Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef alltaf fengið þó-nokkra athygli út áprjónaskapinn, það erhorft á mig þegar ég
prjóna í lestum og strætó hér úti í
Hollandi þar sem ég bý. Ég hef
fengið bæði jákvæð og neikvæð við-
brögð, eitt sinn sagði kona við mig
að karlar ættu ekkert að vera að
prjóna. Þess vegna datt mér í hug
að fara í þessa litlu herferð, til að
vekja athygli á því að það að karlar
prjóni ætti í raun ekki að vera um-
fjöllunarefni, það á að vera jafn eðli-
legt og sjálfsagt og að konur prjóni.
Ég minni á að karlar prjónuðu mik-
ið hér áður fyrr. En því miður þora
sumir strákar og karlar ekki að
prjóna af ótta við almenningsálitið.
Mörgum körlum finnst það ekkert
spennandi og hafa engan áhuga á
að prjóna og það er að sjálfsögðu í
góðu lagi, en það er verra þegar þá
sem langar að prjóna þora því ekki.
Svo eru þeir sem prjóna en halda
því að mestu leyndu því þeir eru
hræddir við almenningsálitið, sem
ég skil vel, því ég hef alveg fundið
fyrir því líka,“ segir Pétur Odd-
bergur Heimisson, ungur maður
sem boðar til sérstaks prjónakvölds
fyrir karlmenn í Reykjavík n.k
mánudagskvöld.
„Ég hef verið að vinna að hug-
myndum um hvernig ég geti hvatt
karlmenn til að prjóna. Það er hug-
sjónamál hjá mér. Ég fer í grunn-
skóla í dag í Njarðvík til að ræða
þar við stráka um handprjón. Ég
hef líka verið að vinna að útvarps-
þætti um handprjón og karlmenn
sem verður á Rás 1, tekið viðtöl við
karla sem prjóna og skoðað ferlið
frá ull og þar til hún verður að lopa-
bandi, spjallað við bónda og skoðað
ullarvinnslu.“
Prjónaði lopapeysu á pabba
sinn í tilefni sextugsafmælis
Pétur hefur prjónað mikið und-
anfarinn tæpan áratug, eða frá því
hann lærði að prjóna í Flatey á
Breiðafirði þegar hann var þar
sumarlangt 2010. Samstarfskonur
hans á hótelinu þar kenndu honum.
„Ég byrjaði á að prjóna ein-
falda hluti en ég ákvað fljótt að
prjóna peysu, af því því ég átti svo
mikið afgangsgarn. Hún átti að
vera á mig en varð undarleg í lag-
inu, mjög víð, og fyrir vikið varð
hún að einhverskonar sérhannaðri
peysu sem systir mín féll fyrir og
fékk að eiga. Þegar pabbi varð sex-
tugur þá prjónaði ég lopapeysu á
hann af því tilefni og ég hef líka
prjónað peysu á mömmu, bróður
minn og frændsystkini mín. Ég
prjóna því mikið á mína nánustu og
vini mína, enda er það mjög per-
sónuleg gjöf að gefa flík sem maður
hefur sjálfur búið til og eytt ótal
stundum í að skapa,“ segir Pétur og
bætir við að hann fái ævinlega góð-
ar viðtökur hjá þeim sem hann fær-
ir slíka gjöf.
„Pabbi er ótrúlega stoltur af
peysunni sem ég prjónaði á hann,
hann segir alltaf frá því að sonur
hans hafi prjónað hana þegar hann
klæðist henni úti í Flatey, þar sem
við eigum sumarhús.“
Pétur segir vera að prófa sig
áfram í því að gera sín eigin munst-
ur, enda er hann farinn að átta sig
betur á hvernig hann geti látið
munstrið ganga upp.
„Þegar ég var byrjandi þurfti
ég að fylgja prjónauppskriftum í
þaula, en núna hanna ég mín eigin
munstur. Ég gerði til dæmis Mottu-
mars-peysu á þessu ári, hannaði
yfirvaraskegg í hana í stað
munsturbekksins, en hún var boðin
upp til styrktar verkefninu,“ segir
Pétur sem hefur lagt fleiri góðum
málefnum lið með prjónaskap sín-
um, hann prjónaði líka bleikan trefil
fyrir Krabbameinsfélagið sem seld-
ur var á uppboði.
Fólk dáleiðist við að horfa
á hreyfingar prjónanna
Pétur hvetur karla til að koma
á prjónakvöldið, þar verður hægt að
kaupa allt sem til þarf á einum stað
og þar geta óvanir lært að fytja upp
á og prjóna einfalt.
„En það er líka hægt að fara
sjálfur í prjónabúð til að kaupa garn
og prjóna og fá síðan hjálp hjá ein-
hverjum, því það er alltaf einhver í
hverri einustu fjölskyldu sem kann
að prjóna, yfirleitt mömmur, ömm-
ur, systur eða frænkur. Þetta er
ekkert flókið og enginn þarf að ótt-
ast að geta þetta ekki. Fólk er alltaf
að gera eitthvað í höndunum, ráða
krossgátur, vafra á facebook, smíða
og fleira. Að prjóna er afskaplega
þægileg iðja og ekki flókin. Það er
hægt er að prjóna nánast hvar sem
er og þetta róar hugann. Ég prjóna
til að slaka á. Eftir því sem ég hef
orðið æfðari þá er þetta meiri slök-
un, en þegar ég var að byrja þá
prjónaði ég aðeins of stíft, en það er
alveg eðlilegt, æfingin skapar
meistarann í þessu eins og öðru.
Fólki finnst líka róandi að horfa á
aðra prjóna, ég hef fengið þær
athugasemdir frá fólki sem sér mig
prjóna að það dáleiðist við að horfa
á hreyfingu prjónanna.“
Pétur segist vera orðinn nokk-
uð háður því að prjóna, hann reyni
að grípa í prjónana á hverjum ein-
asta degi.
„Það er mjög gott að vera háð-
ur þessu frekar en einhverju öðru
skaðlegu. Vissulega fer tími í þetta
en við lok hvers verkefnis hefur
maður skapað flík, svo afraksturinn
er góð verðlaun. Ég er að klára að
prjóna peysu fyrir frænda minn
sem á afmæli um næstu helgi og ég
er með önnur þrjú prjónaverkefni
framundan, þar sem fólk hefur beð-
ið mig um að prjóna eitthvað ákveð-
ið. Það er því nóg að gera.“
Ljósmynd/Simone Overkamp
Kósí Kötturinn Habibi býr með Pétri og sambýlingum hans í
Hollandi og vill liggja í kjöltu Péturs þegar hann prjónar.
Ljósmynd/Sighvatur Ómar Kristinsson
Fyrsta Sigríður Nanna Heimisdóttir, systir Péturs, í fyrstu
peysunni sem hann prjónaði. Iðunn og Kristinn, börn hennar.
Ljósmynd/Sebastian Ryborg Storgaard
Beðið Pétur leggur sig fram við að prjóna á almanna færi.
Hér er hann í röðinni við pulsuvagninn í miðbæ Reykjavíkur.
Það er karlmannlegt að prjóna
„Það er mjög gott að vera
háður þessu frekar en
einhverju öðru skaðlegu,“
segir Pétur sem grípur í
prjónana á hverjum degi.
Hann prjónar til að
slaka á og ætlar að halda
prjónakvöld fyrir karla í
næstu viku.
Ljósmynd/Sebastian Ryborg Storgaard
Með hrútum Prjónalopi er jú unninn úr ull svo það er vel við hæfi að munda prjónana í návist sauðkinda.
Mánudaginn 12. nóv. n.k heldur
Pétur prjónakvöld fyrir karlmenn í
samstarfi við Hildi Guðnadóttur
sem er með handavinnuhúsið
Ömmu mús á Grensásvegi 46 í
Reykjavík. Þar fer prjónakvöldið
fram frá kl. 19-22. Pétur hvetur
karla sem ekki prjóna til að mæta á
prjónakvöldið en reyndir prjónarar
eru líka hjartanlega velkomnir.
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Q5 á sérkjörum
Nokkrir einstaklega vel útbúnir
Audi Q5 á sérkjörum.
Audi Q5 Quattro
Sport Comfort 2.0 190 hö
Tilboðsverð frá 7.890.000 kr.
Til afhend
ingar strax