Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 08.11.2018, Blaðsíða 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 Myndlistarmað- urinn Haraldur Bilson opnar sýn- inguna Spectrum / Litróf í Galleríi Fold í dag kl. 17. „Haraldur er þekktur fyrir að skapa litríka og heillandi töfra- heima á strigann, töfraheima þar sem allt getur gerst og fólk og dýr taka þátt í róman- tískum hátíðahöldum, dansa fram á rauðanótt eða leika sér undir ber- um himni. Málverkin hans eru full af litum, landslagi, fólki og trúðum og endurspegla allt í senn lífsgleði, fegurð og kunnuglegan fram- andleika,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Haraldur hefur haldið fjölmarg- ar einkasýningar hér á landi og er- lendis. Hann hefur starfað við myndlistarsköpun frá 19 ára aldri og hélt fyrstu einkasýningu sína 21 árs. Á sýningunni Litrófi má sjá verk unnin á síðustu fjórum árum. Haraldur Bilson opnar Litróf Haraldur Bilson Penninn Eymundsson stendur fyrir höfundakvöldum í nóvember. Á þeim munu íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum, taka þátt í léttu spjalli og svara spurn- ingum áhorfenda. Ólíkar áherslur verða á hverju kvöldi og dagskráin fjölbreytt en umræðum stjórna bók- salarnir Brynja Hjálmsdóttir og Einar Kári Jóhannsson. Fyrsta höfundakvöldið verður haldið í kvöld kl. 20 í verslun Ey- mundsson í Austurstræti. Yfirskrift kvöldsins er „Sirkus, síld og kross- fiskar“ og gestirnir Júlía Margrét Einarsdóttir, höfundur Drotting- arinnar á Júpíter, Jónas Reynir Gunnarsson, höfundur Krossfiska, og Hallgrímur Helgason, höfundur Sextíu kílóa af sólskini. Kaffiveit- ingar verða í boði. Sirkus, síld og krossfiskar Höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir. Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hófst í gær og er Norræna húsið meðal þeirra sem hýsa tónleika ut- an aðaldagskrár, sk. „off-venue“ tónleika, 8.-10. nóvember. Air- waves býður upp á tvær órafmagn- aðar tónleikaraðir í húsinu með ís- lensku og alþjóðlegu tónlistarfólki ásamt fjölskyldudegi á sunnudag þar sem börnin fá að prófa hljóð- færi, spila á sviði og dansa með for- eldrum sínum. Í dag munu „trega- blandnir þunglyndistónar svífa yfir mýrinni“, eins og því er lýst í til- kynningu og hefjast leikar kl. 12 og enda kl. 19 og einnig á morgun. Meðal þeirra sem koma fram eru hin kanadíska SEA, Pétur Ben og Frakkinn Nico Guerrero. Dag- skrána má finna á vef Norræna hússins, nordichouse.is. Airwaves-dagskrá í Norræna húsinu Fær Pétur Ben verður í Norræna húsinu. Tónleikum þungarokkssveitarinnar Judas Priest, sem halda átti 24. jan- úar í Laugardalshöll, hefur verið af- lýst. Í tilkynningu frá skipuleggj- endum tónleikanna segir að þeim þyki virkilega sárt að þurfa að til- kynna að tónleikunum hafi verið af- lýst. „Vegna óviðráðanlegra að- stæðna er ekki hægt að halda tónleikana og hefur hljómsveitin verið látin vita af þessu. Skiljanlega eru strákarnir í Judas Priest leiðir yfir því að geta ekki haldið tónleika á Íslandi og vonast til þess að í fram- tíðinni geti þeir komið og spilað fyrir aðdáendur sína á Íslandi. Ástæðan fyrir því að tónleikunum er aflýst er eitthvað sem hljómsveitarmeðlimir réðu engu um. Okkur þykir þetta mjög leitt og þökkum öllum aðdá- endum fyrir skilning og þolinmæð- ina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að allir þeir sem keypt hafi miða fái þá endurgreidda og að ef þeir hafi greitt með kredit- korti verði sjálfkrafa greitt til baka inn á kortið. Ef greitt hafi verið með debetkorti eða greiðsluöppunum Aur eða Kass þurfi hins vegar að senda reikningsupplýsingar á net- fangið info@tix.is svo hægt sé að endurgreiða. Aflýst vegna „óviðráð- anlegra aðstæðna“ Aflýst Judas Priest mun ekki halda tónleika hér á landi í janúar á næsta ári en ástæða þess er ekki gefin upp í tilkynningu frá skipuleggjendum. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | g LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Þórunn Jarla Valdimarsdóttir bregður upp ljóslifandi mynd af Skúla og samferðafólki hans HETJA, DREKI OG DJÖFULL VILLIMAÐU Í PARÍ „… hún er frumlegri en flestir aðrir höfundar …“ E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N „... yndislesnin heildstæð o harmræn blanda sársauka og sátt SIÓ / KVENNABLADID S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.