Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Forsætisráðuneytið hafði í gær- morgun samband við Minjastofnun og óskaði eftir því að starfsmenn stofnunarinnar könnuðu ástand leg- steins Jóns Magnússonar forsætis- ráðherra í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ekki náðist í Katr- ínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að inna hana eftir viðhorfi henn- ar til málsins. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er legsteinninn mjög laskaður og nokkur ár frá því að áletruð marmaraplata framan á honum brotnaði og var fjarlægð. Platan er nú í geymslu í húsnæði kirkjugarðanna í Gufunesi. Brotnað hefur upp úr legsteininum þar sem platan var. Jón lést og var jarð- settur í garðinum sumarið 1926. Minningarmark um Þóru Jóns- dóttur konu hans, sem lést 1947, stendur hins vegar heilt í grafreitn- um. Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og miðlunar, segir að málið sé á algjörum byrjunarreit hjá stofnuninni en orðið verði við beiðni forsætisráðuneytisins. Gamli kirkjugarðurinn, Hóla- vallagarður eins og hann heitir formlega, nýtur aldursfriðunar samkvæmt lögum um menningar- minjar. Agnes staðfesti að til um- ræðu hefði verið innan Minjastofn- unar að friðlýsa garðinn sérstak- lega en engar ákvarðanir um það hefðu verið teknar. Með sérstakri friðlýsingu skapast auknir mögu- leikar á vernd kirkjugarðsins og á viðgerðum minningarmarka innan hans. Jón Magnússon var forsætisráð- herra þegar Ísland varð fullvalda 1918. Margir líta svo á að hann hafi átt mestan þátt í að samkomuulag tókst um sambandslögin milli Ís- lands og Danmerkur. Tekur undir með sagnfræðingi Einar K. Guðfinnsson, formaður nefndar sem skipulagt hefur dag- skrá vegna 100 ára afmælis full- veldisins á þessu ári, segir að sér hafi ekki verið kunnugt um ástand legsteinsins fyrr en hann las um það í Morgunblaðinu. Hann kveðst taka undir með Gunnari Þór Bjarnasyni sagnfræðingi, höfundi nýrrar bókar um fullveldið, að þetta sé ekki vansalaust, sérstaklega á þessu afmælisári. Sér finnist eðli- legt að reynt sé að bregðast við og lagfæra legsteininn hið fyrsta. Minjastofnun skoði legstein Jóns  Formaður nefndar vegna fullveldis- afmælis vill láta lagfæra legsteininn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Varðveitt Brotna marmaraplatan af legsteininum er í geymslu í Gufunesi. Byggingamenn hafa ágætis aðstæður til að halda áfram með verk sín þessa dagana. Víða má sjá menn að störfum við byggingar. Í Urriðaholti í Garðabæ voru menn að koma fyrir gluggum í fjölbýlishúsi. Hverfið er smám saman að taka á sig mynd. Í haust hófust síðan framkvæmdir við nýjan áfanga, austan við Urriðaholtsskóla. Því má eiga von á að byggingakranar verði áfram tákn þessa nýja íbúðahverfis. Morgunblaðið/Eggert Glugginn hífður á sinn stað Það hefur eflaust ýmsum brugðið í brún þegar þeir skoðuðu Lögbirt- ingablaðið í gærmorgun. Þar birtist tilkynning um gjald- þrot félagsins 17. júní ehf., til heimilis við Hraunbæ í Reykjavík. Lýstar kröfur voru tæpar þrjár milljónir og engar eignir fundust í búinu. 17. júní ehf. var stofnað árið 2012 og var hlutafé 500 þúsund krónur. Tilgangur félagsins var rekstur bars, veitingasala, svo og kaup, sala og rekstur fasteigna og lausafjár ásamt lánastarfsemi tengdri rekstr- inum og annar skyldur rekstur. Oft gætir mikils frumleika þegar einkahlutafélögum er gefið nafn. Sem dæmi um félög sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta á liðnum mánuðum má nefna Tryllt ehf., Skálkaskjól ehf., Haldleysi ehf., Raddsvið ehf., Steypusuð ehf. og Diskó eða Dauði ehf. 17. júní gjaldþrota Gjaldþrot Veitingasalan gekk ekki. Guðmundur Benedikt Bald- vinsson, sem lýst var eftir á mánu- dag, fannst lát- inn á höfuð- borgarsvæðinu á þriðjudagskvöld. Ekki er talið að andlátið hafi bor- ið að með sak- næmum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umfangsmikil leit stóð yfir allan þriðjudag á höfuðborgarsvæðinu þar sem á þriðja hundrað björg- unarsveitarmenn tóku þátt. Guðmundur, sem var 55 ára, læt- ur eftir sig tvö börn. Aðstandendur vilja koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem veittu aðstoð við leitina að Guð- mundi. Fannst látinn Guðmundur Bene- dikt Baldvinsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Breyttar mælingar á útblæstri bif- reiða eru að valda umtalsverðri hækkun á verði nýrra bíla og hafa að óbreyttu í för með sér aukna verð- bólgu með tilheyrandi hækkun á höf- uðstól verðtryggðra lána að mati hagfræðings sem Bílgreinasamband- ið (BGS) fékk til að reikna út verð- bólguáhrifin ef ekki verður brugðist við þessum breytingum samhliða veikingu á gengi. Breytingar á mengunarstaðli vegna útblásturs bíla tóku gildi 1. september í Evrópu og geta skrán- ingar á gildum fyrir koltvísýringslos- un leitt til að bílar færist í hærri vöru- gjaldaflokka, en frumvarp um vörugjald sem nú er til meðferðar á Alþingi á ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar. Skv. því eiga breytingarnar ekki að leiða til hærri bílaskatta. Vill Bílgreinasambandið að gildin verði lækkuð fram að áramótum. Að öðrum kosti muni verðhækkanir hafa veruleg áhrif. Fulltrúar Bílgreina- sambandsins hafa fundað með efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis og í viðbótarumsögn til nefndarinnar í gær kemur fram að skv. útreikning- um hagfræðings vegi kaup á nýjum bílum 8,13% í vísitölu neysluverðs. 10% hækkun á verði bifreiða jafngildi ríflega 0,8% hækkun vísitölunnar. Verðtryggðar skuldir heimilanna eru um 1.300 milljarðar og þessi hækkun myndi því leiða af sér um 10,3 millj- arða kr. hækkun á höfuðstól lána. 3,5% hækkun frá 1. sept. „Gengisáhrif síðastliðinna mánaða munu að auki leggjast ofan á þessar hækkanir vegna vörugjalda en frá 1. september til og með 1. nóvember veiktist krónan um 10%,“ segir í um- sögninni. Bent er á að nú þegar hafi nýir bílar hækkað í verði um 3,5% frá 1. september. Ef ekki verði brugðist við með hraði muni þessar breyting- ar hafa enn meiri áhrif á hagsmuni almennings. ,,Bílgreinasambandið er tilbúið að leggja til reiknilíkön sem á einfaldan máta hjálpa embætti toll- stjóra að reikna vörugjöld m.v. þær lækkanir sem lagðar eru til.“ Fram kemur að breytingarnar hafa ekki einasta valdið verðhækk- unum heldur hefur bílasala dregist saman, líkt og átt hefur sér stað í Evrópu. Sala á fólksbílum hér dróst saman um 28% í október frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir 30-40% sam- drætti í sölu nýrra bíla í nóvember og desember. Meiri verðbólga og hærri lán  Sala fólksbíla dróst saman um 28% í okt.  Spá 30-40% samdrætti í sölu nýrra bíla í nóv. og des.  BGS vill að útblástursgildi lækki til áramóta vegna vörugjalds Morgunblaðið/Hari Umferð Frá 1. september hafa nýir bílar hækkað í verði um 3,5%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.