Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 80
Söngkonan Edda Borg kemur fram í tónleikaröðinni Freyjujazz í Lista- safni Íslands í dag kl. 17.15, syngur þekkt djasslög og rifjar upp gamla takta með tríói sínu sem skipað er Birni Thoroddsen á gítar og Bjarna Sveinbjörnssyni á bassa. Tónleikarnir fara fram á efstu hæð safnsins og lýkur um kl. 18. Edda Borg og tríó í Listasafni Íslands FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Axel Stefánsson hefur valið 16 kvenna landsliðshóp sinn sem leik- ur í forkeppni HM í handbolta í Skopje í Makedóníu um næstu mán- aðamót. Fyrirliðinn Karen Knúts- dóttir fer ekki með liðinu en nú er orðið ljóst að hún er ristarbrotin. „Tímasetningin á fyrsta broti mínu á ferlinum er mjög slæm. Þetta er ömurlegt,“ segir Karen. »1 Karen brotin og fer ekki með til Skopje ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Tónlistarmaðurinn Friðrik Karls- son, bæjarlistamaður Seltjarnar- ness 2018, verður gestur Tónstafa í dag kl. 17:30. Tónstafir eru sam- starfsverkefni Tónlistarskóla og Bókasafns Seltjarnarness og mun Friðrik skapa einstaka og notalega stemn- ingu og leiða gesti inn í vellíðan, slök- un og hugarró með tónlist sinni, eins og því er lýst í til- kynningu. Viðburð- urinn fer fram í bókasafni bæjarins á Eiðistorgi. Vellíðan, slökun og hugarró í Tónstöfum Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Matti kom með hugmyndina að setja upp leikritið Gosa eftir Karl Ágúst Úlfsson, sem byggði leikritið á sögu Carlo Collodi. Verkið var sýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og það var ekkert mál að fá leyfi hjá Karli Ágústi til að nota verkið hans,“ segir Arn- aldur og Matthías Davíð skýtur inn í samtalið að þeir vinirnir séu hálf- gerðir Gosar. Arnaldur Halldórsson, er 12 ára og Matthías Davíð Matthíasson, er 14 ára. Þeir kynntust þegar þeir tóku þátt í Jólagestum Björgvins í fyrra en Arnaldur var þá Jólastjarnan og Matthías Davíð í leikarahópnum. „Okkur langaði að gera eitthvað saman og ákváðum að setja upp Gosa án nokkurrar aðstoðar frá full- orðnum. Við byrjuðum strax að skrifa niður handritið og söngtextana og redda öllum lögunum og undirspilinu úr sýningunni. Við fengum strax leyfi frá Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni til þess að nota tónlistina hans sem var notuð í leikrit Karls Ágústs í Borg- arleikhúsinu,“ segir Matthías Davíð og bætir við að í uppfærslu Borgar- leikhússins hafi níu fullorðnir og fimm börn leikið í sýningunni. Tveir í öllum hlutverkum „Af því að við erum bara tveir þurftum við að breyta sýningunni. Ég leik Gosa,“ segir Arnaldur. „Og ég leik restina, þrjú hlutverk,“ bætir Matthías Davíð við. Hann segir að tónlistin í leikritinu sé ekki lifandi heldur tekin upp og verði spiluð á sýningunni. Auk Arnalds og Matt- híasar Davíðs koma sýningar- stjórarnir Aron Ísak Jakobson og Ómar Óli Ómarsson að verkinu auk sviðsstjórans Elísabetar Þórdísar Hauksdóttur. „Undirbúningurinn hefur verið á fullu frá því í sumar. Hópurinn hefur búið til alla búninga og útbúið tré sem bætist við leikmyndina sem Leikhóp- urinn Lotta lánaði okkur. Við fengum líka lánaðan múrsteinsvegg hjá Lindakirkju,“ segir Matthías Davíð sem tekur skýrt fram að ekki sé um alvöru múrsteinsvegg að ræða. Gosi verður frumsýndur í Mýrar- húsaskóla á Seltjarnarnesi kl. 16 á laugardag. Sýningin tekur rúma klukkustund og að sögn Arnaldar og Matthíasar Davíðs er uppselt á frum- sýninguna. Ákveðið hefur verið að setja upp aukasýningu sem auglýst verður á facebooksíðu sem heitir: Leiksýningin Gosi 10. Nov. Arnaldur og Matthías Davíð sitja saman á námskeiði í Leiklistarskól- anum og hafa báðir leikið í atvinnu- leikhúsum. Þeir eru harðákveðnir í að læra leiklist og leggja hana fyrir sig í framtíðinni. Morgunblaðið/Eggert Fjölhæfir Arnaldur Halldórsson og Matthías Davíð Matthíasson, láta verkin tala og sýna leikritið Gosa á laugardag. Framtakssamir vinir með leiklistarbakteríu  Hálfgerðir „Gosar“ setja upp barnaleikritið um Gosa ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 WAVE jólakúla. Gengur fyrir rafhlöðum. Ø13 cm. 5.995 kr. Ø8 cm. 3.995 kr. JÓLIN ERU KOMIN Í ILVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.