Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 1

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  263. tölublað  106. árgangur  VILJA KOMA BÖNDUM Á OFURLAUN FÁFENGILEIK- INN ER SVO FALLEGUR ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS ÞRIÐJA LJÓÐABÓK EVU 64 SÉRBLAÐ 8 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN  Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar um 18 á lista lánshæfis- matsfyrirtækisins Creditinfo í ár vegna reikningsársins 2017, en það gæti verið til marks um erfiðara rekstrarumhverfi. Gunnar Gunnarsson, sérfræð- ingur hjá Creditinfo, segir ekkert eitt útskýra þessa fækkun. Hann tekur þó fram að Creditinfo hafi búist við fjölgun á listanum, hún hefur verið að meðaltali um 25% á ári frá því að fyrirtækið birti listann fyrst. „Aðalatriðið er það að við bjuggumst við fjölgun,“ segir hann. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Iðnaður Það fækkar um 18 á listanum. Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar  Rithöfund- urinn Ragnar Jónasson hefur algerlega slegið í gegn í Frakk- landi. Þrjár bæk- ur hans hafa ver- ið gefnar út þar á rúmum tveimur árum og hafa þær selst í yfir 300 þúsund eintökum. „Þetta er eiginlega stórkostlegt ævintýri þarna í Frakklandi,“ segir Ragnar í viðtali við Morgunblaðið í dag. »16 Ragnar mokar út bókum í Frakklandi Ragnar Jónasson  10% verðhækkun á nýjum bílum vegna breytinga á mælingum á út- blæstri veldur 0,8% hækkun neyslu- verðsvísitölunnar. Það hefur í för með sér 10,3 milljarða kr. hækkun á höfuðstól verðtryggðra skulda heimilanna skv. mati hagfræðings fyrir Bílgreinasambandið. Sala á fólksbílum dróst saman um 28% í október og spáð er 30-40% sam- drætti í sölu nýrra bíla í nóvember og desember. »2 Hærra verð og minni bílasala Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gær og er hún nú haldin í 20. sinn. Dagskráin hefur aldr- ei verið viðameiri, um 240 hljómsveitir og sóló- tónlistarmenn koma fram og eru þeir frá 25 löndum. Þeirra á meðal er popptónlistarkonan GDRN sem hélt tónleika í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. GDRN er listamannsnafn Guðrúnar Ýrar Eyfjörð og kom fyrsta breiðskífa hennar, Hvað ef, út í ágúst sl. á vegum Alda music. Morgunblaðið/Eggert GDRN steig fyrst á svið Airwaves-hátíðar í Hafnarhúsi Ómar Friðriksson Helgi Bjarnason Hækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum var harðlega gagn- rýnd af aðilum vinnumarkaðarins í gær. Miðstjórn ASÍ lýsti því yfir að hún mundi ekki auðvelda að sátt næðist í komandi kjaraviðræðum og framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins sagði að hún hefði ekki jákvæð áhrif á viðræðurnar. Fulltrúar launþegahreyfingar- innar, atvinnurekendasamtaka og stjórnvalda komu saman á sam- ráðsfund í Ráðherrabústaðnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að fundað verði í næstu viku til þess að forgangsraða atriðum úr kröfugerð aðila. Verða aðgerðir og lausnir í húsnæðismál- um efst á baugi í upphafi. Ótímabær hækkun Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um 0,25% hækkun á stýrivöxtum bankans kom eins og sprengja inn í viðræð- urnar sem eru að hefjast og sam- ráðið í gær. „Þetta eru ískaldar kveðjur frá Seðlabankanum inn í kjaraveturinn þar sem það er alveg klár krafa hreyfingarinnar að vext- ir lækki og að böndum verði komið á verðtrygginguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hall- dór Benjamín sagði að SA teldu hækkun stýrivaxta ótímabæra. „Við hefðum kosið að Seðlabankinn hefði haldið stýrivöxtum óbreytt- um og verið í staðinn með sterk varnaðarorð varðandi komandi kjarasamninga og ekki síður varð- andi þróunina á vinnumarkaði,“ segir hann. Auðveldar ekki sátt í vetur  Óánægja með stýrivaxtahækkun  Húsnæðismál í forgangi í kjaraviðræðum Hækkun vaxta » Seðlabankinn hækkar vexti sína um 0,25%, í 4,5%. » Bankinn telur horfur á að verðbólga haldi áfram að aukast. » Aukin verðbólga og verð- bólguvæntingar hafa lækkað raunvexti bankans. Því telur hann nauðsynlegt að hækka vexti nú. MÞetta eru ískaldar kveðjur »4 MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.