist. Hann er guðfaðir þess
hvernig ég hljóma þegar ég blæs!
Þegar ég sá Chris spila hér með
félögum sínum, þegar ég var bara
unglingur, þá breytti það öllum mín-
um hugmyndum um tónlist! Og
hvernig ég gæti tengt tónlist míns
eigin tíma inn í þá tónlistartegund
sem kölluð er djass. Þeir sýndu mér
leiðina – hafa haldið áfram að gera
það, og fyrir mér er það einfaldlega
draumur að geta verið á sviði með
þessum þremur hljóðfæraleikurum
sem hafa allir haft gríðarleg áhrif á
mig: Chris sem er andlegur tvíbura-
bróðir í djassleik, Matthías ná-
granni minn sem kynnti mig fyrir
svo mörgu í tónlistinni sem ég
þekkti ekki og svo var Skúli sá fyrsti
í tónlist sem ég kynntist sem talaði
ekki um tónlist með tungumáli tón-
listarskólanna heldur með tungu-
máli mennskunnar,“ segir Óskar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Blásarar „Við erum eins og tveir söngvarar sem reyna að tengjast og vinna
saman,“ segja Óskar Guðjónsson og Chris Speed um samleikinn.
Bræðrasamband djassblásaranna
Íslandskvartett Chris Speeds í Múlanum í kvöld Saxófónleikararnir Speed og Óskar Guðjónsson
segjast aðdáendur hvor annars „Er guðfaðir þess hvernig ég hljóma,“ segir Óskar um Speed
Fyrir 46 árum kvikmyndaði hinn
virti kvikmyndaleikstjóri Sydney
Pollack rómaða gospeltónleika
sálarsöngkonunnar Arethu Frankl-
in í Los Angeles. Hljóðritun á tón-
leikunum var gefin út á gríðar-
vinsælli plötu, Amazing Grace, sem
er ein söluhæsta gospelplata allra
tíma. En kvikmynd Pollacks átti
eftir að verða ein frægasta kvik-
mynd sögunnar sem aldrei var sýnd
– þar til nú, að ættingjar Franklin
hafa samþykkt að hún verði frum-
sýnd í New York á mánudaginn
kemur, þrátt fyrir að Franklin sjálf
hafi höfðað mál til að koma í veg
fyrir sýningar á henni.
Vegna vandamála við tökur árið
1972 gekk afar illa að klippa mynd-
ina. Notaðar voru fimm 16 mm
tökuvélar og Pollack var eftir tón-
leikana með um 20 klukkustundir
af filmu en hann hafði ekki notað
klapptré og illa gekk að láta hljóð
falla að mynd.
Samkvæmt The New York Times
gáfust framleiðendur Warner Bros
upp á verkefninu þegar klipping á
myndinni gekk illa, Pollack fór að
leikstýra öðrum verkefnum og film-
urnar söfnuðu ryki. Það var svo ár-
ið 2007 sem framleiðandi að nafni
Alan Elliott fékk Warner Bros til að
selja sér filmurnar og réttinn að
myndinni og með hjálp stafrænnar
tækni gekk að fella hljóð og mynd
saman, svo kvikmyndin var tilbúin
árið 2010. En þegar leið að frum-
sýningu höfðaði Franklin mál til að
stöðva sýningar; hún kvaðst stolt af
tónlistinni en leiddar eru að því lík-
ur að hún hafi sætt sig illa við það
að æskan sem birtist í kvikmynd-
inni var ekki lengur til staðar.
Eftir andlát Franklin fékk Elliott
að sýna ættingjum hennar myndina
og samþykktu þeir að hún yrði tek-
in til sýningar. „Aðdáendur hennar
verða að sjá þessa kvikmynd, hún
er bæði falleg og gleðileg,“ er haft
eftir frænku Franklin. Og Elliott
segir snilld Franklin blómstra í
hverjum einasta ramma.
Mynd um Franklin
sýnd 46 árum seinna
„Er bæði falleg og gleðileg“
AFP
Sálardrottningin Aretha Franklin
vildi ekki láta sýna kvikmyndina.