Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Fyrri heimsstyrjöld hafði gríðarleg
áhrif hér á landi líkt og annars stað-
ar í Evrópu. Þó að Danmörk væri
hlutlaust ríki alla styrjöldina versn-
uðu lífskjör á Íslandi og íslensk skip
fóru ekki varhluta af kafbátahernaði
Þjóðverja. Engu að síður endaði Ís-
land árið 1918 sem frjálst og full-
valda ríki, þrátt fyrir þær efnahags-
legu hremmingar sem styrjöldin
olli.
„Ísland var vel statt árið 1914,“
segir Gunnar Þór Bjarnason sagn-
fræðingur og höfundur bókarinnar
Þegar siðmenn-
ingin fór fjandans
til, sem fjallar um
Ísland á stríðs-
árunum. Hann
bendir á að hér
hafi fyrir upphaf
styrjaldarinnar
verið mikill hag-
vöxtur í nærri því
aldarfjórðung á
undan. „Heima-
stjórnarárin eru
þekkt sem uppgangstímabil og
bjartsýni sveif yfir vötnum. Þá var
talað um aldamótakynslóðina og
ungmennafélögin.“ Segir Gunnar
Þór stemningu hafa ríkt í þjóðfélag-
inu, sem meðal annars lýsti sér í því
að sjálfstæðisbarátta Íslendinga fór
að verða róttækari á þessum tíma.
„Á þessum fyrstu fjórtán árum 20.
aldarinnar koma vélbátar til sög-
unnar og togarar, það er lagður sæ-
strengur, það kemur rafmagn og
vatnsveiturnar eru að byrja. Þetta
er því ótrúlega viðburðaríkt tímabil
og mikil gróska og uppgangur,“ seg-
ir Gunnar Þór.
Hann bætir við að uppgangurinn
hafi ekki síst lýst sér í því að landið
hafi verið galopið í viðskiptalegu til-
liti og hægt að flytja flestar þær
vörur inn sem hægt var að kaupa.
„Það var náttúrulega stéttaskipting
en þeir sem áttu pening gátu farið
til kaupmannsins og keypt sér osta
frá Sviss og Rússlandi.“ Tíðarand-
inn hafi í raun ekki verið ósvipaður
þeim sem ríkti annars staðar í Evr-
ópu, líkt og rithöfundurinn Stefan
Zweig lýsti í bók sinni Veröld sem
var. „Það var þessi mikla bjartsýni
og jafnvel trú á því að stórstyrjaldir
heyrðu sögunni til.“
Tíminn fyrir 1914 hafi því verið
góður fyrir Ísland. „Fólk var bjart-
sýnt, það voru miklar tækninýj-
ungar og miklar breytingar sem
sumum fannst reyndar fullmiklar,“
segir Gunnar Þór og bætir við að
þarna hafi þéttbýlismyndun verið að
hefjast á Íslandi.
Fengu viðvörun snemma
Áhrifa styrjaldarinnar gætti þó
ekki strax hér, þar sem Danmörk,
og þar með Ísland, stóð fyrir utan
þau miklu hernaðarbandalög sem
tókust þar á. „En samt var það svo
að í ágústlok rakst Skúli fógeti á
tundurdufl úti fyrir austurströnd
Englands, bara nokkrum vikum eft-
ir að stríðið byrjar, með þeim afleið-
ingum að fjórir Íslendingar deyja,“
segir Gunnar Þór og bætir við að
þar hafi þjóðin fengið viðvörun um
að styrjöldin væri dauðans alvara.
Í kjölfarið hafi stjórnvöld hér á
Íslandi séð að þau þyrftu að standa
meira á eigin fótum. „Þau byrja að
leigja skip og senda vestur um haf
strax haustið 1914, en það má hafa í
huga að það voru engin viðskipti við
Bandaríkin fyrir þann tíma,“ segir
Gunnar Þór. Hér hafi vissulega ver-
ið sýndar bandarískar kvikmyndir í
bíóhúsunum, en þær bárust hingað
allar í gegnum Evrópu.
Hann bætir við að stofnun Eim-
skipafélagsins 1914 hafi reynst mik-
ið happ fyrir Íslendinga. „Það er oft
talað um „Óskabarn þjóðarinnar,“
en það var að hluta til heppni, því að
hefði það verið ári síðar á ferðinni
hefði þetta getað orðið mjög erfitt,
því að verð á skipum rauk upp við
upphaf styrjaldarinnar,“ segir
Gunnar. Fyrstu skip félagsins, Gull-
foss og Goðafoss, komu síðan til
landsins vorið og sumarið 1915.
Vöruskortur og verðbólga
Þegar leið á stríðið fóru áhrif þess
að magnast töluvert hér á landi.
„Verð á innfluttum varningi rauk
upp og þegar komið var fram á árið
1916 var beinlínis farið að skorta
vörur,“ segir Gunnar Þór. Seinni
stríðsárin, frá 1916 til 1918 hafi því
verið mjög erfið ár fyrir Íslendinga.
Hann nefnir því til stuðnings að á
árinu 1917 hafi verið 10% sam-
dráttur og að raunar hafi verið sam-
dráttur öll styrjaldarárin.
Þá fundu Íslendingar mikið fyrir
því þegar Þjóðverjar hófu ótak-
markaðan kafbátahernað á árinu
1917. „Í margar vikur þar á eftir
kom varla skip frá útlöndum,“ segir
Gunnar Þór og bætir við að í blöð-
um á þessu tímabili megi lesa aftur
og aftur um ótta fólks við hung-
ursneyð. „Því að það var ekki þann-
ig þá að Íslendingar hafi bara borð-
að þær vörur sem við framleiddum
sjálf, heldur var meira en helmingur
af öllum mat innfluttur.“
Vöruskorturinn hafi því verið
nokkurs konar einkenni fyrir seinni
styrjaldarárin, og lýsti hann sér
meðal annars í því að það vantaði ol-
íu í vélbátana auk þess sem kol
vantaði til að kynda upp hús. „Strax
haustið 1917 voru menn farnir að
leggja á ráðin um að leggja af skóla-
hald um tíma yfir veturinn, þar sem
ekki væri hægt að kynda húsin.“
Bjargræðismálin svonefndu hafi því
verið efst á baugi í allri umræðu
þeirra tíma. „Verður nægur matur, í
þéttbýli sérstaklega, verður til nóg
af kolum, verður til næg olía svo að
bátarnir geti siglt.“ Því til viðbótar
olli hin svonefnda „dýrtíð“, sem í
dag er einfaldlega kölluð verðbólga,
því að kaupmáttur fólks hríðversn-
aði og þá sérstaklega verkafólks í
þéttbýli.
Vopnahlé í skugga veikinda
Hann bætir við að áhugi Íslend-
inga á stríðinu hafi verið gríðarmik-
ill, sem hafi aftur endurspeglast í
mjög miklu framboði dagblaðanna á
lesefni um styrjöldina og stjórnmál í
Evrópu. Aðspurður hvernig Íslend-
ingar hafi tekið fregnunum af
stríðslokunum bendir Gunnar á það
að auðvelt sé að vera vitur eftir á.
Enginn hafi um vorið og sumarið
séð endilega fyrir sér að stríðinu
myndi þá ljúka um haustið. „Íslend-
ingar voru búnir að upplifa frosta-
veturinn í janúar 1918 og vöruskort-
inn og voru dauðhræddir um það
hvernig veturinn 1918-1919 yrði.“
Þegar vopnahléið var undirritað
komu hins vegar engin blöð út í
Reykjavík vegna inflúensufarald-
ursins mikla. „Spænska veikin er í
hámarki hér daginn sem vopnahléið
er undirritað, þannig að það voru
engin viðbrögð fyrir utan að blöðin
skröpuðu saman í einn fréttamiða.“
Því til dæmis má nefna að þegar
Morgunblaðið kom loks út eftir tíu
daga hlé, 17. nóvember, var fregnin
af vopnahléinu á baksíðunni, en nær
allt annað efni blaðsins snerist um
faraldurinn. „Þannig að menn fylgd-
ust vel með stríðinu allan tímann, en
þegar því lauk, þá höfðu menn um
annað að hugsa.“
Afdrifamikill atburður í sögu þjóðarinnar
Fyrri heimsstyrjöldin hafði gríðarmikil áhrif hér á landi Mikill uppgangur fram til 1914
Vöruskortur og verðbólga einkenndi árin 1916 til 1918 Íslendingar fylgdust vel með stríðinu
AFP
Þýskur kafbátur Þegar Þjóðverjar lýstu yfir ótakmörkuðum kafbátahernaði árið 1917 hafði það meðal annars þau
áhrif að varla sást erlent skip hérlendis í margar vikur þar á eftir. Styrjaldarárin voru mjög erfið á Íslandi.
Gunnar Þór
Bjarnason
Fjöldi minjagripa var búinn til þeg-
ar lokum fyrri heimsstyrjald-
arinnar var fagnað árið 1918. Einn
slíkur er í fórum Ingólfs Sveins-
sonar á Sauðárkróki, undirskál og
lítill bolli með áletruninni Peace,
eða Friður, og ártalið 1918. Frið-
artákn er á bollanum, eða mynd af
hermönnum og fagnandi fólki með
fána fyrir framan friðarengil.
Ingólfur telur að bollinn hafi
borist föður sínum með uppboðs-
dóti í kringum miðja síðustu öld.
Engin merking er á bollanum eða
undirskálinni sem gefur til kynna
hvenær eða hvar munirnir voru
framleiddir.
„Ég veit því miður ekki hvaðan
þetta kom, það var nokkuð algengt
á þessum tíma að uppboð voru
haldin þegar fólk var að flytja eða
breytingar urðu á högum þess. Ég
var nú orðinn hálffullorðinn þegar
ég sá bollann fyrst og síðan gaf
mamma mér hann. Hann fór inn í
skáp og var þar í langan tíma. Ég
dró hann svo fram í
sumar, varð þá hugsað
til þess að bráðum
yrðu 100 ár liðin frá
stríðslokum,“ segir
Ingólfur, sem
ætlar að
halda áfram
að passa vel
upp á bollann
en vonast til að ein-
hver geti gefið honum nánari upp-
lýsingar um tilurð hans.
„Ég hef aldrei drukkið kaffi úr
bollanum, hef ekkert snert
hann nema til að horfa á
hann. Ég hef gaman af
því að safna að mér
alls konar dóti,“ segir
Ingólfur, sem einnig
á byssur frá tím-
um fyrri heims-
styrjaldarinnar,
auk fjölmargra ann-
arra muna frá fyrri tíð.
Friðarbolli í fórum Ingólfs
MINJAGRIPUR FRÁ STRÍÐSLOKUM 1918
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Safnari Ingólfur Sveinsson lætur
sem hann drekki úr bollanum.
LÍNURNAR Í LAG!
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
15% AFSLÁTTUR
af öllum
aðhaldsundirfatnaði
gildir út 15. nóvember
✤ AÐHALDSBOLIR
✤ AÐHALDSBUXUR
✤ AÐHALDSUNDIRKJÓLAR