Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 49

Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 49
Meistarastykki Franski kökugerðar- meistarinn Jacquy Pfeiffer bauð upp á ómót- stæðilegar kræs- ingar í franska ráðherrabú- staðnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Ómótstæðilegt Veisluborðið var glæsilegt eins og við var að búast. Jacquy Pfeiffer í heimsókn á Íslandi Franski kökugerðarmeist- arinn Jacquy Pfeiffer kom hingað til lands í boði franska sendiherrans til að kynna franska kökugerð- arlist. Pfeiffer er einn þekktasti kökugerðarmaður (e. pastry chef) Frakka og rekur hinn goðsagnakennda French Pastry School í Chicago í Bandaríkjunum þar sem hann býr. Hann vann meðal annars hin virtu James Be- ard-verðlaun árið 2014 fyrir bók sína The Art of French Pastry. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum voru veiting- arnar ekki af verri endanum og ljóst að gestir í boðinu fengu að bragða á einstökum frönskum kræsingum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Það skemmtilega við þennan rétt er að hann er hluti af Fimm eða færri-áskor- endakeppninni Matarvefjar mbl.is þar sem markmiðið er að fá atvinnumenn til að elda einfaldan mat sem all- ir geta eldað. Það er Vikt- or Már Snorrason á Moss Restaurant í Bláa lóninu sem á heiðurinn af þessari snilld, sem á eflaust eftir að verða víða á boðstólum um jólin. Hreindýratartar með reyktum möndlum, geitaostskremi, svört- um hvítlauk og súrum Hreindýratartar 150 g hreindýr 1 msk. gróft sinnep 1 skallotlaukur 30 g sýrður laukur 5 g fáfnisgras 1 msk. ólífuolía salt einiber Skerið hreindýrið í tartar og setjið í skál, skallotlaukurinn og sýrði laukurinn skorinn fínt og blandað saman við. Fáfnisgrasið er fínsaxað og bætt við ásamt sinnepi og ólífuolíu, svo smakkað til með salti og mauk- uðum einiberjum. Geitaostskrem 200 g geitaostur 100 g súrmjólk hálf sítróna salt Allt sett saman í bland- ara og unnið vel. Sigtað í gegnum trommusigti. Reyktar möndlur Bæði sett með tartar og einnig raspað yfir réttinn. Svarthvítlauksmajónes 100 g svartur hvítlaukur 1 hleypt egg (poached) olía salt eplaedik Hvítlaukur og egg unnin saman í matvinnsluvél þar til fínt. Næst er olíu bætt við rólega þar til majónesið er orðið vel þykkt. Smakkað til með salti og epla- ediki. Súrur Alls konar súrur, má vera ein teg- und eða fleiri. Jólaforrétturinn fundinn Fyrir þá sem hafa upplifað mikla angist í aðdraganda jóla vegna valkvíða og almennr- ar óákveðni varðandi jólamatseðilinn þá er formlega hægt að gleðjast því jólaforrétt- urinn er fundinn. Hér er verið að tala um hreindýratartar með reyktum möndlum, geitaostskremi og majónesi með svörtun hvítlauk og súrum. Súrurnar gætu reyndar verið vandfundnar á þessum árstíma en að öðru leyti er þetta algjörlega skotheldur réttur fyrir matgæðinga þessa lands sem vilja hafa flækjustigið fremur hátt. Jólaforrétturinn í ár? Hrein- dýratartar sem ætti engan að svíkja. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistarataktar Viktor Már Snorra- son, matreiðslumað- ur á Moss Restaur- ant í Bláa Lóninu. ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.