Morgunblaðið - 08.11.2018, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018
100 ár frá endalokum fyrri heimsstyrjaldarinnar
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Á sunnudaginn næsta verða hundrað
ár liðin frá lokum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, sem var á þeim tíma
stærsta og mannskæðasta styrjöld
mannkynssögunnar. Um tíu milljón-
ir hermanna létust á vígvellinum og
aðrar tuttugu til viðbótar særðust.
Þá létust tæplega átta milljónir
óbreyttra borgara og hafði mannfall
meðal þeirra aldrei fyrr verið jafn-
mikið í nokkurri styrjöld.
Stríðið mikla hófst í lok júlí 1914
og atti miðveldunum, keisaradæm-
unum Þýskalandi, Austurríki-Ung-
verjalandi og Tyrkjaveldi gegn
bandamönnum, Bretum, Frökkum
og Rússum, auk nokkurra minni
ríkja. Þó að ófriðurinn hafi að mestu
leyti verið bundinn við Evrópu var
einnig barist í nýlendum Evrópu í
Afríku og áður en yfir lauk höfðu ríki
í flestum heimsálfum dregist inn í
stríðið.
Haustið 1914 sóttu Þjóðverjar
hart fram á vesturvígstöðvunum í
gegnum Belgíu. Stefndi um tíma allt
í að þýski herinn næði að brjóta sér
leið allt til Parísar, höfuðborgar
Frakklands, en herir Breta og
Frakka náðu með herkjum að stöðva
framrás hans við Marne-fljótið.
Grófu fylkingarnar tvær sig niður
í skotgrafir í kjölfarið, og hreyfðist
víglínan lítið á árunum 1915 til 1917,
þrátt fyrir ítrekaðar sóknir beggja
aðila, sem enduðu jafnan með gríð-
armiklu mannfalli. Bretar misstu til
dæmis tæplega 20.000 manns á
fyrsta degi orrustunnar við Somme í
júlí 1916, þar sem fylkingar her-
manna þrömmuðu nánast út í opinn
dauðann gegn vel undirbúnum vörn-
um Þjóðverja.
Austurvígstöðvarnar lutu öðrum
lögmálum en þær í vestri og skipt-
ust Rússar og Þjóðverjar á að sækja
fram. Rússneska keisaradæmið var
hins vegar illa undirbúið fyrir átök-
in, og samfélagslegar aðstæður í
ríkinu urðu til þess að grafa undan
stoðum þess. Ýtti hernaðurinn að
lokum undir rússnesku byltinguna,
sem hófst 7. nóvember 1917, og
valdatöku bolsévika, sem voru mót-
fallnir þátttöku Rússlands í styrj-
öldinni.
Rússar voru þar með úr leik, en á
móti kom að í apríl sama ár höfðu
Bandaríkjamenn lýst yfir stríði á
hendur Þjóðverjum, þar sem þeir
ákváðu að hefja ótakmarkaðan kaf-
bátahernað á Atlantshafi. Vonuðust
þýsk stjórnvöld til þess að þannig
mætti lama skipaflutninga á hafinu
og þannig neyða Breta til þess að
draga sig í hlé. Ljóst var þá að inn-
koma Bandaríkjamanna gæti haft
úrslitaáhrif á vesturvígstöðvunum.
Þjóðverjar hefja sókn
Árið 1918 var í þessu ljósi svipt-
ingasamt miðað við fyrri stríðsárin.
Friðarsamningurinn við Brest-Li-
tovsk í byrjun mars milli bolsévika-
stjórnarinnar í Rússlandi og Þjóð-
verja þýddi að hægt var að senda um
eina milljón þýskra hermanna frá
austurvígstöðvunum til vesturs.
Vonaðist þýska herstjórnin til að það
gæti riðið baggamuninn í vestri áður
en herlið Bandaríkjamanna kæmist
til Evrópu í stórum stíl.
Stórsóknin hófst hinn 21. mars og
vegnaði Þjóðverjum vel til að byrja
með, þar sem þeir höfðu fleiri menn
en Bretar og Frakkar og treystu að
auki meira á svokallaðar „storm-
sveitir“, litlar herdeildir sem áttu
auðveldara með að brjótast í gegnum
skotgrafirnar en stóru fylkingarnar
sem höfðu einkennt orrustur fyrri
ára.
Í maí náðu Þjóðverjar að komast
að Marne-fljótinu og var jafnvel tal-
að um að París væri aftur innan seil-
ingar, en stórskotalið Þjóðverja
hafði gert daglegar árásir á borgina
allt frá því að sóknin hófst. Aðgerðir
Þjóðverja runnu hins vegar út í
sandinn þar sem mannfall hvorra
tveggja var áþekkt, en bandamenn
áttu nú mun auðveldara með að bæta
það upp, sér í lagi þar sem fyrstu
herdeildir Bandaríkjahers voru að
taka sér stöðu við víglínuna. Hinn 18.
júlí hófu Frakkar sókn við Villers-
Cotterets sem gróf undan stöðu
Þjóðverja og stöðvaði framrás
þeirra.
Hundrað daga sóknin
Bandamenn gripu tækifærið og
hófu gagnsókn sína hinn 8. ágúst.
Náðu þeir á einum degi að taka um
17.000 þýska hermenn til fanga og
fella eða særa 30.000 til viðbótar. Á
sama tíma misstu þeir einungis um
6.500 hermenn. Erich Ludendorff,
yfirhershöfðingi Þjóðverja, kallaði 8.
ágúst síðar meir hinn svartasta dag í
sögu þýska hersins.
Þjóðverjar urðu að hörfa undan
árásum bandamanna og voru þeir í
septemberbyrjun komnir aftur að
Hindenburg-línunni, helstu skot-
gröfum Þjóðverja. Tókst banda-
mönnum í kjölfarið loks að brjóta sér
leið í gegnum hana í byrjun október.
Þýska yfirherstjórnin áttaði sig á
því á þeirri stundu að stríðið væri
tapað. Lagði Ludendorff yfirhers-
höfðingi til að Þjóðverjar gæfust upp
en skýlaus krafa bandamanna um að
Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari
yrði að afsala sér öllum völdum varð
til þess að honum snerist hugur.
Vildi Ludendorff nú halda stríðinu
áfram þrátt fyrir að það væri tapað
en hann var rekinn, meðal annars í
þeirri von að afsögn hans myndi
nægja í stað afsagnar Vilhjálms.
Stríðsgæfan var nú öll á bandi
bandamanna og knúðu þeir miðveld-
in eitt af öðru til þess að semja
vopnahlé. Búlgarar urðu fyrstir til
að leggja niður vopn og fylgdu herir
Tyrkjaveldis og Austurríkis-Ung-
verjalands fljótlega í kjölfarið. Þjóð-
verjar stóðu því nú einir eftir af mið-
veldunum.
Vopnahléið samið
Mikil stríðsþreyta ríkti nú meðal
Þjóðverja, og hinn 29. október hófu
sjóliðar í hafnarborginni Kiel upp-
reisn sem breiddist fljótlega út um
allt Þýskaland. Ákvað Vilhjálmur II.
því að stíga til hliðar hinn 9. nóv-
ember 1918 og flýja til Hollands.
Deginum áður höfðu fulltrúar þýsku
ríkisstjórnarinnar hafið vopnahlés-
viðræður við bandamenn í Frakk-
landi. Viðræðurnar stóðu þó vart
undir nafni, enda var Þjóðverjum
gert að samþykkja nær allar kröfur
bandamanna, þrátt fyrir mótmæli
þýsku sendinefndarinnar.
Vopnahléssáttmálinn var undirrit-
aður klukkan fimm að morgni 11.
nóvember 1918 í Compiegne-skógi.
Undirritunin átti sér stað um borð í
lestarvagni Fochs hermarskálks, yf-
irmanns allra herja bandamanna, og
tók samkomulagið gildi á slaginu
klukkan 11, „á elleftu stund hins ell-
efta dags hins ellefta mánaðar“.
Þrátt fyrir að samkomulagið væri
í höfn héldu bandamenn áfram að
sækja gegn Þjóðverjum þá sex
klukkutíma sem liðu milli undirrit-
unar og gildistöku samkomulagsins,
með þeim afleiðingum að 2.738 her-
menn létust, þrátt fyrir að friður
væri á næsta leiti.
Eftirmál styrjaldarinnar
Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk
var heimurinn gjörbreyttur frá því
sem áður var. Eftir því sem árunum
fleygði fram og mannfallið jókst fór
fólk að tala um að stríðið mikla væri
„stríð til að binda enda á öll stríð“.
Var það meðal annars til þess að
réttlæta hinn gríðarlega fórnar-
kostnað sem fólst í því að senda unga
menn í blóma lífsins á vígvöll þaðan
sem þeir áttu annaðhvort ekki aftur-
kvæmt, eða komu til baka með ör á
sál og/eða líkama sem aldrei greru
að fullu.
Vopnahléið, sem hófst kl. 11:00
hinn 11. nóvember 1918 leiddi hins
vegar ekki af sér varanlegan frið.
Styrjöldin hafði kveikt glæður víðs-
vegar um Evrópu, sem reyndist erf-
itt að slökkva. Byltingar og borgara-
stríð geisuðu meðal annars í
Rússlandi, Þýskalandi og Tyrklandi
og róstusamt var víða í Evrópu fram
eftir þriðja áratugnum.
Versalasamningarnir, þar sem
höfuðáherslan var lögð á að refsa
Þjóðverjum fyrir framgang þeirra í
styrjöldinni, náði einnig að sá fræj-
um frekari ófriðar í álfunni. Orð
Fochs marskálks þegar hann sá frið-
arsamningana árið 1919 reyndust
sannspá: „Þetta er ekki friður. Þetta
er 20 ára vopnahlé.“
Á elleftu stundu hins ellefta dags
Hundrað ár verða liðin um helgina frá lokum fyrri heimsstyrjaldar 1918 var ár sviptinga á Vestur-
vígstöðvunum Rúmlega 2.700 manns létust síðasta stríðsdaginn áður en vopnahléið tók gildi
Miðveldin eru sigruð
1918: Endalok fyrri heimsstyrjaldar
4Sept.-nóv
30. okt
Vopnahlé samið
milli Tyrkjaveldis
og Bandamanna
í Mudros á Grikklandi
Spænska veikin nær
hámarki. A.m.k.
20 milljón manns
látnar í Evrópu
100 km
Ypres
Verdun
Chalons-sur-
Marne
Peronne
Stórskotahríð
Þjóðverja
París
Þ
ÝSKALAND
LÚX.
BELGÍA
Frakkland
Apríl 1918
Mars 1918
Maí 1918
Júlí 1918
París
Lille
Chateau-
Thierry
Peronne
LÚX.
FRAKKLAND
Charleroi
Charleville
BELGÍA
Verdun
FRAKKLAND
BRETLAND BELGÍA
París
ÍTALÍA
ÞÝSKALAND
AUSTURRÍKI-
UNGVERJALAND
BÚLGARÍA
RÚMENÍA
SERBÍA
SVISS
GRIKKLAND
ALBANÍA
TYRKJAVELDI
1
2
3
3
8
8
Konstantínópel
6
6
5
5
3
7
7
3. nóv
9. nóv
11. nóv
Vopnahlé samið milli
Austurríkis-Ungverjalands
og Ítalíu í Padúa
Fyrsta af fjórum stórsóknum þýska hersins
hefst á vesturvígstöðvunum. Bandamenn
eru hætt komnir en ná að veðra storminn
Þjóðverjum er ýtt til baka yfir Marne-fljótið
og hefja flótta á öllum vígstöðvum
Vopnahlé tekur gildi kl. 11
milli Bandamanna og Þjóðverja
við Rethondes nærri
Compiègne-skógi í Frakklandi
Vilhjálmur II Þýskalandskeisari
afsalar sér völdum. Almennt
verkfall í Berlín.
18. júlí
Bandamenn hefja gagnsókn
við Villers-Cotterets (Frakklandi).
21. mars
Bandamenn sækja
fram á Balkanskaga og
á austurvígstöðvunum
1
1
1
1
2
Berlín
Rethondes
Brussel
Brussel
Villers-Cotterets
Bandamenn
Miðveldin
Hlutlaus ríki
Sókn
Þjóðverja
Sókn Bandamanna
Víglínan
Vopnahlé
undirritað
Tyrkjaveldi
AFP
Vopnahlésvagninn Hér sést inn í endurgerð lestarvagnsins, þar sem vopna-
hléið var undirritað að morgni 11. nóvember 1918 í Compiegne-skógi. Þjóð-
verjar létu sprengja upphaflega vagninn í loft upp í síðari heimsstyrjöld.
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu