Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þá er umtöl-uðum kosn-ingum lokið í Bandaríkjunum. Flestir öflugustu fjölmiðlar landsins hafa hamast gegn Trump forseta af miskunn- arleysi og furðulega hömlulaust frá því að eigendur þeirra og ritstjórnir vöknuðu upp við þann vonda draum að þeirra frambjóðandi, Hillary Clinton, tapaði fyrir honum þvert á spár. Hefðin hefur verið sú að nýr forseti fái fáeina hveitibrauðs- daga eftir sigur sinn til að velta sér dálítið um í því mikla sviðs- ljósi sem beinist að þessum „valdamesta manni heims“ og öllu því sem að honum snýr. Ekkert slíkt var í boði fyrir Trump. Eiginkona hans og börn hafa verið elt á röndum og sætt harðri gagnrýni fyrir hvað eina og er fróðlegt að bera það sam- an við dekur fjölmiðlanna við sambærilegar fjölskyldur úr þóknanlegum áttum. Þessi fjöl- miðlun hefur smitast víða og var með nokkrum ólíkindum að hlusta á talsmáta sérfræðings frá H.Í. í aðalfréttatíma „RÚV“, hins fræga „öryggisventils“ þjóðarinnar, um kosningaúr- slitin. Var það hvergi nærri því að vera boðlegt. Trump forseti hefur þegar lýst yfir „glæsilegum sigri“ í þessum kosningum. Fleiri en gárungarnir kynnu að segja að það myndi hann hafa gert hver svo sem úrslitin hefðu verið. Og slíkt væri jú stjórnmálamanna háttur og væri Trump fremstur meðal jafningja hvað það snerti. Þegar úrslitin eru skoðuð er fyrst til að taka að demókratar unnu á nýjan leik meirihluta í Fulltrúadeild þingsins. Þegar þetta er skrifað er talið að þeir hafi unnið þar 26 sæti af and- stæðingunum. Þetta er mjög mikilvægur ár- angur fyrir flokkinn. En dugar hann til að slá burt tal Trumps um „glæsilegan“ sigur hans og flokksins? Ekki endilega. Sagan sýnir að flokkur forset- ans tapar nær undantekning- arlaust fylgi í Fulltrúadeildinni í kosningunum sem haldnar eru tveimur árum eftir hans eigið kjör. Flokkurinn sem er í andstöðu við forsetann hefur að jafnaði unnið í þessum kosningum um 30 sæti frá stjórnarflokknum í deildinni. Árið 2010 fóru sambærilegar kosningar fram þegar Obama hafði setið á forsetastóli í tæp tvö ár. Flokkur forsetans tapaði þá 63 sætum í Fulltrúadeildinni til repúblikana. Obama tapaði þannig meira en helmingi fleiri þingsætum þar en Trump eftir jafnlanga veru á forsetastóli. Ekki nóg með það, því að demó- kratar Obama töpuðu í sömu kosningum 6 sætum í Öld- ungadeildinni til viðbótar. For- setinn hélt þó áfram naumum meirihluta þar, eða 51 þingmanni af 100. Þegar að sagan er skoðuð kemur í ljós að fara þarf 48 ár aftur í tímann til að sjá forseta sem vinnur á í öldungadeildinni í þessum fyrstu millikosningum eftir kjör, með einni undantekn- ingu þó. Rúmu ári eftir hryðju- verkin í september 2001 vann flokkur Bush forseta eitt sæti þar og var almennt talið að þjóðin hefði þá verið í sáttahug eftir ósköpin. Með þeirri und- antekningu þarf að fara aftur til ársins 1970 þegar flokkur Rich- ard M. Nixons bætti við sig í Öldungadeildinni í slíkum kosn- ingum. Trump getur einnig bent á að kjörsókn var óvenju góð nú mið- að við kosningar af þessu tagi og þar sem hann hafði sig mest í frammi stóð flokkurinn sig vel. Og þetta hafi gerst þótt demó- kratar hafi eytt ógrynni fjár í baráttuna eða tveimur dollurum fyrir hvern einn sem repúblik- anar eyddu. Þannig var eytt sem svaraði 9 milljörðum (!) ís- lenskra króna í baráttu fyrir O’Rourke demókrata í Texas og dugði ekki til þótt ekki munaði mjög miklu. Þvert á allar spár þá virðast repúblikanar bæði hafa unnið ríkisstjóraembættið og öldungardeildarþingmann í Flórída. (Hafa verður þann fyr- irvara að gerð er krafa um end- urtalningu.) Demókratar töldu lengi fram eftir ári raunhæft að ætla að það stefndi í bláa bylgju (litur þeirra vestra) í kosningunum 6. nóvember og kannanir ýttu und- ir það mat. Yfirgengilegar árásir þeirra á vammlaust dómaraefni til hæstaréttar Bandaríkjanna sneru blaðinu við. Sú aðferð þeirra að fallast með hávaða á hvaða ásökun um vemmilega glæpi sem birt var þótti mörg- um handan við öll mörk. Nú er komið í ljós að um hreinan upp- spuna var að ræða í öllum til- vikum nema hugsanlega einu. Og sætir athæfið nú rannsókn lögregluyfirvalda. Eina ásökunin sem hugs- anlega stendur eftir byggist á minningu sem sálfræðingur náði djúpt úr dulminni ásakandans áratugum eftir að atvikið átti að hafa orðið. Enginn vitnisburður frá þeim fjórum sem ásakandinn sagði að gætu staðfest sögu sína gerði það. Þvert á móti. Það athæfi að heill stjórn- málaflokkur af stærri gerðinni taki þá afstöðu að sérhver „ásökun væri mjög trúverðug“ (!) og því væri það dómaraefn- isins að sanna sakleysi sitt fyrir umheiminum flæmdi kjósendur frá demókrötum. Og hvernig gat annað verið? Margt af því sem sagt var fyrir kosn- ingarnar vestra stendur valt eftir} Áhugaverð úrslit Þ egar fólk fær pakka eignast það yf- irleitt eitthvað nýtt. Pakkar inni- halda oftast gjafir eða hluti sem viðtakandinn hefur keypt sér. En þegar Evrópusambandið afhendir pakka snýst það gjarnan um að taka eitthvað af viðtakendunum, setja þeim nýjar takmarkanir og skerða ákvörðunarrétt þeirra, jafnvel sjálf- stæði heilla þjóða. Þetta á ekki bara við um svo kallaða björg- unarpakka sambandsins. Áhrif 3. orkupakka ESB hafa skýrst talsvert í opinberri umræðu að undanförnu, m.a. með fréttaskýringum í þessu blaði og nú síðast með ítarlegri umfjöllun í Bændablaðinu. Meðal þess sem fram kemur í blaðinu er að Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, telur að með inn- leiðingu pakkans muni atvinnugrein sín svo gott sem leggjast af og staða matvælafram- leiðslu í landinu veikjast til muna. Norski lagaprófessorinn Peter T. Örebech segir að með pakkanum sé verið að stefna íslenskum hagsmunum í orkumálum og fullveldisrétti þjóðarinnar í stórhættu. Fleiri lögfræðingar taka undir það sem og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur. Viðbrögð stjórnvalda vekja furðu. Þau virðast að mestu leyti ganga út á að gera sem minnst úr málinu. Því er hald- ið fram að þetta sé ekki það stórt mál og það mikil eftirgjöf fullveldis að það taki því að vera með eitthvert vesen út af því. Þetta er hin svo kallaða salamitaktík sem oft var nefnd á kaldastríðsárunum. Það var Má- tyás Rákosi, leiðtogi ungverskra kommúnista, sem gaf aðferðinni nafn til að lýsa því hvernig hann fór að því að tryggja kommúnistum (og þar með Sovétríkjunum) fullt vald yfir Ung- verjalandi. Aðferðin var að taka aldrei það stórt skref í senn (sneið af salamipylsunni) að andstæðingarnir hertu sig upp í að veita veru- lega mótspyrnu. Fyrr en varði væri svo pylsan öll farin og of seint að bregðast við. Það að koma í veg fyrir að erlendar stofn- anir öðlist yfirþjóðlegt vald á Íslandi og aðrir hagsmunir samfélagsins verði veiktir ætti ekki að vera pólitískt þrætuepli innanlands. Ekki frekar en önnur mál sem snúa að því að verja hagsmuni landsins út á við eða sjálft fullveldið. Það er grátlegt að stjórnvöld telji það ekk- ert tiltökumál að framselja sneið af sjálfstæði landsins á sama tíma og haldið er upp á að 100 ár séu liðin frá því að Ísland endurheimti fullveldi sitt. Um leið fara svo fram umræður um hvort eigi að afnema svo kallað full- veldisákvæði stjórnarskrárinnar til að auðvelda slíkt framsal í framtíðinni. Ég skora á ríkisstjórnina að fara nú þegar fram á að Ís- land fái undanþágu frá orkupakkanum og skila honum svo til sendanda. Í því efni getur ríkisstjórnin reitt sig á stuðn- ing Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson Pistill Suma pakka er betra að afþakka Höfundur er formaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Stórir matvælaframleiðendureru í startholunum vegnaaðgerðaáætlunar stjórn-valda í plastmálefnum, en drög að henni voru nýlega kynnt. Samkvæmt drögunum verða plast- hnífapör, plastdiskar, plaströr og annað einnota plast bannað frá og með 1. janúar 2020. „Ölgerðin hefur um nokkurra ára skeið unnið markvisst að því að verða umhverfisvænni á öllum svið- um. Endurvinnsla hefur margfald- ast, umbúðanotkun minnkað, flokk- un stóraukist og svo mætti áfram telja. Umhverfisvænar lausnir í ein- nota umbúðum frá Ölgerðinni hafa verið á markaði í ríflega eitt ár. Má þar t.d. nefna að bústglös fást nú úr PLA, eða lífbrjótanlegu efni, og geta komið í stað hefðbundinna plast- glasa og jafnframt má benda á að box úr sykurreyr hafa hjá mörgum viðskiptavinum Ölgerðarinnar leyst frauðplastsbakka af hólmi,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Ölgerðarinnar. Allt skili sér til endurvinnslu „Við erum með stefnu í þessum málum þar sem við erum með tíma- sett og mælanleg markmið um um- búðirnar hjá okkur. Við leggjum mikla áherslu á að allar umbúðir verði endurvinnanlegar eða endur- notanlegar en allar okkar drykkjar- vörur í gleri, plasti og dósum eru í skilakerfi og enda flestar umbúðir hjá Endurvinnslunni. Markmið okk- ar í samvinnu við Endurvinnsluna er að vinna að því að reyna að auka endurvinnsluhlutfall þannig að allt skili sér í endurvinnslu,“ segir Stef- án Magnússon, markaðsstjóri hjá Coca-Cola European Partners á Ís- landi. Hann segir að þegar sé byrjað að nota endurunnið plast í smærri umbúðir hjá fyrirtækinu og hlutfall þeirra fari sífellt hækkandi. „Nú þegar eru í gangi aðgerðir til að minnka plast og má í því samhengi nefna að með fjárfestingum og breytingum á umbúðum höfum við náð að létta umbúðirnar og þannig minnka plast um 6-14%. Nýjar vörur, til dæmis sex dósir í pakka, eru í pappaumbúðum í stað plasts og hafa neytendur tekið þeirri nýjung mjög vel,“ segir hann. Ari Edwald, forstjóri MS, segir í samtali við Morgunblaðið að dregið hafi verið úr notkun plasts hjá fyrir- tækinu síðustu ár. Nýverið voru mjólkurfernur gerðar hundrað pró- sent endurvinnanlegar og þær jafn- framt búnar til úr endurnýjanlegu hráefni úr plönturíkinu. Þá hafi ver- ið unnið að því að minnka ytri um- búðir. Athygli vakti þegar hætt var að selja G-mjólkurfernur með plast- rörum fyrir skemmstu. „Við erum mjög vakandi fyrir þessu og það er alveg klárt að við munum uppfylla allar kröfur sem eru gerðar á hverjum tíma. Það er nauðsynlegt að taka á þessum plast- vanda varðandi umhverfið. Við- fangsefnið er snúið að því leyti að plast getur verið til mikilla þæginda og það ætti að vera auðvelt að safna því og nýta á ný. Vandamálið er kannski líka ábyrgðarleysi okkar allra í umgengni við plast. Við þurf- um að umgangast þetta efni af meiri ábyrgð,“ segir Ari. Hann segir að umbúðabirgir MS, Tetra Pak, vinni nú að framtíð- arlausnum á umbúðum. „Þeir mæta sömu kröfum annars staðar í heim- inum og eru leiðandi í umhverfis- vænum lausnum.“ Tréskeiðar í stað plasts? Enginn viðmælenda Morgun- blaðsins fæst til að fullyrða hvaða breytingar verði gerðar á umbúðum með plaströrum eða plastskeiðum, eins og á skyrdósum, enda sé verið að vinna að lausnum. „Ég gæti séð fyrir mér að þótt það verði ekki plastskeið í hverju loki geti fólk tekið með sér litlar tré- skeiðar á kassanum ef það kýs,“ seg- ir Ari. „Við erum búin að senda fyrir- spurnir á okkar birgja um lausnir sem kæmu í stað núverandi röra sem verið er að skoða. Við þurfum einnig að skipta út lokum á glös auk þess að skoða allar okkar ytri pakkningar. Það munu örugglega koma rör úr annars konar efnum en plasti eða þá að varan verður boðin í framtíðinni í annars konar umbúð- um þar sem ekki þarf rör,“ segir Stefán hjá Coca-Cola á Íslandi. Framleiðendur leita lausna í stað plasts Morgunblaðið/Golli Umbúðir Frá og með 1. janúar 2020 verður lagt bann við notkun plast- röra, -hnífapara og -diska auk annars. Unnið er að nýjum lausnum. Plastið á útleið » Samráðsvettvangur í plastmálefnum leggur til 18 aðgerðir. M.a. að 1. jan 2021 verði óheimilt að selja eða af- henda plastpoka í verslunum. » 1. janúar 2020 verði inn- leitt bann við ýmsu einnota plasti, svo sem plaströrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.