Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 30

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það er fátítt að nýjar götur verði til í miðborg Reykjavíkur, elsta hluta borgarinnar. En nú eru að verða til tvær nýjar göngugötur á Hafnar- torgi, milli Tryggvagötu og Geirs- götu. Þær heita Kolagata og Reykja- stræti. Ef áætlanir ganga eftir getur almenningur gengið um göturnar upp úr næstu áramótum. Kolagata liggur eftir endilöngu torginu, frá vestri til austurs. Hún nær frá Steinbryggju við Tollhúsið að Lækjargötu/Kalkofnsvegi, gegnt Arnarhóli. Tillaga að nafninu kemur frá nafnanefnd Reykjavíkur með til- vísun til þess að þarna hafi kolum verið skipað á land fyrr á árum. Þá stóð kolakraninn Hegri skammt þar norðan við. Reykjastræti liggur frá Hafnar- stræti alveg norður að Hörpu. Það liggur milli stórhýsa sem risið hafa á Hafnartorgi og einnig milli stórhýsa sem nú eru í byggingu á Hörpulóð- inni. Eru það annars vegar íbúðar- hús og Marriott Edition Hótel, fimm stjörnu glæsihótel, og hins vegar ný- bygging Landsbankans, sem rísa mun við Kalkofnsveg á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. Reykjastræti hafði verið notað sem vinnuheiti frá því að hönnun svæðisins hófst. Nafnanefnd Reykjavíkurborgar fannst þetta heiti ekki eiga við á þessum stað og lagði til að gatan yrði nefnd Tóna- gata, enda myndi hún liggja til tón- listarhússins Hörpu. Borgarráð ákvað eftir samráð við eigendur á svæðinu að gatan skyldi heita Reykjastræti. Nafnið vísar til heitis höfuðborgar Íslands, Reykjavík. Byggingafyrirtækið ÞG verk hef- ur byggt upp stórhýsi á Hafnartorgi. ÞG verk sér einnig um frágang á göngugötunum Kolagaötu og Reykjastræti. Að sögn Jónasar Jón- mundssonar, staðarstjóra ÞG verks, er gert ráð fyrir að hægt verði að ganga um göturnar upp úr áramót- um en það verða ekki opnaðar versl- anir þar fyrr en með vorinu að und- anskilinni H&M-versluninni sem nýlega var opnuð. Framkvæmdum við þann hluta Reykjastrætis, sem liggur um Hörpureit, mun væntanlega ljúka á næsta ári. Reitirnir verða tengdir með ljósastýrðri göngubraut yfir Geirsgötu. Bryggjugata á Austurbakka Þessar tvær nýju götur verða fyrst og fremst ætlaðar fyrir gang- andi og hjólandi umferð. Á Hafn- artorgi er fjöldi verslana og annarra fyrirtækja og samkvæmt lögreglu- samþykkt sem auglýst var í sept- ember sl. verður vörulosun heimil frá kl. 07.00-11.00 virka daga. Nafnanefndin lagði ennfremur til að gata á Austurbakka, vestan nýja hótelsins, fengi heitið Bryggjugata. Loks lagði nefndin til að sá hluti Pósthússtrætis, sem liggur milli Tryggvagötu og Geirsgötu, yrði nefndur Steinbryggja. Þar undir er hin gamla stein- bryggja Reykjavíkur, sem kom í ljós á dögunum, þegar unnið var að end- urbótum á Tryggvagötu. Stein- bryggjan hafði ekki verið sýnileg áratugum saman og nýttu margir tækifærið til að berja augum þetta sögufræga mannvirki. Það mun væntanlega ekki verða sýnilegt nema að hluta næstu áratugina. Á heimasíðu ÞG verks segir að framkvæmdirnar á Hafnartorgi séu hinar umfangsmestu sem ráðist hafi verið í á hafnarsvæði Reykjavíkur. Hafnartogið muni tengja gamla miðbæinn við menningarbygg- inguna Hörpu og dragi þar með úr skiptingunni á milli hins gamla og nýja. Þar að auki mun verkefnið, sem samanstendur af sjö ólíkum byggingum, skapa almannarými sem ýti undir hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum. „Hafnartorgið mun mæta vaxandi þörf á húsnæðisrými í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur með versl- unum, kaffihúsum, veitingastöðum, íbúðum og nútímalegum skrif- stofum,“ segir á heimasíðunni. Heildarstærð húsa þar er 23.350 fermetrar, fjöldi íbúða er 76, þjón- usta og verslun verður á 8.000 fm og skrifstofuhúsnæði verður 6.400 fm. Bílastæði neðanjarðar verða með tengingu við Hörpu. Reykjastræti Frágangi fyrsta hluta strætisins, frá Hafnarstræti að Geirsgötu, á að ljúka á þessu ári. Fjær á myndinni má sjá húsin sem eru að rísa á Hörpulóð. Þar mun strætið halda áfram. Nýjar götur í miðborginni  Tvær nýjar göngugötur verða tilbúnar á Hafnartorgi upp úr áramótum  Þær heita Kolagata og Reykjastræti  Á næsta ári verður hægt að ganga Reykjastrætið frá Hafnarstræti að Hörpu Morgunblaðið/sisi Kolagata Gatan er tilbúin að hluta til enda er nýbúið að opna þarna stóra og glæsilega H&M- verslun. Seinni hluti götunnar, að Tollhúsinu, á að verða tilbúinn fljótlega eftir áramótin. Eins og fram kom í fréttum fyrr í sumar ákváðu borgaryfirvöld að hluti steinbryggjunnar sögufrægu yrði framvegis sýnilegur almenn- ingi. Samkvæmt upplýsingum Þórs Gunnarssonar, verkefnisstjóra hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, er breytingin á götunni í skipulagsferli og verk- hönnun hefst fljótlega. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir þar næsta vor. Þór segir að framkvæmdir við Tryggvagötu séu komnar af stað aftur eftir tafir vegna gömlu stein- bryggjunnar og er stefnt að því að opna götuna fyrir umferð í byrjun desember. Þessar áætlanir verði þó töluvert háðar veðri. Morgunblaðið/sisi Tryggvagata Framkvæmdir eru hafnar að nýju eftir tafir vegna Stein- bryggjunnar. Efsti hluti bryggjunnar er horfinn undir yfirborðið að nýju. Framkvæmdir hafnar á ný

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.