Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 47

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Sighvatur Björg- vinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, birti grein í Morgun- blaðinu þann 29. sept- ember síðastliðinn um heilbrigðismál. Þar sem hann fer dálítið frjálslega með stað- reyndir í greininni hef ég freistast til að gera nokkrar athugasemdir við hana, og vona að hann taki það ekki illa upp við gamlan bekkjar- bróður. Sighvatur fullyrðir að heilbrigðis- þjónustan í hinum Norður- landaríkjunum sé til muna betri en á Íslandi. Hvaðan kemur honum sú vissa? Það vill svo til að finna má heimildir sem sýna að þessi fullyrð- ing er röng eða mjög vafasöm. Í ný- legri grein í Lancet, þar sem gæði og aðgengi heilbrigðisþjónustu í 195 löndum eru borin saman, lendir Ís- land í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, en hin Norðurlandaríkin töluvert neð- ar.1) Í annarri samanburðarrann- sókn frá 2016 eru ýmsir þættir heil- brigðisþjónustunnar bornir saman í 35 Evrópuríkjum. Þar hafnaði Hol- land í fyrsta sæti Noregur í þriðja og Ísland í fimmta sæti.² Varla er til betri mælikvarði á gæði heilbrigðisþjónustu og heil- brigðisástand þjóðar en ungbarna- dauði. Ísland hefur lengi verið í fremstu röð í heiminum á þessu sviði og í áðurnefndri heimild var Ísland með lægstan ungbarnadauða í Evrópu eða 1,8 börn látin af hverj- um 1.000, en Finnland og Svíþjóð komu næst Norðurlanda með 2,2 börn.2) Varðandi lifun krabbameins- sjúklinga var Ísland í efsta sæti allra Evrópuríkja, miðað við árið 2012.2) Sighvatur fullyrðir að kostnaður við heilbrigðisþjónustuna sé meiri á Íslandi en í hinum Norðurlandaríkj- unum, en samkvæmt sömu heimild var Ísland í 11. sæti Evrópuríkja 2014 með um 3.850 $ á hvern íbúa, en Danmörk, Svíþjóð og Noregur voru með töluvert meiri kostnað. Þegar reynt er að reikna út hvað skattgreiðandinn fái fyrir peninginn kemur Ísland best út Norðurlanda.3) Sighvatur fer svo á kostum þegar hann lýsir því þegar heim- ilislæknalaus sjúkling- ur lendir hjá sérfræð- ingum: „Sami sjúklingur getur þann- ig verið til meðferðar við sama meini hjá mörgum sérfræðingum í senn sem ekki vita hvað hver og einn er að gera og ráðleggja og engar samræmdar upplýsingar eru til um hvað gert hefur verið og hvaða árangri náð nema viðkomandi hafi skilað læknabréfum – sem oft er ekki – og þá hvert ef enginn heimilislæknir er til?“ Sjúklingarnir geta yfirleitt gefið verðmætar upplýsingar um ein- kenni sín og þá meðferð sem þeir hafa fengið. Sighvatur gleymir því líka að við lifum á tölvuöld með greiðum rafrænum samskiptum. Sérfræðingar hafa nú aðgang að öll- um skráðum upplýsingum um sjúk- linga, ekkert síður en heim- ilislæknar. Sighvati verður tíðrætt um að teymi sjúkrahússérfræðinga og heilbrigðistarfsfólks annist meðferð eftir vist á sjúkrahúsum. Teymi er teygjanlegt hugtak og í rauninni er það einn læknir sem ber ábyrgð á sjúklingnum og hann ákveður hverja hann fær sér til aðstoðar. Sighvatur gerir mikið mál úr því að sérfræðingar við sjúkrahús hér- lendis vísi sjúklingum sínum í eft- irmeðferð á einkastofum sínum. Hann segir að slíkt þekkist ekki í hinum Norðurlandaríkjunum og yrði ekki liðið þar. „Ástæðan er ekki einungis kostnaður heldur ekki síð- ur hitt, eftirmeðferð sjúklings, sem verið hefur í erfiðri aðgerð, þarf oft að vera teymisvinna ólíkra sérfræð- inga, sem eru til staðar á sjúkrahús- inu en ekki á einkastofum.“ Auðvitað er það val sjúklingsins hvert hann fer í eftirmeðferð og ég geri ráð fyrir því að mörgum þeirra sé farið eins og mér að þykja þægi- legra að fara í eftirlit og meðferð á stofu úti í bæ heldur en að fara á Landspítalann, sem ég þekki þó vel og met mikils eftir 35 ára starf þar. Sighvatur gefur í skyn að læknar hirði ekki um nauðsynlega teym- isvinnu í eigin ábataskyni. Þetta eru hreinar hugarórar, sem ég er viss um að hann getur ekki fært nein rök fyrir. Hann segir einnig að það sé dýr- ara að fara í eftirmeðferð á stofu sérfræðings en á spítala. Hann á þar væntanlega við heildarútgjöld. Ég hygg að hann muni eiga erfitt með að sanna þá staðhæfingu. Við læknar bíðum spenntir eftir því að sjá einstaka starfsþætti á Landspít- alanum kostnaðargreinda líkt og á stofu sérfræðinga. Samkvæmt reglugerð nr. 1177/2017 tók Land- spítalinn fyrir viðtal við ósjúkra- tryggðan einstakling 13.500 kr. og heilsugæslan 9.600 kr. á sama tíma og viðtal á stofu sérfræðings kostaði 8.600 kr. Reglugerðin hefur vænt- anlega verið miðuð við áætlaðan kostnað. Þegar á allt er litið er heilbrigðis- þjónustan hér á landi jafn góð eða betri en í hinum Norðurlandaríkj- unum og skattgreiðandinn fær hér meira fyrir peninginn. Það sem greinir heilbrigðiskerfið á Íslandi frá því sem gerist í hinum Norður- landaríkjunum er greiður aðgangur að þjónustu sérfræðinga utan spít- ala. Mér sýnast heilbrigðisyfirvöld á alvarlegum villigötum ef þau ætla að setja upp hindranir á þá starf- semi. 1) Lancet 2018; 391: 2236-71. Measuring performance on the Healthcare Access and Quality Index for 195 countries and territories and selected subnational loca- tions: a systematic analysis from the Global Burden of Disease Study 2016. 2) Euro Health Consumer Index 2016. 3) Euro Health Consumer Index 2017. Sighvati Björgvinssyni svarað Eftir Davíð Gíslason » Það sem greinir heilbrigðiskerfið á Íslandi frá því sem gerist í hinum Norður- landaríkjunum er greiður aðgangur að þjónustu sérfræðinga utan spítala. Davíð Gíslason Höfundurinn er læknir. davidgis@simnet.is Um það bil helm- ingur eldri borgara á hvorki tölvur né að- standendur til að skrifa sig á lista hjá Þjóðskrá. Undirskriftasöfnun vegna hungurs verst settu skattborgara Ís- lands var þöguð í hel nema hjá Stundinni, viðtal, og í Ríkissjón- varpinu. Á þeim tímum þegar vinnandi fólk fer fram á hærri laun eftir launaskrið síðustu ára hjá því er ekki einu orði minnst á aldraða og sjúka. Þessir hópar fengu nokkur þúsund kr. hækkun fyrir mörgum ár- um. Fólk sem er örkumla af ævilöngum þrældómi, skattpíningu og okur- lánum húsnæðislána er enn að borga í ríkismafíuna ca. 50% af litlu sem ekki nægir til framfærslu. Þessi stóri hópur fólks er ekki nefndur í ræðum stjórnenda í sjón- varpi, blaðaviðtölum eða í hópi þeirra sem eiga að fá launahækkanir. Þessi hópur er ekki til í örvitund þeirra sem eru að taka arð ríkisins og skattfé í sína þágu. Þjóðarbúið ræður við 40- 100% hækkanir ofurmenna þjóð- félagsins, en ef talað er um lægstu laun þá myndi það skapa verðbólgu, þ.e. þjóðfélagslegt hrun, og þá er ver- ið að tala um eftir margra ára launa- stöðnun, kannski 4%, ofan á 200 þús- und kr. mánaðarlaun. Hitaveita, sími, matur og annað hefur hækkað vegna fyrirhugaðra launahækkana vinnandi fólks. Þær launahækk- anir skella á eldri borg- urum sem borga hlut- fallslega hæstu skattana, þeir fá ekki af- skriftir af neinu. Það væri kannski þjóðfélagslega hag- kvæmt fyrir alla að embættismenn fengju aðeins ein eftirlaun, en margir stjórnendur sem hafa flosnað upp á Al- þingi fara þaðan í Seðla- bankann, stöður sendiráða eða önnur störf sem öll skaffa þeim eftirlaun auk lífeyrissjóðsgreiðslna. Þetta mun ekki skaða stöðu ríkissjóðs en þessir menn eru með milljónir í eftirlaun. Hvernig væri að þessir valdasjúku menn fengju aðeins eftirlaun frá ein- um geira þeirra embætta sem þeir fá í gegnum mafíuna sem búið er að skapa kringum þennan hóp í þjóð- félaginu? Ef Alþingi Íslendinga ætlar að hundsa kröfur sveltandi fólks mun það finna sér aðrar leiðir sem kannski eru ekki hentugar fyrir ofursögur af góðæri Íslendinga. »Eldri borgarar og öryrkjar, auk sjúk- linga sem fá ekki þjón- ustu, borga skatta. Höfundur er snyrtifræðingur, fatahönnuður, listakona. erla.magna@gmail.com Undirskriftasöfnun vegna hungurs verst settu skatt- borgara Íslands Eftir Erlu Mögnu Alexandersdóttur Erla Magna Alexandersdóttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.