Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 71
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Myndlistarmað-
urinn Haraldur
Bilson opnar sýn-
inguna Spectrum
/ Litróf í Galleríi
Fold í dag kl. 17.
„Haraldur er
þekktur fyrir að
skapa litríka og
heillandi töfra-
heima á strigann,
töfraheima þar sem allt getur gerst
og fólk og dýr taka þátt í róman-
tískum hátíðahöldum, dansa fram á
rauðanótt eða leika sér undir ber-
um himni. Málverkin hans eru full
af litum, landslagi, fólki og trúðum
og endurspegla allt í senn lífsgleði,
fegurð og kunnuglegan fram-
andleika,“ segir í tilkynningu um
sýninguna.
Haraldur hefur haldið fjölmarg-
ar einkasýningar hér á landi og er-
lendis. Hann hefur starfað við
myndlistarsköpun frá 19 ára aldri
og hélt fyrstu einkasýningu sína 21
árs. Á sýningunni Litrófi má sjá
verk unnin á síðustu fjórum árum.
Haraldur Bilson
opnar Litróf
Haraldur Bilson
Penninn Eymundsson stendur fyrir
höfundakvöldum í nóvember. Á
þeim munu íslenskir rithöfundar
lesa upp úr verkum sínum, taka
þátt í léttu spjalli og svara spurn-
ingum áhorfenda. Ólíkar áherslur
verða á hverju kvöldi og dagskráin
fjölbreytt en umræðum stjórna bók-
salarnir Brynja Hjálmsdóttir og
Einar Kári Jóhannsson.
Fyrsta höfundakvöldið verður
haldið í kvöld kl. 20 í verslun Ey-
mundsson í Austurstræti. Yfirskrift
kvöldsins er „Sirkus, síld og kross-
fiskar“ og gestirnir Júlía Margrét
Einarsdóttir, höfundur Drotting-
arinnar á Júpíter, Jónas Reynir
Gunnarsson, höfundur Krossfiska,
og Hallgrímur Helgason, höfundur
Sextíu kílóa af sólskini. Kaffiveit-
ingar verða í boði.
Sirkus, síld og
krossfiskar
Höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir.
Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin
hófst í gær og er Norræna húsið
meðal þeirra sem hýsa tónleika ut-
an aðaldagskrár, sk. „off-venue“
tónleika, 8.-10. nóvember. Air-
waves býður upp á tvær órafmagn-
aðar tónleikaraðir í húsinu með ís-
lensku og alþjóðlegu tónlistarfólki
ásamt fjölskyldudegi á sunnudag
þar sem börnin fá að prófa hljóð-
færi, spila á sviði og dansa með for-
eldrum sínum. Í dag munu „trega-
blandnir þunglyndistónar svífa yfir
mýrinni“, eins og því er lýst í til-
kynningu og hefjast leikar kl. 12 og
enda kl. 19 og einnig á morgun.
Meðal þeirra sem koma fram eru
hin kanadíska SEA, Pétur Ben og
Frakkinn Nico Guerrero. Dag-
skrána má finna á vef Norræna
hússins, nordichouse.is.
Airwaves-dagskrá
í Norræna húsinu
Fær Pétur Ben verður í Norræna húsinu.
Tónleikum þungarokkssveitarinnar
Judas Priest, sem halda átti 24. jan-
úar í Laugardalshöll, hefur verið af-
lýst. Í tilkynningu frá skipuleggj-
endum tónleikanna segir að þeim
þyki virkilega sárt að þurfa að til-
kynna að tónleikunum hafi verið af-
lýst. „Vegna óviðráðanlegra að-
stæðna er ekki hægt að halda
tónleikana og hefur hljómsveitin
verið látin vita af þessu. Skiljanlega
eru strákarnir í Judas Priest leiðir
yfir því að geta ekki haldið tónleika á
Íslandi og vonast til þess að í fram-
tíðinni geti þeir komið og spilað fyrir
aðdáendur sína á Íslandi. Ástæðan
fyrir því að tónleikunum er aflýst er
eitthvað sem hljómsveitarmeðlimir
réðu engu um. Okkur þykir þetta
mjög leitt og þökkum öllum aðdá-
endum fyrir skilning og þolinmæð-
ina,“ segir í tilkynningunni.
Fram kemur að allir þeir sem
keypt hafi miða fái þá endurgreidda
og að ef þeir hafi greitt með kredit-
korti verði sjálfkrafa greitt til baka
inn á kortið. Ef greitt hafi verið með
debetkorti eða greiðsluöppunum
Aur eða Kass þurfi hins vegar að
senda reikningsupplýsingar á net-
fangið info@tix.is svo hægt sé að
endurgreiða.
Aflýst vegna „óviðráð-
anlegra aðstæðna“
Aflýst Judas Priest mun ekki halda tónleika hér á landi í janúar á næsta ári
en ástæða þess er ekki gefin upp í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | g
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
bregður upp ljóslifandi mynd
af Skúla og samferðafólki hans
HETJA,
DREKI OG
DJÖFULL
VILLIMAÐU
Í PARÍ
„… hún er frumlegri en
flestir aðrir höfundar …“
E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N
„... yndislesnin
heildstæð o
harmræn blanda
sársauka og sátt
SIÓ / KVENNABLADID S